Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.1999, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 03.03.1999, Blaðsíða 1
Stofnað 14. ntvember 1984 • Sfmi 459 4589 • Fex 458 4584 • Netfaeg: bb@snerpa.is • Verð kr. 288 m/vsk Ásberg Pétursson, eigandi Fiskverkunar Ásbergs ehf. í Hnífsda/ „Breytt rekstrarumhverfi og kvóta- samdráttur meginástæða lokunar66 Ásberg Pétursson, eigandi Fiskverkunar Ásbergs ehf. „Það hafa verið erfiðleik- ar í þessum rekstri. Þegar maður stóð frammi fyrir því að draga saman seglin, þá var hagstæðara að hætta rek- stri fyrir vestan þó svo að það sé auðveldara að selja húsnæði fyrirtækisins í Kópavogi. Við hófum rekst- ur í Hnífsdal árið 1989 og síðan þá hafa orðið miklar breytingar á rekstrarum- hverfmiL Við byrjuðum á því að vinna fisk frá hand- færabátum en síðan breytt- ist rekstrarumhverfið, sér- staklega með tilkomu fisk- markaða. Fyrirfjórum árum fórum við næreingöngu út í vinnslu á grálúðu og erum þeir einu hérlendis sem eru sérhæfðiríþeirri fisktegund. Sá rekstur gekk vel lengst af en síðan kom þessi kvóta- samdráttur og nú er ástandið orðið þannig að það kemur nánast engin fersk lúða að landi. Þá má bæta því við að við þurfum að borga toll af nánast allri okkar framleiðslu sem hjálpar ekki til við rekst- urinn,” sagði Ásberg Péturs- son eigandi Fiskverkunar Ás- bergs ehf. í Hnífsdal, að- spurður um ástæður þess að hann hefur sagt upp starfs- fólki fyrirtækisins í Hnífsdal, alls 25 manns, auk þess sem hann hefur ákveðið að hætta rekstri hér vestra. Auk rekstursins í Hnífsdal, hefur Ásberg með höndum fiskvinnslu í Kópavogi auk þess sem hann sér um dagleg- an rekstur Meleyrar hf. á Hvammstanga og útflutnings- fyrirtækisins Sæeyjar ehf. En hvað hyggst hann fyrir með húsnæði fyrirtækisins í Hnífs- dal og tækjabúnað? „Hugmyndin er að reyna að selja fiskverkunina með eða án tækjabúnaðar. Ef það tekst ekki eru uppi hugmy ndir um að flytja tækjabúnaðinn til Kópavogs.” Nú hefur komið fram í frétt- um að öllu starfsfólki fisk- verkunarinnar í Hnífsdal að verkstjóranum undanskildum, hafi verið boðið starf í Kópa- vogi... „Það er rétt að það kom fram í fréttum að öllu starfs- fólki nema Gunnari verkstjóra hafi verið boðið starf í Kópa- vogi. Ég taldi hins vegar að Gunnar hefði ekki áhuga á starfi syðra. Restin af starfs- fólkinu er aðallega útlending- ar og sumir þeirra voru búnir að biðja um flutning. Það mátti túlka það á fréttaflutn- ingi að Gunnar hefði ekki staðið sig, en það er ekki rétt. Hann og allt starfsfólkið hefur staðið sig frábærlega vel. Það var mjög erfitt að þurfa að lilkynna þessar breytingar en það var ekkert annað að gera í stöðunni. Það hafa verið miklir erfiðleikar og við erum búin að tapa miklum pening- um á rekstrinum. Mér finnst betra að skilja þannig við að loka fyrirtækinu áður en í óefni er komið.” Aðspurður urn hvort hann hafi orðið fyrir aðkasti vegna ákvörðunar sinnar, segir hann svo ekki vera enda telji hann sig vera að gera rétt með því að bjóða starfsfólkinu vinnu fyrirsunnan. „Viðreynumað rnilda afleiðingarnar eins og við getum en það er alveg ljóst að einhverjir þjónustu- aðilar korna til með að rnissa spón úr aski sínum. Ég vona bara að það séu til menn vestra til að halda áfram rekstri í húsnæðinu.” Heldurðu að þeir geti það ef þú getur það ekki? „Já það held ég. Aðstæður mínar eru þannig eðlis að ég er að vasast í svo mörgu. Auk reksturs í Kópavogi og á Hvammstanga erum við að gera út togara sem við erum að senda til veiða á Flæm- ingjagrunn.” Með þessum gerðurn er þín- urn þætti lokið hér vestra? „Já, eins og er en það er aldrei að vita hvort maður kemur aftur inn í rekstur fyr- ir vestan," sagði Ásberg Pét- ursson í samtali við blaðið. Hann kvað það skoðun sína að bæjarfélagið ætti að hafa meiri áhrif á rekstur fyrir- tækja m.a. með eignaraðild að þeim eða öðrum stuðn- ingi svo sem í formi ábyrgða vegna langtímalána sem fyrirtækin þurfa að taka. Erfið/eikar í rekstri íshúsféiags ísfiróinga hf. 28 starfsmfinnum sagt upp vegna endurskipulagningar Tuttugu og átta starfsmönn- urn í fiskvinnslu hjá íshúsfé- lagi Isfirðinga hf. var sagt upp sl. föstudag. Þar af voru 17 Islendingarog 11 útlendingar. Álíka mörgum var í síðustu viku sagt upp hjá Fiskverkun Ásbergs í Hnífsdal, eða öllu starfsliðinu, eins og kemur fram annars staðar hér í blað- inu. Þar að auki hefur fimm rnanns verið sagt upp hjá Básafelli á ísafirði. í þessari miklu uppsagnahrinu hefur því um 60 manns í Isatjarðar- kaupstað hinum gamla verið sagt upp. Pétur Sigurðsson, forsetiAlþýðusambandsVest- fjarða, nefnir þetta „reiðar- slag“ og „náttúruhamfarir af mannavöldum“. Blaðið hefur undir höndum uppsagnarbréf sem einn út- lendinganna hjá Ishúsfélaginu fékk sl. föstudag. Það hljóðar svo: „Okkur þykir leitt að til- kynna að með bréfi þessu er yður sagt upp störfum hjá fyr- irtækinu frá og með 28. febrúar 1999 með samnings- bundnum uppsagnarfresti, 1 mánuði. Vegna þessa rnun fyr- irtækið ekki sækja um endur- nýjun atvinnuleyfis fyrir yður. Ástæður uppsagnarinnar eru erfiðleikar í rekstri félagsins og fyrirhuguð endurskipu- lagning á honum. Um leið og við þökkum þér ánægjulegt samstarf og gott starf fyrir fé- lagið óskum við þér brautar- gengis í framtíðinni.“ Rekstur Ishúsfélags Isfirð- inga hefur gengið illa síðustu árin. Á síðustu fjórum til fimm árunt er tapið komið vel yfír hálfan milljarð króna. Þess er skemmst að minnast, að vara- Ishúsfélag Isfirðinga hf stjórn fyrirtækisins tók við stjórnartaumunum en allir menn í aðalstjórn létu af störfum í byrjun síðasta mán- aðar. Einnig varð að sam- komulagi að framkvæmda- stjórinn léti af störfum. Þetta gerðist í framhaldi af birtingu úttektar svonefnds Þríhöfða á rekstri félagsins. Ishúsfélag ísfirðinga hf. er aðnæröllu leyti íeigu Gunn- varar hf. á ísafirði og hefur verið um fimm ár. Á sameigin- legum fundi stjórna beggja félaganna var þrentur mönn- um, þeim Elíasi Oddssyni, Gunnari Þórðarsyni og Rúnari Guðmundssyni falið að gera úttektárekstri íshúsfélagsins, greina vanda þess og gera til- lögur um úrbætur. Skýrslan var lögð fram 2. febrúar sl. Sjá nánar á bls. 2 og 3. HIN SÍGILDA BAKÁTTAN ÍH iir| SAGA í GUE- _ HAFIN miR PC'H NÝHRIMYND ALVÖftU! — * *i HAMRABORG Sími: 456 3166

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.