Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.07.1999, Síða 3

Bæjarins besta - 14.07.1999, Síða 3
Friðar- hlaupið Friðarhlauparar lögðu leið sína um Vestfirði í síðustu viku. Um tvö þúsund manns munu hafa tekið þátt í þessu boðhlaupi hringinn í kringum Island og sést hér einn þeirra á leið um Vestfjarðagöng. Friðar- hlaupið fer fram víða um lönd, hefst á nýársdag ár hvert og lýkur á gamlárs- Go,f 1 Efnilegir unglingar Tólf börn og unglingar tóku þátt í svæðismóti Golfsantbands Islands á Vestfjarðasvæði, sem fram fór á golfvellinum í Tungudal við Skutuls- fjörð sl. sunnudag. I flokki drengja 12 ára og yngri urðu jafnir þeir Birkir H. Sverrisson og SigurðurFannarGrétars- son á49 höggum alls eða 31 höggi nettó. í flokki drengja 13-15 ára sigraði Gunnar Ingi Elvarsson á 57 höggum alls eða 39 höggurn. I öðru sæti varð Gunn- laugur Jónasson á 60 höggum alls eða 42 höggum. í flokki stúlkna 13-15 ára sigraði Aðalbjörg Sigurjónsdóttir á 82 höggum alls eða 61 höggi nettó. I öðru sæti varð Arna Grétarsdóttir á 96 höggum alls eða 75 l höggum nettó. J Landsmót unglingadeilda Um 400 nianns Landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins 1999 var haldið í Skálavík um síðustu helgi undir kjörorðinu Unglingar á nýrri öld. Þátttakendur voru um fjögur hundruð, þar af um þrjú hundruð unglingar á aldrinum 14-18 ára og um hundrað starfsmenn. Björgunarsveitin Tindar í Hnífsdal hafði umsjón með mótinu með góðu liðsinni Björgunarsveitarinnar Ernis í Bolungarvík. Komið var upp tjaldbúðum þar sem þátttakendur bjuggu meðan á mótinu stóð. Mótið hófst sl. fimmtudagskvöld og stóð til hádegis á sunnudag. Margir þættir björgunarstarfa á sjó og landi voru æfðir, svo sem skyndihjálp, rústabjörgun, sig (tankarnir hjá Shell í Bolungarvík reyndust góðir til þeirra þarfa), notkun fluglínu og slöngubáta og notkun snjóflóðaýla, auk þess sem var farið í ratleik. Kvöldvökur voru bæði á föstudagskvöld og laugardagskvöld og kveiktir varðeldar og farið var í sund í Bolungarvík, enda eru mót þessi ætluð bæði til gagns og skemmtunar. Landsmót unglingadeildanna eru haldin annað hvert ár. Tankarnir hjá Shell í Bolungarvík komu í góðar þarfir við œfingar í sigi. Þjónusta á Hólmavík Skammtímavist- un fyrir fatlaða - sambýli stofnað á næsta vori Ný skammtímavistun fyrir fatlaða var opnuð á Hólma- vík í síðasta mánuði. Vist- unin verður starfrækt í tvo mánuði samfleytt í sumar og svo aðra hverja viku næsta vetur. Síðan er áformað að starfsemin breytist í sambýli á næsta vori. Hér er um að ræða nýja þjónustu, sem er í samræmi við þá stefnu Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum, að veita fötl- uðu fólki þjónustu í heima- byggð. Skipulagning starf- seminnar er samvinnuverk- efni Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra, Hólmavfkur- hrepps og Kaldrananes- hrepps. Stöðugildi eru þrjú en starfsmenn eru ftmm. Frá opnu hási hjá Svœðisskrifstofu málefna fatlaðra. Ákvörðun stjórnenda Básafells hf. um sölu á togaranum S/éttanesi Harkaleg viðbrögð - áfall fyrir okkur öll hér vestra, segir Einar K. Guðfinnsson Ákvörðun stjórnenda Bása- fells hf. um að selja togarann Sléttanes hefur vakið mjög hörð viðbrögð. Gagnrýnendur halda því fram, að með þessu sé verið að slátra mjólkurkú fyrirtækisins og hugmyndir um að efla fyrirtækið í staðinn með því að koma upp bolfisk- vinnslu á ísafirði séu af ýms- unt ástæðum lítt raunhæfar. Fyrrverandi bæjarfulltrúi á ísaftrði, sem gjörþekkir at- vinnumálin hér vestra (hér er ekki átt við Halldór Jónsson), sagði í samtali við blaðið, að hann teldi yfirlýsingar vegna þessara aðgerða hjá Básafelli hreina sýndarmennsku og blekkingar. Þetta væri fyrsta skrefið í þá átt að slátra fyrir- tækinu og flytja eignir þess burt af svæðinu. Salan á Sléttanesinu og kvótanum væri ekki til þess að gæta hagsmuna Básafells sent at- vinnufyrirtækis á Isafirði, heldur væri tilgangurinn ein- hver allt annar og væri hans að leita hjá fjármálamönnum annars staðar á landinu. Halldór Jónsson, sem sagt var upp störfum hjá fyrirtæk- inu í síðustu viku, hefur einnig gagnrýnt þessa sölu harka- lega. „Mér líst mjög þunglega á þá ákvörðun að selja Slétta- nesið“, sagði Einar K. Guð- fmnsson alþingismaður í sam- tali við BB. „Skipið er mjög verðmætur vinnustaður fyrir marga hér á svæðinu, auk þess sem það hefur skipt mjög miklu máli fyrir tekjuöflun fyrirtækisins. Þetta er hins vegar ákvörðun stjórnend- anna og erfitl fyrir þá sem standa utan við að hafa áhrif þar á. Ég lít hins vegar þannig á, að með þessum aðgerðum séu stjórnendurnir fyrir sitt leyti að treysta grundvöll Básafells til framtíðar. Ég bendi á, að Básafell á eignir langt umfram skuldir, þannig að ég trúi því að fyrirtækið geti eflst. Það hefur verið mjög mikil vægur hlekkur í atvinnu- lífí á Vestfjörðum og ég trúi því að svo verði áfram. Þessi eignasala er hins vegar heil- mikið áfall fyrir okkur öll hér vestra. Það hefur einnig komið fram hjá stjórnendum, að þeir Itaft ýmislegt annað á prjón- unum sem lúti að uppbygg- ingu fyrirtækisins. Ég tel afar mikil vægt fyrir okkur sem hér búum að þeir fari að greina frá því opinberlega hvað í því felst, þannig að hægt sé að átta sig á því hvað framtíðin muni bera í skauti sér.“ Vikan framundan Miðvikudagur 14. júlí Þennan dag árið 1974 var vegurinn yfir Skeiðarársand opnaður og þar með var lok- ið við hringveginn um land- ið. Vegalengdin milli Núps- staðar og Skaftafells styttist út tæpum 1.400 kílómetrum í 34 kílómetra. Byggðar voru tólf brýr, samanlagt 2.004 metrar að lengd, þar af var Skeiðarárbrú 904 metrar, lengsta brú landsins. Fimmtudagur 15. júlí Þennan dag árið 1970 varð stórbruni í verkstæðisbygg- ingu Strætisvagna Reykja- víkur. Meðal annars brunnu þrír strætisvagnar. Föstudagur 16. júlí Þennan dag árið 1955 kom Dwight D. Eisenhower for- seti Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Islands á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu. Laugardagur 17. júlí Þennan dag árið 1991 skor- aði Arnór Guðjohnsen tjög- ur mörk í landsleik í knatt- spyrnu við Tyrki og endur- tók þannig afrek Ríkarðs Jónssonar fjörutíu árum áður. Sunnudagur 18. júlí Þennan dag árið 1918 voru undirritaðir samningar um frumvarp til sambandslaga. Frumvarpið var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 19. október og lögin tóku gildi 1. desember. Með þeim var endurreist sjálfstætt og full- valda ríki á Islandi en í kon- ungssambandi við Dan- mörku. Mánudagur 19. júlí Þennan dag árið 1974 stóð varðskipið Þór breska tog- arann C.S.Forester að ólög- legum veiðum og varð að elta hann um 120 mílur á haf út. Varðskipið skaut átta skotum að togaranum og kom leki að honum. Skip- stjórinn Dick Taylor, hlaut fangelsisdóm fyrir brotið. Þriðjudagur 20. júlí Þennan dag var síðasti hval- urinn veiddur við Island samkvæmt vísindaáætlun. Hann kom á land í hvalstöð- inni í Hvalftrði og hvalveið- um lauk, a.m.k. um sinn. Auglýsingar og áskrift sími 456 4560 MIÐVIKUDAGUR 14. JULI 1999 3

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.