Víðförli - 01.12.1999, Blaðsíða 2

Víðförli - 01.12.1999, Blaðsíða 2
VÍÐFÖRLI DESEMBER 1999 ar sagt sig undan tilsjón biskups ef þeir eru ósáttir við af- stöðu hans í þessum málum og til annars biskups. Þá var rætt um viðræður ELCA (Evangelical Lutheran Church of America) og anglikönsku kirkjunnar í Banda- ríkjunum. Þessar kirkjudeildir eiga nú £ viðræðum um sam- starf á grunni Porvoo-samþykktarinnar um gagnkvæma viðurkenningu á vígslu og embættum. Tveir íslenskir prestar hafa þjónað í afleysingum í ensku kirkjunni, þeir Bjami Þór Bjarnason og Þórir Jökull Þor- steinsson. Minnt er á þennan möguleika fyrir íslenska presta. Þeir sem áhuga hafa geta snúið sér til Biskupsstofu. Biskup Islands predikaði einnig við messu af tilefni fundarins í hallarkirkjunni (Lambeth. Aðskilnaður ríkis og kirkju í Svíþjóð Höfuðbiskupar Norðurlanda hittust líka sérstaklega í London og ræddu meðal annars tímamót £ Svíþjóð um næstu áramót þegar aðskilnaður ríkis og kirkju verður að veruleika. Erkibiskup Svia er ánægður með undirbúning- inn og undirtektir þjóðarinnar. 80% Svfa velur að vera áfram innan sænsku þjóðkirkjunnar eftir breytingarnar. KIRKJUDAGUR ALDRAÐRA Uppstigningardagur 13. apríl Eins og undanfarin ár er uppstigningardagur kirkjudagur aldraðra f kirkjum landsins. Þá er eldri borgurum og fjöL skyldum þeirra boðið sérstaklega til guðsþjónustu. Aldraðir taka virkan þátt £ guðsþjónustunni með söng og upplestri. Þarna gefst fjölskyldum tækifæri á að eiga hátíðarstund f kirkjunni sinni og á eftir bjóða félög innan kirknanna upp á góðar veitingar. Einnig eru vfða f kirkjum sýningar á verkum sem aldraðir hafa unnið í vetrarstarfinu. UtvarpS' guðsþjónusta á vegum ellimálanefndar þjóðkirkjunnar verður að þessu sinni frá Digraneskirkju kl. 11.00. Prestur er sr. Magnús Guðjónsson, Söngvinir, kór aldraðra í Kópa- vogi, syngur undir stjórn Sigurðar Bragasonar, organisti er Kjartan Sigurjónsson. Ellimálanefnd þjóðkirkjunnar hvetur alla til að koma f kirkju þennan dag og kynna sér það sem er f boði fyrir eldri borgarana og gleðjast með þeim á. Hugmyndasamkeppni Jafnréttisnefnd karla hefur haft samband við fræðsludeild Biskupsstofu og farið þess á leit að kirkjur noti ekki nafnið „mömmumorgnar“ um samverustundir foreldra með bönv um í kirkjunni. Sums staðar eru þessar stundir kallaðar „foreldramorgnar" og er hér með auglýst eftir frekari hug- myndum um nafhgift fyrir þessar góðu samverur. Þeir sem hafa skoðun á málinu eða hugmyndir að nafni eru hvattir til að hafa samband við blaðið, annað hvort í gegnum fræðsludeild (skilaboð til ritstjóra) eða á netfangið: addasteina@simnet.is, eða: frettir@kirkjan.is. Fjarkennsla Leikmanna- skóla þjóðkirkjunnar Ljós í heimi - námskeið um grundvallatriði kristinnar trúar og játningar íslensku þjóðkirkjunnar verður á net- inu í upphafi næsta árs. Hverju trúum við og af hverju? Byggt verður á bók dr. Einars Sigurbjömssonar, prófess- ors, Ljós í heimi. Kennari er Halla Jónsdóttir, settur fræðslustjóri kirkjunnar. Námskeiðið hefst 5. janúar 2000. Fjarnám á veraldarvefnum Á Veraldarvefnum má finna ýmsa háskóla sem bjóða upp á fjamám. Hægt er að kanna þá með því að fara inn á leitarslóðir, t.d. Yahoo, og kanna skóla í boði. Þar er sér- stakur dálkur fyrir fjarkennslu. Fáir skólanna þar hafa framhaldsnám í guðfræði f boði en þó er þá að finna. Enn fleiri kenna uppeldis- og kennslufræði og sálfræði. Ymsir fleiri háskólar bjóða upp á fjamám f guðfræði en þeir sem þarna auglýsa og hafi menn áhuga á ákveðn- um skólum er hægt að senda þeim skeyti og kanna hvort þeir bjóði upp á slíkt nám og þá á hvaða sviðum. Sumir bjóða upp á blöndu af fjamámi og viðveru. Hér að neðan eru nefndir tveir háskólar sem bjóða upp á fjarnám í guðfræði. Þeir bjóða upp á nám sem er samþykkt af menntamálaráðuneyti þess lands þar sem skólinn er: Greenwich University Slóðin er http://www.greenwich.edu. Þessi skóli er skráður í Ástralíu en er bandarískur að uppruna. Innan guðfræðideildar skólans er boðið upp á masters- og doktors-nám (Ph.D.) í Biblíufræðum, kirkju- stjómun, trúarbragðafræði, trú og menningu, trúarupp- eldiS' og kennslufræði og kennimannlegri guðfræði. Greenwich er eingöngu netháskóli og því erfitt að meta gæði hans þar sem hann hefur ekki starfað mjög lengi (síðan 1972). Hann býður hins vegar upp á mörg námskeið sem gætu hentað prestum, guðfræðingum og kirkjufólki. Fuller Theological Seminary Slóðin er http://www.fulleronline.org. Meðal þess sem þeir bjóða upp á er að laga námskeið að einstaklingum og þörfum þeirra. Þeir hafa allmörg námskeið sem eru kennd í fjarkennslu, m.a. í ritskýringu, trúfræði og boðunarfræðum, um önnur trúarbrögð og kirkjusögu. Fuller Online er hluti af Fuller Theological Seminary þangað sem íslenskir prestar hafa sótt fram- haldsmenntun. 2

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.