Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.1999, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 03.03.1999, Blaðsíða 5
Framhaldsskóli Vestfjarða Súlrisuhátfli heflst á morgun Dagur túnlístarskðlanna Dagur tónlistarskólanna var haldinn liátíðlegur síðasta laugardag. Þrennir tónleikar voru lialdnir á vegum Tónlistarskóla Isafjarðar auk þess sem aðrir tónlistar- skólar minntust dagsins veglega. Meðfylgjandi mynd var tekin á einum tónleikum Tónlistarskóla Isafjarðar 02 sýnir uppremtandi fiðlusnillinga leika fyrir gesti. Jórvík Hefuráætl- unarflug milli Patreksfjarðar og ísafjarðar Flugfélagið Jórvík hóf í gærdag reglulegt áætlun- arflug milli Patreksfjarðar og ísafjarðar. Flugið er styrkt af samgönguráðu- neytinu á tímabilinu frá 1. mars til 30. apríl og verður flogið tvær ferðir á viku, á mánudögum og föstudög- um. Til flugsins notar félag- ið 10 sæta flugvél af gerð- inni Cessna-402 en hún er einnig í áætlunarflugi fé- lagsins milli Reykjavíkur og Patreksfjarðar, en fé- lagið flýgur sex sinnum í viku á þeirri leið; alla daga nema laugardaga. Flugfélagið Jórvík var stofnað 1993 og hóf flug- rekstur ári síðar, einkum útsýnisflug með ferða- menn. Frá því í nóvember 1997 hefur félagið jafn- framt sinnt áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Pat- reksfjarðar. JJin árlega sólrisuhátíð Framhaldsskóla Vestfjarða hefst á morgun, fimmtudag. Ein og áður kennir margra grasa á dagskrá hátíðarinnar og er ljóst að nemendur skól- ans hafa lagt sig vel fram um að gera hátíðina sem glæsileg- asta. Á meðan að hátíðin stendur yfir verður opið kaffihús í hús- næði gamla apóteksins og verður það opið alla daga. Á föstudag kl. 16 mun Gabríela Friðriksdóttir opna sýningu á verkum sínum í Slunkaríki og kl. 21 verður skemmtikvöld og tískusýning á vegum Herra- fataverslunar Kormáks og Skjaldar í Edinborgarhúsinu. Kl. 20:30 ásunnudag verður bókmenntavaka á Hótel Isa- firði þar sem Andri Snær Magnússon og Davíð Stefáns- son lesa úr verkum sínum. Á mánudag kl. 20 mun Magnús Skarphéðinsson ljalla um líf eftir dauðann í fyrirlestrarsal FVÍ og kl. 23 verður sýnd kvikmyndin City of lost Children í Isafjarðarbíói. Kvöldið eftir verður Rocky Horror sýnd í Ísafjarðarbíó og kl. 20 á miðvikudagskvöld verður umræðufundur um vímuefnavarnir í fyrirlestrar- sal FVÍ. Fimmtudaginn 11. mars kl. 20 verður leikritið Lýsistrata eftir Aristofanes frumsýnt í uppfærslu nem- endafélags skólans og kl. 20:30 verða Sólrisutónleikar á vegum Tónlistafélags Isa- fjarðar í Isafjarðarkirkju. Þar mun Hljómskálakvintettinn leika. Á laugardag kl. 17 verða neðansjávartónleikar Múm í Sundhöll ísafjarðar og kl. 22 verða Sólrisutónleikar í Al- þýðuhúsinu. Þar munu Sigur- rós og Klamedia X skemmta. Kl. 17, sunnudaginn 14. mars, mun BlásarakvinttettTónlist- arskóla Akureyrar skemmta í sal frímúrara og kl. 12 á há- degi, mánudaginn 15. mars, mun Skari skrípó heilsa upp á framhaldsskólanemendur í hádegishléi. Hér hefur aðeins verið greint frá nokkrum af þeim atriðum sem í boði verða á Sólrisuhátíð sem hefst á morgun. Framkvæmdastjóri Bakka hf. Bolungarvík söólar um Kaupir nær priðjung i „Rauða hernum" af Katli Helgasyni ug Eypúri HaraHssyni Vestfiróir Bflvelta í fin- undarfirði Rétt eftir hádegi á mánu- dag fór bifreið út af vegin- um í Önundarfirði, rétt við Kaldá. Ökumaður bifreiðarinn- ar mun hafa misst stjórn á henni í hálku með þeim afleiðingum að hún hafn- aði á hvolfi fyrir ofan veg. Hann slapp án meiðsla. Agnar Ebenesersson, fram- kvæmdastjóri Bakka hf. í Bol- ungarvík, hefur keypt nær þriðjung í fyrirtækjum þeim semjafnan eru kennd við Ketil Helgason eða Rauða herinn, þ.e. Rauðsíðu á Þingeyri, Rauðfeldi á Bíldudal, Rauð- hamri á Tálknafirði og Bol- fiski í Bolungarvík. Hann læt- ur af störfum hjá Bakka hf. um miðjan mánuðinn en fram að því mun hann vinna við hlið nýráðins framkvæmda- stjóra Bakka, Guðmundar Hólm Indriðasonar, og koma honum inn í starfið. Aðaleigendur „Rauða hers- ins“ hafa verið Ketill Elíasson og Eyþór Haraldsson, sem rekur útflutningsfyrirtækið Norfisk hf. í Reykjavík. Þeir hafa átt jafnstóra hluti eða tæpan helming hvor, en Guð- mundur Franklín verðbréfa- miðlari í New York á um 6%. Agnarkeypti sinn hlutafKatli og Eyþóri, þannig að nú eiga þeir þrír liðlega 31 % hver en Guðmundur Franklín á eftir sem áður sinn hluta óskertan. Bolfiskur í Bolungarvík hefur reyndar verið að öllu leyti í eigu Ketils Helgasonar en Rauðsíða kaupir nú fyrirtækið af honum þannig að sama eignaraðild verður að öllum fyrirtækjunum fjórum. Ekki er búið að ganga end- anlega frá verkaskiptingu í fyrirtækinu eftir inngöngu Agnars, en það verður vænt- anlega gert fyrir eða um helg- ina. Guðmundur Franklín er væntanlegur vestan um haf á næstu dögum til fundar við aðra eigendur um skipulags- mál. Ketill hefur verið einn yfirstjórnandi í öllum þessum fyrirtækjum en sívaxandi umsvif kalla á fleiri stjórn- endur. Velta Rauða hersins var milli 1.700og 1.800 milljónir króna á síðasta ári og stefnt er að því að fara yfir tvo milljarða á þessu ári. Starfsmenn eru um 250 talsins. Þessi fyrirtæki eiga engan kvóta og eru þess vegna ekki með neitt fjármagn bundið í honum. Nægilegt framboð hefur verið af erlendum fiski, ekki aðeins Rússafiski heldur miklu víðar að, jafnvel úr Kyrrahafinu. Flutningskostn- aðurinn er mjög lítill hluti af fiskverðinu og hráefnisöflun fiskvinnslufyrirtækjar í sívax- andi mæli á heimsvísu. Norfisk hf. annast sölumál- in að mestu leyti og hefur selt upp undir 80% framleiðslunn- ar á Bandaríkjamarkað. Áfram verður selt gegnum það fyrirtæki en leitað verður frekari markaða í Evrópu. f , ^ Auglýsingar og áskrift sími 456 4560 V J Atvinna Starfsmaður óskast til starfa við intemet- verslun. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Æskilegt er að viðkomandi geti unnið sjáif- stætt. Upplýsingar eru gefnar í síma 861 1406 og hjá unnur@kaup.is Æskulýðsdagar í Bolungarvík Síðasta sunnudag hóf- ust svonefndir æskulýðs- dagar kirkjunnar í Bol- ungarvík með poppmessu sem haldin var í Hóls- kirkju. Rúmlega fjörutíu manns komu að messunni og voru þeir á aldrinum frá 12-70 ára. Þar stigu á svið ung- lingakór Tónlistarskóla Bolungarvíkur undir stjórn Soffíu Vagnsdóttur, en kórinn var að koma fram í fyrsta skipti. Þá söng kirkju- kórinn negrasálma undir stjórn organistans Guðrúnar B. Magnúsdóttur en einsöng með kórnum sungu Guð- finna Magnúsdóttir og Guðmundur Reynisson. Þá lásu unglingar ritningar- lestur og ljós. Á morgun, fimmtudag, hittast unglingarnir og fara í leiki, syngja og biðja auk þess sem æskulýðsmessa sem halda á nk. sunnudag kl. 14 í Hólskirkju verður undirbúin. I henni munu unglingar bæjarins sjá um messuhald auk þess sem fermingarbörn munu standa fyrir kaffisölu í safnaðar- heimilinu. Allir ágóði af henni n.un renna í sjóð til Frá poppmessunni síðasta sunnudag. A myndinni er unglingakór Tónlistarskóla Bolungarvíkur sem kom fram í fyrsta sinn við þetta tœkifœri. fermingarferðalags. Allir eru velkomnir í messuna og kaffið. Æskulýðsdögum í Bol- ungarvík lýkur fimmtu- daginn 18. mars með pizzuveislu í safnaðar- heimilinu á staðnum. ísafjörður Vestfjarðamót í skíðagöngu Vestfjarðamót í skíða- göngu fór fram á Selja- landsdal sl. sunnudag. Ur- slit á mótinu urðu sem hér segir: I 1 km göngu drengja 8 ára og yngri sigraði Ey- vindur Atli Ásvaldsson á 10:09. í sömu vegalengd og í sama aldursflokki stúlkna sigraði Katrín Sif Kristbjörnsdóttir á 9:05, önnur varð Sigrún Arnars- dóttir á 9:45 og þriðja varð Silja Rán Guðmunds- dóttir á 10:13. í flokki 9-10 ára drengja í 1,5 km göngu sigraði Brynjólfur Óli Árnason á 5:09, annar varð Ómar Halldórsson á 5:46 og þriðji varð Bjarki Bárðar- son á 9:05. í sama aldurs- flokki og í sömu vega- lengd stúlkna sigraði Helga Margrét Marsellíus- ardóttir á 9:19. í 2,5 km göngu 11-12 ára drengja sigraði Krist- ján Óskar Ásvaldsson á 13:27, annar varð Óskar Halldórsson á 14:25 og þriðji varð Sindri Gunnar Bjarnason á 17:01.1 sama aldursflokki og sömu vegalengd stúlkna sigraði Gerður Geirsdóttir á 13:16, önnur varð Dagný Hermannsdóttir á 13:27 og þriðja varð Jóhanna Bárðardóttir á 14:09. í 5 km göngu í flokki 13-14 ára sigraði Markús Þór Björnsson í drengja- tlokki á 23:16 og Aðal- björg Sigurjónsdóttir í stúlknaflokki á tímanum 19:21. ísafjörður Stefnumótun í atvinnumálum Hal'inn er undirbúningur að stefnumótun Isafjarðar- bæjar í atvinnumálum. At- vinnuþróunarfélag Vest- fjarða stýrir verkefninu en ráðgjafar frá Iðntækni- stofnun leiða vinnuna og veita faglega ráðgjöf. Verkefninu er skipt í þrjá flokka: 1. Fyrirtæki. 2. Menning, menntun og rannsóknir. 3. Stjórnsýsla. Hverjum málefnaflokki er skipt í undirflokka og skipaður sérstakur vinnu- hópur um hvern fyrir sig. Fjölmargir hafa undan- farið fengið bréf frá bæjar- stjórn þar sem þess er ósk- að að þeir taki þátt í starfi einstakra vinnuhópa og hófust fundahöld þeirra í gær. Að loknum fimm stuttum fundum með ráð- gjafa kemur til kasta verk- efnisstjórnar að samræma tillögur þátttakenda. Þann- ig er ætlunin að móta heildstæða stefnu í at- vinnumálum í bæjarfélag- inu. MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 5

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.