Bæjarins besta - 05.05.1999, Blaðsíða 2
Skoóanakönnun Gallups vegna alþingiskosninga
Útgefandi: Ábyrgðarmenn:
H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson
Sólgötu 9, 400 ísaflörður Halldór Sveinbjörnsson
n 456 4560 Ritstjóri:
0456 4564 SigurjónJ. Sigurðsson
Netfang prentsmiðju: Blaðamaður:
hprent@snerpa.is Hlynur Þór Magnússon
Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar:
http ://www. snerpa.is/bb bh@snerpa.is
Bæjarins besta er í samtökum'bæjar- og héraðs-
fréttahlaða. Eftirprentun, hljoðritun, notkun Ijósmynda
og annars efnls er óheimil nema heimilda sé getið.
í hinsta sinn
Áfastan liðpólitískrarumræðufyriralþingiskosningar
síðan kjördæmabreytingin átti sér stað 1959, ofurvald
Vestfirðinga á þjóðþinginu þar sem vægi hvers og eins
þeirra er á við marga höfuðborgarbúa og þess valdandi
að sögn, að stjómvöld sáu enga leið til að taka á vanda-
málum samfélagsins áratugum saman, hefur ekki verið
minnst að þessu sinni.
Ástæðan er sú að nú hefur verið settur plástur á þetta
þjóðfélagsmein. Vestfirðingar ganga nú að kjörborði í
hinsta sinn sem sérstakur þjóðflokkur. Vestfjarðakjör-
dæmis bíða sömu örlög og litlu sveitarfélaganna sem á
undanförnum árum hafa verið að ganga hvert inn í
annað, þar sem þau áttu ekki annarra kosta völ, tilneydd
í fjandsamlegu umhverfi þar sem allt er vegið og mælt
eftirarðsemisstikufjármagnsins.Væntanlegirþingmenn
munu næstum sem einn maður samþykkja kjördæma-
breytinguna fyrirhuguðu. Er þá væntanlega greiðfært
að koma í framkvæmd öllum þjóðþrifamálum sem hvílt
hafa á herðum landsfeðranna og vestfírska atkvæða-
vægið á þingi hefur staðið í vegi fyrir. Þetta stendur sem
sagt til bóta og er vonandi árangur fyrir alla.
Síðustu skoðanakannanir benda til að æ fleiri dragi
fram á síðustu stundu að gera upp hug sinn til flokka og
frambjóðenda. Kannski hafa glansmyndirnar þar sem
fölvinn hefur komið í stað sterkra frumlita fyrri ára
þessi seinlætisáhrif. Meira að segja þeir allra rauðustu
eru allt í einu orðnir grænvistvænir. Þá bendir ýmislegt
til að flokkseignin fari minnkandi þótt sjálfsagt sé þar
munur á. Það er nú einu sinni svo að mannkindin er
misjafnlega sauðtrygg í eðli sínu og svo er nú hvergi
nærri eins á garðana gefið á öllum bæjum.
Kosningaaðdragandinn var með styttra móti að þessu
sinni. Þó var hann yfrið nægur miðað við innihald.
Kannski er ekki við því að búast að stjórnmálamenn
taki sig hátíðlega meðan skoðanakannanir eru á þann
veg að kompási sem skilaði sömu fjölbreytni í stefnu-
vísun og þær hafa gert væri umsvifalaust hent.
En þrátt fyrir allt verða kosningarnar á laugardaginn
spennandi. Þær munu halda frambjóðendum í spenni-
treyju kvíðans uns yfir lýkur. Hverjir halda velli og
hverjir liggja í valnum þegar morgnar að nýjum degi
eftir kosninganótt skal ósagt látið. Og kannski er best
að vita sem minnst um það fyrirfram eins og svo margt
annað. Hingað til hefur það gefist mörgum vel að láta
hverjum degi nægja sína þjáningu.
- s.h.
ODÐ VIKUNNAD
Frúarkirkja
Frúarkirkjur (kirkjur vorrar frúar) eru víða um lönd.
Meðal hinna þekktustu eru Frúarkirkjan í París (Nötre-
Dame) og Frúarkirkjan í Kaupmannahöfn.
Frúin sem kirkjurnar eru helgaðar er María guðsmóðir.
Á íslensku hefur hún löngum verið nefnd vor frú. Nötre-
Dame þýðir einfaldlega okkar frú eða vor frú, rétt eins og
Vor Frue á dönsku.
2 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999
Vestfirðingar hafa
ákveðnar skoðanlr
Vestfirðingar virðast hafa
mun ákveðnari skoðanir í póli-
tík en aðrir landsmenn, ef
marka má skoðanakönnun
Gallups um fylgi stjórnmála-
flokka og framboða á Vest-
fjörðum sem birt var í sfðustu
viku. Þar kom fram, að ein-
ungis 3,7% væri óákveðnir í
afstöðu sinni og aðeins 8,l%
neituðu að taka afstöðu. Þetta
er ekki síst athyglisvert í ljósi
þeirra miklu hræringa sem
hafa orðið í pólitíkinni og
hvergi meiri en í Vestfjarða-
kjördæmi.
Fylgi framboðanna hjá
þeim sem afstöðu tóku í skoð-
anakönnun Gallups var þetta
(tala kjördæmiskosinna þing-
manna innan sviga): B-listi
26,8% (l maður), D-listi
31,7% (2 menn), F-listi 9,8%,
H-listi 0,4%, S-listi 25,2% (1
maður) og U-listi 6,0%.
Þingmenn Vestfírðinga eru
fimm. Fjórir þeirra eru kjör-
dæmiskosnir en sá fimmti er
jöfnunarmaður. Hver hann
verður ræðst af heildarúrslit-
um á landinu Af tölum úr
Vestfjarðakjördæmi einu sam-
an er engin leið að segja til
um það.
Urtakið í könnun Gallups á
Vestfjörðum var 800 manns á
Vestfjörðum, 18 ára og eldri,
og var valið með tilviljun úr
þjóðskrá. Svörfengustfrá584
manns eða 73% úrtaksins.
I síðustu Alþingiskosning-
um fékk Framsóknarflokkur
19,8% og einn mann. Sjálf-
slæðisflokkur fékk 32,5% og
tvo menn. Þá fékk Vestfjarða-
listinn 13,l%(klofningsfram-
boð út úr Framsóknarflokkn-
um) og vantaði hann aðeins
hluta úr einu prósenti til að ná
inn manni. Þeir fjórir flokkar
sem nú standa að Samfylk-
ingunni fengu þá samtals
34,6%. Þar af fékk Alþýðu-
flokkurinn 13,7% og einn
mann og Alþýðubandalag
11,9% og jöfnunarmanninn,
fimmta mann kjördæmisins.
Flokkshollusta mælist mest
hjá þeim sem kusu Alþýðu-
flokkinn í síðustu kosningum
(rúmlega 76% þeirra ætla að
kjósa Samfylkinguna) og
Framsóknarflokkinn (tæplega
76% þeirra ætla að kjósa hann
núna). Rúmlega 73% þeirra
sem kusu Sjálfstæðisflokkinn
fyrir fjórum árum ætla að gera
það núna. Við annan tón kveð-
ur hjá þeim sem kusu Alþýðu-
bandalagið fyrir fjórum árum.
Aðeins rúm 39% þeirra ætla
að kjósa Samfylkinguna núna.
Tæplega 29% þeirra ætla að
kjósa Vinstri hreyfinguna -
grænt framboð, rúmlega 12%
ætla að kjósa Frjálslynda
flokkinn og rúmlega 12% ætla
að kjósa Framsóknarflokkinn.
Nokkur munur er á fylgi
flokkanna eftir búsetu í kjör-
dæminu. Framsóknarflokkur-
inn hefur langmest fylgi á
Ströndum en minnst á ísafirði.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins er
langminnst á Ströndum. Fylgi
Samfylkingarinnar er lang-
mest á fsafirði.
Ekki er marktækur munur á
fylgi framboðanna eftir kynj-
um. Hins vegar er nokkur
fylgismunur eftir aldurshóp-
um. Hjá Samfylkingunni er
ekki munurá fy lgi eftir aldurs-
hópum. Framsóknarflokkur-
inn hefur hlutfallslega mest
fylgi meðal þeirra sem eru 55
ára og eldri en fylgi Sjálf-
stæðisflokksins er aftur á móti
minnst í þeim hópi.
Gallup leggur áherslu á, að
könnunin er ekki spá um úrslit
kosninganna, heldur er henni
ætlað að sýna fylgi framboð-
anna þegar hún var gerð.
ÍSAFJARÐARBÆR
FRÁ GRUNNSKÓLUM
ÍSAFJARÐARBÆJAR - INNRITUN
i Innritun nýrra nemenda í grunn-
skólum Isafjarðarbæjar fyrir næsta
skólaárfer fram í skólunum dagana
10.-14. maí nk.
Innrita skal:
-Börnsemeigaaðhefjanámí l.bekk
(fædd 1993)..
- Nemendur sem vegna aðsetursskipta
koma til með að eiga skólasókn í Isa-
fjarðarbæ haustið 1999.
Flutningur milli skóla.
Eiginemenduraðflytjastámilliskóla
i nnan ísafjarðarbæjar ber að ti I ky nna
það viðkomandi skólum fyrir 14. maí.
Athugiðað mjög áríðandi er að allar
nýskráningarásamttilkynningumog
óskum um flutning milli skóla þurfa
að berast fyrir ofangreind tímamörk
þar sem undirbúningur næsta skólaárs
erhafinn.
INánari upplýsingar veitir skóla- og
menningarfulltrúi í síma 456 7665
millikl. 10-12 dagana 10.-14. maí.
Atvinna
Starfskraftur óskast til starfa í verslunirmi Metró í
sumar. Um er að ræða heilsdags starf frá 1. júní til
1. september. Umsækjandi þarfað hafa þjónustulund
og góða framkomu. Æskilegt er að umsækjandi sé
ekki yngri en 18 ára.
Upþlýsingar í verslun í síma 456 4644.
Bolungarvík
Alþingiskosningar 1999
Kjörfundur vegna alþingiskosninga, þann
8. maí 1999, verður haldinn í fundarsal
Ráðhúss Bolungarvíkur að Aðalstræti 12.
Kjörfundurhefstkl. 10:00 árdegis ogstend-
ur til kl. 22:00 síðdegis.
Kjörstjórn í Bolungarvík,
Elías Jónatansson, Elías H.
Guðmundsson, Sólrún Geirsdóttir.
ÍSAFJARÐARBÆR
TILKYNNING FRÁ ÍSAFJARÐARBÆ
VEGNA REFAVEIÐA_________________________
■■■■■ ísafj arðarbær hefur ráðið þá Val Richter,
Fjarðarstræti 13, ísafirði og Arnfinn A.
Jónsson, Öldugötu 44, Hafnarfirði, sem
skotmenn til refaveiða í ísafjarðarbæ
frá og með 1. maí til og með 31. júlí
1999.
Um er að ræða allt svæðið að undan-
skildum hinum forna Snæfjallahreppi
og Grunnavíkurhreppi utan friðlands.
Öllum öðrum en ráðnunr skotmönnum
er óheimil refaveiði á þessum tíma
samkvæmt lögum. Þó geta bændur og
æðarræktendur skotið ref, sem búfénaði
eðaæðarvarpi stafarbein hættaaf. Skulu
viðkomandi tilkynna ráðnum skot-
mönnum um slíka veiði svo fljótt sem
auðið er.
IEkki er tekið á móti skottum frá öðrum
aðilum á þessum tíma.
Bæjarstjórinn í ísajjarðarbæ.