Víðförli - 15.08.1989, Blaðsíða 18

Víðförli - 15.08.1989, Blaðsíða 18
Öflug sjálfstæð kirkja Ávarp Halldórs Ásgrímssonar viö setningu Prestastefnu 1989 Mér er það sönn ánægja að ávarpa Prestastefnu við setningu hennar. Það er árlegur viðburður að biskup kveðji saman til fundar presta landsins til að fjalla um hin ýmsu kirkjulegu málefni. Lengst af var Prestastefna aðal samkoma þjóðkirkjunnar, þar sem mál hen- nar komu til umfjöllunar. Með breyttum tímum og auk- inni þátttöku leikmanna gegnir Prestastefnan ekki sama hlutverki innan þjóðkirkjunnar og hún gerði áður fyrr. Innan kirkjunnar eru mál nú leidd til lykta á öðmm vettvangi einnig. Má þar fyrst og fremst nefna kirkjuþing og kirkjuráð. Einnig mætti nefna prófastafundi og leikmannastefnu, er hafa með ýmsum hætti áhrif á stefnumótun innan kirkjunnar. Þessi þróun ber vott um aukið starf kirkjunnar og vaxandi þátttöku hins almenna borgara í því starfi. Slíkt er af hinu góða en dregur síst úr mikilvægi Prestastefnu. Umræður um stjómskipun þjóðkirkjunnar leiða hugann að samskiptumríkis og kirkju. Hér á landi hafa ekki farið fram jafn ítarlegar umræður um þetta málefni, eins og átt hafa sér stað víða í öðrum löndum, þar sem kirkjan býr við svipað fyrirkomu- lag. Það gefur tilefni til að ætla að hér séu menn sáttari við núverandi stöðu mála og það samskiptaform er ríkir milli ríkis og kirkju, þótt margt hafi verið gagnrýnt. Þegar rætt er um samskipti ríkis og kirkju er rétt að menn glöggvi sig á því í hveiju tengslin eru raunverulega fólgin. í fyrsta lagi má nefna að í stjómarskrá lýðveldisins Islands segir m.a.: “Hin evangeliska lútherska kirkja skal vera s þjóðkirkja á Islandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vemda.” Hér em markaðar þær megin línur, sem samskipti ríkis og kirkju skulu fara eftir. Gagnkvæmur stuðningur í samræmi við áður tilvitnað stjómarskrárákvæði hafa verið sett all ítarleg lög um stjómskipun kirkjunnar. Kirkjan hefur jafnframt talið vera styrk að því að löggjafinn setti lög um öll ytri mál kirkjuskipunarinnar og jafnvel í einstaka tilfellum um það er kalla mætti hennar inmi mál. í öðru lagi mætti nefna fjármálaleg tengsl ríkis og kirkju. Laun presta landsins og rekstrar- kostnaður prestsembætta er greiddurúrríkissjóði. Einnigeru tekjustofnar kirkjunnar ákveðnir með lögum. Samkvæmt lögum er sóknargjaldið nú hluti af tekju- skattinum. Þannig nýtur kirkjan stuðnings ríkisvaldsins hvað varðar tekjuöflun. Samkvæmt þessu er augljóst að kirkjan er háð að nokkru vel- vilja ríkisvaldsins en jafnframt nýtur hún stuðnings þess. I þessu sambandi má ekki gleyma því að ríkið og þjóð- félagið í heild nýtur stuðnings kirkjunnar. Hér er því um gagn- kvæman stuðning að ræða eins og vera ber í lýðræðislandi, sem byggir tilvem sína á hugsjónum kristinnar trúar. Aukið fjárhagslegt sjálfstæði kirkjunnar Eg vek ekki athygli á þessu hér vegna þess að ég vilji kalla á breytingar í þessum efnum, heldur miklu frekar vegna þess að ég tel að ekki beri að raska í meginatriðum þeim samskipta- háttum sem mótast hafa milli ríkis og kirkju á undanfömum ámm og áratugum. Hins vegar er ávallt nauð- synlegt að íhuga hvort ekki sé rétt að breyta skipan mála. Auknu sjálfstæði kirkjunnar verður að fylgja að hún verði fjárhagslega óháðari ríkinu en nú er. Fjárhagslegt sjálfstæði kirkjun- nar má auka með því að hækka eigin tekjustofna hennar og draga úr fjárveitingum frá ríki. Jafnvel má hugsa sér að ganga svo langt að þjónar kirkjunnar verði ekki lengur á launaskrá rfkisins heldur kirkjunnnar. Hvort rétt sé að ganga svo langt, krefst vandlegr- ar íhugunar. Þeim sem vilja auka sjálfstæði kirkjunnar og auka áhrif hennar ber hins vegar að huga að meira fjárhagslegu sjálfstæði. Eg er einn þeirra og vil eiga um það samstarf við ykkur sem hér emð stödd og hafaíhugað 18

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.