Bæjarins besta


Bæjarins besta - 17.11.1999, Page 8

Bæjarins besta - 17.11.1999, Page 8
Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og staðardagskrárfulltrúi ísafjarðarbæjar skrifar 1B 15 ára Það hefur ekki farið framhjá lesendum Bæj- arins besta að nú eru 15 ár að baki. Vísirinn að því sem nú er, var aug- lýsingablað og dagskrá. Héraðsfréttablöð hafa átt undir högg að sækja á Islandi síðustu árin. Skýringarinnar er að leita í stöðugt auknu framboði afþreyingar- efnis þar sem útvörp og sjónvörp landsins ganga fremst í flokki. Stundum hvarflar að hugsandi mönnum, að lestrar- kunnáttu fari hrakandi, að minnsta kosti minnk- ar lestraráhuginn. Lestur er þeirrar náttúru að vera skapandi iðja. Hann örvar hugann og krefur um viðbrögð og krefst áreynslu, sem ekki fylg- ir sjónvarpsglápi eða því að hlusta á sargið í glamúr útvörpunum. Hitt héraðsfréttablaðið leið undir lok því miður. Það er hollt að fá fleiri sjónarhom en eitt. Póli- tísku blöðin eru líkt og draugar vakin upp um kosningar og jól. Krafturinn í blaðaflór- unni á Isafirði er ekki samur og fyrr. Væri ekki fyrir BB myndi hið dag- lega líf hér um slóðir vera mun snauðara en ella. Kostir héraðsfrétta- blaða eru þeir að þau geta leyft sér annað og nánara sjónarhorn á umhverfið en landsblöð- in og útvörpin og sjón- vörpin ráða við. Hér er þó Svæðisútvarp Vest- fjarða undanskilið, en það er hliðstæða BB á öldum ljósvakans að mörgu leyti. En héraðs- fréttablöð eiga ekki kost á því að kafa djúpt í mál líðandi stundar. Til þess eru þau of smá. Þar á svæðisútvarpið oft betri leik. En á móti kemur að BB hefur birt mörg góð og gagnleg viðtöl þar sem sjónarmið íbúanna á Vestfjörðum koma fram og oft skemmtileg- ar frásagnir. Ymsir fastir liðir hafa verið lengi í blaðinu. Meðal þeirra er þessi, sem sumir við- mælenda í afmælisblað- inu gagnrýndu og töldu eina löst blaðsins. Ekki er ætlunin að líkja þess- um vettvangi við Reykjavíkurbréf Morg- unblaðsins, sem einnig er nafnlaust, þótt sumir telji sig kenna höfund eða höfunda þess oftar en ella. Það er auðvitað ágiskunin ein. Oft hefur sú gagnrýni heyrst að tónninn í þessum penna sé daufur. Aðfinnslurnar V eru frekar á þann veg. En meðalhófið er vand- ratað. Helst eru það yfirvöld ríkis og bæjar sem hafa orðið skot- spónn bleksins sem hrýtur úr pennanum. Sjaldan er það mjög svart og lang oftast þvæst það af. En menn skyldu ekki gleyma því, að bæjarstjórn og þjón- ustofnanir hennar eru ekki yfir gagnrýni hafn- ar fremur en hinar sem tilheyra ríkinu og skulu þjóna fólkinu. Það er einfaldlega partur af lýðræðinu að ræða á opinberum vettvangi það sem betur má fara. Ekki nota pólitíkusarnir Skoðanir Stakkur skrifar vettvanginn sem BB býður í hverri viku til að segja frá skyldum sínum og verkum. Aðrir þættir sem ber að lofa eru leiðarar blaðsins, en þeir eru oft prýðilegir og stundum hreint ágætir. Svo hefur blaðið birt jólasögu um hver jól um langt bil. Framhaldið og umhverfið Lesendur eru hvattir til að nota BB sem vettvang til skoðana- skipta og til þess að leita upplýsinga, sem borgararnir eiga rétt á samkvæmt lögum, en veigra sér stundum við að ganga eftir. Fréttir blaðsins bera þess stundum merki að hér- aðsfréttablað hefur ekki tök á umfangsmikilli fréttaöflun, en oft hefur tekist vel til og stund- um hefur BB tekist að ryðja brautina. Þar hef- ur samkeppni mikið að segja til að halda uppi heilbrigðum metnaði. Helsti keppinauturinn er Svæðisútvarpið, þótt þar sé ólíku saman að jafna. Umhverfi okkar á Vestfjörðum er undir- orpið miklum breyting- um og ekkert stendur kyrrt. Þess vegna á BB mikið erindi við lesend- ur sína og þeir við blað- ið. Vonandi heldur þetta samband lesenda og blaðs áfram báðum til góðs og megi það þríf- ast vaxa og dafna á komandi árum og halda áfram að skipa sé sess í samfélaginu. Þannig er tilganginum best þjón- að og sérstaklega fyrir lesendur. J Sía ardagskrá 21 fyrír ísafjaröarbæ í lok síðasta árs hófu 31 íslenskt sveitarfélag þátttöku í samstarfsverkefni umhverf- isráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21), sem er heildar- áætlun um þróun einstakra samfélaga fram á 21. öldina. Þessi áætlun á að vera nokk- urs konar forskrift að sjálf- bærri þróun, þ.e. lýsing á því hvernig samfélagið ætlar að fara að því að try ggj a komandi kynslóðum viðunandi lífsskil- yrði á Jörðinni. Eitt aðalatriðið er að umhverfismál verði al- drei slitin úr samhengi við önnur mál, heldur beri að líta á áhrif mannsins á umhverfi sitt í víðu samhengi. Ráðstefnan í Ríó Á heimsráðstefnu Samein- uðu þjóðanna urn umhverfi og þróun í Ríó 1992 sam- þykktu fulltrúar 179 þjóða ályktun sem nefnd hefur verið Dagskrá 21 (Agenda 21). Þar er kveðið á um að sérhvert ríki skuli gera áætlun um þró- un fram á næstu öld. Áætlunin taki til vistfræðilegra, efna- hagslegra og félagslegra þátta og hafi markmiðið um sjálf- bæra þróun að leiðarljósi. „Sjálfbœrþróun erþróun sem gerirokkur kleift að mœta þörfum okkar án þess að stofna í voða möguleikum komandi kynslóða á að mœta sínum þörfum. “ (Gro Harlem Brundtland, 1987). „ Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar. Við höfum hana að lánifrá börn- unum okkar.“ (Aldagamalt máltœki frá Kenía). Staðardagskrá ísaljarðarbæjar í byrjun ársins 1999 var skipaður stýrihópur á vegum sveitarfélagsins með það hlut- verk að móta stefnu ísafjarð- arbæjar í umhverfismálum. Hópurinn er þverfaglegur og var hann valinn með það fyrir augum að skapa sem breið- astan þekkingargrunn. Fulltrúar í hópnum eru: Ant- on Helgason, heilbrigðisfull- trúi Vestfjarða; Dorothee Lu- becki, ferðamálafulltrúi Vest- fjarða; Elísabet Gunnarsdóttir, arkitekt; Halldór Halldórsson, bæjarstjóri; Hildur Halldórs- dóttir, líffræðingur; Ingimar Halidórsson, útgerðarstjóri; Jón Reynir Sigurvinsson, jarðfræðingur; Judith Amalía Jóhannsdóttir, nemi; Karitas Pálsdóttir, Vlf. Baldri; Sæ- mundur Kr. Þorvaldsson, bóndi; og Þorleifur Eiríksson, dýrafræðingur. Starfsmaður hópsins er Rúnar Oli Karlsson landfræð- ingur og hóf hann störf í byrj- un september 1999. Samband íslenskra sveitarfélaga og um- hverfisráðuneytið hafa lagt línurnar í vinnu verkefnisins og skipt því í fimm verkþætti: 1. Núverandi staða skil- greind. Orkubú Vestfjarða Stakkanesi 1 • ísafirði • Sími 456 3211 Velstjorar,; rafiðnaðarmenn! Orkubú Vestfjarða óskareftirað ráða starfs- mann í vinnuflokk Orkubúsins í Vestur-Barða- strandarsýslu. Aðsetur vinnufiokksins er á Patreksfirði. Óskað er eftir vélstjóra eða rafveituvirkja. Umsóknir um starfið sendist Orkubúi Vest- fjarða, Stakkanesi 1, 400 ísafirði, fyrir 24. nóvember nk. Upplýsingarum starfið gefa Jakob Ólafsson og Kristján Haraldsson í síma 450 3211 og Runólfur Ingólfsson í síma 456 1411. Upplýsingarum Orkubú Vestfjarða má finna á vefsíðum fyrirtækisins http://www.ov.is/ 2. Sett fram markmið og áhrif af þeim á umhverfi og fjárhag skilgreind. 3. Gerðar starfs- og tíma- áætlanir. 4. Áform í umhverfismál- um framkvæmd. 5. Starfið endurmetið. Helstu málaflokkar I Isafjarðarbæ er nú verið að vinna að núverandi stöðu. Málaflokkarnir sem unnið er að eru m.a.: Holrcesi og fráveitumál. Úrgangur frá heimilum og fyrirtœkjum. Náttúrumeng- un. Gæði neysluvatns. Há- vaði og loftmengun. Menn- ingarminjar og náttúru- vernd. Umhverfisfrœðsla í skólum. Orkusparnaður. Skipulagsmál og umferð. Varnir gegn meindýrum. Samfélagsgerð og lýðrœði. Ætlunin er að reyna að ljúka vinnu við stöðumatið í byrjun nóvember 1999. Mjög erfitt er að setja saman vinnuáætlun með tímamörk- um, því að svona verkefni hefur aldrei verið unnið á landinu og því er hugmyndin sú, að vanda frekar til verks- ins, en að reyna að ljúka því fyrir ákveðinn tíma. Þó er ætlunin að reyna að koma verkinu til samþykktar hjá Rúnar Óli Karlsson. bæjaryfirvöldum seint næsta vor. „í samráði við íbúana“ í samþykkt frá Ríó er sér- staklega tekið fram, að sveit- arstjórnir skuli búa til Staðar- dagskrá 21 „í samráði við íbú- ana á hverjum stað“. Til að koma á móts við þetta er ætl- unin að vera með nokkurs konar umhverfismáladálk í BB öðru hverju í vetur. Þar munu meðlimir starfshópsins tjá sig um ýmis málefni er tengjast verkefninu og einnig gefst öllum sem vilja kostur á að tjá sig um allt sem við- kemur umhverfismálum sveit- arfélagsins. Það er von allra þeirra sem starfa að þessum málum fyrir sveitarfélagið, að bæjarbúar allir verði virkir og jákvæðir í garð þess starfs sem nú er að fara í hönd, því margar hendur vinna létt verk. - Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og staðardagskrár- fulltrúi Isafjarðarbœjar. 1 L SVÆÐISSKRIFSTOFA MALEFNA FATLAÐRA VESTFJÖRÐUM Dósamóttakan í Bræðratungu Móttakan er opin mánudaga og föstu- daga kl. 17:00-20:00. Aðeins er tekið við þeim umbúðum sem skilagjald hefur verið greitt fyrir. Ekki djúsbrúsum eða krukkum. Vinsamlegast hafið dósir, plast oggler í sér pokum og merkið magn (fjölda) hverrar tegundar. í dósapoka eiga að vera 150 stk. Plastfiöskur eiga að vera 50 stk. Glerflöskur eiga að vera 50. stk. J Verslunarhúsnæði Til sölu eða leigu er 488m2 verslunarhús- næði, hæð og kjallari, að Aðalstræti 21-23 í Bolungarvík. Allar nánari upplýsingar fást hjá fasteigna- sölu Tryggva Guðmundssonar hdl., Hafnar- stræti 1, ísafirði, sími 456 3244. 8 MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.