Bæjarins besta


Bæjarins besta - 05.05.1999, Blaðsíða 10

Bæjarins besta - 05.05.1999, Blaðsíða 10
Bergljót hættir s BergljótV. Jónsdótt- ir, t'yrrv. skólastjóri í Súðavík og núverandi skólastjóri Hrafna- gilsskóla í Eyjatjarð- arsveit hefur ákveðið að láta af störfum skólastjóra t vor. Ástæða þess að hún hættir eftir aðeins eins árs starf við skólann mun vera örðugleikar í samskiptum við kennara skólans. Frásfign leiðrétt § Tvær missagnir slæddust inn í frásögn af uppskeruhátíð KFÍ fyrir tveimur vikum. Bikarinn sem Elísa- bet Samúelsdóttirfékk var gefinn af fsfirð- ingafélaginu í Reykja- víkenekki íshúsfélagi ísfirðinga. Þá var það stuðn- ingsmenn KFÍ og leik- menn, en ekki félagið sjálftsem sæmdi Flosa og Kristínu bílnúm- eraplötum með áletr- uninni KFÍ I. Tilboð í vegagerð Fyrir stuttu voru opnuð tilboð í hækkun vegar á Steingríms- fjarðarheiði á um eins kílómetra löngum kafla, frá Norðdals- } brúnum að sæluhúsi. Lægsta tilboð átti Fylling ehf. á Hóima- 5 víkkr. 12.784.100, þá kom Þróttur ehf. á Akranesi meðálíkatil- boðkr. 12.785.750, þá Árni Helgason á Ól- afsfirði sem bauð kr. 12.838.000 og Græðir sf. á Flateyri sem bauð kr. 16.302.000. Hæsta tilboð kom frá Klæðn- ingu ehf. í Garðabæ, kr. 19.953.000. Á æ 11 u n Vegagerðar- innar var hins vegar upp á kr. 14.882.591. Samkvæmt áætlun á verkinu að vera lokið að fullu 15. október á þessu ári. hann ásamt Sigurjóni Svein- björnssyni og Ásgeiri Bene- diktssyni mörg af stærstu hús- unum í Bolungarvík, þar á meðal Félagsheimilið. Síðar var Geir líka eina tvo-þrjá vet- ur í múrverkinu. Hjá Einari Guðfinnssyni Sumarið 1961 réðst Geir ti I starfa hjá Einari heitnum Guð- fmnssyni og vann síðan hjá honum um þrjátíu ár, að heita má í öllu. „Ymist var ég við saltfisk-, harðfisk- eða skreið- arverkun, vöruafgreiðslu ým- iskonar, skipaafgreiðslu, löndun á loðnu og margt fleira. Á fyrstu árum mínum hjá Einari var hann með bæði sement og kol. Sú afgreiðsla lenti mikið á þeim mönnum sem voru í saltfiskinum. Þá voru kolin ekki aflögð og þó nokkuð af húsum sem voru með kol. Maður þurfti að moka þeim í poka og koma þeim í stíur fyrir fólk. Pokarnir voru bornir á bakinu. Ósjaldan þurftum við líka að fara með kol á ísafjörð í hús þar. Þetta var ákaflega óþrifaleg vinna en maður vandist þessu og vann það eins og hvað annað. Öll árin sem ég vann hjá Einari rak hann sláturhús á haustin. Eftir að búið var að koma fisk- inum til suðlægari landa var húsið gert hreint og málað og útbúið sem sláturhús. Hjá Ein- ari var slátrað þetta frá átján hundruð og allt upp í rúmlega fimm þúsund fjár á hausti.“ Síldarlöndunin „Ekki verður annað sagt en það hafi verið fjölbreytt vinna sem maður fékk að kynnast þama. Ekki máheldurgleyma því, að Einar var fyrstur til þess að flytja síld af fjarlægum miðum. Það var með olíuskip- inu Þyrli, sem hann keypti síð- an og nefndi Dagstjörnuna. Sfldarlöndunin var ákaflega óþrifaleg og erfið vinna. Þrælahelvítisvinna. Það tók yfirleitt upp undir þrjá sólar- hringa, dag og nótt, að Ianda úr skipinu. Dælurnar sem not- aðar voru til að dæla síldinni í land voru ekki eins góðar og þær eru í dag. Síðan mátti helst ekki brúka neinn sjó í sfldina til þess að gera hana léttari svo að dælan réði betur við hana. Ef sjór var saman við sfldina gekk illa að bræða hana. Það veiktist aldrei neinn við þetta hjá okkur. Það kom fyrir á Haferninum frá Siglu- firði að það leið yfir menn þegar þeir voru að fara ofan í tankana. Eg hafði það alltaf fyrir sið, þegar skipið var komið hér að bryggju, að ég lét opna allar lúgur og hleypti engum niður fyrr en dælan var búin að malla og dæla lofti í að minnsta kosti hálf- tíma áður. Það var nú enginn sem aðvaraði mann á þeim tíma en ég áttaði mig á hætt- unni. Ég tel mig hafa verið ákaf- lega heppinn þessi 30 ár sem ég vann hjá Einari Guðfinns- syni. Samstarfsfólkið var þrælduglegt og samvisku- samt. Iðulega var glatt á hjalla, því að þar sem margir duglegir menn koma saman getur oft verið kröftugur gleðskapur.“ Einar Guðfinnsson „Einar hafði það alltaf fyrir sið, þegar hann var hér í pláss- inu (hann fór nú ekki mjög oft til Reykjavíkur), að hann kom að minnsta kosti þrisvar sinn- um og oft fjórum eða jafnvel fimm sinnum á dag á hvern vinnustað. Fyrst kom hann venjulega um áttaleytið á morgnana, síðan kom hann oft rétt fyrir hádegið og svo aftur um tvöleytið eftir að hann hafði lagt sig eftir mat- inn. Yfirleitt kom hann svo upp úr fimm á daginn þegar hann var á leiðinni heim. Einar var þá að athuga hvernig vinnan hefði gengið og reynd- ar þurfti maður ekki að segja honum neitt um það. Hann þekkti störfin vel því að hann hafði stundað þau sjálfur á sínum yngri árum. Þegar við vorum að fletja fisk vissi Einar nákvæmlega hvort fiskurinn var góður eða farinn að láta á sjá. Hann vissi það jafnvel þótt hann væri ekki búinn að sjá hann. Hann fann það á lyktinni. Líka þurfti hann ekki annað en rétt að líta á fiskinn til að sjá hvort farið hefði verið vel með hann eða ekki eða hvort farið væri að koma los í hann. Einar Guðfinnsson var ein- staklega glöggur á alla vinnu og fylgdist vel með öllu. Hann hafði ákaflega mikinn áhuga áöllusemframfórhjáhonum. Hann sá alveg hverjir unnu vel og hverjir ekki. Hann var aldrei að rexa neitt í manni en oft vildi hann fá skýringar á hlutunum - af hverju maður gerði þetta svona en ekki hin- segin." Losa skal hér í Bolungarvík „Þegarég byrjaði hjá Einari lagði hann á það ríka áherslu við mig, að helst öll þau skip sem kæmu með vöru væru losuðhérí Bolungarvík. Hann vildi ekki að skipin færu til ísafjarðar og losuðu vöruna þar, þannig að höfnin hér tap- aði hafnargjöldunum. Ég var honum innilega sammála í þessu. Ég verð nú að segja að kannski gekk maður stundum heldur langt, þegar maður var að reyna að pína skipstjóra hér upp að í vondum veðrum. En alltaf lánaðist þetta nú. Væru einhverjir bátar hér við Brjótinn, þá var mjög algengt að maðurfæri til skipstjóranna og bæði þá að færa sig frá rétt á meðan skipið kæmist að og urðu þeir í flestum tilvikum góðfúslega við því.“ - Segðu mér meira frá Ein- ari heitnum... „Það var nú stundum sagt að Einar væri ráðríkur en á það get ekki fallist. Ef einhver í plássinu keypti bát sem Einar átti ekkert í, þá fylgdist hann ekkert síður með þeim bát en sínumeiginbátum. Áhugamál hans var fyrst og fremst að plássið í heild gengi. Eitt af því sem mér fannst best í fari Einars Guðfinns- sonar var að maður gat treyst því fullkomlega að allt stóð sem hann sagði. Það þurfti ekki neina skriflega eða vott- festa samninga." Bjarni Eiríksson Frá Einari Guðfinnssyni berst talið að öðrum máttar- stólpa Bolungarvíkur á fyrri tfð, Bjarna Eiríkssyni, útgerð- armanni og kaupmanni. „Það má ekki gleyma því, að á tíma 6-8 tonna bátanna var Bjarni ekki með færri báta en Einar. Hann gerði út Flosa þegar ég var á honum. Ég kunni óskap- lega vel við Bjarna Eiríksson sem útgerðarmann. Það er al- rangt sem stundum heyrðist, að hann hefði stundum haldið í við menn með veiðarfæri. Hann fór vissulega vel með, en það er allt annar hlutur. Á þessum árum sem ég var á Flosa og fram um 1950 var allur fiskur slægður um borð í bátunum ellegar hér á Brjótn- um. Það var ekkert verið að fara með hann upp í hús. Bjarni kom alltaf á morgnana milli fimm og sex, þegar hann vissi að við vorum að vinna, slægja eða annað, og færði okkur öl og kex. Hann hugsaði mjög vel um sína menn. Bjarni varskemmtilegurmað- ur.“ Fjölskyldao og Þúrhildaroafoið Eiginkona Geirs Guð- mundssonar er Una Halldóra Halldórsdóttir, skólaritari við Grunnskóla Bolungarvíkur. Þau gengu í hjónaband síð- sumars árið 1955. Dóttir þeirra er Sólrún kennari, eig- inkona Jónasar Guðmunds- sonar sýslumanns í Bolung- arvík. Dætur þeirra eru Hall- dóra og Þórhildur Bergljót. Síðan á Jónas eldri dóttur, Helgu Theodóru. Geir segir að Þórhildarnafnið á dóttur- dóttur hans eigi sömu rætur og nafn Margrétar Þórhildar Danadrottningar. SéraTómas Sæmundsson, einn Fjölnis- manna, átti dóttur sem hét Þór- hildur, en hún var móðir Jóns Helgasonarbiskups. Þegarátti að fara að skíra prinsessu Dana og íslendinga var bisk- upinn beðinn að velja henni íslenskt nafn og hann gat ekki ímyndað sér neitt fallegra en nafn móður sinnar. „Jónas tengdasonur minn er af þessari ætt og þaðan er komið nafnið á dótturdóttur minni. Hún heitir reyndar í höfuðið á ömmu J ónasar en hún hét aftur í höfuðið á dóttur Tómasar Sæmundssonar.“ Þau Una Halldóra og Geir búa í einbýlishúsi að Vitastíg 16. Það var árið 1956 sem Geir byrjaði að byggja húsið. Þau fluttust inn í mars 1958 og hafa því búið á þessum stað meira en fjörutíu ár. Byrjaði soeoioia að safoa Skyldi Geir hafa lengi haft áhuga á sögulegum verðmæt- um? „Ég held að það hljóti nú að vera. Sennilega hef ég verið fimm ára þegar frændi minn, Konráð að nafni, tók mig með sér upp í Stúkuhús á hluta- veltu. Ég man að ég hékk á bakinu á honum og þegar hann var búinn að draga miðana lét hann mig draga þrjá miða úr lófanum á sér. Ég fékk tvö núll og eitt númer, og númerið vardufl. Þetta þótt feiknadrátt- ur þá. Upp úr þessu varð það eins konar árátta hjá mér þegar árin liðu að safna allskonar dóti. Það er ekkert nýtt. Og þegar maður fer að safna, þá er maður kannski fljótari en aðrir að sjá hvað eru safngrip- ir. En það sem hefur háð mér um dagana að hafa ekki nóg pláss. Þess vegna hef ég verið ósínkur að gefa hluti.“ Þess má m.a. geta, að tölu- vert af gripum frá Geir má líta á Sjóminjasafninu á Isafirði. „Og þegar menn voru að finna hluti, þá komu þeir oft með þá til mín.“ Geir sækir tóbaks- horn allgamalt, útskorið með höfðaletri og mynd af bónda- bæ. „Þetta fann ég hér á götu á stríðsárunum. Það var aug- lýst en það gaf sig ekki neinn fram.“ Geir neitar því að hafa tekið í nefið. „En ég tók í vörina. Það var helvíti gott að taka í vörina. Manni hitnaði svo mikið ef manni var kalt. En svo hélt ég að ég myndi skemma svo mikið í mér tenn- urnar að ég hætti því.“ Vestfirsk krambúð? Enn áGeirfjölmargtmerki- legra gripa í fórum sínum, einkum í bílskúrnum. „Já, ég hef nú verið að halda í sitthvað af þessu ef einhver tæki sig til hér á Vestfjörðum og kæmi upp krambúð. Síðan er ég hér með ýmislega gripi varðandi stríðið, eins konar stríðs- minjasafn. Ég hef stundum verið að hugsa um að senda þetta austur á stríðsminja- safnið á Seyðisfirði." Úsvörio og vegurioo Verbúðin sem nú er í Osvör var fyrst í Lambhaganum inni í plássinu sjálfu, rétt þar sem sundlaugin er nú. Margt af því sem nú getur að líta í Os- vör eru hlutir sem Geir hafði safnað. Meðal annars safnaði hann snemma seilingarnálum af ýmsum gerðum. Þegar ver- ið var að breyta veginum um Oshlíðina, þá átti að ryðja ofan í Osvörina og leggja veginn þar yfir. Geir undi því ekki að Osvörin yrði eyðilögð og beitti sér fyrir því að gerður var sá hlykkur á veginn sem enn getur að líta ofan við vör- ina. Gleymska Úla Kitt Geir telur það lán að Ólafur Kristjánsson skuli hafa verið bæjarstjóri þegar Ósvörin var byggð upp. „Fyrst var bara samþykkt að byggja þar ver- búð, en Ólafur „gleymdi“ að segja frá því að hann ætlaði að láta byggj a þar bæði salthús og hjall og setja upp spil. Ég er ekki að segja að bæjarfull- trúar hafi ekki allir verið sam- þykkir þessu, en þetta var í rauninni gert þegjandi og hljóðalaust, ef svo má segja.“ Samtal okkar Geirs er miklu lengra. Það sem hér hefur ver- ið skráð á hundavaði er aðeins lauslegt og fátæklegt ágrip af því sem þar kom fram. Nauð- synlegt er að úr því verði bætt með einhverjum hætti. - Hlynur Þór Magnússon. 10 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.