Víðförli - 15.12.1988, Blaðsíða 3
Kvenprestum fjölgar
Á haustdögum hafa þrjár konur
verið vígðar til prestsþjónustu, þær
sr. Þórhildur Ólafs til starfa innan
þjóðkirkjusafnaðarins í Hafnar-
firði, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
sem verður aðstoðarprestur í Selja-
sókn og sr. Sjöfn Jóhannesdóttir
sem mun vera í at'leysingaþjónustu í
Kolfreyjustaðarprestakalli. Sr. Þór-
hildur Ólafs mun i framtíðinni starfa
við hlið manns síns sr. Gunnþórs
Ingasonar í Hafnart'irði og sr. Sjöfn
verður grannprestur eiginmanns síns
sr. Gunnlaugs Stefánssonar í Hey-
dölum. Þriðju hjónin hafa tekið
prestsvígslu, þau sr. Hanna María
Pétursdóttir og sr. Sigurður Árni
Þórðarson rektorshjón í Skálholti.
Nokkrar konur í prestsþjónustu eru
giftar guðfræðingum og nokkur
hjón stunda nám í guðfræðideild
Háskólans sarnan, þannig að búast
má við því að fleiri prestshjón í orðs-
ins fyllstu nrerkingu verði að störf-
um innan kirkjunnar í framtíðinni.
Kristnihald undir jökli
„Það er yndislegt að eiga aðgang
að bænahópi úti í þorpinu, þar sem
beðið er fyrir kirkjulegu starfi og
prestinum. Það veitir mikinn styrk
og ómetanlegt að geta verið með í
slíkum hóp, án þess að þurfa að vera
í forystu sem svo oft er hlutverk
prestsins,“ sagði sr. Friðrik Hjartar í
Ólafsvík í stuttu viðtali við Víðförla.
„Það er margt gott að gerast í trú-
málum í Ólafsvík. I nokkrum bátum
er skál með mannakornum og biblía
á matborðinu. Menn eru þá að fletta
upp í henni á frívakt, og rabba um
efnið. Stundum er einmitt kokkur-
inn mikill fræðari um þessi efni.“
Sr. Friðrik Hjartar
Þá má geta þess að innan eins fisk-
vinnslufyrirtækis byrja menn vinnu-
daginn með biblíulestri og bæn fyrir
öllum atvinnurekstri á staðnum.
Ungt fólk með hlutverk er starfandi
í Ólafsvík, kirkjurækið fólk og styð-
ur prestinn vel. Þau hafa opinn
bænahóp á hverju sunnudagskvöldi.
Og meðhjálparinn, Guðni Sumar-
liðason býður tvisvar i viku til bæna-
og biblíuhóps heima hjá sér. Kirkju-
kaffi er eftir messu, sem foreldrar
fermingarbarnanna sjá um, þau taka
á móti fólki, annast veitingar og
ganga frá. Samþykkt var að ekki
skyldi bjóða upp á tertur heldur
molakaffi. En foreldrarnir fundu út
að undir þá skilgreiningu falla
konfektmolar svo að kirkjukaffið er
vinsælt samfélag, menn njóta veit-
inga og góðra umræðna."
Fræðslunámskeið fyrir sóknarnefndir
Þátttakendur á námsskeiði á Hólmavík ísumarfyrir sóknarnefndarfólk og aðrastarfs-
menn kirkjunnar á vegum Húnavatnsprófastsdæmis.
Leikmannastefna kirkjunnar hef-
ur hvatt til þess að gengist verði fyrir
námskeiðum fyrir leikmenn sem
starfa fyrir kirkjuna. Er þar vísað til
námskeiða sem Kjalarnesprófasts-
dæmi stofnaði til fyrir skemmstu all-
víða um prófastsdæmið.
Fleiri prófastsdæmi hafa nú efnt
til slíkra námskeiða. í Húnavatns-
prófastsdæmi voru þau tvö, bæði á
Húnavöllum og Hólmavík, og i Ey-
jafjarðarprófastsdæmi kom um 70
manns saman í safnaðarheimili
Glerárkirkju. Voru þar einkum
sóknarnefndarmenn en einnig með-
hjálparar, hringjarar og kirkjuverð-
ir.
Þeir sr. Bernharður Guðmunds-
son fræðslustjóri og Helgi Hjálms-
son viðskiptafræðingur form. Leik-
mannaráðs kynntu Eyfirðingum
drög að nýju erindisbréfunum fyrir
sóknarnefndir, ný form fyrir reikn-
inga kirkju og safnaða og starfs-
skýrslu sóknar. Miklar og fjörugar
umræður urðu um starfshætti kirkj-
unnar og komu fram margar óskir
um fleiri námskeið fyrir forystu-
menn í leikmannastarfi, sérílagi var
hvatt til þess að komið yrði upp smá-
hópum í söfnuðunum, t.d. umræðu-
hópum og Biblíuleshópum. Var litið
til nýstofnaðrar fræðsludeildar
kirkjunnar um aðstoð í því et'ni.
Sr. Birgir Snæbjörnsson prófastur
stýrði námsstefnunni. Héraðssjóður
greiddi allan kostnað.
VÍÐFÖRLI — 3