Bæjarins besta


Bæjarins besta - 07.07.1999, Qupperneq 2

Bæjarins besta - 07.07.1999, Qupperneq 2
tTtgefandl: Ábyrgðarmenn: H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísafjörður HaUdór Sveinbjörnsson ■B 456 4560 Ritstjóri: 0456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson ITetfang prentsmiðju: Blaðamaður: hprent@snerpa.is Hlynur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar: http://www.snerpa.is/bh bb@snerpa.is Bæjarins besta er í samtökum öæjar- og héraðs- fréttablaða. Eftirprentun, hJjóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimll nema heimilda sé getlð. k A Fyrirtæki Rauða hersins stefna í gjaidþrot Uppfylla ekki skilyrði fyr- ir láni frá Byggðastofnun Fyrirtæki Rauða hersins svonefnda virðast ekki eiga annað en gjaldþrot fyrir hönd- um þegar greiðslustöðvun lýkur í næstu viku. Verulega skortir á forsendur þess að stjórn Byggðastofnunar treysti sér til að lána fyrir- tækjunum 100-150 milljónir króna af almannafé og hefur lánsbeiðni verið hafnað. Eng- ar líkur virðast til að forsendur breytist þannig að lánveiting fáist.Telja ntá að það sé nokk- ur léttir fyrir flesta sem hlut eiga að máli, þegar upp er staðið, að ákveðin niðurstaða fáist í málinu. Bæjarráð ísafjarðarbæjar kont sarnan á mánudag ásamt bæjarstjóra og sat um kvöldið fund með Átaki, íbúasamtök- um á Þingeyri. Stefnt er að því að skipa framkvæmda- nefnd til að vinna að atvinnu- málum á Þingeyri, og verður þar fyrst horft til skammtíma- verkefna. r I eina sæng Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna vann orustuna við Is- lenskar sjávarafurðir um sölu á afurðum Utgerðarfélags Akureyringa. Bæjarstjórn Akureyrar taldi sig hafa gert góðan díl og brosið náði eyrna á milli. Þegar fáni Samherjamanna var dreginn að húni á stolti ís- firska togaraflotans, Guggunni, var stórstreymi í loforða- flaumnum. Þeir sem efuðust um heilindi bæjarstjórans á Isafirði og stjórnarformanns Samherja, sem opinberuðust í einni og sömu persónu, voru litnir hornauga. Grindvíski Þorbjörninn gleypti hinn bolvíska Bakka. Blásið var í lúðra. Yfirlýsingar um betri tíð í bolvískri fisk- vinnslu skrýddu síður dagblaðanna. Þegar Meitillinn í Þorlákshöfn hvarf í gin Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum voru væntingar í hverju orði. Fyrirheitin voru ekki skorin við nögl. Hvað er komið á daginn? „Sölumiðstöðin lokar starfsstöð áAkureyri.” - „Guðbjörg IS seld frá Isafirði til Þýslalands.” - „Þorbjörn hættir bolfiskvinnslu í Bolungarvík.” - „Uppsagnir Vinnslustöðv- arinnar í Þorlákshöfn.” Vonsvikinn bæjarstjóri þeirra Bolvfkinga segir að leiða megi líkur að því að Þorbjarnarmenn hafi eingöngu komið til Bolungarvíkur til að flytja bolfiskaflann á brott: „Að fenginni reynslu hefði ég frekar kosið að þeir hefðu ekki komið hingað.” Bolvíkingar fengu ekki þinglega áfallahjálp líkt og Þorlákshafnarbúar og því vart við því að búast að þeir haldi stóískri ró. Og nú Ishúsfélagið. Og Hnífsdalur þar með orðinn eini staðurinn á norðanverðum Vestfjörum þar sem ferðamenn geta séð vinnslu fisks í hraðfrystihúsi. Öðruvísi mér áður brá þegar framleiðsla frá þessu svæði skóp allt að þriðjungi söluverðs Sölumiðstöðvarinnar á Ameríkumarkaði. Vissulega hefði margt mátt betur fara í vestfirskri útgerð og fiskvinnslu. Það breytir því samt ekki að eftir að eignar- rétturinn var innleiddur í fiskveiðistjórnunina í stað afnota- réttar þá eru mönnum allar bjargir bannaðar. Handhafi auð- lindarinnar ráðstafar lifibrauði fólksins í sjávarplássunum að eigin geðþótta og spyr engan að þegar hann telur sig þurfa að verja hag sinn. I því liggur meinsemdin. Meðan eignarréttur í stað afnotaréttar blífur í fiskveiði- stjórnunarkerfinu skiptirengu hverhopparuppíhjáhverjum til þess eins að bjarga eigin skinni og hirða millurnar sem þingmennirnir okkar hafa gaukað að þeim. Reyndar efast margir um að farsælasta leiðin í sjávarútveginum sé að koma þessu öllu á fáeinar hendur eins og nú er markvisst stefnt að af stjórnvöldum. -s.h. OÐÐ VIKUNNAD Júlf / keisari Nafn einræðisherrans Júlíusar Sesars (eða Caesars skv. latneskri stafsetningu), sem myrtur var árið 44 fyrir upphaf tímatals vors, lifir enn með tvennum hætti í daglegu máli. Hann var í raun fyrsti keisari Rómaveldis en arftakarnir tóku upp þann titil sem dreginn er af nafni hans (Caesar/keisari). Nú er júlímánuður, en Sesar leiðrétti og endurskoðaði tímatalið auk þess að vera í kennslubókum talinn mikilmenni sakir velheppnaðra manndrápa í styrjöldum við Galla og Germani. Júlímánuður ber nafn Júlfusar Sesars en einnig er júlíanska tímatalið kennt við hann. Vestfjarðavíkingurinn 19 Gunnar „danski“ sigraði Magnús Ver Gunnar „danski" Guðjónsson, sem hlaut nýlega titilinn Sterkasti ntaður Islands, sigraði naumlega í aflraunakeppninni Vestfjarðavíkingnum 1999 sem háð var í ísafjarðarbæ um síðustu helgi. Hann var aðeins hálfu stigi á eftir Magnúsi Ver Magnússyni, sem tjórum sinnum hefur unnið titilinn Sterkasti maður heims. I þriðja sæti af keppendunum átta varð Isfirðingurinn Svavar Már Einarsson og má það teljast afar óvæntur árangur hjá þessum unga manni. Frá hluía keppninnar sem fmm fór í Neðstakaupstað. Aðaifundur Atvinnuþróunarféiags Vestfjarða hf. Aukin áhersla á mann- líf í brefðum skilningi Hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf. einkenndist starfsárið 1998 af auknum umsvifum. Gerðir voru nýir samningar við Byggðastofn- un um aukin rekstrarframlög samhliða yfirtöku á hluta af starfsemi stofnunarinnar á Vestfjörðum. Á síðasta sumri hélt félagið atvinnuvegasýn- ingu á ísafirði. Félagið skrif- aði undir viljayfirlýsingu unt leigu á húsnæði í Þróunarsetri Vestfjarða. Aðalfundur félagsins var haldinn sl. laugardag. I árs- skýrslu stjómar segir, að óhætt sé að fullyrða að Atvinnuþró- unarfélag Vestfjarða hf. sé orðið sýnilegt afl í atvinnulífi og nýsköpun á Vestfjörðum. Atvinnuþróunarfélag Vest- tjarða hf. var stofnað í árslok 1996. Eigendur þess eru Byggðastofnun (20%), Fjórð- ungssamband Vestfirðinga (18%), Atkonur - sjálfseignar- stofnun (15%) og fyrirtæki og einstaklingar (47%). Hlutafé er sex milljónir króna og eign- ir alls um tíu milljónir króna. Lítilsháttar rekstrartap varð á síðasta ári eða rúmlega 42 þúsund, en rekstrartekjur árs- ins voru um tuttugu milljónir. Starfsmenn félagsins hafa verið með fasta viðverutíma utan ísafjarðar. Miðað er við að vera einu sinni í mánuði í Strandasýslu og í Vestur- Barðastrandarsýslu og þrisvar á ári á Reykhólum. Það fyrir- komulag hefur reynst vei og til stendur að koma einnig upp fastri viðveru í Bolungarvík. Einnig verður breyting á viðveru íVestur-Barðastrand- arsýslu nteð tilkomu starfs- manns með aðsetur þar. Varðandi horfur á starfsár- inu 1999 segir nt.a. í skýrslu stjórnar: „Almennt mun félag- ið í auknum mæli taka að sér verkefnisstjórn í stærri verk- efnum í samvinnu við sveitar- félögin á svæðinu eða samtök íbúa. [...] Önnur verkefni með Isafjarðarbæ eru m.a. rnark- aðssetning sveitarfélagsins sem viðkomustaðar fyrir skemmtiferðaskip og ráðgjöf í kynningarmálum bæjarins. í Bolungarvík hefur Framfara- félag Bolungarvíkur gert samning við félagið urn leit að nýjum verkefnum hjá starf- andi fyrirtækjum í Bolungar- vík. Áframhald verður á verk- efni félagsins og Vesturbyggð- ar ogTálknafjarðarhrepps um starf atvinnuráðgjafa sem staðsettur er á svæðinu. Á Reykhólum ntun félagið vinna á árinu verkefni unt stefnumótun í ferðamálum. I Strandasýslu hafa sveitarfé- lögin við Steingrímsfjörð lýst áhuga á að vinna að stefnu- mótun í atvinnumálum svæð- isins og starfi sérstaks at- vinnuráðgjafa." Á fundinunt lét Sigurður Jónsson á Isafirði af stjórnar- formennsku og tók sæti í vara- stjórn og voru honum þökkuð störfin. Sigurður ávarpaði fundinn og lýsti m.a. þeirri skoðun sinni, að vestfirskt fjárfestingarfélag væri for- gangsverkefni og mikilvægt sé að ná hingað áhættufjár- magni. Hann ræddi um þá áherslubreytingu, að félagið hafi í auknum mæli lagt áherslu á mannlíf í breiðum skilningi en ekki aðeins at- vinnulíf, m.a. með endur- menntun. LEIKSKÓLINN EYRARSKJÓL Laust er starf aðstoðarmatráðskonu í eldhús áEyrarskjóli. Starfshlutfall er 60%. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 456 3685. ÚTBOÐ, LÝSING INNANDYRA___________________ B æj arsj óður í safj arðarbæj ar óskar eft- ir tilboðum í endurnýjun lýsingar í leikskólanumEyrai'skjóli, ísafirði. Um er að ræða að skipta um loftlampa og setja upp 66 flúorlampa. Útboðsgögn verða seld á bæjarskrif- stofu frá og með miðvikudeginum 7. júlí á kr. 2.000,- eintakið. Tilboð í verkið verða opnuð á bæjar- skrifstofu þriðjudaginn 13. júlí kl. 11:00. Tæknideild ísafjarðarbœjar. 2 MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 1999

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.