Bæjarins besta


Bæjarins besta - 14.07.1999, Page 4

Bæjarins besta - 14.07.1999, Page 4
Fasteignaviðskipti C3 I S v fi bn ‘33 m Hlíðarvegur 31: 130 m2 einbýlishús á 2 hæðum ásamt bílskúr. Húsið er nær allt uppgert að utan sem innan. Mjög gott útsýni. Skipti á stærri eign möguleg. Verð 10,7 m.kr. TRYGGVI GUÐMUNDSSON HDL Hafnarstræti 1 - ísafiröi Simar: 456 3940 & 456 3244 Fax: 456 4547 - Netfang: tryggvi@snerpaJs ATHUGIÐ Vegna mikillar eftirspurnar vantar einbýlishús og stærri íbúðir á söluskrá Einbýlishús / mðhus Engjavegur 12:210 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Áhv. 5,7 m.kr. Verð 9,5 m.kr. Góuholt 12: 169 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Áhv. ca. 700 þús.kr.Verð 9,6 m.kr. Hafraholt 22: 144,4 m2 enda- raðhús á tveimur hæðum ásanit 22,4 m2 bílskúr. Skipti á minni eign möguleg. Áhv. ca. 2,5 m.kr. Verð 9,5 m.kr. Hjallavegur 4: 242 m2 einbýlis- hus á tveimur hæðum ásamt bíl- skúr. Fallegtútsýni. Tilboðóskast Hjallavegur 19:242 m2 einbýlis- hús á 2 hæðum ásamt innbyggð- um bílskúr. Sér íbúð á n.h. Yrnis skipti möguleg. Áhv. ca. 5 m.kr. Verð 10,5 m.kr. Hlíðarvegur 14: 170,8 m2 ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt risi. Húsið er mikið endurnýjað, ekkert áhvflandi. Verð 10,5 m.kr. Hlíðarvegur 36: 186 m2 enda raðhús á þremur hæðurn í góðu standi. Tilboð óskast ísafjarðarvegur 4: 96,4 m2 ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt bflskúr. Húsiðeraðhluta uppgert. Áhv.ca. l,8m.kr.Verð6,5m.kr. Seljalandsvegur 68: 177 m2 einbýlishús á einni hæð ásamt rislofti. Verð 11 m.kr. Silfurgata 9: 150 m2 gamalt ein- býlishús á besta stað í bænum. Barnavænn og sólríkur garður, mikið geymslupláss, bílastæði og eignarlóð. Áhv. ca. 2,6 m.kr. Verð 6,9 m.kr. Urðarvegur 2: 213 m2 einbýlis- hús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Húsið er mikið uppgert og f góðu standi. Tilboð óskast Urðarvegur 26:236.9 m2 raðhús á tveinuir hæðum ásamt inn- byggðum bílskúr. Ekkert áhvílandi. Skipti á minni eign koma til greina. Verð 11,8 m.kr. Urðarvegur 64:214 m2 raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Tilboð óskast. 4-6 herb. íbúðir Fjarðarstræti 14: 163 m2 4ra herbergja íbúð á n.h. í tvíbýlishúsi ásamt kjallara og geymsluskúr. Áhv.ca. 1,5 m.kr.Verð6,2m.kr. Fjarðarstræti 38: 130 m2 4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum í þrfbýlishúsi. Áhv. ca. 3,4 millj. Verð 7 m.kr. Hafnarstræti 6: 158 m2 6 herb. íbúð á 3ju hæð í fjölbýli. Skipti á minni eign möguleg. Áhv. 4,5 m.kr. Verð 6,9 m.kr. Pólgata 5a: 127,7 m2 5 herbergja íbúð á efri hæð í þríbýlishúsi ásamt helmingi kjallara. Verð 5,5 m.kr. Seljalandsvegur 20: 161,2 m2 5-6 herb. íbúð á efri hæð í tvíb.húsi ásamt bílskúr. Ibúðin mikið uppgerð. Áhv. ca. 5.2 m.kr. Verð 10,7 m.kr. Seljalandsvegur67:116,2m24ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Ibúðin endurnýjuð að hluta. Áhv. ca. 4,2 m.kr. Verð 7,2 m.kr. Stórholt 13: 122.9 m2 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Verð 7,6 m.kr. Túngata 12: 98,9 m2 4ra herbergja íbúð á efri hæð í þríbýlishúsi. Áhv. ca. 3,7 m.kr. Verð 7,2 m.kr. Aðalstræti 20: 98 m2 íbúð á 2. hæð t.h. í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 4,2 m.kr. Verð 6,9 m.kr. Brunngata 12a: 68 m2 íbúð á efri hæð, að hluta undir risi, í tvíb.húsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 1.8 m.kr. Verð 3 m.kr. Fjarðarstræti 13: 80 m2 íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Tvö aukaherbergi, eitt í kjallara og eitt í risi. Áhv. ca. 1,5 m.kr. Verð 5,7 m.kr. Mjallargata 1: 76,5 m2 íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi, sér inngangur, íbúðin er í góðu standi. Áhv. ca. 5 m.kr. Verð 7 m.kr. Sólgata 8: 80 m2 ibúð á neðri hæð f þríbýlishúsi í góðu standi. Áhv. ca. 3 m.kr. Verð 5,8 m.kr. Stórholt 7: 74.6 m2 íbúð á 3ju hæð fyrir miðju í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Áhv. ca. 2 m.kr. Verð 5,3 m.kr. Stórholt 9: 80,9 m2 góð íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu og sameign. Áhv. ca. 2,4 m.kr. Verð 5,3 m.kr. Stórholt 13: 79,2 m2 fbúð á 3ju hæð til hægri í fjölbýlishúsi ásamt sér geymslu. Skoða öll tilboð. Möguleiki að taka bíl uppí. Áhv. ca. 3 m.kr. Verð 5,5 m.kr. Túngata 20: 75 m2 fbúð á 1. hæð í uppgerðu fjölbýlishúsi. Ibúðin er mikið uppgerð og í góðu standi. Áhv. ca. 3 m.kr. Verð 6,7 m.kr. Hlíðarvegur 18: 64,5 m2 íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi. Áhv. ca. 1,7 m.kr. Tilboð óskast. Mjallargata 1: 67,9 m2 íbúð í góðu standi á 2. hæð í fjölbýlis- húsi. Áhv. ca. 3,6 nt.kr. Verð 6,5 m.kr. Túngata 18: 53,4 m2 ibúð á 1. hæð í nýlega uppgerðu fjölbýlís- húsi ásamt sér geymslu. Verð 4,9 m.kr. Túngata 20:53,4 m2 íbúð á 3ju hæð fyrir miðju í uppgerðu fjölbýlishúsi. Áhv. ca. 2 m.kr. Verð 4,9 m.kr. Urðarvegur 78: 73,2 m2 íbúð á3juhæof.m. í fjölb.húsi ásamt sérgeymslu. Ibúðin er laus strax. Öll tilboð skoðuð. Áhv. ca. 2,7m.kr. Verð 5 m.kr. tun sn k Vitastígur 25b: 101 m2 4ra herbergja íbúð í fjölbýlisihúsi. Sér inngangur. Áhv. ca. 1 m.kr. Tilboð óskast. Diídú ásamt börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum í garðinum hjá Bjarndísi Friðriksdóttur á ísafirði. Á heimaslóðum eftir 53 ár í Ameríku Einu sinni ísfirðing- ur, alltaf Isfirðingur - kærastinn ameríski stóð í þeirri trú fram að hjónabandi að væntanleg eiginkona væri að verða tvítug - en í raun var hún sextán ára Guðrún Guðleifs Bjarnadóttir, kölluð Dúdú, er á leið til Bandaríkjanna rétt í þann mund sem þetta blað kemur út. Hún hefur verið búsett vestanhafs meira en hálfa öld og var í heimsókn á ísafirði - eða réttara sagt, hún var að koma heim til ísafjarðar. Það virðist heldur ósennilegt, að þessi fallega og glæsilega og glaðlega kona sé orðin sjötug. Reyndar segist hún héðan í frá ætla að ljúga til um aldurinn og segja alltaf að hún sé sextíu og níu ára. Þeirri lygi verður áreiðanlega trúað vel og lengi. Alveg eins og þegar hún sextán ára gömul laug til um aldurinn og sagði tilvonandi manni sínum að hún væri að verða tvítug. Hann komst ekki að hinu sanna fyrr en þau voru í þann veginn að ganga í hjónaband og flytjast vestur um haf. Dúdú er fædd „á Horn- inu“ á Isafírði, rétt við póst- húsið og ólst upp í stórum systkinahópi. Börnin á heimilinu urðu fjórtán og þar af komust þrettán til ald- urs. Tvíburasystir Dúdúar er Elsa Bjarnadóttir og þær systur héldu saman upp á sjötugsafmælið fyrir nokkru. Meðal bræðranna má nefna Jón Aðalbjörn, ljósmyndara í Kópavogi, Pétur Bjarnason skipstjóra og Friðrik heitinn Bjarnason, öðru nafni Didda málara eða Didda á Horn- inu. Og það er einmitt á heimili Bjarndísar málara, dóttur Didda á Horninu, sem við hittum Dúdú í síðustu viku. Hún kom til landsins snemrna í síðasta mánuði en börn hennar tvö. Herdís og Roger ásamt mökum sínum og börnunt, komu fyrir um hálfum mánuði. Hópurinn var allur á ísafirði og fór víða og yngra fólkið gekk á fjöll. „Það er yndislegt að koma á Þingvöll og allt það, en að korna á ísafjörð er að koma heim“, segja þau. Bjarndís segir undirrituð- um að það hafi alltaf verið sérstakur viðburður í upp- vexti hennar þegar Dúdú kom til Isafjarðar með krakkana. „Það vissi allur bærinn að Dúdú væri að koma.“ En hver var ástæðan fyrir því að þessi ísfirska stúlka fluttist bráðung vestur um haf í lok seinni heimsstyrj- aldar? „Eg giftist Ameríkana sem ég kynntist hjá vinkonu minni í Reykjavík. Ég var rétt komin suður þegar ég kynntist honum. Vinkona mín var trúlofuð Ameríkana og hún spurði hvort ég vildi konta á á „biind date“ eins og það var kallað og hitta Guðrún G. Bjarnadóttir. vin kærastans hennar. Ég sagði já og varð strax hrifin af honurn. Ég veit ekki hvort hann varð strax hrifinn af mér! Ég varð sextán ára í maí en hitti hann í júní. Þú þarft nú ekki að láta það koma í blaðinu! Ég sagði honum að ég væri nítján ára. Hann vissi ekki að ég var sextán ára fyrr en þegar við vorum að fara að gifta okk- ur. Pabbi vildi ekki að ég færi út lil Bandaríkjanna ógift. Mamma sagði við kærastann minn að hann væri að taka mig úr vögg- unni. Hún er nú rétt að verða tvítug, svaraði hann. Tvítug! sagði mamma, hún er bara sextán ára! Hann sagði þá við ntig að hann hefði ekki farið út með mér hefði hann vitað þetta. Hættu þá bara við, sagði ég. En þá sagði hann: Ég elska þig! Þetta var ákaflega gott hjónaband.“ Börnin þeirra urðu þrjú en það yngsta, soninn Bjama, misstu þau þegar hann var ársgamall. Herdís dóttir þeirra eignaðist fimm drengi en missti einn þeirra í slysi í Þýskalandi, þar sem hann var atvinnumaður í körfu- bolta. Roger á einn son. Það var óskaplega mikið ferðalag að fara til Banda- ríkjanna árið 1946. „Maður- inn minn fór með herflugvél en ég var send með stóru liðsflutningaskipi. Við vor- urn eitthvað um þrjátíu kon- ur unt borð og líklega fimm börn. Annars voru þetta allt hermenn um borð. Síðan fór ég alltaf flugleiðis á milli og framan af var millilent í Gander á Nýfundnalandi. Þetta var dálítið erfitt fyrir mömmu. Henni fannst ég vera í annarri veröld. Þegar hún kom að heimsækja mig hafði hún aldrei farið frá íslandi áður. Pabbi hafði aft- ur á móti verið á skipum og séð miklu meira. Núna er maður nokkra klukkutíma að skjótast heim til íslands. Ég er eins lengi að fara þvert yfir Bandaríkin. Systurdóttir mín var að útskrifast úr há- skóla í Seattle og ég var nærri fimm tíma að fljúga frá Louisville í Kentucky og þvert yfir landið til að vera við útskriftina. Ég flýg til Islands á rúmum fimnt tím- um frá Baltimore." Dúdú missti manninn sinn 4 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLÍ 1999

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.