Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.01.2000, Síða 6

Bæjarins besta - 12.01.2000, Síða 6
- segir Heimir Hansson sagnfræðingur, nýráðinn safnvörður við Byggðasafn VestQarða, einn af þeim furðu- mörgu sem snúið hafa aftur á heimaslóð að loknu framhaldsnámi Um miðjan desember kom Heimir G. Hans- son til starfa sem safnvörður við Byggðasafn Vestfjarða. Hann er ísfírðingur að uppruna, fæddur 1968, sonur hjónanna Þóru Gestsdóttur og Hans W. Haraldssonar, sem til skamms tíma bjuggu á Isafirði. Heimir lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á ísafirði vorið 1988 og fór eftir það til framhaldsnáms, fyrst í Reykjavík og síðan erlendis en er nú kominn aftur heim á æskuslóðir. Sama gildir um sambýliskonu hans, Dagnýju Sveinbjörnsdóttur. Foreldrar hennareru hjónin Hlíf Guðmundsdóttir og Sveinbjörn Björnsson á Isafirði. Dagný lauk á sínum tíma á stúdents- prófi frá MÍ og fór í burt að því loknu. Hún er líka komin aftur heim að loknu framhaldsnámi syðra og vestanhafs; var reyndar komin vestur alllöngu á undan Heimi og farin að vinna hér. Heimir Gestur Hansson lagði stund á sagnfræði í Há- skóla Islands og lauk þaðan BA-prófi 1993. Hann fór síð- an til framhaldsnáms í Leeds á Englandi og tók þar meist- arapróf í grein sinni. Að því loknu var hann í Reykjavík um skeið við störf tengd sagn- fræði, bæði í eigin nafni og fyrir aðra, en síðustu tvö árin tæplega var hann safnvörður í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Tilhögun í því húsi er með nokkuð öðru sniði en hér vestra, því að þar er allt undir sama þaki, byggðasafn, bókasafn, skjalasafn, náttúru- gripasafn og listasafn. „Við vorum þrjú sem unnum við þessi söfn og þess vegna var reynslan nokkuð fjölbreytt“, segir Heimir, „en fyrst og fremst voru þó byggðasafnið og skjalasafnið á minni könnu." Hann veit þess vegna nokkuð vel að hverju hann gengur í sínu nýja starfi hér. Dvölin í Leeds „Námstfminn í Leeds var mjög skemmtilegur“, segir Heimir, en viðfangsefni hans til meistaraprófs voru einkum alþjóðasamskipti á 20. öld í sögulegu samhengi. „Námið var svo sem ágætt en fyrst og fremst þótti mér sjálf dvölin þarna víkka sjóndeildarhring- inn ótrúlega mikið. Eg bjó á eins konar stúdentagarði í fé- lagi við sjö aðra nemendur, þar sem hver hafði sínar vist- arverur en sameiginlegt eld- hús og setustofu. Þar voru meðal annarra þnr Arabar, einn nemandi frá Singapore og einn frá Indónesíu, þannig að þetta var fjölþjóðasamfélag og mjög lærdómsríkt. Eigin- lega brá mér hálfvegis við þessi kynni. Maður var svo gegnsýrður af fréttaflutningi að það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá að þarna bjuggu Arabar var þetta: Nú verða einhver vandræði; Ar- öbum fylgja alltaf einhver vandræði. Þannig er ímyndin í fréttum. Svo reyndust þetta vera öndvegismenn.“ Einn af þessum arabísku fé- lögum Heimis hafði á sínum tíma orðið heimsmeistari barna í skák og kannaðist við helstu skákmenn Islendinga. Þegar hann var innan við tví- tugt lenti hann með einhverj- um hætti upp á kant við skák- forystuna í heimalandi sínu, Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, og hætti að tetla. Að tefla við konu „Við vorum tveir Islending- ar á þessum garði", segir Heimir. „Hinn varSverrir Jak- obsson [annar af tvíburunum sem margir kannast við úr spurningakeppni framhalds- skólannaj og má segja að við höfum fengið þennan mann til að taka fram taflborðið á ný. Við skráðum hann í at- skákmót sem fram fór í Leeds, þar sem ýmsir af sterkustu skákmönnum Englendinga voru meðal keppenda. Hann tefldi þarna í fyrsta sinn eftir um tíu ára hlé og varð í öðru sæti. Reyndar var hann ekki viss hvort hann myndi halda áfram að tefla eftir að hann kæmi heim. En við fórum allir út að borða fyrir hluta af verð- launafénu." Atvik sem varðar ólíka menningarheima er Heimi minnisstætt varðandi þennan ágæta mann og þátttöku hans í skákmótinu. I einni umferð- inni lenti hann í þeirri hremm- ingu að þurfa að tefla við konu. Honum þótti sér mis- boðið með þessu, jafnvel þótt hún væri stórmeistari, og mátti ekki hugsa þá hugsun til enda að tapa fyrir kven- manni. Sem beturferfórhann með sigur af hólmi. Eins og vænta má höfðu Arabarnir bænateppið jafnan með í för og notuðu það á vissum tímum á hverjum degi og málti ekki út af bregða. Ólíkur grunnur „Skólafélagar okkar Islend- inganna voru hissa á okkur að fara í framhaldsnám á eigin vegum. Þeir voru allirkostaðir af stofnunum eða fyrirtækjum sem þeir unnu hjá og botnuðu ekkert í mönnum að vera að fara í dýrt framhaldsnám upp á eigin spýtur, eingöngu í þeirri von að fá ef til vill ein- hverja vinnu við hæfi. Einn nemendanna frá SAF sem hafði verið sendur í fram- haldsnám var einn af túlkum forseta rfkisins. Einhverju sinni vorum við að horfa á sjónvarpsfréttir og þar sagði frá ítölskum fótboltamanni og samningi sent tryggði honum eitthvað um hundrað milljónir króna í árslaun. Þessum ara- bíska félaga okkar þótti þetta mikið og sagði: Það tekur mig örugglega þrjú eða fjögur ár að vinna fyrir árslaununum hans. En við Islendingarnir þögðum og létum ekkert uppi hvað það tæki okkur langan tíma að vinna fyrir slíkri upphæð." - Getur það yfirleitt borgað sig að fara í framhaldsnám í sagnfræði eða öðrum slíkum greinum? „Sagnfræðinám er ef til vill ekki heppilegasta leiðin til þess að verða ríkur. Væntan- lega borgar það sig ekki í pen- ingum en á hinn bóginn gefur það manni margt annað sem erfitt er að meta til fjár. Pen- ingalega er þetta sjál fsagt ekk- ert vit en þegar allt er tekið með í reikninginn skaðast maður væntanlega ekki á því að mennta sig.“ Það kom Heimi á óvart hversu margt var í Leeds og þar í kring af fólki sem tengd- ist Islandi á einhvern hátt. „Reyndareríslenskudeild við háskólann í Leeds og dálítið íslenskt bókasafn sem er hluti af bókasafni skólans. Annar tveggja Englendinga sem stjórnuðu íslenskudeildinni var mjög duglegur að halda uppi samkvæmislífí meðal ís- lendinga og íslenskumælandi fólks á svæðinu. Það var á þriðja tug fólks úr Leeds og allra næsta nágrenni sem safn- aðist til hans í heimboðum.“ Lítil ryk í deildinni - Var löngu ákveðið að fara í sagnfræðinám eða var það tilviljun? Ætli þú hafir búist við því fyrir tvítugt að verða kominn á safn fyrir þrítugt? „Eg vissi í rauninni ekki almennilega hvað ég vildi læra, en ég hafði alltaf gaman af sögu og mér hafði gengið ágætlega að læra hana. Ég ákvað að prófa þetta nám og sjá hvort ég entist í því eða fyndi eitthvað annað sem ég yrði spenntari fyrir. Svo fór að ég hugsaði ekkert meira um að skipta. Námið féll mér strax vel og deildin kom mér á óvart. Ég hafði séð þetta fyrir mér sem talsvert ryk- fallna háskóladeild en annað kom á daginn. Kennaraliðið reyndist góð blanda af eldri og reyndari mönnum og yngri mönnum með ferskar hug- myndir. Þetta var mjög skemmtilegt og nemendahóp- urinn var stór og samstæður. Um það leyti sem ég var að 6 MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 2000

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.