Víðförli - 15.08.1989, Blaðsíða 21

Víðförli - 15.08.1989, Blaðsíða 21
ræða. Minn hópur átti að ræða “réttlæti í Biblíunni”. Við rædd- um það að vísu aldrei því að allur tíminn fór í að ræða loka- ályktunina sem samþykkja átti. I hópnum voru margir frá Austur Evrópu og að þeirra mati var plaggið skrifað of mikið út ffá Vestur Evrópsku sjónarhorni. Svo greindi kirkjudeildimar líka stundum á þó að minna bæri á því en hinu. ÖIl eiga þau að vera eitt Lokaályktunin var gefin út á þinginu og er nokkurs konar stefnuskrá fyrir kirkjudeildimar sem tóku þátt í því, rómversku kaþólsku kirkjuna, rétttrúnaðar kirkjuna og mótmælendur. Þar er fyrst rætt um þá ógn sem steðjar að réttlæti, friði og náttúmnni í heiminum og á hvem hátt þessi hætta er áskomn til kirkjunnar að hefjast handa og gera eitthvað. Síðan er ábyrgð kirkjunnar skilgreind frekar og þá ekki síst hinnar vestrænu kirkju, sem er að hluta ábyrg fyrir því hvemig málum er háttað í þriðja heiminum í dag. Þá er vitnað til hinnar kristnu vonar um nýjan himinn og nýja jörð. Þessi von hinstu tíma leysir þó kristna menn ekki undan þeirri ábyrgð að starfa í ríki Drottins að því að allir menn verði eitt í Kristi og eigi mögu- leika á mannsæmandi lífi. Ályktunin felur í sér von um sameinaða Evrópu, lausa undan skuggum fortíðar. Þegar farið er yftr ályktunina, sem er nærri 30 síður, vekur undmn að allar þes- sar kirkjudeildir skyldu geta sameinast um hana. Það kveikir jafnframt von um að bæn Krists verði einhvem tíman að raunver- uleika: “Ölleigaþau aðveraeitt.” Adda Steina Björnsdóttir erfréttamaður og vinnur nú að ritgerð sinni til embættisprófs í guðfœrði Frá söngmálastjóra Þjóökirkjunnar Barnakórar í kirkjunni. Á undanfömum ámm hefur öðm hvom skotið upp bama- kómm við kirkjur hér á landi. Þó að skólakórar hafi náð góðri fótfestu, hefur það því miður ekki verið svo í kirkjunni. A organistanámskeiðinu í Skálholti í haust verður byrjað að kynna nýtt kirkjulegt efni ætlað bamakómm. íslenskir kórstjórar munu miðla af reynslu sinni og frá Danmörku kemur John Hpjby sömu erinda, en hann hefur haldið mörg alþjóðleg námskeið. Síðast en ekki síst er þama tækifæri til að tala saman um þetta verkefni og ✓ skiptast á hugmyndum. I þeim tilgangi verður haldinn fundur í lok námskeiðsins sunnudaginn 3. sept. kl. 10.30. Á hann þyrftu að koma allir þeir sem málið varðar. Ekki styttir það líf bamakórs ef tilvist hans er áhugamál kirkju- stjómaráhverjumstað. Fulltrúar þessa hóps em því boðaðir á fundinn. Eins og áður er nám- skeiðinu líka þörf á kirkjukórs- söngvumm sem geta verið alla vikuna og myndað kór. Nytsamleg atriði sem þurfa að vera í umræðunni em t.d.: 1. Hlutverk bamakórs íkirkjunni. 2. Verkaskipting bamakórs og kirkjukórs. 3. Starfskjör kórstjóra. 4. Aðstoðarfólk kórstjóra. 5. Samvinna kórstjóra og organ- ista þegar þannig stendur á. Ýmislegt er um að hugsa áður en bamakórinn kemst á flot. En ekki aðeins fyrir barnakór- stjórann sjálfan, heldur einnig fyrir safnaðarstjórnir sem fýsir að sjá bamakór dafna við kirkjuna sína. Ekki verður komist hjá auknum útgjöldum og fyrirhöfn við að fá tugi bama tvisvar í viku í kirkjuna auk ferðalaga sem em nauðsynlegur þáttur. Ef öll þessi verkefni bæði númemð og ónúmeruð ættu að hvfla á einum manni, sem jafn- ffamt æfir og stjómar og leikur undir hjá öðmm kór, þá þarf ekki að spyrja að endalokum bama- kórsins. Ef sóknarnefnd ákveður að reynt skuli að stofna barnakór við kirkju, ætti hún því að velja fulltrúa sem yrði í tengslum við organistann eða þann sem tekur að sér starfið. Stuðningur hans er ómissandi. Mönnum ber saman um að 9- 11 ára böm megi ekki æfa lengur en 45-50 mínútur í einu. Hver mínúta erþvíafardýrmæt. Bama- kórsæfing á þess vegna að vera með sama lagi og leikfimitími af gamla skólanum þar sem eitt tekur við af öðm án nokkurs hiks. Þetta þýðir að undirbúningur verður að vera afar nákvæmur, viðfangsefni markviss og stund- vísi algjör. Ef þessi grunnatriði agaðra vinnubragða eiga að nást, þarf kórstjórinn að ætla drjúgan tíma í að undirbúa sjálfan sig áður en fyrsta kóræfingin er boðuð. Sá undirbúningur gæti m.a. verið í því fólgin að sækja nám- skeiðið í Skálholti 27. ág.-3. sept. n.k. Þátttaka er boðuð fyrir hádegi í síma 91-14018. Glúmur Gylfason. 21

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.