Víðförli - 15.12.1988, Qupperneq 12

Víðförli - 15.12.1988, Qupperneq 12
Arndís Jónsdóttir ræðir við Rósu B. Blöndals um hvali, Njálu og kjarnmikla íslensku Það á ekki að halda börnum við orðfæðarbækur Frú Rósa B. Blöndals hefur átt heima á Selfossi síðan eigin- maður hennar, séra Ingólfur Ástmarsson lét af störfum sem sóknarprestur í Mosfellsprestakalli í Grímsnesi. Frú Rósa er mikil starfsmanneskja og áhugamaður um margt. Hún var lengi prestskona í sveit, kennari og skáld. Út hafa komið tvær ljóða- bækur eftir hana og ein skáldsaga, og fyrir síðustu jól kom út bók hennar, „Leyndar ástir í Njálu“. Frú Rósa hefur ritað fjölda blaðagreina, sem birst hafa í blöðum. Vitna þær um hennar höfuðáhugamál, sem eru íslensk tunga, bókmenntir og umhverf- isvernd. Þegar Rósa tók fyrst að skrifa um umhverfismál voru þau mál yfirleitt ekki ofarlega á baugi. Barátta henn- ar fyrir friðun hvala fékk ekki mik- inn hljómgrunn á sínum tíma, þó að slíkar skoðanir komi ekki á óvart nú orðið. Eftir að frú Rósa hefur fallist á að svara nokkrum spurningum mínum, spyr ég hana, hvernig áhugi hennar á umhverfisvernd hafi vaknað. „Áhugi minn á náttúruvernd var vakinn strax, og ég var barn. Ég ólst upp í sveit hjá fósturforeldrum. Þau hétu Sigurður Haraldsson og var Suður Þingeyingur og Jarþrúður N. Nikulásdóttir, systir Ingvaldar Nikulássonar sem var fræðimaður. Þau systkini voru Arnfirðingar. “ Eftir þetta segir frú Rósa frá því hvernig hún flutti búferlum á þriðja ári og síðan sjö ára, og þess vegna greinir hún vel hvernig minni hennar þróaðist í bernsku.Alla tíð var henni kennt að virða líf fuglanna um varp- tímann. „Pabbi og mamma voru bæði miklir dýravinir. Svo var mér snemma kennt að lesa. Ég las fimm ára. Þá var ég látin læra sálma og kvæði. Ég lærði kvæði Jónasar, „Ein er upp til fjalla“. Það var nátt- úruverndarkvæði. Mamma sagði mér Iíka frá steypireyðinni, hvernig hún barði sjóinn þegar unginn henn- ar var dreginn dauður að landi. Þá heyrðust ekkasog hvalsins. Meðan unginn var að deyja, hélt móðirin honum upp úr til þess að anda. En hann var með skutul í lungunum. „Ég heyrði líka um dráp síðustu geirfuglanna. Þeir voru reknir 70 í hóp til slátrunar eitt haust. Síðan sást aldrei nema einn og einn fugl á stangli. Þeir sem veiddu geirfugla, gleymdu því aldrei hvað augu þeirra voru fögur og bænin um líf heit í augum þeirra. Nokkrum árum áður en geirfuglinn hvarf, var farið að tala um friðun þeirra. Friðunin kom of seint. Veiðimennirnir sögðu, það er búið að veiða geirfugla í aldaraðir. Hann hverfur ekki.“ Hvernig fannst þér fólk bregðast við fyrstu skrifum þínum um hvala- vernd? „í kringum 1935 eða 1936, vildi ég fara að skrifa á móti hvalveiðum. Ég óttaðist útrýmingu þegar ég sá hval- veiðar á Vestfjörðum. Af þeim skrif- um varð ekki. Þegar ég var barn heyrði ég líka um baráttu Sigríðar í Brattholti fyrir því að eyðileggja samning um Gullfossvirkjun. Þessi Rósa B. Blöndals fátæka bóndadóttir gat fengið gull fyrir Gullfoss, en vildi það ekki. Sennilega hefði Gullfoss verið virkj- aður í staðinn fyrir Sogsfossa, ef þessi barátta hefði ekki staðið. En hvernig mun þjóðin standa að því máli í framtíð. Gullfoss er á dauða- skrá.“ Frú Rósa kann góð skil á fossum landsins og hefur á takteinum skýrar skoðanir á hvað megi virkja og hvað ekki. „Það má til að segja sannleikann um útrýmingarhættu hvala eða ann- arra dýra, ellegar náttúrufegurðar. Það getur verið, að einhver sem hef- ur vald eða mögueika til að koma friðun í framkvæmd taki sannleik- ann til greina og beri málið fram til sigurs.“ Frú Rósa lýsir því hvernig hún barðist fyrir verndun Mývatns, og fékk dræmar undirtektir hjá Morg- unblaði og Útvarpinu. Sigurbjörn Einarsson beitti sér fyrir því að hún fengi að fjalla um þetta í þættinum um daginn og veginn. Um kísilgúr veit hún að hvert duftkorn er skel og inni í skelinni er skelfiskur. Að lok- um segir hún þetta: „Ekkert krafta- verk er óskiljanlegra en smæðin inn á við.“ Hún stakk upp á því að Mý- vatnsvæðið yrði þjóðgarður, en ekki er það nú orðið enn. „Ég orti kvæði „Ljósafoss“, til þess að mótmæla Gullfossvirkjun. Þegar svört járnhurð kom í staðinn fyrir írafoss. 12 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.