Víðförli - 01.12.1999, Blaðsíða 1

Víðförli - 01.12.1999, Blaðsíða 1
FRÉTTABRÉF BISKUPSSTOFU I8.ÁRG. 6.TBL. DESEMBER 1999 Útgefandi: Skálholtsútgáfan, útgáfufélag þjóðkirkjunnar, Laugavegi 31, 101 Reykjavík Ritstjóri og ábm.: Steinunn A. Björnsdóttir, sími 800-6550, netfang frettir@kirkjan.is Umbrot, prófárkalestur: Skerpla ehf. Prentun: Steindórsprent Gutenberg ehf. Aðventa Aðventan er bæn: Tilkomi þitt ríki! Löngun mannshjartans og innsta þrá er aðventa. Þráin sem innst í barmi bifast, æðaslög hjarta og sálar enduróma sömu bæn, að heljartök- um syndar og dauða linni, að mátturinn góði sigri, lífið góða, valdið milda: Tilkomi þitt rfki. Hann kom, hann sem lagði okkur þessi orð í munn, barnið í Bet- lehem, meistarinn frá Nasaret, læknirinn, frelsarinn sem leysti viðjar, læknaði meinin, þerraði tárin, bar synd heimsins, Kristur Drottinn. Hann kom og sérhvert orð hans og verk bar geisla morgunsólar inn í sorta manns og heims, aðventa: Tilkomi þitt ríki! Hann kemur enn til þjáðra í heimi hér, sem lfkn í hverri sorg, huggun í hverjum harmi, fyrirgefning, ást og náð. Hvar sem barnshugur biður, hvar sem hjarta grætur, hvar sem umhyggja og örlæti stýra huga og hönd til góðs, þar kemur hann. Það er aðventa, von til hans sem kemur: Til- komi þitt ríki! Hann mun koma aftur. Þess vegna er von okkar hrellda heimi. Nú þekkjum við ásjónu hans, sem um síðir mun sigra allt sem ógnar, allt sem skelfir, allt sem deyðir. Hvert og eitt aðventuljós er bæn til hans og tján- ing eftirvæntingar og vonar, aðventa: Tilkomi þitt ríki! Náð sé með yður og friður frá honum sem er og var og kemur. Guð gefi fögnuð aðventu og gleðileg jól! Karl Sigurbjömsson Meðal efnis: Kirkjunetið ........................ 3 Fjarkennsla.......................... 2 Réttlætingarhugtakið ................ 4 Lútherskir og aðventistar............ 5 Hjálparstarf á aðventu............... 4 Laus embætti......................... 8 Staða í Genf......................... 8 Málþing um þjóðkirkjur .............. 6 Kristnihátíð......................... 6 Biskup vísiterar í London Hinn 24. október sl. vísiteraði biskup íslands söfnuð íslendinga í Lundúnum og var við messu þar sem hann predikaði og þjónaði fyrir alt- ari ásamt Jóni A. Baldvinssyni. Islenski kórinn í Lundúnum söng, skipað- ur stjömuliði ungra söngvara og söngnema í þar í borg. Mikill mannfjöldi var viðstaddur messuna sem var haldin í kapellu safnaðarins í Fulham- höll sem íslenski söfnuðurinn og Íslendingar í Lundúnum hafa fengið til afnota fyrir safhaðarstarf. Eitt barn var skírt í messunni og hjónaband blessað. A vegum íslenska prestsins í Lundúnum fer fram blómlegt safn- aðar- og þjóðræknisstarf. Höfuðbiskupar funda Höfuðbiskupar aðildarkirkna Porvoo-samþykktarinnar hittust í nóvem- ber á sögufrægum stað, í Lambeth'höll við Thames í Lundúnum, í boði George Carey, erkibiskups af Kantaraborg. Höllin er frá 8. öld og hefur um aldir verið höfuðsetur erkibiskupsins af Kantaraborg. Meðal þess sem rætt var um var sameiginleg ályktun lútherskra og kaþólskra um réttlæt- ingarhugtakið (sjá „Sameiginleg yfirlýsing um réttlætingarkenninguna"). Þá var rætt um stöðu kvenna innan kirkjunnar. Staðan er mismunandi eftir löndum. í Svíþjóð fær enginn embætti í sænsku kirkjunni lengur sem neitar að vinna með konum. í ensku kirkjunni geta prestar hins veg- 6/99

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.