Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.06.1999, Side 7

Bæjarins besta - 16.06.1999, Side 7
en tónleika af því tagi.“ „Eiginiega með petta á heilanum" - Aftur á móti vita flestir hér um annað áhugamál þitt - áhuga þinn á bættum land- samgöngum á Vestfjörðum... „Ef rétt er að nefna það áhuga. Ég er eiginlega með þetta á heilanum. Já, ég hef nú verið að reyna að beita méreftirmegni íþeim málum. Mér finnst það skipta miklu máli fyrir mig og fyrir svæðið hér að geta komist akandi til höfuðborgarinnar án þess að taka í það heilan dag.“ -1 vor varslu að safna und- irskriftum á bensínstöðvum og víðar. Hvernig gekk? „Ég get ekki kvartað yfir þvf að fá um þúsund undir- skriftir. Um þessar mundir er ég að láta unga frænku mína slá fæðingardagana og sveit- arfélögin inn í Excel og þá er hægt að skoða þetta dálítið skemmtilega, flokka undir- skriftirnar eftir búsetu, sjá hvaða árgangur hefur verið duglegastur að skrifa undir og fá aðrar lýðfræðilegar upplýs- ingar. Ég ætla að hafa það allt klárt þegar þetta verður af- hent.“ - Þú þarft ekki leyfi tölvu- nefndar? „Ég vona ekki. Á listanum eru aðeins nöfn og kennitölur og sveitarfélög. Innslátturinn er einungis til að átta sig betur áþessu. Öllurn varí sjálfsvald sett hvort þeir skrifuðu undir. Já, og þarna sér maður líka skiptinguna eftir kynjum. Það hallarákvenkynið, sýnistmér. Karlarnir fara líklega frekar inn á bensínstöðvarnar. Ég fór ekki mikið með þetta á aðra staði.“ Meíra um ætt og fjölskyldu Móðir Jónasar Guðmunds- sonar er Bergljót Líndal, hjúkrunarforstjóri á Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur. Faðir Jónasar var Guðmundur Jónasson kennari, sem var í þann veginn að taka við starfi framkvæmdastjóra Rauða kross íslands þegar hann féll frá. Guðmundur átti (að sjálf- sögðu!) bróður í lögfræðinga- stétt. Stjúpfaðir Jónasar varEinar Þ. Guðjohnsen, ferðafrömuð- urog höfundur leiðsögubóka, framkvæmdastjóri Ferðafé- lags íslands og síðan einn af stofnendum Útivistar. Berg- ljót og Einar kynntust þegar Jónas var á þrettánda ári. Sfð- ustu æviárin var Einar mikið í leiðsögu ferðafólks í rútuferð- um á Vestfjörðum. Föðurætt Jónasar er úr Flat- ey á Skjálfanda, sem nú er komin í eyði. „Þar ólst faðir minn upp í stórum systkina- hópi. Ég náði því einu sinni sem barn að heimsækja afa og ömmu í Flatey meðan þau bjuggu þar enn. Mér fannst ég nú hverfa talsvert langt aft- ur í tímann. Það var gaman að fara þangað og upplifa það. Sigurjón tannlæknir á ísafirði mun líka vera ættaður úr Flat- ey á Skjálfanda. Ég hef ekki hitt hann sjálfur ennþá en hann sagði dóttur minni sem var hjá honum um daginn að þau væru frændsystkini. Ég þarf að fara að heilsa upp á hann! Líklega hafa afar okkar verið bræður.“ Embættisbústaðurinn í Bolungarvík Jónas Guðmundsson býr ásamt fjölskyldu sinni að Miðstræti 1 í Bolungarvík. Það er embættisbústaður og rnikið hús. „Mér er sagt að það hafi verið byggt í þrennu lagi. Þess vegna er fyrirkomu- lagið innandyra ekki það allra heppilegasta. En þetta hús er ekki alslæmt og hér fer að mörgu leyti vel um okkur. Ef ég hefði haft grun um að ég ætti eftir að vera hér í níu ár, þá hefði ég samt ef til vill reynt að finna annað húsnæði. En þegarmaðurséralltaffyrir sér að fara eitthvert annað, þá vill verða minna úr hlutun- um.“ - H ver spilar á píanóið hér? „Konan mín gerði það í eina tíð. Og elsta stelpan mín er að læra núna.“ Fréttafíkill en er að lagast - Hvert er helsta áhugamál þitt í tómstundum - fyrir utan samgöngumál? „Ég hef oft leitt að því hug- ann, aðég myndi lenda í vand- ræðum ef ég yrði spurður um tómstundagaman. Það er að minnsta kosti ekkert sem heltekur mig. Ég gutla í hinu og þessu. Ég er að dunda svo- lítið við vefsíðugerð í tölvu. Og það fer óhemju tími í að lesa öll þessi blöð og tímarit sem maður er áskrifandi að. Það tekur tíma að lesaTímarit lögfræðinga,Time, tölvublöð, vikublöð, BB, Moggann og DV og hitt og þetta. Ég veit ekki hvort á að flokka það undir ósiði að eyða öllum þessum tíma í að lesa þetta. En eins og sagt er, þá gerir maður ckkert illt af sér á með- an. Það er hreinlega orðið hlutastarf að fylgjast með þegar fréttafíklar eiga í hlut.“ - Þú ert fréttafíkill... „Ég jaðra við það. En ég er nú aðeins að skána. Mér nægir orðið að heyra yfirlitið í frétt- unum, ef það er ekki neitt sérstakt. Mér líst vel á breyt- ingarnar á kvöldfréttatfmum útvarps og sjónvarps.“ - Síður að þeir taki tíma manns núna... „Já, maðurgleymirsexfrétt- unum. Maður segir æ,æ, en eftir á að hyggja er það ágætt. Undir kvöldmatnum hlustar maður svo bara á sjónvarps- fréttirnar í útvarpinu." - Ertu bókaormur? „Nei, ég er nú ekki bóka- ormur. En ég hef gaman af bókum. Ég er bara ekki nærri nógu duglegurað lesa í seinni tíð, finnst mér. Maður gefur sér ekki nógu mikinn tíma. Samt reyni ég nú að fylgjast með.“ Hrikaiegt málverk og engu líkt Athyglin beinist að all- mörgum myndverkum á veggjum. Einkum er það eitt gríðarstórt málverk, heldur af hrikalegra taginu, sem fangar augað. Ishaf, ísjakar, selir, maður og bátur. Allt heldur draugalegt og groddalegt. Minnir í allri áferð á kolteikn- ingu. Ártalið 1930 blasir við í horninu en ekki er auðgert að átta sig á höfundinum. Enda kentur í ljós, að hér á í hlut listamaður seiri mun lítt hafa fengist við stór málverk en er þeim mun betur þekktur sent teiknari. „Þetta er nú ekki beint hlýleg mynd að hafa uppi á vegg. Hún er eftir Tryggva Magnússon teiknara, sem gaf afa mínum hana einhverju sinni. Ég hafði þessa mynd fyrir augunum heima hjá afa og ömmu. Ég ætla að hafa hana uppi þangað til ftnn eitt- hvað notalegra. Smáfrítt er þetta ekki, það skal ég viður- kenna. en dálítið sérstakt. Mér finnst þetta eiginlega engu líkt, hvorki eftir Tryggva né nokkurn annan.“ Það skal tekið fram, að aðr- ar myndir á heimili Jónasar sýslumanns og fjölskyldu hans eru öllu mjúklátari og hlýlegri. Hann kveðst hafa gaman af því að fara á mál- verkasýningar og stúdera myndir. „En þvf miður er mað- ur alltaf á svo miklu spani fyrir sunnan að það er varla neinn tími til þess.“ Sláttumaðurinn - Lóðin hér er geysistór... „Allt of stór!“ - Grasspretta lofar nú þegar mjög góðu. Stendur húsbónd- inn mjög í garðslætti? „Hann neyðist til þess. Það er víst órjúfanleg hefð að karl- arnir sjái um slíkt hér í bæ. Ég hef að vísu ekki látið reyna neitt sérstaklega á það og hef bara tekið að mér að slá. Að vísu er ég ekkert of duglegur við það. En það sem slegið hefur verið hér, það hef ég slegið, að minnsta kosti að mestu leyti.“ Bulungarvík og framtíðin - Hver er framtíð Bolung- arvíkur? „Hún ertvísýn. Hún byggist ekki á meiri sjávarútvegi en er hér í dag, að því er ég best get séð. Eitthvað annað verður að koma til. Hvað það verður veit ég ekki. En með þcirri tækni sem er að tröllríða öllu er ég að gæla við að menn sjái einhver sóknarfæri á því sviði hér. Ef við færum suður, þá þyrftum við að ftnna húsnæði handa fímm manna fjölskyldu og það væri ekkert einfalt mál. Fasteignaverð þar er orðið svo hátt. Hér fást húsin aftur á móti fyrir brot af því sem verið er að borga í Reykjavík. Ég velti þvf fyrir mér hvort fólk muni ekki sjá sér einhvern hag í þessu - að spara sér fimm-sex milljónir í húsnæð- iskaupuirt og koma hingað og gera eitthvað hér. Sérstaklega barnafólk. Ég lít ekki á Bol- ungarvík sem eitthvert ein- angrað fyrirbæri, heldur lít ég á alla norðanverða Vestfirði sem eina heild. Við erum öll hvert upp á annað komin. Við verðum að fara að átta okkur betur á því en mér fmnst fólk hafa gert fram að þessu. Þetta er allt sama svæðið. Án öflugs ísafjarðar værum við ekki vel sett hér í Bolungarvík.“ - Hefði átt að sameina öll sveitarfélögin hér í eitt þegar Isafjarðarbær varð til fyrir nokkrum árum? Eða hefði það engu breytt? „Ég veit ekki hvort það hefði breytt miklu. Við værum kannski eitthvað öflugri út á við. En þessi kostur er ennþá fyrir hendi. Menn geta klárað dæmið ef þeim sýnist svo. Ég tel að það liggi ekki líftð á. Menn ættu að flýta sér hægt í þessu efni. Þetta er dýrt hjá þeim þarna innfrá. Hér erum við með allt sem þarf, skóla og sundlaug og önnur þjón- ustumannvirki. Hagkvæmar einingar, til þess að gera. Ég get ckki séð að við Bolvík- ingar höfum neinn sérstakan hag af þvf að taka þátt í slíkum rekstri á Þingeyri og Flateyri og öðrum stöðum hér í grenndinni. En ég sé það fyrir tnér, að fyrr eða síðar komi að því.“ Lionsklúbburinn ng útsýnisskífan við Úsvör - Þú tekur töluverðan þátt í félagsstarfi. Þú ert í Lions- klúbbnum héríBolungarvík... „Já, það tilheyrir nú emb- ættinu að vera þar. Þetta er að mörgu leyti ágætur félags- Jónas ásamt eiginkonu sinni, Sólrúnu Geirsdóttur og börn- uitum, Helgu Theodóru, Halldóru og Þórhildi Bergljótu. skapur." - Það var að frumkvæði þínu og klúbbsins sem skiltið fallega með bæjarkortinu var settuppfyrirnokkrumárum... „Já, og nú erum við að fara að setja upp sjónskífu fyrir ofan Osvörina. Vonandi verð- ur hún komin upp fyrir mán- aðamót.“ Fóturinn undir skífunni verður ekki steyptur stöpull, eins og algengast er, heldur listaverk úr stáli og grjóti sem Jón Sigurpálsson hefur hann- að. „Þetta blasir við frá vegin- um og þarf að líta vel út. Ég er mjög ánægður með þessa hug- mynd Jóns.“ Friðsemdarfólk I þann mund sem samtali okkar Jónasar lýkur hvarflar hugurinn aftur að öllum lög- fræðingunum sem áður var getið. - Það væri ekki árennilegt að lenda í útistöðum og mála- ferlum við þig og þína stór- fjölskyldu... „Ég skal ekki segja. Við vilj- um leysa tnálin í góðu. þá sjaldan að eitthvað er. Ég held að við séum nú yfirleitt frið- semdarfólk“, segir Jónas. Undirritaður gengur út f aðvífandi sumarnóttina sem er engin nótt á þessum slóð- um. Rauðgullinni fegurð him- insins bregður á fannirnar miklu sem ennþá teygja sig í sjó fram handan við Djúpið. Grasið á lóðinni sprettur sem óðast og kallar á sláttumann. Tjaldhælarnir sem hér voru reknir í svörð til einnar nætur fyrir bráðum níu árum eru kjurir á sínum stað. - Hlynur Þór Magnússon. STlGÞk STIGA ORF - A|ŒLSMIÐJAN ÞRISTUR EHF VÉLA VERSL UN sy Sindragata 8 • ísafirði • Sími 456 4750 SLÁTTUVÉLAR, ORF LIMGERÐISKLIPPUR OG MOSATÆTARAR I ÚRVALI STIGA RAFMAGNS- LIMGERÐISKLIPPUR 3SOW STIGA RAFMAGNS- SLÁTTUVÉL MEÐ GARÐ- HIRÐIPOKA LITLA GARÐA STIGA TURBO SLÁTTUVÉL MEÐ GARD- HIRÐIPOKA GÓD FVRIR HEIMILI MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 1

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.