Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.05.1999, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 05.05.1999, Blaðsíða 8
Flestir kannast við skinnklædda sjómanninn í Ósvörinni í Bolungarvík. Þegar Geir Guðmundsson er nefndur kemur Ós- vörin jafnan upp í hugann - og öfugt. Enda þótt Geir sé ekki gamall maður, aðeins rétt í þann veginn að skríða á hinn lög- gilta aldur sem kenndur er við eftirlaun, þá man hann tímana tvenna í íslensku atvinnulífi. Ungur piltur reri hann til fiskjar á árabát eins og gert hafði verið frá öndverðu í elstu verstöð landsins, Bolungarvík. Og þegar hann stendur þessi árin í fullri / múnderingu við vinnu sína að fornum hætti í Osvör, gestum til fróðleiks og ánægju, þá er hann ekki að leika eitthvað sem hann hefur lært að leika, heldur er hann einfaldlega að gera það sem hann lærði í alvörunni, í daglegu lífi sjómannsdrengs í íslenskri verstöð fyrir meira en hálfri öld. Arabátur föður hans var svip- aður að stærð og sexæringurinn Ölver sem nú stendur í Ósvör- inni. Þegar Geir er að segja frá vinnubrögðum og verkfærum fyrri tíma, þá er hann einfaldlega að lýsa ýmsu af því sem hann ólst upp við sjálfur. lega stuttan tíma, að Pétri fannst, sá hann pabba hér á götu og vildi fá skýringu á því af hverju hann hefði ekki farið með bréfið. Hinn sagðist ekki geta farið með það tvisvar, því að hann væri búinn að fara með það og kominn aftur til baka. Þetta fannst Pétri al- veg með ólíkindum." - Þetta hefur verið Óshlíð- arhlaup þess tíma... „Pabbi var nokkuð loft- hræddur, sagði hann mér, og þess vegna fór hann alltaf fjör- una. Hann var laginn við að stikla á steinunum. Eg sá það sjálfur þegar ég var krakki. Þegar ég kom heim um haust- ið eftir fyrsta sumarið mitt í sveit á Brekku í Dýrafirði, þá kom hann inn á ísafjörð að sækja mig. Þá var komin smá- vegis snjóföl. Það var fjara og plássinu. Þá keypti faðir minn verbúð sem var notuð sem íbúðarhús. Þrjár verbúðir stóðu þá hlið við hlið fyrir neðan Hafnar- götu, þar á móti sem nú stend- ur hús Verkalýðsfélagsins. Innst var verbúð Odds Odds- sonar. Næst var búð Guð- mundarSala Jónassonar, köll- uð um tíma Valdabúð eftir bátnum erreri frá henni. Ann- ars varGuðmundurSali lengst af með Gissur hvíta fy rir Pétur Oddsson. Yst var svo Trausta- búð, kennd við bát Bernódus- ar Örnólfssonar, föður Finn- boga fræðimanns og sjó- manns. A uppvaxtarárum mínum áttu Ingibjörg Magnúsdóttir og Jóna systir hennar ásamt Jóni Karli Þórhallsssyni heima í Oddsbúð. Okkar búð nautgripum var smalað á Stigahlíð á haustin. Þá voru nautin rekin íYtri-Drymlu og þau fönguð þar. Hluti af Bolungarvíkurmöl- um var kallaður Kambur. Þar stóðu verbúðirnarupp af lend- ingarvörunum. Maður ólst því upp á Kambinum og í mikilli nálægð við sjómennina, enda voru margir strákar farnir að stokka upp fimm til sex ára gamlir, auk þess sem þeir voru að fara í ýmsar sendiferðir fyrir sjómennina. Ég átti mjög skemmtilega og góða æsku. Ég er mjög ánægður með líf mitt. Ég fékk að vinna við það sem ég vildi. Á lífsleiðinni hef ég átt föru- neyti með mjög góðu fólki og meira er ekki hægt að óska sér.“ Tvennir tímar í Bolui r Spjallað við Geir Guðmundsson, skinnklædda sjómanninn í Osvi; Á heimili Geirs Guðmunds- sonar og eiginkonu hans, Unu Halldóru Halldórsdóttur, get- ur margt forvitnilegt að líta. Bækur þekja veggi á efri hæð- inni, fomar og nýjar, margar sem Geir hefur sjálfur bundið inn, en meira mun þó vera í kössumog kemstekki íhillur. Hann skiptir þó öðru hverju um þann bókakost sem hann hefur uppi við. Á veggjum eru myndir frá fyrri tíð í Bol- ungarvík og þar eru einnig lítil málverk úr plássinu eftir öðlinginn, listamanninn, nátt- úruunnandann og grúskarann Friðrik heitinn Sigurbjörns- son, sem á sínum tíma var lögreglustjóri í Bolungarvík og vinur Geirs. Margt hefur Geir að segja af ky nnum þeirra og hinu ötula starfi Friðriks að menningarmálum í Bol- ungarvík. En við skulum snúa okkur að upphafinu. Foreldrarnir úr Oýrafirði „Ég er fæddur og uppalinn hér í Bolungarvík. Foreldrar mínir voru Jensína Ólöf Sól- mundsdóttir og Guðmundur Sigurjón Ásgeirsson. Þau voru bæði fædd í Dýrafirði. Við bræðurnir vorum fjórir og rákum árin. Elstur er Sævar, þá ég, næstur er Gunnar og yngstur var Rögnvaldur, sem léstárið 1988.Viðeigumeldri hálfsystur að föðurnum, S van- dísi. Hún ólst upp hér í þorpinu í húsi er kallað var Bergsbær, kenndur við Berg Kristjáns- son hreppstjóra. Foreldrar mínir komu hing- að úr Dýrafirði. Mamma var fædd í Hjarðardal. Hún átti fjögur systkini. Hún fluttist hingað til Bolungarvíkur árið 1910, þá níu ára. Sólmundur afi minn og Guðmundur sonur hans, móðurbróðir minn, voru hér við róðra hjá Rósmundi Pálssyni, föður Guðmundar Rósmundssonar. Rósmundur var með fyrri mönnum sem settu vélar í báta.“ Guðrún amma og Súli afi „Amma mtn, Guðrún Pálmadóttir, gerðist fang- gæsla hjá Rósa og fékk að hafa mömmu hjá sér í ver- búðinni. Hálfdán í Meirihlíð átti þessa verbúð. Guðrún móðuramma mín hefur verið hörkukona. Hún heimsótti Guðmund son sinn þar sem hann lá með berkla á spítala á Þingeyri nokkru síðar. Það var í marsmánuði, að hún fór ein gangandi hér upp úr Syðri- dalnum og til Dýrafjarðar. Hún fór aftur þessa sömu leið nokkru síðar og hafði þá mömmu með sér. Ég sá þessa ömmu mína ekki. Hún var dáin þegar ég fæddist. En ég man eftir Sólmundi Guð- mundssyni, afa mínum. Hann þótti kjörkugur sjómaður og mikill sláttumaður. Sóli afi átti skinnbrók og man ég hvar hún hékk í útihúsi. Ég vildi eiga hana í dag.“ Elísabet ug Ásgeir „Ég man líka vel eftir Elísa- betu Guðmundsdóttur, föður- ömmu minni. Hún þótti sér- lega þrifin kona og var til þess tekið hvað gólfin voru hvít- skúruð hjá henni. Ég hef sennilega verið mikill öntmu- strákur, því að ég fékk oft að gista hjá henni. Föðurafi minn, Ásgeir Jónsson, var kenndur við Fjallaskaga. Hann var látinn þegar ég fæddist. Elísabet og Ásgeir áttu tíu böm og voru tvö þeirra fædd á Fjallaskaga - faðir minn, sem var elstur, og Soffía, er síðar bjó á Brekku í Brekkudal í Dýrafirði. Hin systkinin átta voru fædd hér í Bolungarvík. Elísabet og Ásgeir giftust í Mýrakirkju og lét afi smíða sérstakan brúðarbekk, er hann skildi eft- ir í kirkjunni að giftingu lok- inni. Þessi bekkurmun nú vera í eigu Sæmundar Þorvalds- sonar á Læk í Dýrafirði. Ásgeir afi minn fluttist hingað til Bolungarvíkur árið 1898 og er þá sagður búa í innsta og minnsta húsinu á Grundunum. Þá varfaðirminn átta ára. Ásgeir afi var áður við róðra frá Fjallaskaga. Hann vann einnig í hvalstöð- inni hjá Norðmönnunum á Framnesi. Það var svo vorið 1903, að einn hvalfangarinn kom hér á Víkina og voru þeir þá að færa honum efni í hús að gjöf. Þetta hús var byggt uppi á Holtum og var átta sinn- um sjö álnir. Auk þess var byggður stór hjallur. Þetta varð lil þess, að Ásgeir afí útvegaði el'ni íein átta-níu hús hér í þorpinu og eru enn í dag fjögur þeirra uppistandandi, að vísu mikið breytt." Úshlíðarhlaup peirra tíma „Ásgeir afi minn var mjög léttur á fæti og margar sögur til af honum þegar hann var að skjótast fyrir fólk, bæði eftir meðulum og öðru. Hann virtist vera þindarlaus á hlaup- um. Þannig varnú pabbi reyndar líka fram eftir aldri. Eftir að hann fluttist hingað til Bol- ungarvíkur, þegar hann var löngu orðinn fullorðinn maður og var hér við róðra, fór hann mikið í sendiferðir inn á Isa- fjörð áður en vegasamband kom og líka var hann oft feng- inn til að fylgja fólki um Ós- hlíðina. Einhverju sinni um vortíma þurfti Pétur Oddsson kaupmaður að koma áríðandi bréfi inn á ísafjörð og faðir minn hljóp af stað. Eftir óeðli- mér er minnisstætt hvernig hann hljóp á steinunum. En vegna mín þurfti hann auðvit- að að fara hægt, því að ég var óvanurferðalagi af þessu tagi. Ég var svo lánsamur að fara með honum nokkrar ferðir um Óshlíð og lærði þá hvernig maður ber sig til á ferð um slíkar slóðir.“ Brothættur varningur „Þegar menn fóru fjöruna þurfti sums staðar að sæta sjávarföllum, einkum þegar brim var, til dæmis á þeim stað þar sem krossinn er í dag. Ég minnist þess, eitt sinn þeg- ar ég mun hafa verið kominn undir tvítugt, að til stóð að hafa hér gömlu dansana. Pabbi var fenginn til að skreppa fyrir menn í ákveðna búð á ísafirði og átti að vera kominn aftur fyrir klukkan átta um kvöldið. Það var hörku norðaustan veður og mikið frost, og þegar hann kom að Haldinu treysti hann sér ekki niður. Það var spýta í klettin- um og menn þurftu að láta sig síga niður á hana til að komast niðurí fjöruna. Hann varragur við það því að spýtan var svo freðin og einnig var hann með það sem hann sótti í búðina í poka á bakinu og það var brot- hætt. Um kvöldið fóru ein- hverjirámóti honum en mættu honum hér í Hólunum. Hann hafði beðið eftir því að félli út svo að hann gæti hlaupið fyrir framan.“ Verbúðin varð íbúðarhús Geir Guðmundsson er fæddur í Bolungarvík 9. maí árið 1931, í húsi sem síðast var kallað Hótel Búðanes. „Árið þegar ég fæddist var verið að selja eignir Péturs Oddssonar, sem var á fyrri tfð helsti atvinnurekandinn hér í (Guðmundar Sala-búð) var í miðjunni og var hún einlyft með porti og skarsúð. Búðin var 6,30 m á lengd og 3,80 m á breidd. Fjórir gluggar voru á húsinu. í ystu búðinni bjuggu hjónin Rósinkransa Jónsdóttir og Magnús Guð- brandsson. Rósinkransa var dóttir Jóns Karvelssonar, sem var talinn einn með mestu ræðurum hér í Bolungarvík í lok árabátatímans. Magnús maður Rósu var mikil eftir- herma og átti auðvelt með að fá fólk til þess að hlæja. Það var því oft fjölmennt í kring- um Manga þegar hann sagði frá.“ Staðhættir í Bolungarvík „Svæðið fyrir neðan Hafn- argötu, frá Hólsá, þar sem hún rennur nú til sjávar, og að hús- inu neðan Hafnargötu sem nú ber númerið 124, var kallað Bolungarvíkurmalir. Síðan tóku við Bakkarnir með nokkrum húsum. Landið við sjóinn kailaðist Bugur og náði út undir Ófæru. Svæðið um það bil þar fyrir ofan sem í dag er Miðstræti var kallað Holt. Svæðið innan og sunnan Hólsár nefndist Grundir. Landið á milli Bolungarvík- urmala og Miðstrætis varY tri- búðarland og reyndar var það mun meira semYtribúðarland átti. Tjörnin Drymla var fyrir ofan Hafnargötu og náði upp undirYtribúðartúnið á breidd- ina, en á lengdina náði hún um það bil frá Vitastíg og út undir Bárðarstíg, sem einnig gekk undir nafninu Merarstíg- ur. Þar stendur nú bygging sem Jón Friðgeir Einarsson átti. Merarstígur var kenndur við vatnsból í landiYtribúðar. Drymla skiptist í tvo hluta. Innri-Drymla var grunn en ytri hlutinn vardjúpur. Menn not- uðu ytri hluta Drymlu þegar Búskapur og leikir „Á þessum árum áttu flestir Bolvíkingar kindur. Sumir áttu kýr og jafnvel geitur. Við áttum flest 22 kindur. Það kom í hlut okkar bræðra að annast tjárhúsin og tína söl og marín- kjarna, höggva bein og skera síld. Allt þetta var gefið út á heyið sem fóðurbætir. Það höfðu því allir nóg að gera, og við þurftum líka að hafa tíma til þess að leika okkur. Algengustu leikirnir voru tog- araleikur, sem var eltingar- leikur, albolti, fallin spýta, refur á veiðum og hvorfmn. Þá fóru þeir á skauta og skíði sem slíkt áttu. Mikið var um sleðaferðir upp að Hóli og menn renndu sér niður hólinn. Á vorin var stokkið yfir staura er voru á Kambinum. Staur- arnir voru misháir og mis- sverir og voru notaðir við upp- og ofansetningu bátanna. Einnig lékum við okkur mikið á Kambinum við að draga báta er við bjuggum til úr kubbum. í miðjuna var gerð hola og notuð sem lest. I lestina voru sett skeljabrot. Síðan var talið upp úr hverjum bát og þá fór eftir stærð lestarinnar hvað menn komu með mikið að landi. Ég átti nokkuð stóran bát. Hann hét Helgi eftir bát úr Vestmannaeyjum, sem Bol- víkingurinn Hallgrímur Júl- íusson úr Hrauni í Skálavík var með. Þá gerðum við okkur líka báta úr grjóti og smíðuðum á þá brú. Á þeim árum var þetta oftast kallað kommentubrú. Síðan vorum við með snæri um borð í þessum bátum. Einn var fenginn til þess að draga snærið út. Þá var verið að leggja línuna. Hann hnýtti síðan nokkra spýtukubba á hverja línu. Það var ftskurinn. Síðan var línan dregin inn.“ 8 MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.