Víðförli - 15.12.1988, Side 32

Víðförli - 15.12.1988, Side 32
í fréttum „Prestakirkja”- „Leikmannakirkja” Tekist á við sorg „Þetta er svo augljóslega hlutverk kirkjunnar, við getum gert svo mikið og það er eftir því beðið“ sagði sr. Sigfinnur Þorleifs- son prestur á Borgarspítalanum, formaður samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Hann hefur undanfarið komið á fundi víðsvegar um landið og fjallað um viðbrögð manna við miklum missi, um sorg og sorgarviðbrögð. Prestar endast vel á Austfjörðum Séra Sigmar Torfason á Skeggja- stöðum á Bakkafirði hefur látið af prestsþjónustu, en hann hefur verið sóknarprestur þar í 44 ár og prófast- ur Múlaprófastsdæmis í 23 ár. Sr. Gunnar Sigurjónsson var vígð- ur til Skeggjastaða nú í sumar. Sr. Einar Þór Þorsteinsson á Eið- um hefur verið skipaður prófastur Múlaprófastsdæmis. Hann hefur þjónað þar eystra frá vígslu sinni 1956. Það má segja að prestar endist vel í prófastsdæminu. Séra Sverrir Haraldsson vígðist til Borgarfjarðar eystra 1964, sr. Bjarni Guðjónsson til Valþjófsstaðar 1965 og sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson til Egilsstaða (Vallaness) 1976 og starfa þar allir enn. Þess má geta að nágrannaprófast- urinn sr. Þorleifur Kjartan Krist- mundsson hefur þjónað á Kolfreyju- stað frá vígslu sinni 1955. Nýir æskulýðsfulltrúar Ragnheiður Sverrisdóttir djákni hefur verið ráðin æskulýðsfulltrúi Reykjavíkurprófastsdæmis. Er það hálft starf, en Ragnheiður annast einnig safnaðarstarf í Fella- og Hóla- kirkju. Carlos Ferrer guðfræðingur starfar nú sem æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju, það er 60% starf fyrst um sinn. Námsskeið fyrir starfsfólk í barna og unglingastarfi Að vanda hefur æskulýðsstarf kirkjunnar gengist fyrir námsskeið- um fyrir núverandi og væntanlega starfsmenn í barna og unglingastafi kirkjunnar. Megin námskeiðið var haldið í Skálholti og var fjölsótt og voru meðal kennara þar leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Baldvin Hall- dórsson sem tóku skemmtilega á því að hjálpa fólki að flytja mál sitt skörulega og koma boðskapnum þannig til skila. Auk þess kenndi Ragnar Snær Karlsson leikbrúðu- gerð og Finn Wagle frá Noregi ræddi um fræðsluefni fyrir börn. Starfs- menn æskulýðsstarfsins hafa síðan haft námskeið vestur á fjörðum og á austurlandi og víðar. Sr. Sigfinnur hefur nýverið haldið fundi með starfsliði heilsugæslu- stöðva, lögreglu og grunnskóla í Ólafsvík og Grundarfirði, að frum- kvæði sóknarprestanna sr. Jóns Þorsteinssonar og sr. Friðriks Hjart- ar. Umræður voru miklar enda fást allir þeir sem sinna umönnun fólks við þann vanda sem skapast þegar fólk verður fyrir miklum missi. Mik- ill áhugi kom fram um meira sam- starf og innbyrðis stuðning starfs- greinanna, m.a. í formi miðlunar á upplýsingum. Sr. Sigfinnur hefur ítrekað verið með fundi og námskeið á Akureyri og í Keflavík og beiðnir hafa komið víðar að um námskeiðahald síðar í vetur. í Keflavík eru starfandi hópar fólks sem tekst á við sorg sína undir Ieiðsögn sóknaprestsins sr. Ólafs Odds Jónssonar. Hann hefur þann hátt á, að vinna fyrst með fjölskyld- unni sem orðið hefur fyrir missi og beina henni siðar inn í sorgarhóp. „Slíkt form er vænlegt til árang- urs“ segir sr. Sigfinnur „því að það er mikið mál að stefna saman ókunnugu fólki sem býr við vanda. Leiðsögnin verður að vera ákaflega næm og stefnuföst. En slíkum hóp- um þyrfti að fjölga, þeir eru nauð- synlegir og verða að finna sér farveg innan safnaðarstarfsins.“ 32 — VÍÐFÖRLI

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.