Víðförli - 15.12.1988, Blaðsíða 30
Skapandi
virkni og hvíld
Nýverið fór ég á ráðstefnu um trú, heilsu, kirkju og samfélag,
sem haldin var í nágrenni Bergen. Mér fannst eftirtektarvert hve
Norðmenn eiga sterkar rætur í trúarlegum arfi. Það einkenndi
alla umfjöllun þeirra , bæði lækna, heilsugæslufólks og presta.
Að baki var kristinn mannsskilningur, heildarskilningur á mann-
innum, sem er allt í senn líkami, sál og andi.
Sr. Ólafur Oddur Jónsson
Hvíld er forsenda sköpunar
Ég ætla aðeins að segja ykkur frá
einu atriði sem fjallað var um á ráð-
stefnunni. Mártha von Holst, hjúkr-
unarfræðikennari, fjallaði um skap-
andi virkni og hvíld. Það má vel vera
að hún hafi gripið mig hvað mest,
þar sem ég kom þreyttur til ráðstefn-
unnar.
Hún lagði áherslu á að hvildin
væri forsenda fyrir því að vera skap-
andi. Það verður að vera jafnvægi
milli þess sem við tökum og gefum
síðan af okkur, milli hvíldar og
virkni. Á daginn gefum við af okkur,
tökum til hendi og erum virk, en
nóttin er sá tími þegar við tökum á
móti, hvílumst og hlöðum geymana.
Nóttin veitir okkur frelsi frá ábyrgð
og áreynslu. Nóttin takmarkar þann-
ig ábyrgðina. Það er engin þörf á því
að við séum stöðugt áhyggjufull og á
vakt.
Öllu er afmörkuð stund
Nú á tímum er það æ algengara að
fjölskyldur njóti ekki uppbyggilegra
stunda eins og áður fyrr. En það að
hvílast og taka á móti er jafn mikil-
vægt og að vera virkur og gefa af sér.
Það að una einn með sjálfum sér er
ekki síður mikilvægt en að vera í
samfélagi við aðra. Þögnin er jafn
mikilvæg og samtalið. Allt hefur
sinn tíma segir prédikarinn. „Öllu er
afmörkuð stund, og sérhver hlutur
undir himninum hefur sinn tíma. Að
fæðast ehfur sinn tíma og að deyja
hefur sinn tíma, að gróðursetja hef-
ur sinn tíma og að rífa upp, sem
gróðursett hefur verið hefur sinn
tíma“. (Préd. 3:1-2)
Að starfa hefur sinn tíma og hvíl-
ast hefur sinn tima. Það kemur sér
vel að hálft líf okkar er nótt og svefn,
ekki bara líkamans vegna, heldur
alls persónuleikans og endurnýjunar
hans.
Kvöldbænin er mikilvæg í þessu
sambandi. Hvert kvöld felum við
okkur forsjá Guðs og það hjálpar
okkur að slaka á. Nóttin verður
þannig lækningarmeðal. Hún eykur
hvíldina og friðinn í lífi okkar.
Margir hafa ef til vill heyrt getið
um Helder Camara erkibiskup í
Brasiliu. Hann byrjar daginn með
bæn og hugleiðslu. „Láttu hjarta
þitt hvílast á nóttunni“, segir hann,
„og fel líkama og sál í Guðs hendur“.
Frá fyrstu tíð höfum við haft
hvíldardaginn, sabbatinn, eins og
Gyðingar kalla hann. Guð hvíldist
hinn sjöunda dag af verki sínu segir
í 1. Mósebók og hann blessaði hinn
sjöunda dag og helgaði hann (1.
Mós. 2:3).
Þessi samhljóman sköpunar-
verksins hefur fylgt mannkyni allt
fram á þennan dag. Mönnum er ætl-
að að safna kröftum fyrir komandi
viku á hvíldardeginum.
Tímar skapandi hvíldar
Martha von Holst, sem hefur
starfað í Afríku, vitnaði einnig í Nt.
máli sínu til sönnunar. Ef við Iítum
á Nt. þá einkenndist líf Jesú af virkni
og því að draga sig í hlé.
í Markúsarguðspjalli 6. kafla, (31.
versi) fáum við áform hans um að
hvílast, áform um kyrrðardaga:
„Hann sagði við þá: Komið þér nú á
óbyggðan stað, svo við séum einir
saman, og hvílist um stund. En fjöldi
fólks var stöðugt að koma og fara,
svo þeir höfðu ekki einu sinni næði
til að matast.“ Jesús skildi að við
höfum öll þörf fyrir kyrrðina og
hvíldina til þess að safna kröftum.
Hann er okkar fyrirmynd í þeim efn-
um að hvíla líkama og sál. Heimsókn
hans til Mörtu og Maríu gefur einnig
til kynna nauðsyn hvíldarinnar. Við
þurfum að sitja við fætur meistarans
til þess að hvílast og fá aðra vídd yfir
líf okkar og aðstæður. Jesús segir að
María hafi valið góða hlutann. En
höfum við valið góða hlutann?
Jesús notaði einnig dvölina í eyði-
mörkinni. Það voru ekki andlegir
þurrkatímar eins og margir ætla.
Það voru tímar skapandi hvíldar.
Er tíminn eilíft kapphlaup?
Eflaust höfum við rangtúlkað, nú
á tímum, þessa hvíldarstundir Jesú.
Við skynjum tímann á annan hátt.
Tímaskynjunin er mismunandi í
ólíkum menningarheimi. í Afríku
verða menn að upplifa tímann. í
hinu hefðbundna samfélagi í Afríku
reikna menn aðeins með núinu,
framtíðin er ekki inni í myndinni. Á
okkar tímum er tíminn peningar og
eilíf kauptíð. Nær allt öðlast pen-
ingagildi. Tíminn og klukkan verða
sem þrælahaldarar. Flestir eru í
30 — VÍÐFÖRLI