Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.11.1999, Page 6

Bæjarins besta - 17.11.1999, Page 6
Hér getur að líta gamla mynd af Faktorshúsinu og börn að leik fyrir utan. Börnin vinstra megin á myndinni munu vera systkinin Sigurður og Messíana Marsellíusdóttir, móðursystkini Aslaugar Jóh. Jensdóttur. A þessari gömlu mynd er gafl Faktorshússins til vinstri en í forgrunni er sérstœður og löngu horfinn skrúðgarður. Þessi mynd mun aldrei hafa birst áður. Faktorshúsið íHœstakaupstað eins og það lítur út nú, tilbúið að utan með sama lit ogþegar það var málað fyrst, en reyndar mun þetta vera fyrsta hús á Islandi sem var málað að utan. Að innan er það hins vegar „tilbúið undir kraftaverk“. Magnús Alfreðsson að störfum við endursmíðina. Endurbygging Faktorshússins í Hæstakaupstað MJklu dýrara en að byggja nýtt Ýmis stórvirki hafa verið unnin á Isafirði á seinni árum við að gera upp gömul og merkileg hús, allt frá því að ráðist var í endurbyggingu húsanna í Neðstakaupstað, elstu húsa bæjarins. Skemmst er að minnast umfjöllunar um endurbyggingu Edinborgar- hússins hér í blaðinu í síðustu viku. Eitt af elstu húsunum á Isa- firði er Faktorshúsið í Hæsta- kaupstað, sem formlega er skráð sem Aðalstræti 42. Það var reist á sínum stað árið 1788 og hafði þá verið flutt hingað tilsniðið frá Bergen. Vera má að það hafi þá verið tekið ofan ytra og sé því í raun ennþá eldra. Þekkt dæmi um slíka húsflutninga hér- lendis er íbúðarhús Ellefsens hvalveiðiforstjóra á Sólbakka í Önundarfirði, sem var tekið ofan og flutt til Reykjavíkur laust eftir síðustu aldamót og gegnir nú hlutverki ráðherra- bústaðar. Annað dæmi er hús- ið aðTúngötu 17 á ísafirði, en það var upphaflega reist á Uppsalaeyri í Seyðisfirði en var flutt til Isatjarðar um eða upp úr 1930. A seinni árum var Faktors- húsið í Hæstakaupstað komið í mikla niðurníðslu, skakkt og sligað og allt hið hraklegasta ásýndum. Nú hafa orðið veru- leg stakkaskipti frá því að framkvæmdir við endurbygg- ingu þess hófust 5. júní á síð- asta ári. Að mestu hefur Mag- nús Alfreðsson unnið þetta verk, þótt ýmsir hafí einnig komið að því með honum. Það var árið 1993 sem hjónin Aslaug Jóhanna Jens- dóttir og Magnús Alfreðsson húsasmíðameistari keyptu húsið, en Gistiheimili Aslaug- ar er þar steinsnar frá að Aust- urvegi 7. Þau ákváðu þá að fara til Bergen í „pílagríms- ferð“ og skoða gömlu húsin sem þar standa enn mörg sömu gerðar og frá svipuðum tíma. Það var hins vegar ekki fyrr en nú í haust sem þau fóru. Nú er húsið þeirra frá- gengið að utan og voru því síðustu forvöð að fara áður en gengið yrði frá því að innan. Þau Magnús og Áslaug höfðu undirbúið ferðina með ýmsum hætti og kynnt sér fyrirfram hvað þar væri hægt að sjá. Þar á meðal er „Gamla Bergen“, hverfi í ætt við Árbæjarsafnið í Reykjavík, þar sem saman eru komin mörg merkileg hús fyrri tíma. Þar komu þau m.a. í upplýsingamiðstöð rétt utan við Bergen, sem er í húsi frá 18. öld sem nú stendur á sín- um þriðja stað. Sá munur er mest áberandi á húsunum frá þessum tíma í Bergen og svipuðum húsum hér, að þar eru þau eru jafnan með steinskífum á þökum en slíkt tíðkaðist ekki hér. Húsið við Austurveg er með timbur- klæddu þaki og tjörubornu eins og það mun hafa verið í öndverðu og ilmar af tjörunni. Þetta hús er einnig merki- legt fyrir þá sök, að það mun vera fyrsta hús á íslandi sem vitað er til að hafi verið málað og í tilefni þess fengu þau Magnús og Áslaug málning- arstyrk frá Hörpu í fyrra. Þegar skafið var í gegnum málning- arlögin á húsinu fannst upp- haflegi liturinn og nú hefur húsið á ný verið málað í þeim lit sem það bar eftir að það var málað í fyrsta sinn. Áslaug segir að það sé vissulega miklu dýrara að gera upp hús af þessu tagi í sem upprunalegastri mynd en að byggja nýtt. „Það er ekki spuming. Og ekki bara dýrara, heldurlíka miklu flóknara, því að fara verður eftir allskonar reglugerðum og kvöðurn sem gilda um friðlýst hús og reynl er að hafa allt sem uppruna- legast. Til dæmis kostaði það ekki litla leit og fyrirhöfn að finna línoleum-gluggamáln- ingu af sambærilegri tegund og upphafleg var og sama gildir um tjöruefnið sem borið var á þakið. Litaval og annað fer því alls ekki endilega eftir okkar smekk, heldur er leitast við að hafa allt sem næst því sem eitt sinn var.“ Mikil undirbúningsvinna stóð í fimm ár frá því að húsið var keypt og þangað til hafist var handa í fyrra. Húsið var orðið rammskakkt og sligað eins og gamall áburðarjálkur, útveggir hölluðust og mænir- inn var fjarri því að vera beinn. Byggt hafði verið við húsið alllöngu sfðar og í viðbótinni voru steypukleprar milli laga og þar hafði fúnað í kring. Hins vegar reyndist liinn gamli meginhluti hússins í ótrúlega góðu standi þegar rifið var utan af honum. Nú eru á húsinu fjórirkvistir og allir af sömu stærð. Fjar- lægður var stærri kvistur sem var að vísu mjög gamall en ekki upprunalegur. Það eru mörg handtökin sem fylgja þessu verki. Nefna má að það tók tíu daga eða meira að brjóta niður steyptan klefa sem gerður hafði verið í húsinu á fjórða áratugnum sem skjalageymsla fyrir Raf- veitu Isafjarðarog Sjúkrasam- lagið sem voru þarna til húsa. Það gekk mjög erfíðlega að brjóta klefann niður því að hann var mjög rammgerður. Ekki var klefrnn notaður lengi sem skjalageymsla en eftir það var hann notaður sem búr, þegar þarna bjuggu hjónin Lára og Guðmundur, foreldrar séra Lárusar sem eitt sinn var prestur í Holti. Áslaug og Magnús hafa heimsótt fólk sem átt hefur heima í húsinu til þess að fræðast sem rnest um sögu þess og m.a. áskotnaðist þeim austur á Selfossi mynd af hús- inu og sérstæðum garði sem þá var við það. Sú mynd fylgir hér með og mun hvergi hafa birst áður. Garðurinn er nú löngu horfmn en hann mætti kallast forfaðir Austurvallar. Húsið að Austurvegi 7, þar rétt hjá, var byggt árið 1942 og í síðasta lagi hefur þessi garður horfið þá. Innan dyra er húsið nú „til- búið undir kraftaverk“, eins og Áslaug kemst að orði og margar vinnustundir eftir, en stefnt er að því að það verið fullklárað á næsta ári. Ekki hentar húsið til nota sem gisti- heimili. Það er hins vegar í hjarta bæjarins og hugmyndir eru um að þar verði einhver daglegur rekstur þar sem fólk geti komið. Ekki er ósennilegt að þar verði einhver veitinga- sala og pláss fyrir sýningar og litlar samkomur. Uppi er ætlunin að verði lítil íbúð í öðrum endanum. Á næstunni verður frum- sýnd í Sjónvarpinu ný heimildamynd eftir Finn- boga Hermannsson út- varpsmann á Isafirði. Hún ber heitið „Það kom svolítið rafmagn" en það er hið hóg- væra svar sem einkennir Skaftfellinga. Myndin greinir frá raf- væðingu íslenskra sveita og fjallar einkum um Bjarna Runólfsson, sem var bóndasonur og bóndi í Hólmi í Landbroti. Bjarni var allsendis óskólageng- inn en vann stórvirki í raf- væðingu landsbyggðarinn- ar. ekki aðeins í sinni sýslu, heldur víða um land. Árið 1913 kom austur í Landbrot Halldór Guðmundsson frá Eyjarhólum í Mýrdal, sem nefndur hefur verið fyrsti raffræðingurinn sem starf- aði hérlendis, og kom þá upp hei marafstöð í Þy kkva- bæ í Landbroti. Árið 1921 virkjaði Bjami Runólfsson í Hólmi Skaftá, í rás milli túnsins í Hólmi og hraunranans sem Jón eldklerkur stöðvaði í ánni á Þorláksmessu á sumri árið 1783. Sú virkjun gengur enn, að vísu endurbætt, eftir öll þessi ár. Upp úr þessu fór Bjarni að framleiða rafstöðvar í stórum stfl. Málmurinn til smíðanna var dýr og þess vegna sóttu menn mjög efni í strönduð skip á Meðal- landssandi. Til starfa með Bjarna réðust bræður tveir, þeir Sigurjón og Eiríkur Björnssynir frá Svínadal í Skaftártungu. Eiríkur and- aðist á síðasta ári, nær tí- ræður að aldri, en kemur mjög við sögu í mynd Finn- boga. Þessirmenn smíðuðu samtals hátt á annað hundr- að rafstöðvar víðs vegar um land. Fyrir utan Vestur- Skaftafellssýslu voru þær flestar í Suður-Þingeyjar- sýslu eða nærri þrjátíu. Vasabók á dönsku Til þessara tækniverka höfðu menn þessir enga skólagöngu og enga bók- lega menntun, nema hvað þeir studdust við handbók á dönsku sem hét „Lomme- bog for Mekanikere“. Eig- inkona Bjarna hafði hins vegar gengið á kvennaskóla og gat aðstoðað þá við að ráða fram úr textanum. Margar af rafstöðvum Bjarna og félaga hans eru enn í gangi. Þar á meðal má nefna hér á Vestfjörðum rafstöðvar á Hnjóti í Ör- lygshöfn, í Kvígindisdal og víðar. „Þetta eru nánast ei- lífðarvélar“, segir Finnbogi. í Hólmi kom Bjarni upp smiðju sem enn er alveg með sömu ummerkjum og þegar hann andaðist fyrir aldur frarn árið 1938 eða fyrir meira en sextíu árum. Vinnan við þessa heim- ildamynd hefur tekið Finn- boga nær sex ár og öll sunt- artrí hafa verið notuð til ferða austur í Skaftafells- sýslu og víðar til að safna 6 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.