Víðförli - 15.12.1988, Qupperneq 6

Víðförli - 15.12.1988, Qupperneq 6
Kirkjurnar sameinist í baráttunni fyrir réttlæti, friði og Guðs góðu sköpun Á heimsþingi Alkirkjuráðsins í Vancouver 1983 var samþykkt að beina því til aðildarkirknanna að leggja höfuðáherslu á baráttu fyrir réttlæti, friði og hinni góðu, óspilltu sköpun Guðs. Þetta verkefni hefur síðan notið forgangs á meðal þeirra fjölmörgu mála, sem Alkirkjuráðið og stofnan- ir þess beina kröftum sínum að. í sjálfu sér telst það vart til tíðinda, þótt kirkjurnar á hátíðarstundum eða alheimsráðstefnum láti frá sér heyra um þessi hin góðu málin, rétt- læti, frið á jörð og Guðs góðu sköp- un. Ef eitthvað er þá finnst ýmsurn að nóg sé komið af slíkum næsta innihaldsrýrum yfirlýsingum, sem jafn megi við fagurgala ef ekki orða- gjálfur eitt. En í þetta sinn er því ekki til að dreifa. Hugur fylgir máli og tekist er á við verkefni af mikilli alvöru. Tíminn er fullnaður, og tím- inn er að renna út. Að þetta tiltekna verkefni skuli valið og því veittur skilyrðislaus forgangur vitnar um þá trúarvissu en um leið veraldarvisku, að framtíð manns og heims kunni að vera í húfi. Þær ógnir sem steðja að mannkyni á þeirri umbrotaöld, sem senn rennur sitt skeið á enda, þyrpast saman og margeflast einmitt á þeinr vettvangi, sem hér um ræðir. Fótum troðið réttlætið, ófriðarbálið, og sköpunin, Iífríkið, sem stynur undan ofríki ábyrgðarlausra manna, þessi vanheilaga þrenning vonskunnar fer sínu fram sem aldrei fyrr. Umhyggja Vert er að gefa því sérstakan gaum, hvaða sess umhyggjan fyrir sköpuninni, náttúrunni, skipar í samþykkt Alkirkjuráðsins. Réttlæt- is- og friðarmálin hafa verið ofarlega á baugi sem kunnugt er, en áherslan á náttúruumhverfisvernd hefur ekki fyrr komið fram með jafn óyggjandi hætti. Með þessari nýju áherslu er í senn gefið í skyn hversu brýnt mál náttúrvernd er sem slík, en um Ieið að átak í því máli krefst þess að unn- ið sé jafnframt að réttlætis- og frið- armálum. Hvað styður annað í því efni, en einnig blasir við að hvað ógnar öðru. Umhverfismál eru til að mynda ekki einkamál áhugamanna um náttúrvernd heldur eru þau og að verða í auknum mæli stórpólitísk mál á jafnt innanlands sem alþjóð- legum vettvangi. Af því höfum við íslendingar nú þegar dýrkeypta reynslu, og sú er og reynsla annarra þjóð. ÖIl eru þessi mál því marki brennd, að sé ekki rétt og skynsam- Iega að þeim staðið, þá er ekkert annað framundan, engin önnur framtíð en sú, sem boðar eyðingu alls Iífs hér á jörð. Það skyldi því engan undra, þegar kirkjurnar koma saman hvaðanæva úr heiminum til að ráða málum sín- um um köllun hinnar einu kirkju Krists í heimi ranglætis, ófriðar og spilltrar náttúru, að þær bindist heit- strengingu um að verða köllun sinni trúar og beri fram trúverðugan vitn- isburð um Guð réttlætis, friðar og óspilltrar náttúru. Tilvistarspurning um trúverðugleika Það er ekki síst spurningin um trú- verðugleikann, sem brennur á vörunt kirkjunnar, þegar hún litur í eigin barm og spyr sig þeirrar samvisku- spurningar, hvort hún sé sínu háleita en ætíð um leið tímabæra hlutverki Dr. Björn Björnsson vaxin. Leggur hún við hlustir, þegar öll skepnan, maðurinn og lífríkið allt, stynur undan ánauðaroki eyð- ingaraflanna? Getur hún með góðri samvisku borið fram játningu trúar- innar um skapara himins og jarðar við skírnarlaug, þegar barninu, sem borið er til skírnar, bíður sú rang- hverfa veröld, sem um flest annað vitnar en Guðs góðu sköpun? Þessar og þvílíkar spurningar eru nú bornar fram af miklum alvöruþunga. Þær eru í raun tilvistarspurningar fyrir kirkjuna, sjálfsvitundarspurningar, bornar fram í einlægni en jafnframt í iðrun, því vissulega á kirkjan, við öll, hlutdeild í þeim ógöngum, sem mannkyn hefur ratað í. Að þessu leyti er ákall Alkirkju- ráðsins til allra kirkna um baráttu fyrir réttlæti, friði og hinni góðu sköpun Guðs ekkert dægurmál, upplagt til að funda um í góðra vina hóp, en Iítið meir. Ákallið er boriö fram, og þannig ber okkur að skilja það, sem trúar- og syndajátning, með öllum þeim þunga sem því til- heyrir, er kirkjan mælir einum munni um höfuðatriði kristinnar trúar á hverri og einni tíð. Sé slík játning borin fram þá eru það ekki orðin tóm, heldur fylgir þeim skuld- binding um að hverfa frá villu síns vegar, í því felst afturhvarfið, og bera því nú vitni nteð öllu lífi sínu og starfi, að Guðs orði um réttlæti, frið og fagra veröld rnegi treysta. Með öðrum orðurn, að það starf sem unn- 6 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.