Víðförli - 15.08.1989, Blaðsíða 15

Víðförli - 15.08.1989, Blaðsíða 15
Hugflæði í Skálholti Halla Jónsdóttir erformaður kvennastarfsnefndar kirkjunnar. Dagana 30. apríl og 1. maí var haldin í Skálholtsskóla hugflæðiráðstefna um safnaðar- uppbyggingu og fræðslumál kirkjunnar. Til ráðstefnu þessar- rar hafði verið boðið á 4. tug þátttakenda víðsvegar af að landinu. Stór hluti ráðstefnugesta voru vígðir starfsmenn hinnar íslensku þjóðkirkju en leikmenn áttu þar nokkra fulltrúa. Meginhugmyndin að baki hugflæðiráðstefnum er að safna saman áhugahóp um tiltekið málefni, og ef vel á að takast til verður innan hópsins að vera til staðar sem breiðust og fjölbreytílegust reynsla og þekk- ing. Og það átti vissulega við um hópinn í Skálholti. Enda voru umræður líflegar og sjónarmiðin ótrúlega misjöfn og mörg. í upphafi ráðstefnunnar kynnti annars vegar sr. Bernharður Guðmundsson okkur nokkrar hugleiðingar um fræðslumál inn- an kirkjunnar og óskaði eftir sjónarmiðum um markmið og leiðir í endurskipulagningu fræðslumála kirkjunnar. Hins vegar flutti sr. Gunnar Kristjánsson erindi um safnaðaruppbyggingu, og kynnti að nokkru leyti tillögur nefndar þeirrar er unnið hefur með verkefni þetta um nokkurt skeið. Sr. Gunnar dró upp dökka mynd af stöðu kirkjunnar í dag og varpaði fram ólíkum hugmyndum og leiðum til úrbóta. Hér var spum- ingum varpað fram sem segja má að hafi verið meginkjami í allri þeirri umræðu sem fram fór. Nokkur styttri erindi vom síðari daginn þar sem þátttakendur miðluðu af reynslu sinni. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni kynnti diakonat (þjónusta djákna) sem engin hefð er til fyrir innan íslensku kirkjunnar. Sr. Vigfús Ingvar sagði frá reynslu sinni af uppbyggingu safnaðarins út frá myndum smáhópa. Hér er stigið stórt skref í þá átt að breyta presta- kirkju íleikmannakirkju. Skortur á þjálfuðum og reyndum leiðtogum hafði verið sr. Vigfúsi helsta hindrunin í tilraun hans á Egilsstöðum með starf þetta. Sr. ✓ Valgeir Astráðsson og Sverrir Norðfjörð lýstu mjög athyglis- verðu samstarfi arkitektsins og safnaðarins við hönnun og byggingu Seljakirkju. Sr. Óm Bárður sagði frá tilraunum sínum í Grindavíkurkirkju sem einnig byggði á starfi lítilla sam- félagshópa, en hann taldi það sína höfuðerfiðleika eins og sr. Vigfús Ingvar, skortur á leiðtogum. Sr. Jón Ragnarsson sagði frá hugmyndum og tilraun sinni að tengja foreldra fermingarbama kirkjunni með því að gera þau ábyrg fyrir hluta fermingar- fræðslunnar. Auk þess sögðu fjölmargir frá reynslu sinni af safnaðarstarfi, fræðslumálum og ræddu stöðu kirkjunnar í dag og hugsanlegar leiðir til úrbóta. Það var afar ánægjulegt að fá tækifæri til að vera með á hugflæðiráðstefnunni í Skálholti. Fyrir mér var mjög margt nýtt, og fannst mér oft að sjónarmiðin væm ótrúlega mörg. Sé það rétt að íslenska kirkjan standi nú á tímamótum, þar sem henni er lífsnauðsyn að endurmeta og ef til vill að breyta að einhverju leyti fyrri starfsaðferðum sínum er augljóst að innan kirkjunnar eru til staðar forsendur þær sem nauðsynlegar em til að breytingar verði til hins betra, þ.e. brennandi löngun til að boða fagnaðarer- indið, mýgrútur nýrra hugmynda og löngun til að takast á við ný verkefni. Umgjörð hugflæðiráðstefn- unnar í Skálholti var helgihald er var í höndum sr. Kristjáns Vals. Hátíðleiki og einfaldleiki ein- kenndi það í alla staði. Helgi- stundin í Skálholtskirkju í lok ráðstefnunnar gleymist seint. Blessunin, fyrirbænin og friðurinn þaðan fylgja okkur eftir. Halla Jónsdóttir. Laus prestaköll Þrír prestar hafa sagt embættí sfnu lausu, þótt prestaköllin hafl ekki enn verið auglýst, enda ber samkvæmt nýjum lögum að gefa sóknamefndum kost á að kalla prest tíl þjónustu áður en auglýst Þeir sr. Sigurvin Elíasson á Skinnastað í Þingeyjarprófasts- dæmi og sr. Fjalarr Sigurjónsson prófastur á Kálfafellsstað hafa báðir látið af embætti sökum aldurs. En sr. Yrsa Þórðardóttir á Hálsi í Þingeyjar-prófastsdæmi hefur tekið við starfi á vegum Evrópuráðsins f Strassborg. 15

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.