Bæjarins besta - 16.06.1999, Page 12
CASALL
BUXUR
VfStiUlP.
AÐALSTRÆTI 27
ipÉspart
SÍMI 456 3602
Aurskriðurnar úr Eyrarhlíð fóru inn í tvo garða við Urðarveg. Þá flœddi vatn inn í kjallara fjölbýlishúss við Urðarveg.
Tugir aurskríðna féllu úr Eyrarhiíð fyrir ofan ísafjarðarkaupstað
Tuttugu og fjögur hús voru
rýmd vegna hættuástands
Tugir aurskriðna féllu úr
Eyrarhlíð fyrirofan Isafjarðar-
kaupstað á tímabilinu frá
fimmtudagskvöldi og fram á
sunnudagsmorgun. Flestar
skriðurnar komu niður fyrir
ofan byggð við Urðarveg og
Hjallaveg en einnig í Stórurð
og við Hnífsdalsveg. Skriðu-
föllin komu í kjölfar skyndi-
legra hlýinda en á föstudag
var um 16 stiga hiti á Isafirði.
Aurskriður féllu einnig á
Súðavíkurhlíð og Óshlíð sem
og fyrir ofan Suðureyri við
Súgandafjörð. Auk aurskriðna
féllu nokkur stórbjörg niður
Eyrarhlíð þar af eitt 12-15
tonna bjarg sem stöðvaðist um
50 metra ofan við raðhús við
Urðarveg nr. 60 og 62.
íbúar 24 húsa við Urðarveg,
Seljalandsveg og Miðtún
þurftu að yfirgefa hús sín
skömmu eftir miðnætti á
föstudagskvöld og var leyft
að snúa aftur heim eftir tólf
klukkustundir.
Skemmdir urðu frekar Iitlar
af völdum aurskriðnanna. Aur
og grjót fóru inn í tvo garða
við Urðarveg og vatn komst
inn í fjölbýlishús við Urðarveg
78. Talið var að holræsakerfi
bæjarins hefði laskast vegna
álags af aur og var pöntuð
dælubifreið frá Reykjavík á
laugardag til að dæla upp úr
holræsunum. Þá fór vatn inn í
nokkragarðaviðMiðtún. Þeg-
ar mest var, voru hátt í hundrað
manns úr lögregluliði og
slökkviliði bæjarins ásamt
íbúum og björgunarsveitum
við hreinsun og björgunarað-
gerðir.
Skipulag björgunar- og
hreinsunaraðgerða við Urðar-
veg og Hjallaveg gengu vel
fyrir sig þrátt fyrir erfíðar að-
stæður. Þó gekk erfiðlega að
fá stórvirkar vinnuvélar til að
hreinsa varnarskurði á föstu-
dag en um leið og þær voru
komnar á staðinn var allt starf
unnið fumlaust. Á sunnudag
hófu starfsmenn bæjarins og
Hér sést leið aursins fyrir of-
an Urðarveg, frá fjallsbrún
og niður á milli húsanna nr.
68 og 70.
Vatn flœddi inn í kjallara fjölbýlishússins við Urðarveg 78.
Ibúarnir höfðu í nógu að snúast við björgunarstörf þegar
Ijósmyndari blaðsins var þar á ferð.
slökkviliðsinsvað hreinsa ið sem kom niður fyrir ofan
götur og á mánudag var ráðist Urðarveg hafi verið á um 70
í að hreinsa þá garða sem km hraða er það þeyttist niður
skemmdust. Talið er að bjarg- 600 metra langa hlíðina.
OPIÐ
Virka daga
kL 09-23
Laugardaga
og sunnudaga
kl, 10-23
Virka daga
kL 09 - 21
Laugardaga
kl. 10 -18
l/erfcí
Þú færð
innanlands-
m/ðana
hjáokkur!
Samvinnuferðir
Landsýn
Söluskrilstofa • Halnarstræti 7
isafiröi • Sími 456 5390
SÓLPALLAEFNI, INNVEGGJAEFN/
/fÁGÚST&FLOSL og plastparket á mjög hagstæðu VERÐI!
BYGGINGAVERKTAKAR
Árnagata 3 * Isaflrði»S/ml 456 5500
LÁTIÐ FAGMENN VINNA VERKIÐI