Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.06.1999, Side 8

Bæjarins besta - 16.06.1999, Side 8
Helgi Steinar Kjartansson. ísafjörður Minningar- sjóður Helga Steinars Helgina 28.-29. maí sl. hélt árgangurinn sem út- skrifaðist frá Grunnskóla Isafjarðar árið 1989 upp á að tíu ár voru liðin frá út- skriftinni. I tilefni þess var stofnaður sjóður til minningar um Helga Steinar Kjartansson, en hann lést 12. apríl 1996. Helgi, sem var einn af út- skriftarnemendunum var skólasytkinunum afar kær enda var hann alltaf glað- beittur og tilbúinn til að hjálpa til þegar á þurfti að halda og lét aldrei sitt eftir liggja- Hlutverk sjóðsins er að styrkja málefni sem voru Helga kær, eins og t.d. skáta- og björgunarstörf. A næstu dögum verður leitað til fyrirtækja sem tengd voru Helga á einhvern hátt og er það von aðstandenda sjóðs- ins að vel verði tekið í að heiðra minningu kærs skóla- bróður. Öðrum sem vilja minnast hans er bent á reikning sjóðsins í íslands- banka á Isafirði nr. 0556-14- 601338, kt. 170873-4249. ísafjöröur Enn dregst að opna Bón- us verslunina í Ljóninu „Vel skal vanda það sem lengi skal standa. Við stefn- um núna á laugardaginn 26. júní en það er alls ekki víst að það náist", sagði Guð- mundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss í sam- tali við blaðið. Enn hefur frestast að opna verslun fyrirtækisins í Ljón- inu á Isaflrði en síðast var talað um að opna kringum 17. júní. „Við erum ekkert stressaðir yfir þessu. Við vöndum okkur og opnum ekki fyrr en allt er orðið hundrað prósent." Astæðan fyrir þessari síð- ustu frestun er sú, að sögn Guðmundar, að tafir urðu á hluta af frystitækjum versl- unarinnar, - „en þetta er allt að detta inn núna“. Hann sagði að ekki yrði haldin nein sérstök opnunarhátíð. „Við verðum bara með tilboð.“ Sorpbrennslan Funi í Engida/ Mörgum er ekki treyst- andi til að vera þar einir - óhjákvæmilegt að vakta svæðiö, segir Guðmundur Sigurðsson, vaktstjóri, en kvartanir hafa borist vegna þess hve snemma gámasvæðinu er lokað á kvöldin „Við verðum að vakta gámasvæðið. Það er óhjá- kvæmilegt. Efnafræðiþekking Isfirðinga virðist ekki vera rneiri en svo, að allt of mörg- urn er alls ekki treystandi að vera þar einir. Menn henda hverju sem er hvar sem er og fara alls ekki eftir þeirn til- mælum sem eru á skiltum á svæðinu og við hvern gám fyrir sig. Þetta er helsta ástæða þess að svæðið er ekki opið nótt og dag“, segir Guðmund- ur Sigurðsson, vaktstjóri í sorpbrennslustöðinni Funa í Engidal, en óánægjuraddir hafa heyrst um að gámasvæð- ið sé lokað og ekki hægt að losa sig við drasl þegar fólk er að hreinsa til hjá sér utan venjulegs vinnutíma. Guðmundur segir að gáma- svæðið sé opið virka daga frá klukkan tíu á morgnana til níu á kvöldin og laugardaga og sunnudaga frá klukkan tólf á hádegi og til sex á kvöldin. „Þessi tími hefur verið aug- lýsturog veriðóbreytturíþrjú ár, eða allt frá því að stöðin var opnuð aftur eftir snjóflóð- ið. Eg kannast heldur ekki við annað en að hafi einhverjir verið í stórkostlegum vand- ræðum, með fulla kerru eða því um líkt, utan þess tíma sem auglýst er að sé opið, þá höfum við sýnt þeim liðleg- heit og opnað svæðið sérstak- lega Við höfurn ekki orðið varir við neinar svo alvarlegar kvartanir að talin hafi verið Hugleiðing um skiptingu ráðherrastóla Nú þegar búið er að skipa í alla ráðherrastólana velti ég því fyrir mér, af hverju Einar K. Guðfinnsson var ekki í umræðunni um stól- ana. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig fylgi í öllum kjördæmum nema á Vest- fjörðum, þarsem flokkurinn átti í höggi við Frjálslynda flokkinn, með fyrrverandi sjálfstæðismann, Guðjón A. Kristjánsson í broddi fylk- ingar. Ef Frjálslyndi flokkurinn hefði fengið svipað fylgi á Vestfjörðum og í öðrum kjördæmum, erég ekki í vafa um að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki fengið lakari út- komu en Sjálfstæðisflokk- urinn á Vesturlandi, sem Skoðun Níels R. Björnsson sjómaður skrifar bætti við sig 3,2%. Það var önnur besta útkoman á landsbyggðinni. Þá er ég þess fullviss að Einar K. Guðfinnsson hefði staðið jafnfætis Sturlu Böð- varssyni í umræðunni um ráðherrastólana. Finnst mér það dýrkeypt að missa af því að Vestfirð- ingar hefðu átt möguleika á því að eignast ráðherra, sem við svo sárlegaþurftum, fyr- ir það eitt að hleypa mink og öldruðum ref í hænsna- bú! - Níels R. Björnsson. Sorpbrennslan Funi. Nokkurr- aróánœgju hefurgcettmeð lok- unartíma gámasvœðisins. ástæða til að endurskoða þann tíma sem auglýstur er. Sumir eru reyndar að koma hér um miðja nótt", segir Guðmund- ur. „Auk þess höfum haft hér opnar stóru dyrnar í móttök- unni og höfum getað tekið þar á móti öllu brennanlegu sorpi eftir klukkan níu á kvöldin. Eins höfum við tekið þar við minna magni af óbrennanlegu sorpi eftir því sem pláss hefur leyft. Loks má geta þess, að líkt og hjá öðrum stofnunum bæjarins hljótum við líka einhvern tím- ann að verða að hafa lokað." ARS MAGiCA i háifan mánuð á isafirði Fjölþjóðlegur hópur listamanna vinnur saman ARS MAGICA (hin dul- úðga list) er nafn á hópi lista- manna frá ýmsum löndum, sem er á leið til Isafjarðarbæj- ar til hálfs mánaðar dvalar, eðafrá20.júní til 4. júlí. Þessi hópur hefur unnið santan að listsköpun um nokkurt árabil og efnt til sýninga íAusturríki, Noregi og á Ítalíu. I ARS MAGICA hafa alltaf verið tveir ísfirðingar en nú hefur þeim fjölgað svo að hlutur þeirra verður röskur helming- ur að þessu sinni. Driffjöður ARS MAGICA er Austurríkismaðurinn Ro- bert W. Wilfing, þekktur lista- maður í sínu heimalandi og víðar, einkum fyrir athyglis- verða skúlptúrvinnu. Hópur- inn mun einbeita sér að sam- Amar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1 • ísafirði • Sími: 456 4144 • Fax: 456 4243 F asteigna viðskipti Eftirtaldar eignir eru einungis sýnishorn úr sölu- skrá okkar, leytið nánari upplýsinga á skrifstofu. ISAFJORÐUR Hjallavegur I: I83m2 einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Verðlauna- garður. Laust fljótlega. Hlíðarvegur 14: Einbýlishús - kjallari, hæð og óinnréttað ris. Grunnflötur ca. 90m2. Húsið er nýuppgert að mestu. Verð: 10.400.000,- Heiðarbraut 12: Rúmlega 220m2 tvílyft einbýlishús ásamt bílskúr. Geta verið tvær íbúðir. Laust fljótl. Verð kr. I 1.500.000,- Skipti á minni eign koma til greina. Kirkjubær: Lítið einbýlishús. Laust. Mánagata 6: Efri hæð I55m2 5-6 herbergja. Laus fljótlega. Mjallargata 6, norðurendi: Lítil 3- 4 herb. íbúð ásamttvöföldum bílskúr. Laus fljótlega. Pólgata 4: 5 herbergja íbúð á 3. hæð. Verð: 3.600.000,- Stakkanes 6: Rúmlega I40m2 raðhús ásamt bílskúr og sólstofu. Verð I 1.500.000,- Stórholt II: 3ja herbergja íbúð á 3. hæð fyrir miðju. Laus. Verð: 4.300.000,- Stórholt 13:4ra herb. íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. Skipti á ódýrari eign eða jafnvel bíl koma til greina. Ibúðin er laus. Verð kr. 7.800.000 Strandgata 5: Hnífsdal, 2ja herb. Seljalandsvegur 22: Rúmlega 130 m2 einbýlishús, nýstandsett að utan og innan. Verð 10.500.000,- Húsið verður til sýnis nk. sunnudag kl. 14-17. Aðalstræti 13: Efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt hálfum kjallara og tvöföldum bílskúr. íbúð 65 m2 á 2. hæð í sambýlishúsi. íbúðin er laus. Verð kr. 1.000.000 Urðavegur 24: 240m2 raðhús með bílskúr. BOLUNGARVIK Aðalstræti 18: Tvílyft einb.hús, rúmlega 200m2 ásamt bílskúr. Verð 3.300.000,- Hafnargata 7: Efri hæð í tvíbýlishúsi. Verð: 2.800.000,- Höfðastígur 6: Rúmlega 170m2 íbúð á efri hæð og séríbúð í kjallara. Selst sitt í hvoru lagi. Þuríðarbraut 9: Rúmlega I20m2 einbýlishús úr timbri ásamt mjög stórum bílskúr (hátt til lofts). Húsið getur verið laust fljótlega. Hagstæð greiðslukjör - engin útborgun. Búðarkantur 2: Rúmlega 200m2 stálgrindarhús. Holtabrún 5: Ca. I40m2 ein- býlishús ásamt bílskúr. Stigahlíð 2 og 4: 2ja og 3ja herb. íbúðir. Verð: 1,5 til 3 milljónir. Traðarland 10: Einbýlishús ásamt bílskúr. Verð: 7,2 milljónir. Vitastígur 9: 2 x 75m2 parhús. Nýuppgert og mjög vandað. Völusteinsstræti 28: I50m2 einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Verð: 7.000.000,- Völusteinsstræti 3: Einbýlishús ásamt bílskúr. PATREKSFJORÐUR Hjallar 10: Stórt einbýlishús - laust. Verð: 3.600.000,- Hjallavegur 14 og 16: Lítil raðhús á einni hæð. Hjallavegur 18: Efri og neðri hæð í tvíbýlishúsi. Hjallavegur 20: Efri hæð í tvíbýlis- húsi Góð áhvílandi lán fylgja öllum eignunum á Flateyri. mmnm Hjallavegur 9: Neðri hæð. Laust. Sætún 6: Raðhús. Laust. Hlíðarvegur 10: Efri hæð í tvíbýlis- húsi. Góð áhvílandi lán. Hjallavegur II: Einbýlishús, 160- 170m2, illa farið. Verð kr. 2 millj., allt áhvílandi. eiginlegu listaverki og verður Edinborgarhúsið helsti vinnu- staðurinn. Erlendir liðsmenn ARS MAGICA hafa fylgst með uppbyggingu þess úrfjar- lægð og þykir mikið til koma. Markmið ARS MAGICA er að sameina krafta og hug- myndaflug listamanna frá ýmsum þjóðlöndum, þar sem leiðarljósið er fyrst og frernst þátttakaíþróun listarinnarinn á næstu öld. Stefnan hefur þegar verið tekin á borgina Graz í Austurríki árið 2003, en það ár verður hún ein af menningarborgum Evrópu. Hálfs mánaðar starf lista- mannanna hér í bæ er töluvert kostnaðarsamt. Þeir hafa þvf leitað til fyrirtækja um stuðn- ing - í ljósi þess, að þessi list- viðburður megi verða Isa- tjarðarbæ til virðingar og vegsauka. 70 ára Hulda B. Magnúsdóttir, Maríubakka 2 í Reykjavík verður 70 ára á morgun, 17. júní. Hún tekur á móti gest- um að Hóli III í Bolungar- vík milli kl. 15:30 og 19:00 á afmælisdaginn. 8 MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.