Bæjarins besta - 07.07.1999, Page 6
Arlegur markaðsdagur í Bolungarvík
Einar Agúst Yngvason sigraði í 10 km Reynir Pétursson sigraði í 10 km hlaupi
hlaupi karla 16-39 ára. karla 50 ára og eldri.
Karnivalbragur
með alvaiiegu ívafi
Markaðsdagurinn er árviss
í Bolungarvík. Hann verður
nk. sunnudag að þessu sinni
oghefstkl. 14.TÍ1 sölu verður
ýmiskonar varningur, m.a.
ávextir og grænmeti, heima-
gert bakkelsi, handverk, notuð
föt, fjölærar plöntur o.m.fl.
Þá verður fjölbreytt dagskrá
fyrir börn og fullorðna í boði
Kvennakórs Bolungarvíkur
og ferðamálanefndar. Jafn-
framt er ætlunin að safna fé til
stuðnings Elísabetu Kristjáns-
dóttur, sem hefur átt við
krabbamein að stríða undan-
farin ár. Meðal efnis á dag-
skránni verður tónlistarflutn-
ingur af ýmsu tagi, karaoke-
keppni, tívolí og leiktæki
fyrir yngstu börnin. Jóhannes
Kristjánsson eftirherma af
Ingjaldssandi skemmtir og
hestar verða teymdir undir
börnum og unglingum. Að
auki verða ýmsar óvæntar
uppákomur og má jafnvel
vænta þess að bragurinn á
svæðinu minni ákjötkveðju-
hátíð hjá suðrænum þjóðum
ef vel tekst til.
Kvennakórinn verður
einnig með bakkelsi og fleira
til sölu til styrktar Elísabetu
og fjölskyldu hennar og
Kvenfélagið Brautin annast
veitingasölu. Ýmsirlistamenn
gefa vinnu sína og Flutninga-
miðstöð Vestfjarða styrkir
söfnunina.
Þeir sem vilja koma og selja
varning sinn á markaðsdegi í
Bolungarvík geta fengið sölu-
borð á leigu á kr. 500 á metr-
ann. Skráning söluborða og í
karaoke er í Finnabæ en einnig
er hægt að skrá sig í sönginn á
sjálfan markaðsdaginn. Nán-
ari upplýsingar um allt sem
viðkemur markaðsdeginum
veitir Guðrún Stella Gissurar-
dóttir.
Markaðurinn verður við
Verkalýðsgarði nn.
„Of gott veðuru fyr-
ír Oshlíðarhlaup
Keppendur í Óshlíðar-
hlaupinu um síðustu helgi
voru samtals 58 á vega-
lengdunum þremur, þar af
12 í hálfmaraþoni, 19 í tíu
km hlaupi og 27 í fjögurra
krn skemmtiskokki.
Arangur var þokkalegur en
þó vantaði tilfinnanlega
sterka hlaupara á lands-
mælikvarða, sem ósjaldan
hafa sett mark sitt á hlaup-
ið. Einnig má segja, að
veður hafi jafnvel verið of
gott, enda var dagurinn
sólríkur og í heitara lagi
og þegar hlaupið var und-
an andvaranum hlupu
menn í rauninni í logni.
Þrír fyrstu í hálfmara-
þoni voru Ólafur Th.
Árnason (1.21.09). Jakob
Einar Jakobsson (1.25.22)
og Tom Anton H. Hansen
(1.27.17). Þeir kepptu í
flokki 16-39 ára. Fjórði í
röðinni varð Styrmir Sig-
urðsson, sem keppti í
flokki 40-49 ára (1.38.04),
en næstir í þeim flokki
voru Árni Aðalbjarnarson
(1.39.59) og Smári
Haraldsson (1.54.22).
Einn keppandi var í flokki
50 ára og eldri, Halldór
Margeirsson (1.46.50). Tvær
konur voru meðal keppenda
í hálf-maraþoni, þær Rósa
Þor-steinsdóttir (1.48.06) og
Eygló Harðardóttir
(2.03.58).
I 10 km hlaupi voru sigur-
vegarar í einstökum flokk-
urn sem hér segir: Drengir
15 ára og yngri: Hjalti Rún-
ar Oddsson, f. 1987 (58.49).
Karlar 16-39 ára: Einar
Ágúst Yngvason (43.55).
Karlar 40-49 ára: Jóhann
Guðnason (49.09). Karlar 50
ára og eldri: Reynir Péturs-
son (49.53). Konur 16-39
ára: Sandra Dís Steinþórs-
dóttir (47.57). Konur 40-49
ára: Helga Friðriksdóttir
(65.21).
I 4 km skemmtiskokki var
ívar Pétursson fljótastur
(18.03), en síðan komu
Kristján Óskar Ásvaldsson
(19.23), Auðunn Bragi Sal-
marsson (19.45) og Ólafía
Kristjánsdóttir (20.24).
Árangur hinnar síðastnefndu
hlýtur að teljast einkar
athyglisverður, þar sem hún
var elst af keppendunum 27
á þessari vegalengd.
Hrafn Snorrason Ijós-
myndari kemur í mark í
10 km hlaupi.
Þóra Gunnarsdóttir lœknir við Fjórðungssjúkrahásið á Isafirði var á meðal keppenda.
Slunkaríki og Edinborgarhúsió
Sýning hefst með gjörningi
Myndlistarmennirnir Sig-
urður Guðmundsson og Her-
rnann Pitz frá Þýskalandi opna
sýningu í Slunkaríki og Ed-
inborgarhúsinu á Isafirði á
sunnudag kl. 16. Þessi við-
burður hefst á gjörningi sem
þeir framkvæma í Edinborg-
arhúsinu en þar verða verk
Hermanns.
Að loknum gjörningi og
léttum veitingum verður
gengiðtil Slunkaríkis.þarsem
til sýnis verða blýantsteikn-
ingar Sigurðar og skúlptúrar
hans úr graníti, en þá hefur
hann unnið á síðustu tveimur
árurn. Einnig sýnirhann lakk-
ímyndir, unnar eftir aldagam-
alli kínverskri aðferð, þar sem
hver hlutur er lakkaður meira
en hundrað sinnum og slípað-
ur með viðarkolum.
Allir eru velkomnir á opn-
unina. Sýningartími í Slunka-
ríki og Edinborg er kl. 16-18
fráfimmtudegi til sunnudags.
Veitingastofa „Fjögurra félaga“ í Súðavík. Himinninn á myndinni segir meira en mörg orð
um veðrið liér vestra að undanförnu.
Veitingastofa Fjögurra féiaga í Súðavík
„MjaUhvít og dvergarnir sjö“
„Fjórir félagar" í Súðavík
eru búnir að færa út kvíarnar í
rekstrinum. í vistlegu timbur-
húsi skammt frá kirkjunni er
nú opið kaffihús með ýmsu
tilheyrandi alladagafráellefu
á morgnana og til níu á kvöld-
in. Á föstudags- og laugar-
Fornbflar
áferð
Félagar í Fombílaklúbbi
Islands lögðu leið sína
vestur á ftrði í síðustu viku.
Sjö ár eru frá því að félags-
menn komu hingað síðast í
hópferð á hinum glæsilegu
farkostum sínum. Að þessu
sinni áðu þeir meðal annars
í Tungudalnum við Isa-
fjörð, þar sem þessi mynd
var tekin.
dagskvöldum eropin kráog á krá. Nú eru „Fjórir félagar“
sunnudögumerkaffihlaðborð reyndar orðnir sjö talsins og
síðdegis. Veröndin í kringum sumirSúðvrkingarnefnastað-
húsið hefur verið stækkuð og inn Mjallhvíti og dvergana
þar eru skjólveggir í kring. sjö. Mjallhvít vinnur hjá þeim
HúsFjögurrafélagavarsett félögum og tekur vel á móti
á núverandi stað fyrir um gestum.
tveimur árunt og var þá opnuð
6
MIÐVIKUDAGUR 7. JULI 1999