Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.1999, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 03.03.1999, Blaðsíða 8
sim i Kaffmsindi ogkðrfugerð Listaskóli Rögnvald- ar Ólafssonar býður ekki aðeins upp á kaffi, heldur einnig fræðslu um þennan merka drykk. Nú stendur yfir inn- ritun á námskeið í vatns- litun, teiknun og körfu- gerð og kynningu á kaffi, en hún verður á Hótel ísafirði fimmtu- daginn 11. mars. Sírn- arnir eru 456 5444 og 456 4418 fyrir þá sem vilja skrá sig. Hornstrandir ínútíðog framtíð Málefni Homstranda í nútíð og framtíð verða brotin til mergjar á mál- þingi sem haldið verður á ísafirði um miðjan apríl. ísafjarðarbær boðar til þingsins í samvinnu við Náttúrustofu Vest- fjarða, Ferðamálasam- tök Vestfjarða og At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða. Einkum verður fjallað um skipu- lag svæðisins og þá sér- staklega í ljósi vaxandi ferðamennsku. Þingið mun standa dagana 16. og 17. aprfl. Fyrri daginn verður far- ið yfir stöðu mála og flutt fræðsluerindi um svæðið, þ.e. um jarð- fræði, dýralíf, gróður- far, sögu og fornminjar. Seinni daginn verður athyglinni beint að ferðamennsku á svæð- inu og verður reynt að fjalla um það mál frá sem flestum hliðum. Málþinginu lýkursíðan með pallborðsumræð- um fulltrúa þeirra hópa sem láta sig svæðið varða. ________________ | Ferskogfrum- legsýning Sýning á verkum Gabríellu Friðriksdóttur hefst í Slunkaríki á ísa- tirði á laugardaginn kl. 16. Fyrir stuttu sýndi hún verk sín í sýningar- sal Sævars Karls í Reykjavík og vöktu þau miklaathygli fyrirfersk- leika og frumleika. Þetta er fjörug sýning og við hæfi þegar sólin hækkar á lofti með degi hverjum. Sýningin verð- ur opin til 21. mars. Fyrirspurn ti/ bæjarfuiitrúa ísafjarðarbæjar frá ingibjörgu Einarsdóttur: Hvað eru mannréttindi? „Ég spyr ykkur, ágœta fólk, ykkur sem voruð kosin til þess að gœta hagsmuna okkar sem liér búum, ykkur sem viljið áfengið inn í matvörubáðirnar hér á Isafirði: Eruð þið reiðubúin að troða á mannréttindum fjölmargra barna, unglinga og foreldra til þess að öðlast ykkar „sjálfsögðu mannréttindi?" segir bréfritari m.a. í grein sinni. Tilefni skrifa minna er sú tillaga bæjarstjórnar Isafjarð- arbæjar, að heimilt verði að selja áfengi í matvörubúðum. Að mínum dómi eru engin rök fyrir því - og þó: Fólk sem er fylgjandi þessu vísar til þeirra „sjálfsögðu mann- réttinda" að geta keypt sitt áfengi hvar sem er, að hafa val um verslun. Eg spyr: Er ástæðan sú, að það er svo erfitt að fara í Ríkið fimmtíu skrefum frá matvöru- búðinni? Eða er ástæðan ef til vill sú, að þá er hægt að fela hversu mikið maður kaupir af áfengi með því að dreifa inn- kaupunum á tvo, þrj á eða fjóra staði? Eða hvað? Nú spyr ég sem fjögurra barna móðir og persóna sem hefur unnið mikið með börn- um og töluvert með unglinga: Hefur kostnaðurinn verið reiknaðurtil enda? Hvað kosta þessi „sjálfsögðu mannrétt- indi“ börnin okkar, ungling- ana okkar? Hvað kosta þau fólk sem er veikt fyrir áfengi? Hvaða áhrif getur það haft á velferð heilla fjölskyldna, að standa frammi fyrir þessu „sjálfsagða vali“ í hvert skipti sem farið er að kaupa mjólk? Eða er málið það, að þeir sem vilja hafa aðgang að áfengi hvar sem er láti sig velferð eða líðan þessara hópa sem ég nefndi engu skipta? Eitt sinn fyrir löngu var spurt: A ég að gæta bróður míns? Eg ítreka þá spurningu. Síðan er önnur hlið á þessu máli: Við skattborgarar mun- um greiða sívaxandi kostnað sem leggst á heilbrigðiskerfið vegna aukinnar áfengis- neyslu. Boðberar „sjálfsagðra mannréttinda" munu vafalítið segja: Þeim var nær, þeir réðu bara ekki við sitt frjálsa val, þetta kemur okkur ekkert við. En góða fólk: Öllu frelsi fylgir ábyrgð og það vill stundum gleymast. Berið þið enga ábyrgð nema á ykkur sjálfum? Voruð þið ekki einmitt að bjóða ykkur fram til setu í bæjarstjórn til þess að axla einhverja ábyrgð á velferð þeirra sem búa í bæjarfélag- inu? Ef ekki, til hvers voruð þið þá að því? Fyrir fáeinum árum sat ég fundi sem fulltrúi foreldra, vegna þess að stjórn okkar ágæta bæjarfélags vildi fá álit ýmissa aðila varðandi stefnu- mótun og aðgerðir í vímu- varnamálum. Ekki löngu seinna var VáVest-hópurinn stofnaður og ég taldi í ein- feldni minni að það væri stefna bæjaryfirvalda að styðja þann hóp. Það gæti að mínum dómi haft stórkostleg áhrif ef rétt væri á málum haldið. En þetta virðist hafa verið tómur misskilningur. Frá mínu sjónarmiði eru hinar nýju tillögur bæjaryfirvalda aðförað starfi VáVest-hópsins og aðför að starfi foreldra barnanna í grunnskólum bæj- arfélagsins. Eg var í forsvari foreldra- rölts veturinn 1995-96 og þá varð mér og fleiri foreldrum ljósari en áður áfengisneysla og vímuefnanotkun barna og unglinga. Það sem þá blasti stundum við skar að minnsta kosti mig í hjartað. Eg veit dæmi um börn sem ráfa um götur bæjarins langt fram á nætur í reiðileysi, vegna þess að þeim er ekki vært heima hjá sér. Foreldrarnir eru ekki færir um að axla sína sjálf- sögðu ábyrgð á börnunum vegna þess að þei r eru að gæla við sínar eigin fýsnir og lang- anir. Eg spyr: Hvareru mann- réttindi þessara barna? Eg hef annast börn, t.d. í starfi mínu á leikskólum, sem voru mjög greinilega vanrækt vegna þess að foreldrarnir voru uppteknari af sínum „sjálfsögðu mannréttindum" en velferð barna sinna. Eg spyr aftur: Hvar eru mann- réttindi þessara barna? Ég hef séð fólk, ósköp venjulegt fólk sem hafði alls ekki neinn alkóhólistastimpil á sér og allt leit mjög „eðli- lega“ út hjá, fólk sem var þeirrar skoðunar að börnin hefðu alls ekki slæmt af því að læra að dagleg umgengni um áfengi væri eðlileg. Þess vegna drakk þetta fólk „sak- lausan bjór“ í síðdeginu og virtist ekki taka eftir svipnum ábörnunum sínum. En börnin vissu greinilega eitthvað sem ég vissi ekki. Þegar þau sáu foreldrana með bjórinn urðu þau niðurlút og uppspennt í herðum og létu fara mjög lítið fyrir sér. I augum þeirra var ótti og angist. Mig langaði helst til að gráta. Enn spyr ég ráðamenn Isa- fjarðarbæjar: Hvar eru mann- réttindi þessara barna, þegar móðir þeirra er að koma þreytt heim úr vinnunni og grípur með sér nokkra bjóra um leið og hún kaupir í matinn, af því að þeir voru þarna í leiðinni? Það er staðreynd, að aukið aðgengi að áfengi eykur líkur á aukinni neyslu þess. Það er staðreynd, að allt of margir eru ekki færir um að kenna börnum sínum eða unglingum að umgangast áfengi „eðlilega“. Það er staðreynd, að börnin taka langtum meira mark á því sem þau sjá en því sem þeim er sagt, ekki síst þegar þau sjá að það sem við gerum stangast á við það sem við segjum. Ég spyr ykkur, ágæta fólk, ykkur sem voruð kosin tiI þess að gæta hagsmuna okkar sem hér búum, ykkur sem viljið áfengið inn í matvörubúðirnar hér á Isafirði: Eruð þið reiðu- búin að troða á mannréttind- um fjölmargra bama, unglinga og foreldra til þess að öðlast ykkar „sjálfsögðu mannrétt- indi“? Ég endurtek einfalda stað- reynd: Við aukið aðgengi að áfengi stækkar sá hópur sem lætur freistast af áfengi. Skynsemi manns og rann- sóknir sérfræðinga segja það. Ekki langar mig til þess að verðabörnum, unglingum eða fullorðnu fólki að falli vegna sjálfselsku minnar og kröfu um svokölluð „sjálfsögð mannréttindi“. En hvað með ykkur, ágæta fólk í bæjarstjórn Isafjarðar- bæjar? - Ingibjörg Einarsdóttir. Ásbjöm Björgvinsson frá Fiateyri og forstöðu- maóur Hvaiamióstöövarinnar á Húsavík skrifar í faðmi fjalla blárra Hvað er um að vera fyrir vestan? Fyrir nokkrum vik- um þurfti ég að skreppa „heim” eins og maður segir enn, þrátt fyrir að hafa búið utan heimaslóða um 17 ára skeið. í þessari heimsókn minni átti ég þess kost að hitta góða vini og kunningja, rabba og ræða um málefni Vestfjarða við þá og fleiri góða Vestfirðinga. Ég hef á undanförnum ár- um komið reglulega „heim”, liðið vel og verið nokkuð ánægður með þróun mála, þ.e. mannlífið fyrir vestan. Mannlíf sem byggist fyrst og fremst samheldni og samstöðu íbúanna. Eftir að hafa fylgst með fréttum að vestan í langan tíma, finnst mér nú, því miður, þær í allt of mörgum tilfellum byggjast á sjálftilbúnum upp- hrópunum með neikvæðum formerkjum. (Auðvitað koma jákvæðar fréttir að vestan af og til, en þær þurfa að fá miklu meira vægi). Þessar neikvæðu fréttir eru ekki bara búnar til hjáfjölmiðunum fyrirsunnan, málflutningur heimamanna hefur haft þar mikil áhrif. H vað er í gangi ? Mér kemur fyrst í huga orðið „einangr- unarstefna”. Hvar er víðsýn- in, hvar er jákvæð uppbyggi- leg umræða? Þurfa Vestfirð- ingar að fara í naflaskoðun? Auðvitað. Vestfirðir eru ekk- ert öðruvísi en aðrir landshlut- ar, þar býr harðduglegt fólk sem vill vel, en sést stundum ekki fyrirí málflutningi sínum að mínu mati. Allt of mikið er af upphróp- unum og kröfum sem byggja á neikvæðum tón. Við ætlum, við skulum, við krefjumst. Svona málflutningur er að mínu mati ekki vel til þess fallinn að ná árangri og því síðurtil að stuðlaað uppbygg- ingu jákvæðrar ímyndar af Vestfjörðum. Horfandi á heimaslóðir úr fjarska norðlenskra fjalla, legg ég til að Vestfirðingar taki sjálfa sig í naflaskoðun, opni hugann, gluggana, og fari í auknu mæli að horfa út fyrir fjöllinbláu.Vestfirðingareins og aðrir, verða að gera sér grein fyrir að við erum partur af (alþjóða) samfélagi sem er í örri breytingu, breytingu sem orsakar það, að ef setið er innan við gluggann og bara horft út um hann, missum við af góðu útsýni í allar hinar áttirnar. Þó við séum í sumum tilfellum ekki sátt við breyt- ingarnar í samfélaginu koma þær til með að verða ráðandi þótt barist sé á móti straum- num í einhvern tíma. Mér finnst sem forsvars- menn og jafnvel þingmenn svæðisins eigi að aðstoða íbúa Ásbjörn Björgvinsson. Vestfjarða í auknu mæli við að opna gluggana upp á gátt og helst í sem flestar áttir. Það er yndislegt að búa í „faðmi fjalla blárra” en það eru svo margir möguleikar hinumegin við fjöllin, möguleikar sem íbúar Vest- fjarða eiga fullan og óskor- aðan rétt á að njóta eins og aðrir. Ég sendi mínum kæru vinum fyrir vestan. jákvæð- ar baráttukveðjur nú þegar sól hækkar á lofti og vonast til að sjá gluggana opna upp á gátt næst þegar ég kem heim. Virðingarfyllst, Ásbjörn Björgvinsson. 8 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.