Víðförli - 15.12.1988, Blaðsíða 5

Víðförli - 15.12.1988, Blaðsíða 5
Magnea segist aldrei geta þakkaö nógsamlega að hafa átt trúaða kirkjurækna móður og hún hafi því frá barnæsku vanist því að halda heilagt. Fyrstu jólin þeirra hjóna voru haldin hátíðleg í Uppsölum í Svíþjóð, henni er ógleymanleg guð- þjónusta i Uppsaladómkirkju á fyrsta sunnudegi í aðventu. Hann er hjá Svíum stórhátíðisdagur, kirkju- sókn er mikil, tónlistin hljómar: Hósíanna, hósíanna, blessaður sé sá sem kemur í nafni drottins. Kveikt er á fyrsta aðventukertinu. Hún kaupir sér þrátt fyrir sára fátækt aðventustjaka, saumar dúk undir stjakann, hvorttveggja hefur fylgt henni alla tíð síðan. Þegai kveikt er á aðventukertun- um á heimilinu eru sungnir hinir dýr- legu aðventusálmar sem eru ntargir í sálmabókinni og sífellt bætast við nýir þýddir og frumsamdir (fagnað- arjsöngvar sem tilheyra aðventu. Börnunumeru kenndir jólasálmarn- ir en þeir eru ekki sungnir hátíðlega fyrr en á jólunum, ekki má þynna út helgi jólanna. í Svíþjóð kynnast hjónin tíða- gjörð og aðlaga hana aldri heimilis- fólks, allt árið hefur fjölskyldan daglegar helgistundir. I Handbók ís- lensku kirkjunnar, Reykjavík 1981, eru leiðbeiningar um tíðagjörð, lest- ur úr Davíðssálmum, guðpjall dags- ins, kvöldsálmur. Þau kynnast borð- bænum og gera þann sið að sínum. Kirkjugöngur eru ræktar. Á heimil- inu Iifir hún kirkjuárið, með því að breiða dúk í lit hvers tímabils kirkju- ársins undir kerti. „Allt gefur þetta eitthvað til að hugsa um, kemur kyrrð á hugann“ segir Magnea. Hvernig er veraldlega undirbún- ingnum háttað? Hvað meö jólagjaf- ir? Það eru allt smágjafir. Hún hefur aldrei keypt jólagjafir alltaf útbúið þær sjálf á jólaföstunni, en nú er fjölskyldan orðin svo stór að hún þarf að byrja í september. Hvernig kemst hún yfir þetta? í eldhúsi og annars staðar í húsinu eru körfur með handavinnu, ef stund gefst sest hún niður sér til hvíldar og gleði. „Ég hugsa gott og fallegt á meðan.“ segir hún. Viðmælandi fer að skoða í körf'u og þar gefur á aðlíta. Litlar dúkkur í hugvitsamlega hekluðum burðarrúmum ætlaðar smáum kirkjugestum til að taka með sér í messuna. Þar eru líka litlar einfaldar helgimyndir með krossaumi, dúkar, bókamerki, gestahandklæði og eitt- hvað af þessu er jólabasar kirkjunn- ar ætlað. Hún gerir ekki stór- hreingerningu, tekur til eins og fyrir venjulega helgi, bakar eitthvað síð- ustu dagana fyrir jól, hefur fljótleg- an jólamat til þess að allir geti notið kirkjuferða. Tóku börnin þátt í aö útbiía gjaf- ir? Þau útbjuggu jóladagatöl og jóla- skraut sem var sett upp á aðfangadag og þá var jólatréð skreytt. Jólahaldið sjálft hófst ætíð með því að farið var í messu kl. 6. á aðfangadag. Þegar heim var komið var borðað, kveikt á jólatrénu, jólaguðspjallið lesið og sungnir jólasálmar. Síðan voru gjaf- irnar teknar upp. Um margra ára bil var eiginmaðurinn sóknarprestur hjá kirkjulausum söfnuði svo um helgar, jól og aðrar stórhátíðir var heimilið undirlagt vegna athafna. Önnur dóttirin hafði einhvern tíma á orði að hún vildi að pabbi sinn væri maður en ekki prestur. Hefur hún áhyggjur af helgihaldi upprennandi kc nslóóar? „Mér finnst skorta á tilfinningu fyrir helgi. Hátíðirnar hverfa. Rúm- helgi er fallegt orð. Rúmhelgi, er það ekki helgun hversdagslífsins?" Vill luin gefa ráð? „Unga fólkið býr við allt önnur kjör. Einum hentar þetta öðrum hitt. Náðargáfurnar eru misjafnar. En það er áhyggjuefni ef fólkið flýr helgina, verður viðskila við kirkjuna sína og það dásamlega sem því gefst þannig kostur á að upplifa,“ og hún talar um mikilvægi þess að stunda reglubundið bænalíf, ekki aðeins ef eitthvað bjátar á. Siðdegið hefur Iiðið hratt í tíma- Iausu rökkrinu. Ég fer hlý að utan og innan út í skammdegismyrkrið. Rósa Iíjörk borbjarnardóttir. í fréttum Nýr doktor í guðfræði Gunnlagur Andreas Jónsson varði nýlega doktorsritgerð sína við Lund- arháskóla í Svíþjóð við lofsyrði and- mælenda. Ritgerð Gunnlaugs fjallar um þá ritskýringu sem komi hefur fram síð- ustu 100 árin á hinum þekktu versum í 1. Mósebók 1:26-28, um að maður- inn væri skapaður í Guðs mynd (Imago Dei). Gunnlaugur hefur nú tekið til starfa við guðfræðideild Há- skóla íslands. Hann lauk guðfræði- prófi 1978 og hefur síðan verið við framhaldsnám, kennslu og blaða- mennsku. Gunnlaugur er 38 ára. Kona hans er Guðrún Brynleifsdótt- ir lögfræðingur og eiga þau 2 börn. Það heyrir til tíðinda þegar ís- lenskir guðfræðingar verja doktors- ritgerð, síðast hlaut dr. Hjalti Huga- son þá nafnbót árið 1983 fyrir rit- gerð sína um Bessastaðaskóla. Aðstoðarframkvæmdastjóri LWF í heimsókn Dr. Jonas Jónsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri Lúterska heimssam- bandsins dvaldist um vikuskeið í byrjun október hér á íslandi. Hann hitti að máli fjölda manna bæði í kirkjulegu starfi sem og úti þjóðfé- laginu, m.a. utanríkisráðherra, við alþingismenn, forsvarsmenn Amn- esty og fleiri stofnana, en mestum tíma varði hann með hinum ýmsu starfsnefndum kirkjunnar og ekki síst með biskupi og kirkjuráði. Dr. Jonas sem er sænskur að ætt hefur mikla reynslu af alþjóðlegu kirkju- starfi, leggur til í skýrslu sinni um heimsóknina að lútherska heims- sambandið komi á sérstakri könnun á stöðu og framgangi kirkjunnar á íslandi vegna þess að þar sé að gerast í hnotskurn sem hefur gerst á löng- um tíma í öðrum kirkjum. Slík könnun gæti orðið til mikillar að- stoðar fyrir lútherskar kirkjur til að takast á við þann vanda sem leggst á kirkjurnar vegna örra þjóðfélags- breytinga. Hann leggur og til að slík könnun sem hugsanlega getur tekið um 10 ár ljúki með alþjóðlegri ráð- stefnu í tengslum við 1000 ára afmæli kristnitökunnnar árið 2000. VÍÐFÖRLI — 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.