Víðförli - 01.12.1999, Blaðsíða 5

Víðförli - 01.12.1999, Blaðsíða 5
DESEMBER 1999 VÍÐFÖRLI Eigi að síður búi einstaklingurinn eftir sem áður yfir „girnd" og þar með syndartilhneigingu. Girndin er uppreisn gegn Guði og óvinur kristins manns ævilangt, en leiðir ekki til útskúfunar í dauðanum. Hjálpræðisvissan og verkin góðu Evangelískir siðbótarmenn lögðu sérstaka áherzlu á hjálp- ræðisvissuna. I freistingum sínum skyldu trúaðir ekki líta á eigin vanmátt, heldur einungis á Krist og reiða sig fullkom- lega á hann. Nú viðurkenna kaþólskir réttmæti þessarar áherzlu á hlutlægan veruleika í fyrirheiti Krists. Enginn má efast um miskunn Guðs né verðleika Krists. Þótt ég sé óverðugur, er sú „fyrirætlun" Guðs að frelsa mig óhögguð. „Vér játum sameiginlega," segir í yfirlýsingunni, „að góð verk og kristilegt líf, sem lifað er í trú, von og kærleika, komi í kjölfar réttlætingarinnar og séu ávextir hennar ... Þegar kaþólskir tala um „verðleikaeinkenni11 góðra verka meina þeir það eitt að samkvæmt Ritningunni er „launum“ á himnum heitið fyrir verkin góðu ... Hugmyndin um varðveizlu náðarinnar og vöxt í náð og trú er einnig hluti af lútherskri arfleifð." Mikilvægi yfirlýsingarinnar „Skilningurinn sem birtist í framanskráðri yfirlýsingu leiðir í ljós að nú ríkir eining meðal lútherskra og kaþólskra varð- andi grundvallarsannindi kenningarinnar um réttlætingu.“ Með þessum orðum hefst niðurlag yfirlýsingarinnar. Vér nútímamenn höfum séð járntjaldið hrynja og sameiningar' ferli Evrópuríkja dafna. Yfirlýsingu kirknanna tveggja má m.a. skoða með hliðsjón af þeirri þróun. Ulrich van Hutt- en fagnaði framförum með orðunum: „Juvat vivere“ - „það er gaman að lifa“! Vér getum gjört þau orð að vorum. Nú er sannarlega gaman að lifa og vera kristinn maður! Þótt margir skuggar grúfi yfir mannkyninu höfum vér ástæðu til að samfagna bömum vorum og barnabömum með batn- andi heim - þrátt fyrir allt. Þingvöllum á Klemenzmessu Heimir Steinsson Tekið verður við umsóknum á Laugavegi 31 dagana 6.-10. des. og úthlutað síðustu dagana fyrir jól. I fyrra vom af- greiddar um 900 umsóknir og nutu um 2000 manns góðs af. Breytingar á stjórn Nokkrar breytingar hafa orðið á stjórn H.k. Sigrún V. Ás- geirsdóttir, sem setið hefur 6 ára sam- fleytt í fulltrúaráði og stjórn, hætti störfum eins og reglur mæla fyrir um og í hennar stað varð sr. Guðný Hallgrímsdóttir aðaÞ maður. Hreggviður Hreggviðs- son frá Borgamesi kom nýr inn sem varamaður. LÚTHERSKA HEIMSSAMBANDIÐ OG KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA Gagnkvæmur skilningur Á árunum 1994-1998 héldu Kirkja sjöunda dags að- ventista (SDA) og Lútherska heimssambandið (LH) fjóra viðræðufundi sem hófust í Cartigny í Sviss í maí 1994- Að loknum fjórða og síðasta fundi á sama stað fjórurn árum síðar var birt lokaskýrsla sem hér verður tæpt á. Kirkja sjöunda dags aðventista á rætur að rekja til vakn- ingar í Evrópu og Ameríku á 19. öld. Fjöldi þegna er um 10 milljónir og kirkjan er í dag útbreiddasta mótmælenda' kirkjan ( heiminum með starfandi kirkjur í 200 þjóðlönd' um. Frá upphafi hefur sérstaða aðventista varðandi helgi hvíldardagsins (laugardags/sabbats) og bókstaflegrar túlk- unar á endurkomu Krists myndað nokkurt bil milli þeirra og annarra kirkjudeilda. Kirkja SDA hefur ekki tekið beinan þátt í samkirkju- hreyfingunni en metur mikils skoðanaskipti við aðrar kristnar kirkjudeildir. Yfirlýst markmið fundanna milli SDA og LH var: 1. Að auka gagnkvæman skilning. 2. Að gera að engu rangar fastmótaðar ímyndir. 3. Að skilgreina grundvöll trúar. 4. Að skilgreina raunveruleg og ímynduð ágreiningsefni. Á fundinum voru rædd málefnin: Réttlæting fyrir trú, lögmálið og fagnaðarerindið, embætti kirkjunnar, umboðs- vald kirkjunnar og heimsslitafræði. Tilmæli til aðildarkirkna Á lokafundi voru samþykkt tilmæli til aðildarkirkna LH og SDA þar sem gagnkvæm viðurkenning er undirstrikuð. Þar segir m.a.: „Við mælumst til þess að gagnkvæm viðurkenn- ing ríki meðal aðventista og lútherskra manna á þeirri kristilegu ábyrgð sem þessi trúarsamfélög axla. Við mæl- umst til þess að lútherskir menn fjalli ekki um Kirkju sjö- unda dags aðventista sem „sértrúarhóp" (sect), hvorki á þjóðlega vísu né staðbundna, heldur komi fram við hana sem fríkirkju og kristilegt heimssamfélag. Við mælumst einnig til þess að aðventistar hafi þessa sannfæringu að leiðarljósi í samskiptum sínum við aðrar kristnar kirkjur. Ennfremur er lútherskum mönnum boðin þátttaka í máltíð Drottins í kirkjum aðventista.“ Lögð var áhersla á ritninguna sem grunn kirkjulegs valds og Krist sem höfuð kirkjunnar. Hvatt er til þess að aðventistar og lútherskir menn sem kenna Biblíufræði og guðfræði fjalli um skoðanir hvers annars með það að leið- arljósi að forðast deilur. Hvatt er til sameiginlegra Biblíu- rannsókna. Hvatt er til samstarfs á sviði trúfrelsis, sameig- inlegra bænasamkoma og samstarfs í Biblíufélögum, auk samvinnu prestafélaga. Stefnt er að því að gera grein fyrir viðræðunum og lokatillögum í bókarformi síðar. Byggt að mestu á samantekt Skúla Torfasonar, upplýsingafulltrúa Kirkju sjöunda dags aðventista. 5

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1510

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.