Víðförli - 15.08.1989, Blaðsíða 4

Víðförli - 15.08.1989, Blaðsíða 4
Prestastefnan 1989 Uppbygging safnaða og skipulag prestakalla voru aðalmál Prestastefnunnar 1989. Prestastefnan var óvenjulega fjölmenn, á annað hundrað prestar komu til stefnunnar, enda tengdist hún innsetningu Ólafs biskups Skúlasonar. Pessi prestastefna var og hin síðasta er Pétur biskup Sigurgeirsson stýrði. Prestastefnan fór fram í Kirkjuhvoli í Garðabæ við skínandi viðurgerning af hálfu Garðasóknar og presta hennar. Uppbygging safnaða Fyrsti framsögumaður um safnaðaruppbyggingu var dr. Gunnar Kristjánsson, sem flutti yfirlitserindi. Vísaði hann til þess sem gerist nú í nágrannakirkjum, og til framgangs málsins á Kirkjuþingi. Hugtakið safnaðaruppbygging felur í sér endurskoðun á öllu starfi safnaðarins út ffá aðstæðum í þjóðfélaginu. Orðin opnun og þétting em hér lykilhugtök. I fyrsta lagi á kirkjan að vera opin öllum, hún á að nýta sér tækifærin sem henni bjóðast og gegna því hlutverki sem ríkið felur Þjóðkirkjunni; að standa vörð um þau lífsgildi og siðferðilegu markmið sem liggja til grundvallar þjóðlífinu. Hins vegar er þétting, fræðsla um kristin lífsgildi í samtímanum, hvemig kristinn einstaklingur mótar viðhorf sín og sjónarmið í síbreytilegum heimi, og hvemig honum ber að hafa áhrif á starfsvettvangi sínum. Safnaðamppbygging í víðari skilningi hefur einkum þrjú megin áhersluatriði; fræðslu, þjónustu og guðsþjónustu, og um þá þætti fjölluðu þau sr. Bernharður Guðmundsson fræðslustjóri, Ragnheiður Sverrisdóttir djákni og sr. Kristján Valur Ingólfsson. Ræddu þau safnaðar- uppbyggingu út frá hagnýtu sjónarhorni og voru síðan umræður í smáhópum um þessa þrjá málaflokka. Prestastefnan samþykkti síðan eftirfarandi ályktun, þar sem uppbygging- arstarf í söfnuðum er tengt hátíðahöldunum árið 2000 vegna þúsund ára kristni á íslandi. Prestastefnan beinir þeirri áskorun til biskups að hann beiti sér fyrir því að safnaðaruppbygging verði meginverkefni íslensku þjóðkirkjunnar næsta áratug- inn og yfirskrift alls starfs hen- nar. Prestastefnan vekur athygli á því að safnaðaruppbygging snertir alla þætti kirkjulegs starfs. Söfnuðurinn er grunn- eining kirkjunnar. Markviss boðun fagnaðarerindisins miðar að þátttöku einstakl- ingsins í lífi og starfi safnaðarins. Kirkjan þarfnast stöðugrar endurnýjunar. Prestastefnan leggur til að sem flestir þættir kirkjulegs starfs verði endurskoðaðir í Ijósi safnaðaruppbyggingar. Bendir hún þar á helgihald safnaðarins, líknarþjónustu, fræðslumál, samstarf við aðrar kirkjudeildir, byggingu nýrra kirkna og safnaðarheimila og nýtingu þeirra. Prestastefnan telur brýnt að efla menntun og þjálfun starfsfólks safnaðanna og komið verði á rágjöf í safnaðaruppbyggingu. Prestastefnan bendir á samþykkt Kirkjuþings 1986, að efling kirkjulegs starfs skuli vera meginmarkmið hátíðahalda vegna þúsund ára afmælis kristnitökunnar árið 2000. Sömuleiðis vísarPresta- Safnaðaruppbygging verður meginverkefni kirkjunnar nœsta áratug. 4

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.