Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.06.1999, Síða 6

Bæjarins besta - 16.06.1999, Síða 6
Þó að Jónas Guðmundsson sýslu- maður í Bolungarvfk sé ekki nema rétt liðlega fertugur, á hann að baki lengstan starfsaldur allra sýslumann- anna fjögurra á Vestfjörðum. Hann er einnig meðal þeirra núverandi sýslu- manna hérlendis sem lengstan starfs- aldur eiga á sama stað. Samt hugðist hann aðeins tjalda til einnar nætur þegar hann var fenginn til að gegna embættinu í Bolungar- vík. Það var fyrir bráðum níu árum. Tjaldið er enn á sama stað og nú býr þar timm manna fjölskylda. Eigin- konuna, Sólrúnu Geirsdóttur kennara, fann Jónas hér vestra. - heimsókn til Jónasar Guðmundssonar, sýslu- manns í Bolungarvík, sem á einhverja mögnuð- ustu stórfjölskyldu lögfræðinga hérlendis Jónas er Reykvíkingur. Hingað vestur kom hann með millilendingu í Stykkishólmi, þar sem hann var fulltrúi sýslumanns í fjögur ár. „Ég ætlaði að vera hér hálft annað ár eða fram að dómstólabreyt- ingunni l.júlí 1992. Mérdatt ekki annað í hug en embættið hér yrði þá lagt niður. En það fór á annan veg.“ Já, Jónas er úr Þingholtun- um í Reykjavík, nánar tiltekið af Bergstaðastrætinu, og þvf Austurbæingur samkvæmt gamalli skilgreiningu sem nú er að týnast. A mótunarárun- um bjó hann þar heima hjá afa sínum og ömmu. Þegar hann var fjögurra ára missti hann föður sinn og þá fluttist móðir hans til foreldra sinna með synina tvo, Jónas og yngri bróður hans, Guðmund Þór, sem þá var ómálga barn. „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að alast upp á því heim- ili“, segir Jónas. Tíð skúlaskípti Fáir munu hafa skipt oftar um skóla í uppvextinum en Jónas Guðmundsson. Fyrst gekk hann í Isaksskóla, sem aðeins bauð upp á þriggja vetra nám, en þar starfaði móðir hans sem hjúkrunar- fræðingur. Síðan í Miðbæjar- skólann í tvo vetur eða þangað til skólinn var lagður niður, og svo lauk hann barnaskóla- göngu í Austurbæjarskóla. Þá tók við gagnfræðaskóli - fyrst Hlíðaskóli, sem aðeins bauð upp á tvö árog síðan landspróf í Vörðuskóla. Eftir það lá leiðin í Mennta- skólann í Reykjavík. Jónas brautskráðist úrMR árið 1979 en rektor á þeim tíma var Guð- ni Guðmundsson, sem af sumum var nefndur kjaftur í góðlátlegum tón. „Hann kenndi mér ensku tvo vetur. Ákaflega hress, ákveðinn og röggsamur og eftirminnilegur. I mínum huga er hann tengdur þessum skóla órjúfanlegum böndum.“ Að loknu stúdentsprófi lá leið Jónasar í Háskóla Islands og þaðan lauk hann lagaprófi árið 1986. „Ég vann sem næt- urvörður öll námsárin. Það hægði aðeins á en á móti kemur að ég er skuldlaus við Lánasjóðinn.“ í fátbolta í Þinghaltunum Á bernskuárum Jónasar var krakkafjöld í Þingholtunum. Hann lék sér mikið í fótbolta í æsku. Þá var Kanasjónvarpið enn áhrifamikið suðvestan- lands, - „og strákar á mínum aldri vildu margir frekar leika séríeinhverjumstríðsleikjum en í fótbolta, sem var mín uppáhaldsiðja. Ég var í minni- hluta. Inn á heimilið kom Kanasjónvarpið aldrei. Afi og amma vildu ekki sjá erlent hermannasjónvarp á sínu heimili." Helsti fótboltavöllur strák- anna í Þingholtunum var þar sem nýi barnaspítalinn er nú að rísa. Jónas vai' Valsari á æskuárum eins og vænta mátti á þessum slóðum. Hann kveðst ekki eins harður að fylgjast með ensku knatt- spyrnunni og margir aðrir en hugar að úrslitum og á þar sitt lið, sem er Tottenham. „Það var bara eitthvað sem ég tók upp þegar ég var að fylgjast með enska boltanum í sjón- varpinu á fyrstu árunum. Ég nenni ekki lengur að horfa á annað en stórleiki í fótbolt- anum og helstu landsleiki. Þá má heita upp talinn áhugi minn á íþróttum. Jú, ég fylgist nú með íslandsmótinu, svona úr fjarlægð." „Þetta er ekki einleikíð" Ástæða þess að Jónas fór í lögfræði var einlaldlega sú, að hann beitti útilokunarað- ferðinni. í stórfjölskyldu hans er afar mikið um lögfræðinga. Ótrúlega mikið. Hann ólst upp á lögfræð- ingaheimili. Afi hans var Theodór B. Líndal lagapró- fessor. Faðir Theodórs og langafi Jónasar var Björn Líndal yfirdómslögmaður og alþingismaður, en hann gegn- di um tíma sýslumannsemb- ætti á Akureyri. Á æskuheim- ili Jónasar bjó einnig móð- urbróðir hans, Sigurður Líndal iagaprófessor. Annar móð- urbróðir hans var Páll Líndal, borgarlögmaður og síðast ráðuneytisstjóri. BörnPálseru lögfræðingar og makar þeirra einnig. Landskunn er dóttir Páls, Þórhildur Líndal, um- boðsmaður barna. Eigin- maður hennar er EiríkurTóm- asson iagaprófessor. Sonur þeirra er að Ijúka lagaprófi um þessar mundir. „Þetta er ekki einleikið", segir Jónas. Sótti ekki um í Bolungarvík Enn er þess að geta, að yngri bróðir Jónasar, Guðmundur Þór Guðmundsson, er einnig lögfræðingur. Hann starfaði áður í dómsmálaráðuneytinu en er nú lögfræðingur á Bisk- upsstofu. „Áður en ég kom hingað árið 1990 setti ráðu- neytið hann í embættið hér í Bolungarvík f afleysingum í tvo mánuði, vegna þess að ég gat ekki farið alveg strax, reyndar algjörlega að mér forspurðunt." Jónas var beðinn um að taka að sér starf sýslumanns í Bol- ungarvík en sótti ekki um. „Embættið var auglýst en enginn sótti um og það var leitað til mín. Mér leist nú ekki meira en svo á það en ákvað að slá til, í trausti þess að þetta yrði ekki nema eitt og hálft ár og þá hlyti ég að fara eitthvert annað og gera eitthvað annað“, segir Jónas. Margir lögfræöingar í fjölskylduboðum „Já, það var mikið um lög- fræðingaá heimilinu og mikið rætt á þeim nótum. I fjöl- skylduboðum var og er enn oft ansi mikið af lögfræðing- um samankomið, hvort sem öðrum gestum lfkaði það betur eða verr. Vissulega er lögfræð- in áhugaverð grein og býður upp á marga möguleika í starfi." Jónas segir að draumurinn hafi á sínum tíma verið að fara ei tth vert ti 1 útlanda í fram- haldsnám -fara út á land í eitt ár og læra síðan meira. Hver veit nema hann eigi það eftir. „En landsbyggðardvölin er orðin bráðum þrettán ár og útlöndin bíða. Ég er þó alls ekki búinn að útiloka þann möguleika. Ég held að fram- haldsnám geti ekki síður nýst mönnum eftir að þeir hafa öðl- ast starfsreynslu. Þeir geta nálgasthlutinafráannarri hlið en þeir sem eru nýútskrifaðir og fara beint.“ Að Ijúka fjarnámi Reyndar hefur Jónas verið á skólabekk með nokkrum hætti síðastliðið hálft annað ár. Hann hefur stundað nám hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Islandi og sótt þar skóla á þriggja vikna fresti allan þann tíma. Þar er um að ræða námskeið sem nefnist Opinber stjórnsýsla og stjórn- un. „Það var fjörutfu manna hópur sem byrjaði og þar af voru sjö Vestfirðingar. Nú er- um við þrjú sem enn búum hér að útskrifast eftir að hafa skilað lokaritgerð.“ Auk Jón- asar eru það þau Laufey Jóns- dóttir og Olafur Helgi Kjart- ansson á Isafirði. „Þetta er búin að vera talsverð vinna en mjög gott og gagnlegt nám.“ Yfirvald á litlum stað - Hvernig er að vera yfir- vald á svona litlum stað? Get- ur það ekki verið erfitt? „Það fer nú eftir þeim sem við er að eiga. Ég verð að segja að það hefur ekki truflað mig mikið. Einstaka mál, auð- vitað. Almennt held ég þó að þetta hafi bara meiri kosti fyrir mig en galla, þó svo að fyrir- komulagið sjálft sé ef til vill ekki mjög heppilegt. En þetta hefur blessast mjög vel hjá mér. Óhjákvæmilega þarf að beita hér öðrum aðferðum en á stærri stöðum. Hér notar maður kannski símann og per- sónulegt spjall, maðurámann, sem er útilokað hjá stærstu embættunum. í stórum drátt- um má segja, að hér þekki allir alla, að minnsta kosti ís- lendingarnir hér.“ - Bókstafirnir í númerinu á lögreglubílnum hér í Bolung- arvík eru ZZ. Þetta vekur at- hygli þeirra sem lásu Andrés Önd í gamla daga en þar var röð af zetum tákn fyrirhrotur... „Þú segirnokkuð! Þettaþarf ég að benda þeim á. Ég vona nú að borgararnir taki það ekki þannig að lögregluþjónarnir sofi á verðinum.“ - Átt þú áhugann á rokki eðapoppi sameiginlegan með starfsbróður þínum á Isafirði? „Ekki lengur, get ég sagt. Ég hef ekki síður gaman af því að fara á klassíska tónleika 6 MIÐVIKUDAGUR 16. JUNI 1999

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.