Bæjarins besta - 12.01.2000, Blaðsíða 9
Frá hófinu í Félagsheimilinu í Hnífsdal. F.v. Guöni Ó. Guðnason sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Baldurs Inga Jónassonar, Arni Traustason sem tók við viðurkenningu fyrir
hönd Ólafs Th. Árnasonar, Lára Bettý Harðardóttir, Guðný Ósk Þórsdóttir, Jens Magnússon, Anna Elín Hjálmarsdóttir, Halldór Ingi Skarphéðinsson og Tryggvi Guðmundsson sem
tók við viðurkenningu fyrir hönd Auðuns Einarssonar. Til hliðar við hópinn eru Björn Helgason, íþrótta- og œskulýðsfulltrúi ísafjarðarbœjar og Elías Oddsson.
íþróttamaður (ísaflarðar) ísafjarðarbæjar útnefndur í 20. sinn
Ólafur Th. Árna-
son hlaut hnossið
Arni Traustason, faðir Ólafs Th. tekur við bikarnum úr
hendi Guðna Geirs Jóhannessonar, forseta bœjarstjórnar
Isafjarðarbœjar.
Skíðagöngumaðurinn
Ólafur Th. Arnason var
kjörinn Iþróttamaður Isa-
fjarðarbæjar 1999. Valið var
kunngert í hófi sem haldið
var í Félagsheintilinu í
Hnífsdal miðvikudaginn 5.
janúar sl. Ólafur gat ekki
verið viðstaddur útnefning-
una þar sem hann er við æf-
ingar Lillehammer í Noregi
og veitti faðir hans Árni
Traustason bikarnum eftir-
sótta viðtöku.
Ólafur, sem fæddur er árið
1981, vann til tvennra gull-
verðlauna á bikarmótum
SKÍ á síðasta ári auk fimm
silfurverðlauna. Þá vann
hann gullverðlaun í 10 km
göngu 17-19 ára á Skíða-
móti íslands, silfurverðlaun
í 15 km göngu, bronsverð-
laun í boðgöngu og gull-
verðlaun í göngutvíkeppni á
sama móti. Hann vann einn-
ig gullverðlaun á bikarmóti
SKÍ sem haldið var á Akur-
eyri. Þá má geta þess að
Ólafur sigraði í Óshlíðar-
hlaupinu á síðsta ári auk
þess sem hann náði þriðja
besta tíma íslendinga í hálfu
maraþoni í Reykjavíkur-
maraþoninu.
Ólafur hefur verið valinn í
landslið íslendinga í skíða-
göngu sem keppa mun á
heimsmeistaramóti unglinga
sem haldið verður í febrúar
og er hann einn þriggja
skíðagöngumanna sent
Skíðasamband Islands hefur
valið til keppni á því móti. I
ummælum stjórnar Skíða-
félags ísfirðinga um Ólaf
Th. Árnason segir m.a: „
Ólafur er sérstaklega góð
fyrirmynd ungs fólks í
Isatjarðarbæ. Ásamt því að
vera frábær íþróttamaður er
hann alger reglumaður og
samviskusamur í öllu sem
hann tekur sér fyrir hendur.“
Auk íþróttamanns ársins
fengu eftirtaldir íþróttamenn
viðurkenningar í hinum
ýmsu íþróttagreinum: Anna
Elín Hjálmarsdóttir sem
tilnefnd var af íþróttafélag-
Ólafur Th. Árnason, íþróttamaður Isafjarðarbœjar 1999.
inu Ivari, Auðunn Einarsson
sem tilnefndur var af
Golfklúbbi ísafjarðar,
Halldór Ingi Skarphéðinsson
sem tilnefndur var af
Boltafélagi ísafjarðar, Jens
Magnússon sem tilnefndur
var af Skotíþróttafélagi
ísafjarðarbæjar, Guðný Ósk
Þórsdóttir sem tilnefnd var
af Hestamannafélaginu
Hendingu, Lára Bettý
Harðardóttir sem tilnefnd
var af Sundfélaginu Vestra
og Baldur Ingi Jónasson
sem tilnefndúr var af
Körfuknattleiksfélagi
Isafjarðar.
ÍSAFJARÐARBÆR
LÓÐAÚTHLUTUN, SINDRAGATA16 OG18
Lausar eru til umsóknar lóðirnar nr.
16 og 18 við Sindragötu, Isafirði.
Lóðirnar eru á atvinnusvæði og eru
ætlaðar fyrir hafnsækna starfsemi.
Hver lóð er um 6.200m2 að stærð,
með allt að 1.950m2 byggingarreit.
Hámarksnýtingarhlutfall hvorrar
lóðar er 0,5.
Umsóknarfrestur er til 4. febrúar nk.
og skal skila umsóknum fyrir þann
tíma til byggingarfulltrúa sem veitir
jafnframt allar nánari upplýsingar
varðandi úthlutunar- og byggingar-
skilmála.
Byggingarfulltrúinn í Isafjarðarbæ.
íþróttamaður ísafjarðarbæjar
__ r
Eínar Olafsson
oftast kjörínn
Einar Ólafsson skíðamað-
ur er sá einstaklingur sem
oftast hefur hlotið nafnbót-
ina „Iþróttamaður Isafjarð-
ar“ á þeim tullugu árum sem
liðin eru frá því valið fór
fram í fyrsta skipti, eða fimm
sinnum. Helga Sigurðardótt-
ir sundkona hefur fjórum
sinnum orðið fyrir valinu og
ÁstaS. Halldórsdóttirskíða-
kona hefur tvívegis hlotið
nafnbótina.
Guðmundur Jóhannsson
skíðamaður var fyrstur manna
kjörinn íþróttamaðurísafjarð-
ar árið 1980. Árið 1981 var
Einar Ólafsson skíðamaður
fyrir valinu, árið 1982 var
Stella Hjaltadóttir skíðakona
valin, árið 1983 var Einar
Ólafsson skíðamaður kjörinn
í annað sinn, árið 1984 var
IngólfurArnarson sundmaður
valinn og árið 1985 var Einar
Ólafsson skíðamaður kjörinn
í þriðja sinn.
Árið 1986 var Helga Sig-
urðardóttir sundkona valin,
árin 1987 og 1988 var Einar
Ólafsson skíðamaður aftur
fyrirvalinu. Árin 1989 til 1991
var Helga Sigurðardóttir sund-
kona fyrir valinu. árið 1992
var komið að Ástu S. Hall-
dórsdóttur skíðakonu, árið
1993 var Daníel Jakobsson
skíðamaður valinn, árið 1994
var Pétur Þór Grétarsson golf-
ari kjörinn og árið 1995 var
Ásta S. Halldórsdóttir skíða-
kona kjörin í annað sinn.
Einar Ólafsson.
Árið 1996 var Arnór Þ.
Gunnarsson skíðamaður
fyrir valinu, árið 1997 var
Friðrik E. Stefánsson körfu-
boltamaður kjörinn, Sig-
ríðurB. Þorláksdótdrskíða-
kona var kjörin árið 1998
og Ólafur Th. Árnason
skíðamaður var fyrir valinu
sem íþróttamaður Isafjarð-
arbæjar fyrir árið 1999.
Samtals hafa því tólf
íþróttamenn hlotið þennan
titil frá upphafi, átta skíða-
menn. einn körfuboltamað-
ur, einn golfari og tveir
sundmenn.
MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 9