Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.11.1999, Síða 2

Bæjarins besta - 17.11.1999, Síða 2
Útgefandi: Ábyrgðarmenn: H-prent ehf. Sigurjón J. Sigurðsson Sólgötu 9, 400 ísafjörður Halldór Sveinbjörnsson tr 456 4560 Ritstjóri: 0456 4564 Sigurjón J. Sigurðsson Netfang prentsmiðju: Blaðamaður: hprent@snerpa.is Hiynur Þór Magnússon Stafræn útgáfa: Netfang ritstjórnar: http ://www. snerpa. is/bh hb@snerpa.is Bæjarlns testa er í samtökumfcæjar- og héraðs- fréttahlaða. Eftirprentun, hljóðrltun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. L A Hverju eruin við reiðubúin að fórna? Sjónvarpsþættir Stefáns Jóns Hafstein um byggðamál hafa komist nær kjama viðfangsefnisins, en þingmönn- um hefur til þessa tekist að skilgreina byggðastefnu stjórnvalda. Margsinnis hefur á þessum vettvangi verið bent á þá þversögn í fiskveiðistjórnuninni, sem felst í því að svipta íbúa sjávarþorpa veiðiréttinum og löggilda í þess stað óheft brask með lífsbjörgina. En, er ekki allt í lagi að leggja eitthvað af þessum sjávarþorpum niður? Em þau ekki að tæmast hvort sem er? „Mér fínnst það eins og að leggja niður þjóðararftnn, bara hreint út sagt“, vom orð fyrrum forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur, í þætti SJH s.l. mánudag. „Og ef að byggðirnar hverfa og útvegurinn leggst af í sjávar- þorpunum þá verður auðvitað allt annað líf á þessari eyju.“ Og frú Vigdís bætti við: „Ég held að þessi eyja sé ekki til þess fallin að reka hér borgríki." Geiri er ekki lengur á Guggunni. Hann þekkir tvenna tíma í sjávarútvegi. Fyrrum aflakóngur á flaggskipi ís- lenska flotans. Nú búinn að selja allt sitt hafurtask. Geiri skilur tilfinningu þess, sem húkir undir gafli með- an aðrir róa. Og hann veit manna best að nú getur eng- inn ungur maður, hversu duglegur og áræðinn sem hann er, byrjað útgerð nema með milljarða króna handa á milli. Menn sækja ekki lengur í sjómannafræðin. I spilavíti sjávarútvegsins snýst allt um að kaupa og selja bréf. Fjórir ungir menn í Bolungarvík, elstu verstöð lands- ins, keyptu sér leyfi til að veiða fisk á trillunni sinni. Þetta heitir að kaupa sér atvinnurétt. Fyrir þetta máttu þessir ungu og framsæknu menn reiða fram litlar hundr- að og þrjátíu milljónir króna. Þessu fé var ekki fundinn samastaður í fjárhirslum bæjarsjóðs Bolungarvíkur. Það rann heldur ekki í stóra gáminn við Arnarhvál, hvar ráðamenn yppa öxlum yfir tvísköttun lífeyrisþega á ári aldraðra. Nei, það rann beint í vasa einhvers eða ein- hverra, sem ,,áttu“ veiðiréttinn, höfðu þegið hann að gjöf frá þingmönnunum okkar. Það er rétt sem Stefán Jón Hafstein sagði í þætti sín- um á mánudaginn. Ef við viljum fórna mannlífinu og auðnum, sem felst í staðbundinni þekkingu og ríkidæm- inu sem felst í tengslum við landið og auðlindirnar, fyrir aðra hagsmuni, þá eigum við að segja það hreint út. Meðan við ekki svörum því, hverju við erum tilbúin að fórna, og hverju ekki, skulum við spara okkur mark- laust tuð um byggðastefnu. s.h. OÐÐ VIKUNNAÐ Ríkur Lýsingarorðið ríkur merkir nú efnaður eða vel fjáður. Til foma var merkingin aftur á móti voldugur. Reyndar fylgdu auðæfi oft völdum. f fornritum má hins vegar finna ýmis dæmi um efnaða menn sem töldust samt lítilmenni og valdalausir. Skyldleikann við völd má finna í orðinu ríki. Sá sem var ríkur réð yfir landsvæði og fólkinu sem þar bjó. Það var ríki hans. Solveig Thoroddsen kennari spjallar við nemanda sinn, Kjartan Trausta. Til hœgri á tölvu- skjánuin má sjá myndina úr skólastofunni sem Kjartan sér sín megin. Nemandi í Grunnskólanum á ísafírði á sjúkrahúsi syðra Stundar nám og heldur tengslum við félagana - með tilstuðlan myndfundabúnaðar frá Landssímanum Kjartan Trausti Þórisson, nemandi í 4. bekk S í Grunnskólanum á ísafirði, dvelst um þessar mundir á Landspítalanum í Reykjavík en stundar námið í gegnum myndfundabúnað. Hann þurfti að fara suður í krabba- meinsmeðferð í sex til sjö vikur en tekur samt sem áður virkan þátt í kennslu- stundum með skólasystkin- um sínum og jafnframt er hann í sambandi við þau í frímínútum. Einnig fær hann sjúkrakennslu hjá kennara sem kemur á spítalann syðra. „Hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna var okkur bent á að til væri myndfundabúnaður á sjúkrahúsinu og við leituð- um ráða til að útvega slíkan búnað hingað í skólann“, sagði Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson skólastjóri í samtali við blaðið. „Lands- síminn hér vestra brást mjög vel við og bauðst til að lána allan þann búnað sem til þyrfti, okkur að kostnaðar- lausu, og gekk þar fremstur Sveinbjörn Björnsson hjá Landssímanum á Isaftrði. Sveinbjöm hefur aðstoðað okkur á allan hátt og nú er búnaðurinn kominn í gagnið í kennslustofunni og nem- endurnir og kennarinn eru í sambandi við Kjartan Trausta þar sem hann dvelst syðra. Þetta er ekki síst til þess að rjúfa þá félagslegu ein- angrun sem fylgir sjúkrahús- dvöl í margar vikur fjarri sinni heimabyggð á meðan félagarnir eru heima og stunda skólann. Með þessu er verið að koma því til leið- ar að nemandinn sé eftir sem áður í tengslum við bekkinn sinn og kennara. Þetta hefur gengið mjög vel eftir að við vorum búin að læra á tækin. Núna erum við komin upp á lag með að nýta okkur búnaðinn og þetta er farið að rúlla ágæt- lega hjá okkur", sagði Kristinn. Kjartan Trausti er búinn að vera fyrir sunnan í nokkrar vikur og senn líður að því að hann komi vestur aftur og taki þátt í skóla- starfmu með þeim hætti sem venjulegastur er. Að sögn Kristins skólastjóra hefur hann stundað námið af áhuga og dugnaði, þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður og óvenjulega námstilhögun. Þegar Kjartan var spurður hvort honum þætti ekkert einkennilegt að sjá ljós- myndara í skólastofunni að vera að taka af honum myndir í gegnum mynd- sendibúnaðinn, þá sagði hann einfaldlega: „Ég er orðinn vanur því. Ég er bú- inn að vera þrisvar í mynda- tökum vegna fræðsluefnis fyrir Landspítalann. Frændi minn ætlar að gerast um- boðsmaður fyrir mig!“ í léttu spjalli við félaga sína, kennara, skólastjóra og gesti í gær nefndi Kjartan Trausti m.a„ að hann hefði fundið tvo hundraðkalla á gólftnu á sjúkrahúsinu vegna þess að þar væri lekur sjálfsali. Síðan tók hann fram kennslubók þar sem fjallað er um samheiti og fleira af því tagi. „Ég er bú- inn að ftnna tuttugu og sjö dæmi um samheiti og and- heiti“, sagði hann við kenn- ara sinn, Solveigu Thorodd- sen. „Vá, tuttugu og sjö!“ sagði einn af bekkjarfélög- unum. Þegar Solveig bað um nokkur dæmi um and- heiti, þá komu þau hvert af öðru frá Kjartani og bekkjar- systkinum hans: Gráta og hlæja, svart og hvítt, já og nei, sorg og gleði, nótt og dagur og svo framvegis. Síðan spjallaði Kristinn skólastjóri við Kjartan Trausta góða stund áður en hann þakkaði Landsímanum fyrir hjálpina. „Það hefur verið skemmtilegt og gef- andi fyrir okkur að geta nýtt okkur þennan búnað. Það hefur verið mjög verðmætt að fá að prófa þetta.“ ísaQörður Hádegis- leikhús Á föstudaginn kemur og næstu tvo föstudaga þar á efstir bjóða SKG- veitingar í samvinnu við unga ísfirska listamenn upp á hádegisleikhús á Hótel ísafirði. Flutt verður leikritið „Frátekið borð“ sem er létt verk undir leikstjórn Greips Gíslasonar. Miða- verði er stillt í hóf. V J ÍSAFJARÐARBÆR SUNDLAUGIN Á SUÐUREYRI ' I■■ Starfsmann vantar strax til starfa. Upplýsingar um starfið eru veittar hjá IJóhannesi Aðalbjömssyni í símum 456 6121 og 456 6156. íþróttafulltrúi ísafjarðarbœjar. Bolungarvík Dóp og ofbeldí Óvenju mikið annríki var hjá lögreglunni í Bol- ungarvík um síðustu helgi. Á föstudag og aðfaranótt laugardags voru fjórir öku- menn teknirfyrirofhraðan akstur, þar af þrír innan- bæjar og sá sem hraðast ók þar mældist á 80 km hraða. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir meinta ölvun við akstur. Lögreglan hafði margoft afskipti af ungl- ingum bæjarins og lagði hald á áfengi sem þeir höfðu meðferðis. Aðfara- nótt sunnudags gistu tveir aðilar fangageymslur vegna ölvunar og óspekta. Tilkynnt var um líkams- árás þessa nótt og miðar rannsókn vel. Ljóst er hverjir voru þar að verki án þess þó að játningar liggi fyrir. Þá kom upp eitt fíkniefnamál í Bolungar- vík um helgina og telst það upplýst. Um var að ræða vörslu á tæpu grammi af amfetamíni sem lögreglan lagði hald á auk ólöglegs eggvopns. Bolungarvík Nasco kaupir Nasco, eigandi Bakka í Bolungarvík hefur fjárfest í 65 metra löngu rækju- veiðiskipi frá Grænlandi. Stefnt er að því að skipið haldi til veiða fyrir Bakka eftir áramót en skipið er væntanlegt til landsins í næsta mánuði. Yfirmenn skipsins verða íslenskir en önnur áhöfn grænlensk. ísaflörður Útboð á vörnum Á fundi bæjarráðs ísa- fjarðarbæjar sl. mánudag varrætt um snjóflóðavarn- ir í Seljalandsmúla og hugsanlegar breytingar á hönnun þeirra. Samþykkt var að verkið við gerð varnanna verði boðið út fyrir næstu ára- mót. Aö® 2 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.