Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.11.1999, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 10.11.1999, Blaðsíða 8
Harmleikur í Holti Um nokkurt skeið hafa sóknarböm séra Gunnars Björnssonar í Holti í Ön- undarfirði verið óánægð með samskipti sín við sóknarprest sinn og hans við þau. Mun hafa gengið svo langt að einhver þeirra hafa leyst sóknarbönd sín. Eftir að er- indi sóknarbarnanna hafði verið um eins árs bil til meðferðar hjá biskupi þá vísaði hann þeim til úrskurð- arnefndar þjóðkirkjunnar. Sú nefnd hafði málið til með- ferðar um nokkurt skeið. Nú er komin niðurstaða og hún var að vísa kæru sóknar- nefndanna þriggja, sem séra Gunnar þjónar, Holts-, Kirkjubóls- og Flateyrar- sókna til biskups aftur. Urskurðarnefndin náði þessari niðurstöðu þrátt fyrir að taka í raun undir flest sjónarmið sóknarbarnanna. Hins vegar úrskurðaði hún ekki um kæruefnin. Sókn- arbörnin í sóknunum þremur eru mjög óánægð með ástandið. Þegar prestur kom að Holti á nýjan leik eftir leyfi, sem notað var til afleysingar fyrir sóknar- prestinn á Selfossi, hættu bæði organisti og kirkjukór störfum. En hið merkilega var að við brottför séra Gunn- ars til Selfoss tóku þeir aftur til starfa. Þeir höfðu sem sagt fyrr tekið þá ákvörðun að þeim reyndist ómögulegt að starfa með sóknarpresti sínum. Hér er á ferðinni harm- leikur byggðar, sem á undir högg að sækja eins og flestar á Vestfjörðum. Miðað við úr- skurð nefndarinnar er þó fremur hæpið að draga þá ályktun að skýringarinnar sé að leita í hnignandi byggð. Það er sorglegt að nú skuli margir nota tækifærið og rifja upp viðskilnað séra Gunnars við Fríkirkjusöfnuðinn fyrir um áratug. Núverandi staða er dapur- legri fyrir vikið, vegna þess að séra Gunnar átti í upphafi ferils síns í Holti gott samstarf við söfnuðina þrjá og sóknar- bömin. Fremur hæpið er að ætla að söfnuðirnir hafi tekið upp á því eftir um það bil fimm ára prestþjónustu að rifja upp gömul mál. Vissu- lega er það svo, að sjaldan veldur einn er tveir deila. Sóknarpresturinn er starfs- maður þjóðkirkjunnar. V. Heiður hennar er að veði að leysa úr ágreiningsmálum. Þau eru reyndar alltaf viðkvæmust þegar kemur að trúarbrögðum og ræktun trúarinnar. Biskup Islands á vanda- samt verk fyrir höndum. Margir hafa mikið álit á séra Gunnari. Hann er, svo dæmi sé tekið, almennt talinn góður tónlistarmaður og margir telja hann prýðilegan prest. En það breytir ekki því, að þann harmleik sem upp er kominn í sókninni verður að leysa. Ef sóknar- börn líða ekki prest sinn þrífst safnaðarstarfið ekki og gagnkvæm virðing fær ekki þróast. Nú er litið til biskups. Reyndar hefur þjóðkirkjan Skoðanir Stakkur skrifar misst út úr höndum sér umræðu um réttindamál samkynhneigðra. Með þeirri afstöðu, sem sumir kirkjunna þjóna hafa tekið, hefur umræðan vaxið svo og þróast, að blað allra lands- manna, Morgunblaðið, telur nú nóg kontið og hefur lok- að fyrir þessa steingeldu umræðu á síðum sínum. Það gleymdist nefnilega hjá æði mörgum, að skoðun þeirra, og ef til vill fyrirlitning, á samkynhneigð á ekkert skylt við mannréttindi. Hæstiréttur Umdeildur dómur Hæstaréttar í máli meints kynferðisbrotamanns gegn dóttur sinni hefur vakið mikla reiði. Akærði var sýknaður vegna þess að þrír af dómurum réttarins töldu málið ósannað. Hafi almenningur aðra skoðun er von nokkurra átaka í þjóðfélaginu um þessi mál. Umræður ráðast oft af til- finningum. Hætt er þó við, að framvegis muni að- standendur barna líta til þjóðfélagsstöðu manna áður en þeir leggja út í langa og erfiða baráttu til að koma lögum yfir þá sem grunaðir eru um að notfæra sér börn í kynferðislegum tilgangi. Alþingi þarf nú að skoða hvaða möguleikar eru á lagasetningu sem tryggir réttindi þolenda kynferðis- ofbeldis, einkum bama. Zonta-klúbburinn Fjörgyn Nýársfagnaður Um síðustu áramót hélt Zonta-klúbburinn Fjörgyn glæsilegan Vínardansleik sem þótti takast með mikl- um ágætum. Það er við hæfi að byrja árið 2000 með sama glæsibrag og á nýársdags- kvöld mun Zontaklúbburinn Fjörgyn standa fyrir Vínar- dansleik í Félagsheimilinu í Hnífsdal. V Líkt og í fyrra verður boð- ið upp á fordrykk, léttar veit- ingar og aldamótaeftirrétt. Vínartónlist og valsar verða í hávegum höfð og skemmti- atriði sem hæfa tilefninu. Að dagskrá lokinni munu Baldur og Margrét leika fyr- ir dansi fram eftir nóttu. Miðaverði verður stillt í hóf og er fólk hvatt til að panta miða með góðum fyrirvara. J Flugleiðir og Flugfélag íslands bjóða Vestfirðingum pakkaferðir Lúxusferðir til Orlando og Kaupmannahafnar í afmælisblaði BB sem dreift verður ókeypis í öll hús á norðanverðum Vestfjörðum á föstudag getur að líta aug- lýsingu frá Flugleiðum hf. og Flugfélagi Islands hf., þar sem Vestfirðingum eru boðnar sér- stakar pakkaferðir til Orlando í Bandaríkjunum og Kaup- mannahafnar. Ferðirnar til Orlando eru frá 26. nóvember til 4. desember ogfrá lO.janúartil 18.janúar nk., og er verðið frá kr. 52.770.- miðað við einn mann í tvíbýli í átta nætur á Clarion Floridian Hotel. Innifalið í verðinu er flug frá ísafirði til Reykjavíkur með sköttum, far með flugrútu til Keflavíkur, flug til Orlando, gisting í átta nætur á 3'á stjörnu hóteli, flug frá Orlando til Keflavíkur, far með liugrútu til Reykjavíkur og flug frá Reykjavík til ísa- fjarðar. Til Kaupmannahafnarverð- ur flogið 3. desember og kom- ið til baka 6. desember. Gist verður á Copenhagen Star Hotel sem er 3ja stjörnu hótel og er verðið frá kr. 42.540,- miðað við einn mann í tvíbýli í þrjár nætur. Að auki er inni- falið í verðinu það sama og í ferðunum til Orlando þ.e. flug til og frá ísaftrði og far með flugrútu til og frá Keflavík. Tilboð þetta verður eingöngu í sölu í fjarsölu Flugleiða í síma 505 0100. Þessar lúxus pakkaferðir eru kynntar sér- staklega á bls. 29 í afmælis- blaðinu. Afmæli 40 ára I tilefni af 40 ára afmæli mínu 16. nóvember nk., tökum ég og eiginkona mín, Kristín G. Gunnars- dóttir á móti gestum laug- ardaginn 13. nóvember í veitingasal Bakka Bolung- arvíkfrákl. 19-23. Elías Jónatansson. Epson-deildin Stórt tap gegn Njarð- YÍkinguni Njarðvíkingar, efsta liðið í Epson-deildinni í körfu- bolta sigraði KFÍ í íþrótta- húsinu á Torfnesi á sunnu- dagskvöld með 20 stiga mun. Lokatölur leiksins urðu 104-84 fyrir gestina. Að loknum sjö umferðum er KFI í 8. sæti deildarinnar með 4 stig, jafnmörg stig og Snæfell. Fimm lið eru efst og jöfn í deildinni með 10 stig, Njarðvík, Grindavík, Tindastóll og KR. Þá koma Keflavík og Hamar með 8 stig, KFÍ og Snæfell með4 stig og lestina reka Skallagrímur, ÍA og Þór Akureyri með 2 stig hvert félag. Hrafn Kristjánsson í baráttu við einn Njarðvíkinginn á sunnudagskvöld. Inga Bára Þórðardóttir og Jón 1 leimir Hreinsson skrifa VUjum biðja Ásgeir Sigurðs- son innilegrar fyrirgefningar Þau hörmulegu mistök urðu í októbermánuði, að við hjón- in, ábúendur á Seljalandsvegi 72, sendum bréf til umhverf- isnefndar Isafjarðarbæjar vegna lagningar langferðabif- reiða á bílastæði sem hefur í gegnum tíðina tilheyrt íbúðar- húsnæði okkar. Umhverfis- nefnd brást snarlega við er- indinu, svaraði okkur hjónum og sendi nábúa okkar afrit af bréfinu. Eftirörlitlaumhugsun og mjög svo tímabærar ábend- ingar sem hanga uppi í bifreið Asgeirs Sigurðssonar hefur okkur hjónum skilist hvílíkt frumhlaup þetta var og skömmumst okkar fyrir að vera svona ómerkileg og lyg- in. Það eru engar langferða- bifreiðir til ama við Selja- landsveg innanverðan og hafa aldrei verið. Við kunnum engar skýring- ar á þessu framferði okkar hjóna aðrar en fljótfærni og vanhugsun. Ef til vill hefur streita og álag orðið okkur að falli, kannski er það óttinn við hvað gerist um aldamótin. Enda hefur síðan komið í Ijós að Isafjarðarbær hefur ákveð- ið að taka þennan bílskúrs- grunn sem áður tilheyrði húsi okkar og teikna hann yfir á lóð Asgeirs Sigurðssonar. Ekki vitum við af hverju fyrr- verandi eigendum hússins datt í hug að reisa bílskúr á lóð annars manns eða af hverju enginn sagði fyrrverandi eig- endum hússins að bflskúrs- lóðin tilheyrði þeim ekki lengur. Eða hvort málið er svo ein- falt að engum fyrrverandi eig- endum hússins hafi dottið í hug að fyrirmönnum ísafjarð- arbæjar þætti fullkomlega eðlilegt að leysa bílastæðis- mál Asgeirs á svona einfaldan hátt. Að fara bara og breyta fyrrverandi skipulagi í trássi Inga Ilára Þórðardóttir. við gamlar hefðir Eina afsökunin er að við vorum að skoða eldri teikn- ingar, sennilega gerðar áður en Isafjarðarbær leyfði Ás- geiri að leggja langferðabif- reiðum sínum fyrir ofan ljósa- stauralínu fyrir neðan húsið sitt. Hvílík mistök, hvílíkir asnar sem við hjónin erum. Maður roðnar ofan í tær. Við viljum því þakka um- hverfisnefnd bæjarins og Ás- geiri Sigurðssyni innilega fyr- ir að hafa hjálpað okkur til þess að sjá hvílík firra þetta var, að bera á borð óverðskuld- aðarkvartanir. Við viljum taka það fram, að allir þeir aðilar sem við ræddum við um málið innan opinberra fyrirmanna- embætta og sviðsstjóra bæjar- ins reyndu að ráða okkur heilt og töldu heillavænlegast að láta kyrrt liggja. Enda vitaþeir allir, jafnt og við hjónin, hversu mikill heiðursmaður Ásgeir er. Að lokum viljum við segja frá því, að við hjónin höfum orðið fyrir þeirri ótrúlegu og alls óverðskulduðu heppni að hafafengiðgefins bílskúrsem við ætlum að setja fyrir framan húsið okkar og vonum að verði engum til ama. - Inga Bára Þórðardóttir, Jón Heimir Hreinsson. 8 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.