Víðförli - 15.03.1995, Blaðsíða 9

Víðförli - 15.03.1995, Blaðsíða 9
Tómas Torfason Stundin er komin! Alþjóðlegt kristnibobsátak Billy Graham Hinn 16.-18. mars næstkomandi standa samtök Billy Graham fyrir alþjóðlegu kristniboðsátaki undir yfirskriftinni: Stundin er komin! (The time is now!) Átak þetta er tvíþætt. Annarsvegar er um að ræða samkomuröð, svipaðri þeim sem voru m.a. í Neskirkju og Breiðholtskirkju vorið 1993 og margir muna eftir. Hinsvegar er um að ræða ráðstefnu ætlaða leið- togum og starfsmönnum í kristi- legu starfi. Samkomuröb Haldnar verða þrjár samkomur á Púertó Ríkó þar sem Billy Graham, hinn þekkti bandaríski predikari, mun predika. Víðsvegar um heiminn, eða í u.þ.b. 150 löndum, verða samtímis haldnar samkomur sem tengdar verða samkomunum á Púertó Ríkó með hjálp breiðtjalds og nýjustu gervi- hnattatækni. Hér á landi verða samkomumar haldnar í nýju íþróttahúsi Knatt- spyrnufélagsins Fram, Safamýri 26, Reykjavík, og í Glerárkirkju á Akur- eyri. Þær byrja kl. 20:00 og er áætlað að þær standi yfir í um tvær klukku- stundir í senn. Ásamt Billy Graham munu koma fram á hátíðinni margir af fremstu flytjendum kristilegrar tónlistar. Predikunin frá Púertó Ríkó verður túlkuð á íslensku. Auk dagskrárinnar að utan verða samkomurnar prýddar innlendum dagskráratriðum. Samkomurnar eru fyrst og fremst miðaðar við að ná til fólks sem sækir sjaldan guðsþjónustur eða kristilegar samkomur og les lítið í Biblíunni. Margir hafa takmarkaða þekkingu á fagnaðarerindinu og hafa ekki tekið afstöðu til Guðs. Predikanir og fræðsla svo og önnur dagskrá sam- komanna er miðuð við þetta fólk. I öllu boðunarstarfi sínu leggja samtök Billy Graham höfuðáherslu á að kristið fólk noti svonefnda Andrésaraðferð. Hún byggir á því að menn biðji markvisst fyrir vinnufé- lögum, kunningjum, vinum og venslafólki sem þeir síðan bjóða með sér á samkomurnar. Á samkomurnar eru allir hjartan- lega velkomnir og jafnframt hvattir til að bjóða með sér gestum. Ráöstefna Samhliða samkomuátakinu standa samtök Billy Graham fyrir ráðstefnu sem ætluð er leiðtogum og starfs- mönnum í kristilegu starfi. Á sama hátt og áður verða ráðstefnugestir tengdir við Púertó Ríkó með aðstoð gervihnatta. Meginviðfangsefni ráðstefnunnar er Boðberinn, Boðskapurinn og BOÐLEIÐIN. Boðberinn, starfsmaður Krists. Boðskapurinn, hjálpræðið sem fellur okkur í skaut fyrir Jesú Krist. Boðleiðirnar er gilda nú og í upphafi 21. aldar. Ráðstefnan er miðuð við alla leið- toga og starfsmenn í kristilegu starfi. Á það jafnt við um presta, safnaðar- leiðtoga, leiðbeinendur í sunnudaga- skólum og starfsmenn í kristilegum sumarbúðum, svo einhver dæmi séu tekin. Ráðstefnan fer fram í aðalstöðvum KFUM og KFUK, Holtavegi 28, Reykjavík, dagana 16.-18. mars, kl. 9:00-16:00. Ráðstefnugjald er 3000 krónur og er innifalið í því matur, kaffi og ráðstefnugögn. Skráning fer m.a. fram hjá fræðslu- deild kirkjunnar í síma 562 1500 og Biblíuskólanum við Holtaveg í síma 588 8899. Þar má jafnframt fá bækl- ing með dagskrá ráðstefnunnar og fleiri upplýsingum. Eins og fyrr segir var efnt til svip- aðs átaks vorið 1993 en þá var engin ráðstefna auk þess sem það náði að- eins til Evrópu. Hér á landi varð mik- ill árangur af þeim samkomum. Margir játuðust Kristi en aðrir endur- nýjuðust í samfélaginu við hann. Óhætt er að fullyrða að samkomurnar hafi orðið til blessunar, bæði þeim sem á samkomunum lýstu vilja sín- um til að helga líf sitt Kristi og hinum sem buðu með sér gestum eða lögðu sitt af mörkum við ráðgjöf og fyrir- bæn. Tceknimenn Billy Graham-sam- takanna voru kallabir til þegar Spánverjar voru í vandrœbum meb útsendingar frá ólympíuleikunum í Barcelona 1992 enda búa þeir yfir mikilli þekk- ingu og reynslu. VÍÐFÖRLI 9

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.