Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.11.1999, Qupperneq 7

Bæjarins besta - 10.11.1999, Qupperneq 7
ing. Hann þekkir slíka hluti mjög vel og hefur m.a. starf- að við breytingarnar sem gerðar voru á Iðnó í Reykja- vík.“ Það var í sumarbyrjun árið 1992 sem gengið var frá því að núverandi eigendur keyptu Edinborgarhúsið af Sambandi íslenskra samvinnufélaga en Kaupfélag Isfirðinga, sem átti húsið áður, hafði afsalað flest- um eignum sínum til Sam- bandsins fáum árum fyrr. Hugmyndin var að félög, sem vinna að menningarmálum á svæðinu, tækju sig saman og kæmu sér fyrir í húsinu. Þann 9. september 1992 var síðan hlutafélagið Edinborgarhúsið stofnað. Síðar var félaginu breytt í einkahlutafélag. Auk Jóns Sigurpálssonar eiga nú sæti í stjórn Edinborgarhúss- ins ehf. þeir Gísli Halldór Halldórsson og Páll Gunnar Loftsson. Hús hugsjónanna I grein í blaðinu Vesturlandi fyrir nokkrum árum sagði Jón Sigurpálsson m.a.: „Við Edin- borgarhúsið hefur loðað andi hugsjónanna. Þessi andi hefur farið á kreik af því að tíðarand- inn hefur hverju sinni krafist þess. Húsið var lengi eitt mesta mannvirki á ísafirði. Reisulegt og óvenju stílhreint til síns brúks bar það höfuð og herðar yfir flest mannanna verk hér um slóðir á öndverðri öldinni.Þaðvarreistárið 1907 eftir teikningu Rögnvaldar Ólafssonar arkitekts og síðar húsameistara ríkisins afVersl- uninni Edinborg... Fráþessum tíma hefur húsið gegnt ýmsum merkum hlutverkum í at- vinnulífi Vestfirðingaen þegar kom fram á tíunda áratuginn virtist það hins vegar hafa lok- ið hlutverki sínu og stóð veg- mótt og auðmjúkt á hafnar- bakkanum. Virtist ekkert liggja fyrir þessari byggingu, eins samgróin ísfirsku at- hafnalífi og hún var, annað en að grotna niður og verða að ryki.“ Þegar árið 1992 var hafíst handa í sjálfboðavinnu að rífa og hreinsa innan úr húsinu. „Það hefur misjafnlega mikið verið gert á hverjum tíma“, segir Jón, „en sjálfboðavinnan sem liggur að baki á þessum sjö árum er gríðarlega mikil við að hreinsa og forða húsinu frá skemmdum. Það var kann- ski mesta vinnan að losa frystigeymsluna en ennþá er eftir mikið verk að vinna við hreinsun í aðalsalnum. Okkur reiknast til að það sem við höfum þegar lagt fram í bygg- inguna séu um 25 milljónir króna, bæði peningar og vinna. Að auki höfum við fengið ýmsan stuðning, svo sem húsafriðunarstyrki og styrki frá menntamálaráðu- neytinu og Byggðastofnun.“ - Haftð þið ekki stundum verið nærri því að örvænta að þetta gengi nokkurn tímann upp og yrði nokkurn tímann búið? Arðvænleg fjárfesting „Stöku sinnum getur komið þreyta í mannskapinn. Það sem fer verst með mann er þegar hlutirnir ganga hægt. Maður sér fyrir sér alla mögu- leikana sem fylgja þessu og jafnframt er maður sannfærð- ur um að þetta sé afar mikil- vægt fyrir samfélagið hér. Þetta á vissulega eftir að hlaða utan á sig þegar þar að kemur og mun reynast arðvænleg fjárfesting, ég erekki í nokkr- um vafa um það, og Ifka sam- félagslega. Það sem fer verst með fólk er þegar hlutirnir ganga mjög hægt. En þetta verður að hafa sinn gang.“ Edinborgarhúsið er tvær hæðir og ris. „Risloftið er geysilega fallegt", segir Jón, „og freistandi að hafa þar heilt opið og óskert rými. Vissulega er ástæða til að skoða nýjar hugmyndir varðandi nýtingu hússins." Listaskóli Rögnvaldar Ól- afssonar hefur húsnæði sitt í Edinborgarhúsinu á leigu. Edinborgarhúsið á Isafirði. Skólinn er stöðugt að styrkj- Einnig er löngu kominn í hafa þegar verið haldnar veltur mikið á því hvernig ast, fullkomlega búinn að gagnið á annarri hæð sýning- margar myndlistarsýningar. gengur að afla frekara fjár. sannatilveruréttsinnogfarinn arsalur sem er eins konar „Við erum mun bjartsýnni Þar verðum við að standaokk- að skila tekjum til hússins. framlenging á Slunkaríki. Þar núna en við höfum verið. Nú ur“, sagði Jón Sigurpálsson. Vann Lund- únaferð Hrefna Magnúsdóttir vann helgarreisu til Lon- don fyrir tvo í lyklaleik Samkaupa á Isafirði. A myndinni er Haukur Benediktsson verslunar- stjóri í Samkaupum að af- henda Hrefnu pappíra fyr- ir vinningnum. Stækkun og breytingar hjá Metró- Áral S volítill gleðskapur var haldinn í byggingavöru- versluninni Metró-Áral á Isafírði um síðustu helgi í tilefni þess að verslunin hefur verið stækkuð og ýmsar breytingar gerðar. „Við erum búin að gera verslunina aðgengilegri og bjartari og breyta henni allri. Þettahefurstaðiðlil í ein tvö ár en húsplássið fyrir stækkunina var ekki laust fyrr en nú“, sagði Alfreð Erlingsson, sem er aðaleigandi Metró-Áral ásamt eiginkonu sinni, Birnu Bragadóttur. Á myndinni eru allir starfsmenn Metró-Áral fyrir utan ræstitækni.Tal- iðfrá vinstri: Guðmundur Hjaltason, Eygló Jóns- dóttir, Finnur Þórðarson, Sigurður Þorláksson, Haraldur Júlíusson, Birna Bragadóttir og Alfreð Er- lingsson. Vertu í góðu sambandi hvarsem er! Otrúlegt tilboð á Maxon símum. Þú færð hágæða GSM og NMT síma saman á aðeins 24.980,- Tilboð dagana n -18 nóv, www.sxmi.is Nýttu það besta úr báðum 24.980 MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 1999 7

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.