Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.06.1999, Side 9

Bæjarins besta - 16.06.1999, Side 9
í gærkvöldi voru haldnir einleikstónleikar á píanó í sal frímúrara á Isafirði. Listamaðurinn sem þar kom fram var Ólafur Reynir Guð- mundsson, fulltrúi sýslu- manns á Isafirði, og flutti hann tónlist eftir Rachman- inov, Mozart, Chopin, Bach og fleiri. Með honum lék Jónas Tómasson í einu verki og Beáta Joó í öðru. „Mig langaði til að spila fyrir fólkið sem hér býr og upp úr því þróaðist sú hugmynd að halda tónleika lil styrktar flygilssjóði Tónlistarskóla ísatjarðar“, sagði Ólafur í samtali við blaðið. „Það var Geirþrúður Charlesdóttir sem fékk þessa hugmynd og mér fannst hún strax tilvalin." Ólafur Reynir kom til ísa- fjarðar í mars og ætlaði að- eins að leysa af og bæta úr brýnni þörf fyrir löglærðan fulltrúa hjá sýslumanni í tvær til þrjár vikur. „Það hefur lengst í dvölinni og þessar vikur eru orðnar að nokkrum mánuðum. Nú er ákveðið að ég fer í frí um miðjan næsta mánuð en kem aftur í ágúst og síðan er framhaldið óráðið", segir hann. Ólafur lauk einleikara- prófi í píanóleik árið 1996 og var Rögnvaldur Sigur- jónsson kennari hans. Hann fór síðan til Vínar í eitt ár og var þar í framhaldsnámi í píanóleik við Tónlistarhá- skólann í Vínarborg. Jafn- framt var hann í laganámi og tók hluta af lögfræðinni við Háskólann í Vínarborg og sló þannig tvær flugur í einu höggi. Hann lauk síðan lagaprófmu hér heima á síðasta hausti. „Það sem vakti fyrir mér þegar ég kom hingað voru raunar ekki fyrst og frernst lögfræðistörfin sjálf, heldur að fá tækifæri til að kynnast landsbyggðinni og því hvernig hér er að búa. Ég hygg að það skilji meira eftir en starfið sem slíkt. Ég hef mikinn áhuga á þjóð- málum og öllu sem tengist þjóðinni sem heild. Mér finnst það t.a.m. ótækt hversu mörg okkar sem erurn að tjá okkur um þjóð- mál höfum lítið kynnst landinu af eigin raun. Ymsir af þeim sem hæst tala í Reykjavík um landsbyggð- ina og erfiðleika her.nar eru einstaklingar sem hafa í mesta lagi farið upp í Bláfjöll - eins og ég! - jafnvel sumir þingmanna þjóðarinnar. Þá fær maður hér betri tilfmningu fyrir því hversu fallvölt tilveran er, eins og nýjasta dæmið í atvinnumál- unum á Þingeyri sýnir, sem og skriðudans fjallshlíða Vestfjarða. Þegar maður er hluti af slíku samfélagi skilur maður betur fólkið sem hér er, kvíða þess og áhyggjur, vonir og vænting- ar. Það skiptir mig miklu máli. Astæðan er sú, að án slíks skilnings getur maður ekki tekið þátt í umræðum um framtíð landsbyggðar- innar. Ég gæti ekki sætt mig við slfkt. Þess vegna finnst mér það mikilvæg lífsreynsla að fá að koma hingað til starfa, burtséð frá því hversu lengi ég verð. I öðru lagi var freistandi að fá að kynnast einhverju nýju. Ég var búinn að vera í Austurríki í eitt ár og því var tilvalið að fara næst út á land í einhvern tíma. I þriðja lagi eru verkefni sýslumannsembætta mjög áhugaverð. Samstarf mitt og sýslumanns hefur verið með ágætum og það er ein ástæða þess að ég var lengur gaman lögumu r - segir Olafur Reynir Guð- mundsson, píanóleikari og lögfræðingur en upphaflega var áformað. Það hafði líka sín áhrif hversu starfsfólk sýsluskrif- stofunnar er alúðlegt. Mér líkar vel hér á ísafirði, vinnustaðurinn er ágætur og verkefnin fjölbreytt.“ - En skyldi eitthvað hafa komið Ólafí Reyni á óvart hér vestra? „Tilfmningin að vera umkringdur fjöllum er mjög sérstök fyrir mann úr Reykjavík. Og það er enn- fremur nýtt fyrir mér að sjá ekki sólarlagið! Þá er það markvert, hversu margir tónlistarmenn. söngvarar og kórar leggja leið sína hingað. Það sem e.t.v. stend- ur þó upp úr er hvað aðstað- an í Tónlistarskólanum er góð. Krafturinn við bygg- ingu hins nýja tónleikasalar er ennfremur lofsverður.“ - Býstu við að leggja jafnhliða fyrir þig lögfræði- störf og tónlist eða velja annað hvort þegar fram líða stundir? „Ég mun aldrei skilja þetta tvennt í sundur. Það má aldrei verða. Ég er einfaldlega þannig gerður að ég verð að hafa ólík við- fangsefni. Ég ætla ekki að einblína á svið einleikarans, heldur að halda mér í sæmi- legri æfingu, æfa upp ný verk og spila fyrir fólk. Ég geri það bæði fyrir sjálfan mig og aðra.“ - Þú gerir ekki upp á milli tónlistar og lögfræði? „Nei, ég geri það ekki. Þetta styður hvort annað. Það er erfitt að vera píanó- leikari og það krefst gífurlegrar þolinmæði. Maður verður því að stilla hvoru tveggja í hóf. Aðal- atriðið er það að standa sig vel, hvað sem maður gerir. En eins og ég segi: Ég hef gaman af lögum - í tvennum skilningi." Þjóðhátíð á Hrafnseyri Matthías Johannessen flytur ræðu dagsins Að venju mun Hrafnseyr- arnefnd standa fyrir hátíðar- höldum á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, á þjóð- hátíðardaginn 17. júní. Hátíðarmessa í Minning- arkapellu Jóns Sigurðssonar hefst kl. 14. Séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir messar en prófessor Einar Sigur- björnsson flytur prédikun. Kirkjukór Þingeyrarkirkju syngurundirstjórn Sigurðar G. Daníelssonar, organista. Matthías Johannessen rit- stjóri flytur ræðu dagsins oghefsthúnkl. l5.Aðhenni lokinni syngur Ingunn Ósk Sturludóttir við undirleik Margrétar Gunnarsdóttur. Að loknum þessum dag- skráratriðum verður gestum boðið í veislukaffi, sem Kvenfélagið Von á Þingeyri sér um í burstabæ Jóns Sigurðssonar. V Safn Jóns Sigurðssonar Frá Hrafnseyri við Arnarjjörð. verður opnað á þjóðhátíðar- daginn að venj u og verður það opið alla daga í sumar fram til 1. september kl. 13-20 og á öðrum tímum eftir sam- komulagi. Safnvörður í sumar verður Sigurður G. Daníelsson. Guðmunda Brynjólfsdóttir fyrir utan litla húsið að Smiðjugötu 12. Lopapeysan sem hún er í er með mynstri af nýjustu gerð en peysan sem hangir íglugganum er með gömlu vest- firsku mynstri, sem er sjaldséð nú orðið. Hjá Mundu við Smiðjugötu Prjónavörur og saumaskapur í ofurlitlu húsi að Smiðju- götu 12 á Isafirði, á horninu við Silfurgötu. hefur Guð- munda Brynjólfsdóttir opnað ofurlítið handverkshús. Utan á húsinu er blátt skilti sem á stendur Hjá Mundu. Inni fást ýmiskonar prjónavörur og saumaskapur, peysur, húfur, dúkkuföt, útsaumur og ýmis- legt fleira. Guðmunda Brynjólfsdóttir býr uppi á Engjavegi en hún er úrTangagötunni, þannig að hún er komin nálægt æsku- slóðum með því að setja upp vinnustofu og verslun niðri á Eyri. Hún er búin að fást við handverk og prjónaskap að minnsta kosti fimmtán ár en hefur ekki fyrr verið með eigi n verslun. heldur hefur hún selt í búðir syðra. I litla og smágerða húsinu, sem er komið á annað hundrað ára, bjó margt fólk á fyrri tíð. Nú getur þar að líta ýmsa gamla hluti sem Guðmunda hefur safnað að sér gegnum árin, þar á meðal pottaleppa eftir Rögnu Jónsdóttur sem á sinni tíð kenndi handavinnu. Vikuna 21 .-26. júní verður opið hjá henni kl. 2-6 en eftir það verður auglýst í glugga hvenær opið er. MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1999 9

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.