Víðförli - 15.08.1989, Blaðsíða 9

Víðförli - 15.08.1989, Blaðsíða 9
Góður hagur Það er leikur að læra, leikur sá er mér kær ... Aðalfundur Hjálparstofnunar kirkjunnar var haldinn fyrir skömmu. Fundinn sóttu fulltrúar s víðsvegar að af landinu. A fundinum kom fram að árið 1988 voru tekjur stofnunarinnar tæplega 30 milljónir króna og munaði þar mest um tekjur af jólasöfnuninni “ Brauð handa hungruðum heimi”, sem voru tæplega 20 milljónir króna, og er hagur stofnunarinnar góður um þessar mundir. A fundinum kom fram að fyrirtækið Kaupþing hefur ákveðið að leggja fram tiltekna fjárhæð árlega til að styrkja fátæk börníþróunarlöndum. Kaupþing hefur leitað til Hjálparstofnunar kirkjunnar um samvinnu vegna þessa máls. Helstu verkefni Helstu verkefni á síðasta ári voru neyðaraðstoð vegna jarðskjálftanna í Armeníu og aðstoð til hungursvæða í Mósambik og Suður-Súdan, stíflugerð í Víetnam og jafnframt styrkti Hjálparstofnun kirkjunnar þróunarverkefni í Zimbabwe og Eþíópíu. Á þessu ári bætast við ný verkefni. Bygging á skóla fyrir 400 böm og bygging á heimili fyrir vangefin böm á Suður-Indlandi. Einnig verður átak vegna sjálfstæðis Namibíu. Kosningar fara þar fram 1. nóvembern.k. Hjálparstofnanirá Norðurlöndum hafa ákveðið að vera með söfnunaratak undir kjörorðunum “Æska-Menntun- Þróun” og er markmiðið að safna fjármunum til styrktar skólakerfmu í Namibíu og að styðja tómstundastörf og stúdentahreyfingar í landinu. Hjálparstofnunin veitti einnig talsverða aðstoð innanlands, m.a. til kvennaathvarfsins. Þjóðþrif Hjálparstofnun kirkjunnar hefur ákveðið að taka þátt í sam- starfi um Þjóðþrif ásamt Banda- lagi íslenskra skáta og Landssam- bandi hjálparsveita skáta. Þjóðþrif verður rekið undir kjörorðinu “Við endurnýtum verðmæti.” Með þessu átaki ætla félagasamtökin að stuðla að auk- inni umhverfisvernd og endumýtingu verðmæta ásamt því að afla fjár til starfsemi sinnar. Þjóðþrif mun standa að söfnun einnota umbúða undan drykkjarvöm og gefa almenningi kost á að losa sig við þær í sérstaka gáma sem ganga undir heitinu “Dósakúlan.” Þjóðþrif mun síðan koma umbúðunum til skila til Endurvinnslunnar h.f. og innheimta skilagjaldið. Dósa- kúlunum verður komið upp við allar bensínstöðvar og við stórmarkaði á höfuðborgar- svæðinu fyrst til að byrja með. Einnig verður komið upp söfnunarkössum í fyrirtækjum og á veitíngastöðum. Fræðsla Hjálparstofnun kirkjunnar leggur stóraukna áherslu á ffæðslustarf. Hafin er útgáfa á fféttablaði “Margt smátt.” Með útgáfu þessa blaðs vonumst við til að koma upplýsingum um hjálparstarfið á framfæri sem viðast. Einnig hefur verið komið upp litskyggnusafni til útlána og í undirbúningi er textun á erlend- um fræðslumyndum um þróunarlönd og þróunarstarf Stjórn stofnunarinnar var endurkjörin en hana skipa, Ámi Gunnarsson formaður, Haraldur Olafsson, sr. Þorbjörn Hlynur Ámason, Hanna Pálsdóttir og sr. Ulfar Guðmundsson. Sigríður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri. 9

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.