Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.11.1999, Síða 7

Bæjarins besta - 17.11.1999, Síða 7
Þriðja heimildamynd Finnboga Hermannssonar frumsýnd „Þaö kom svolítíð I skólastofunni í smíðaskólanum í Hólmi í Landbroti, þar sem allt er með sömu ummerkjum og þegar síðustu kennslu- stund lauk fyrir mörgum úratugum. heimildum. Samverkamaður hans hefur verið Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðar- maður sem hefur séð um tæknilegu hliðina en Finnbogi annaðist heimildavinnu og handritsgerð og er framleið- andi myndarinnar. Þetta er þriðja heimilda- mynd Finnboga Hermanns- sonar. Með þeim hefur hann unnið ómetanlegt starf í þágu íslenskrar atvinnu- og menn- ingarsögu og bjargað verð- mætum sem nú væru ella glöt- uð. Heimildamenn hans hafa margir verið orðnir háaldraðir og hafa iðulega ekki lifað að sjá myndirnar. Samstarf Finnboga og Hjálmtýs byrjaði með heim- ildamyndinni „Af sfldinni öll við urðum rík / á Ingólfsfirði og Djúpavtk“. Það er nokkuð löng mynd sem þeir gerðu á síðasta áratug og var frum- sýnd í Sjónvarpinu árið 1987. Síðan gerðu þeir mynd um sögu bílsins á Islandi en nafn hennar er fengið úr k væði eftir Þórarin Eldjárn: Konsúll Thomsen keypti bíl. Sam- starfsmaður þeirra við þá mynd var bílasérfræðingurinn og sálfræðingurinn Ásgeir Sigurgestsson, en Finnbogi er einnig mikill áhugamaður og fróðleiksmaður unt bíla. Rafmagnið fór upp í móti Rafmagnið þótti mikið galdraverk í árdaga þess hér- lendis eins og annars staðar. Mönnum austur í Skaftafells- sýslu þótti t.d. nrerkilegt hvað „rafið“ var fljótt á leiðinni. Þegar einhver kveikti á niðri í virkjun og fór svo rakleiðis heim, þá var rafið komið upp í bæ langt á undan honum - og það meira að segja upp í móti! Oft voru bæjarlækirnir virkjaðir og yfirleitt skiluðu stöðvarnar hver um sig raf- nragni fyrir eitt býli. „Framtakssemi og hugvit þessara manna koma mjög á óvart, þegar grannt er skoð- að“, segir Finnbogi. „Smíðin var nákvæmnisvinna og hver hlutur steyptur eða renndur eða smíðaður við hinar frum- stæðustu aðstæður. Þessir bændur kunnu allt og gátu allt og smíðuðu meira að segja frummótin fyrir málmsteyp- una sjálfír. Sumir gleymdu að fylgjast með því hvað þeir voru orðnir garnlir og voru að skarka áVíbonum sínum niðri á sandi fram á tíræðisaldur eins og ekkert væri og höfðu ekki litið á almanak í hundrað ár. Það kemur fram í mynd- inni.“ Meira að segja krítin á töflunni Að sögn þeirra sem séð hafa myndina er þokki yfir henni (meðal þeirra er sá er þetta ritar). Ýmsu fleiru en sjálfri rafvæðingunni eru gerð skil. Tæpum áratug eftir að Bjarni í Hólmi dó var reist þar skóla- hús og Valdimar bróðir Bjarna setti á stofn smíðaskóla til þess að bændasynir og aðrir gætu orðið búhagir, eins og kallað var. Skólinn var rekinn til 1963 og stendur enn með sínu fornfálega vélaverkstæði í kjallaranum, þar sem allt var knúið af einum öxli með afli Skaftár. I skólahúsinu er allt óhreyft frá því að skólahald- inu lauk, meira segja krítin á töflunni. „Það er dýrmætt að hafa náð þessu á mynd“, segir Finnbogi. „En auðvitað þarf að varðveita þessa hluti og koma þeim í stand.“ - Hvaða mynd er næst? Nú hlýtur að vera tómarúm... „Það er reyndar eitt verkefni sem hefur blasað við okkur lengi en það er myndgerð um Jón Thorberg, húskarl á Litla- nesi í Múlasveit í Barða- strandarsýslu. Hann var ein- fættur og hækjurnar hans eru ennþá til á safninu á Hnjóti og blekbyttan sem hann drakk úr steinolíuna", segir Finn- bogi. „Saga hans gæti veitt nokkra innsýn f kjör fatlaðra á Islandi um síðustu aldanrót og reyndar langt fram eftir öldinni. Þessi maður gekk að öllum verkum með fötlun sinni, slætti og meira að segja smalamennsku.“ Þeir voru úr leðri... Sjúkrasaga Jóns Thorberg er til mjög nákvæm í gögnum Guðmundar Magnússonar prófessors sem tók af honum fótinn laust eftir aldamótin. Það kom fgerð í fótinn á Jóni þegar hann var á vertíð. Hann var í klossum og fór ekki úr þeim og fóturinn soðnaði. Það varð að skera utan af honum klossana og þegar Stefán Jónsson fréttamaður spurði hann löngu síðar hvort þetta hefði ekki verið sárt og átti við þegar fóturinn var tekinn af, þá svaraði Jón: Þeir voru úr leðri, og átti við að það hefði verið sárt að sjá á eftir svo vönduðum klossum. Finnbogi getur þeirrar ný- lundu að nú sé orðin mikil spurn hjáerlendum sjónvarps- stöðvum eftir íslenskum heimildamyndum. Það hefur ekki verið áður. Island er „inni“ um þessar mundir, eins og kallað er, hvort sem það er e r r . . r Bjork að þakka eða einhverju - sumarfn utvar|)Miiaiinsms a öðru. r Tilbúnar sama daginn I lokin á þessu spjalli er rétt að nrinnast á ævisöguna (ást- ar- og reynslusöguna) um Huldu Valdimarsdóttur Ritc- hie frá Heimabæ í Hnífsdal, sem Finnbogi skrifaði og kom út fyrir skömrnu. Hún hefur selst vel og önnur pöntun á leiðinni í Bókhlöðuna á Isa- firði. Það er sérkennileg til- viljun, að bókin, sem var um eitt ár í smíðum, og áðurnefnd heimildamynd, sem tók mörg ár að gera, voru tilbúnar úr vinnslu sama daginn í síð asta mánuði. Þetta eru mjög ólík verk en samt liggur mikil heimilda- vinna að baki þeim báðum. „Eg átti þ e s s kost að fá allt bréfa- s a f n Huldu, þar á meða voru mörg bréf frá eig- inmanni hennar, Samuel Ritc- hie, sem kom til Hnífsdals árið 1941 ásamt fleiri hermönnum. Þeir aðlöguðust fljótt fólk- inu þar, hættu að bera vopn og voru þekktir sem heima- menn. Samuel skrifaði dag- bók þegar hann var hér og einnig í Reykjavík og var vel ritfær maður.“ Já, jafnan hlýtur að vera tómarúm að verkalokum. Finnbogi hefur þegar gert þrjár stórmerkar heimilda- rnyndir um íslenska at- vinnusögu. Nú er að vona að að hann eigi eftir sem allra llest og lengst sumarfrí - og noti þau nteð sambærilegum hætti og hingað til. -h. Finnbogi Hermannsson með bókina sína um Huldu . Isafirði eru ómetanleg fyrir íslenska atvinnu- og menningar- sögu MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 7

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.