Bæjarins besta - 16.06.1999, Page 1
400 ASA
3ÍPAKKA KR 1.190,-
(KR 397,-/STK)
200 ASA
3ÍPAKKA KR 1.160,
(KR 387, -/STK)
Bomumm} m
SÍM 3123
Stofnað 14. növember 1984 • Sími 459 4599 • Fax 458 4584 • Netfang: bb@snerpa.is • Verð kr. 299 m/vsk
Bygging nýrra varnargarða í Eyrarhiíð
Áhersla lögð á að tryggja
öryggi íbúa á svæðinu
- segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísaflarðarbæjar
„Það verður byrjað á því að
flytja efnið úr skurðunum frá
svæðinu. Síðan munum við
breikka og dýpka skurðina og
gera þá þannig úr garði að
þeir geti tekið við meira efni
en þeir hafa gert til þessa.
Grafan er á staðnum og því
verður þetta verk unnið næstu
daga,” sagði Halldór Hall-
dórsson, bæjarstjóri ísafjarð-
arbæjar, aðspurður um fram-
hald t'ramkvæmda við varnir
fyrir ofan Urðarveg og Hjalla-
veg.
„Síðan munum við hafa
samband við Viðlagatrygg-
ingu og Ofanflóðasjóð, bæði
hvað varðar það tjón sem orð-
ið hefur, sem betur fer ekki
mikið, og hins vegar vegna
áframhaldandi framkvæmda.
Við munu fara fram á að farið
verði í samstarf við okkur um
öflugri varnir á svæðinu. Hvað
varðar framkvæmdahraðann á
því verki, þá ræðst hann á
þeim viðbrögðum sem við fá-
um frá framangreindum aðil-
um. Mín von stendur til þess
að verkið verði unnið í sumar.
Ef við fáum grænt ljós frá
ríkinu, getum við hafið fram-
kvæmdir mjög fljótlega,”
sagði Halldór. Er þar helst
horft til nýs varnarskurðar sem
graftnn yrði ofar í hlíðinni og
myndi ná inn fyrir Engi og
þaðan niður í sjó. Ekkert hefur
komið fram um kostnað við
slíkar framkvæmdir en talan
100 milljónir hefur verið
nefnd.
Jón Hcilldórsson, slökkviliðsmaður, stendur við bjargið sem
stöðvaðist rétt fyrir ofan Urðarveg.
Mesta váin í hlíðinni fyrir
ofan byggðina við Urðarveg
og Hjallaveg er hrun stórgrýt-
is, eins og berlega kom í ljós
þegar 12-15 tonna bjarg stöðv-
aðist rétt fyrir ofan byggðina
fyrir ofan Urðarveg. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins
eru nokkur stór og hættuleg
björg efst í giljunum við
Gleiðarhjalla, björg sem hugs-
anlega gætu farið af stað í
næstu leysingum. Hafakomið
fram hugmyndir um hvort
hægt sé að sprengja þau líkt
og gert var 1983 eða 1984.
„Við munum skoða þessa
lausn. Það verðurdustaðrykið
af gamalli skýrslu þar sem er
gert ráð fyrir slíkum spreng-
ingum á tveggja ára fresti. Það
getur vel verið að menn end-
urmeti þá stöðu, kannski eru
komnar nýjar hugmyndir og
nýjar aðferðir, en við munum
fara í allar þær aðgerðir sem
þarf til að tryggja öryggi fólks
á svæðinu,” sagði Halldór.
Dr. Þorsteinn Sæmundsson
jarðfræðingur hjá Veðurstofu
Islands kom til ísafjarðar á
mánudag og fór hann við
þriðja mann til að skoða
aðstæður í Eyrarhlíð. Niður-
staða þeirrar könnunar liggur
væntanlega fyrir í vikunni.
Snjófióðavarnir í Bolungarvík
Sambland af leiðigörð-
um og varnargörðum
- kostnaður um þriðjungur til helmingur af kostnaði við rásina miklu
Nýjar hugmyndir um mikla sem kynnt var í febrúar upp eitthvað af íbúðarhús-
varnarkosti vegna snjóflóða og talin er munu kosta um um og beita auk þess rým-
í Bolungarvík voru kynntar einn milljarð króna. ingum í einhverjum tilvik-
bæjaryfirvöldum í síðustu Flestar þeirra hugmynda um. Kostnaður við hverja
viku. Þær eiga það sameig- sem nú hafa verið kynntar fel- lausn af því tagi er áætlaður
inlegt að vera langtum ódýr- ast í samblandi leiðigarða og 300-500 milljónir króna.
ari og einfaldari en rásin þvergarðaásamtþvíaðkaupa Sjá nánar á bls. 2 og 3.
Þróunarsetur Vestfjarða.
ísafjörður
Þróunar-
setur opn-
að í dag
Hið nýja Þróunarsetur
Vestfjarða var opnað í dag
að Arnagötu 2-4 á Isafirði.
Stofnendur að Þróunar-
setursins eru Atvinnuþróun-
arfélag Vestfjarða hf„ Fjórð-
ungssamband Vestfírðinga,
Hafrannsóknastofnun, Rann-
sóknastofnun ftskiðnaðarins
og Svæðisvinnumiðlun Vest-
fjarða og hafa þeir allir kom-
ið sér fyrir í hinu nýja hús-
næði.
Markmið og tilgangur
Þróunarsetursins er m.a. sá
að efla starfsvettvang stofn-
ana og fyrirtækja á sviði
rannsókna og þróunar á
Vestfjörðum, að skapa nýtt
umhverfi og nýjan grundvöll
til öflunar nýrra verkefna á
Vestfjörðum sent og á lands-
vísu auk þess sem það mun
koma á og þróa samstarfsnet
aðila, jafnt innan setursins
sem utan þess. Þá er setrið
hluti af uppbyggingu sí-
menntunar á Vestfjörðum.
Eigandi húsnæðis Þórun-
arsetursins er Vestri ehf. og
fjármagnar hann breyting-
arnar sem eru sniðnar að
þörfum hvers og eins. Heild-
arfjöldi starfsmanna stofn-
ananna fimm er 18 manns.
• v.-ti •
VELKOMINN I
GLAÐSKAPINN!
mm
t MANHsma-
USTU lANOGÖNGU
SÖOUNNAU FÁ l
minn H/trmet
rv/ensTuum.
nö Heiuui.
tvkr HemsÁifue.
eiN Á/enuN.
• •■ • y-qg-*B—g
i • CKÍF, rvmstsm,
TVÖ Ltf. SAMA
0 ÁSTIH!
HAMRABORG
Simi: 456 3166
ASTA VEXKEFNIÐ!