Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.01.2000, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 12.01.2000, Blaðsíða 7
byrja í sagnfræði átti sér stað umtalsverð sprenging í nem- dendafjölda í greininni." Rússneskunám Heimirprófaði fleiri greinar santhliða sögunni, sótti tíma í fjölmiðlafræði og tók dálítið í rússnesku íháskólanum. „Það var nú rneira í bríaríi. Einn félagi rninn velti því fyrir sér hvort ekki væri bráðnauðsyn- Iegt að kunna rússnesku en lagði ekki í námið einn svo að ég fór með honum. Svo fór að ég sat þarna tvær annir og hafði mjög gantan af - þó að ég sé ekki farinn að tala eins og innfæddur, ekki enn!“ Byggðasafn Vestfjarða Nafnið Byggðasafn Vest- fjarða er e.t.v. ekki alveg rétt- nefni. Safnið er í eigu Isa- fjarðarbæjar, Bolungarvíkur- kaupstaðar og Súðavíkur- hrepps en söfn annars staðar á Vestfjörðum eru ótengd því, t.d. safnið á Hnjóti í Örlygs- höfn og Galdraminjasafnið á Ströndum. A sínum tíma voru munir Byggðasafns Vestfjarða til sýnis á Sundhallarloftinu við Austurveg á Isafirði. Af ör- yggisástæðum fyrir gesti og gripi reyndist húsnæðið óvið- unandi og létu Þjóðminjasafn- ið og Brunamálastofnun loka því. Eins og nú standa sakir er sjálft byggðasafnið í raun og veru húsnæðislaust. A hinn bóginn hefur safnið á undan- förnum árurn verið með rnuni til sýnis á Hrafnseyri og eins eru gripiraf safninu íViktoríu- húsi íVigur. Báturinn Ölver í Ósvörinni er einnig í eigu ByggðasafnsVestfjarða. „Við viljum hafa þetta svolítið lif- andi og ntinna á að þetta er til“, segir Heimir. Ekki má gleyma því að Sjó- ntinjasafnið í Neðstakaupstað er mjög vel sett hvað húsnæði snertir. Það er hluti Byggða- safnsVestfjarða og sannarlega ekki sá ómerkasti. Sjóminja- safnið á ísafirði mun hafa ver- ið einhver fyrsti vísirinn að sérhæfingu byggðasafna á ís- landi en meðal annarra má nefna Síldarminjasafnið á Siglutirði. „Þeir sem standa að byggðasöfnunt eru farnir að sérhæfa sig dálítið", segir Heimir. „til þess að sá sem hefur komið á eitt byggðasafn sé þá ekki jafnframt búinn að sjá þau öll.“ Verkefnin óþrjótandi - Verkefnin á byggðasafn- inu hér... „Þau eru óteljandi. Sífellt er eitthvað að bætast við. Jafn- framt eru kröfurtil safna stöð- ugl að aukast og breytasl. Jón Sigurpálsson hefur verið í hálfu starfí við safnið frá því að hann byrjaði fyrir um fimmtán árunt. Einn maður í hálfu starfi hefur vissulega ekki undan að sinna brýnustu verkefnum. Við vonum að einn og hálfur séu betri en hálfur. A vegum Þjóðminjasafns- ins er skráning ntuna í byggðasöfnum landsins í gagnagrunn að hefjast og við tökum þátt íþví verkefni. Þetta er geysimikið verk sem tekur nokkur ár og klárast reyndar aldrei á rneðan munir berast." Litlibær í Skötufirði Nýlega hefur verið sam- þykkt tjárveiting til þess að endurbyggja Litlabæ í Skötu- firði. „Sú framkvæmd verður á vegunt Þjóðminjasafns Isl- ands en við munum taka þátt í verkefninu. Byrjað verður í vor og vonandi klárað í sumar. Þar ætlum við að koma upp sýningu þar sem útvegsbónd- inn verður viðfangsefnið. Reynt verður að gera skil dag- legu lífi og starfi íslenskra úl- vegsbænda fyrri tíma. þar sem byggt var bæði á sjávarútvegi og landbúnaði. Vonandi verð- ur þarna skemmtilegur áning- arstaður fyrir þá sem leið eiga um Djúpið. Einnig erunt við að undir- búa það sem af lítillæti okkar köllurn ritröð. Það verða nokkrir bæklingar með kynn- ingarefni unt sjálft byggða- safnið, svo og um sögu og minjar á svæði safnsins. Við ætlum að hafa þetta dálítið myndarlega röð og vonandi verður kominn fyrsti vísir að henni í vor. Þessu ætlum við síðan að halda lifandi og korna með nýja bæklinga eftir því sem tilefni gefast. Þetta ereinn liðurinn í því að blása nýju lífi í safnið.“ F ræðsluhlutverkið „Síðan höfum við mikinn hug á því að efla samstarfið við skólana á svæðinu. Eitt af hlutverkum safna er einmitt fræðsluhlutverkið“, segir Heintir. „Annað sem við höf- um verið að velta fyrir okkur er að reyna að auka samstarf safna á Vestfjörðum. Ég held að það veiti ekkert af því að við styðjum hverjiraðra.Varð- andi húsnæðismálin hygg ég að haldið verði áfrarn á þeirri braut sem þegar er korninn vísir að á Hrafnseyri og íVigur - að fara á stjá með litlar sýningar og fínna þeim góða staði þar sem fólk á leið um.“ Heimir telur litlar líkur á því að byggt verði yfir Byggðasafn Vestfjarða í bráð, þó að til séu drög að skipulagi safnasvæðis og nýbygginga í Neðstakaupstað. „Raunar er það ekkert alvont“, segir hann. „Það verður til þess að við einblínum þá síður á ísafjörð, heldur erunt frekar vakandi fyrir því að finna sýningar- staði hér og þar á svæðinu." Gott safn - Hvernig ætli Byggðasafn Vestfjarða sé statt í saman- burði viðönnursöfnálandinu, ef húsnæðisntálin eru undan- skilin? „Gripir í eigu safnsins eru geysimargir og munu losa 20 þúsund. Það verður að teljast gott. Þeir sem muna eftir safn- inu á Sundhallarloftinu telja að það sé eitt af skemmtilegri söfnum sem þeir hafi kontið í hérlendis. Hins vegar eru hin Níels Kr. Björnsson, sjómaður á ísafirði skrifar r Utsvarstekjur og lögheimilí - hugleiðingar í upphafi nýrrar aldar Þegar ég fluttist hingað fyrir tæpum sjö árum. þá heillaðist ég fljótt af fólkinu, mannlífinu og Pollinum, kyrrðinni og fegurðinni. Enda finnst mér ekkert jafn- ast á við göngutúr í logni og blíðu við Skutulsfjörð. Smátt og smátt kynntist ég fólki, mannlífi og menn- ingu Isafjarðarbæjar, sem er rnjög fjölbreytt ef ntiðað er við landsbyggðina - jafnvel einnig þótt miðað sé við landsbyggðina á suðvestur- horninu. Auðvitað finnst mér stundum langt að aka norður eða suður. A síðastliðnum sjö árum hafa samgöngur þó batnað gífurlega mikið, svo að stytting ferðatímans unt Djúp og Strandir er farin að mælastí tugum mínútna. En fjarlægðin gerir einmitt sér- stöðu Vestfjarða heillandi. Oft er ég spurður: Af hverju Isatjörður? Er ekki allt að fara til fjandans? Þeg- ar ég svara að hér sé gott að búa, áhyggjulaust að ala upp börn, allt í göngufæri, hvort sem það er skólinn, vinnan eða þjónustan, eða að hér búi einfaldlega rjóminn úr ís- lenska stofninum, þá segir suðvesturbúinn: Annað segja fjölmiðlarnir, það er alltaf ver- ið að segja frá einhverju nei- kvæðu. í framhaldi af þessu er full ástæða til þess að velta fyrir sér þætti fjölmiðla í umfjöllun rni Vestfirði. Sú spurning vaknar hvort ekki eigi ein- faldlega að ráða einstakling til að leita uppi og senda já- kvæðar fréttir úr fjórðung- num. Þótt oft sé logn á Pollinum hefur ekki alltaf verið logn í bæjarmálum eða atvinnumál- um Isfirðinga. Þar eiga útgerð og vinnsla stóran hlut en lík- lega er þó best að segja að kvótinn margumtalaði leiki stærsta hlutverkið. En þó að mikið hafi gengið á, þá hefur einnig margt jákvætt séð dags- ins Ijós. Þar á meðal er íslensk miðlun, saltfiskvinnslur, sushi-verksmiðja sem von- andi fer sent fyrst í gang, og nýstofnað Eignarhaldsfélag Vestfjarða hf, sem ég bind ntiklar vonir við varðandi ný- sköpun í atvinnulífinu, svo eitthvað sé nefnt. Enn skal gelið unt eitt, sem mér finnst afar mikilvægt og er í raun ástæða þess að ég skrifa þessa grein: Rétt fyrir áramót var sagt frá góðum ár- angri frystitogara hér í ísa- fjarðarbæ. I viðtali við frant- kvæmdastjóra fyrirtækisins kom fram, að togarinn hefði á árinufiskaðfyrir725 milljónir króna og stefnt væri á enn betri árangur á árinu 2000, kannski 800 milljónir. Það mundi þýða hásetahlut upp á rúmar 8 milljónir. Af þeirri upphæð færi urn ein milljón í bæjarkassann sem útsvar, ef viðkontandi á lög- heintili í Isafjarðarbæ. Af hverju tek ég þetta dæmi? Jú, ég veit að um borð í þessurn tiltekna frystitogara eru menn sem borga útsvar sitt til annarra sveitarfélaga. Mitt sjónarmið er það, að út- svarstekjur af hverjum laun- þega eigi að renna til viðkorn- andi bæjarfélags. Ef einhver er á annarri skoðun, þá skil ég hann ekki. Fyrir jólin var sagt frá Is- landsmeti Arnars frá Skaga- strönd, sem fiskaði fyrir rúnt- an milljarð króna. Sveitar- stjórinn þar sagði að út- svarstekjurnaraf þessu eina skipi næntu unt 50% af allri innkomu bæjarkassans. Og ég veit að þar fær enginn skipsrúm nenta hafa lög- heintili sitt á Skagaströnd. Þetta er afar mikilvægt, því að bæði fólk og fyrir- tæki sem hér eiga lögheim- ili vilja halda sama þjón- ustustigi og verið hefur. Það er einfaldlega ekki hægt ef útsvarstekjurnar fara eitt- hvað annað. Þess vegna vil ég beina því til fyrirtækja sem hafa starfsmenn sem ekki borga útsvar hér, að þau hvetji starfsmennina til að setjast að hér í Isafjarðarbæ með fjölskyldur sínar. Ef menn geta unnið hér og tekið laun sín hér, þá hljóta þeir líka að geta búið hér með fjöl- skyldur sínar. Með ósk um gleðilegt ár og bjarta framtíð á Vest- fjörðum. Höfundur er sjómaður og formaður Sjálfstœðisfélags Isafjarðar. hefðbundnu byggðasöfn yfirleitt svipuð hvert öðru - askar og rokkar og þar fram eftir götunum, oft í tugatali. Menn eru að vakna til vitundar urn að safn er meira en rykfall- nir gripir í hillu. Safn á að vera lifandi og hjálpa fólki til að komast í snertingu við liðna tíma. Sem lítið dæmi má nefna tengsl hins daglegs máls við lífshætti og atvinnuhætti lið- inna tíma. Þannig ætti heint- sókn á sjóminjasafnið að geta hjálpað fólki til að skilja betur ýntis orðtök og málshætti sent það notar í daglegu tali.“ Heima á ný Heimir leynir því ekki að honurn þykir gott að vera kominn heirn á ný. „Vissulega hafa tengslin aldrei rofnað. Eftir að ég fór suður í skóla kom ég heim á hverju surnri og vann f málningu hjá Georg Bæringssyni. Foreldrar mínir bjtiggu hér lil skamms tíma, þannig að ég var heima um jól og páska. Ég hef alltaf haft þá tilfinningu að hér eigi ég heinta. En það þurfti að Ijúka þessari útlegð og nú er hún búin. Vonandi." Gömlu ísfirðingarnir Heint- ir og Dagný hafa verið í sam- búð í allmörg ár. Reyndar mátti sambúðin löngunt frem- ur kallast fjarbúð. Dagný var á Islandi þegar Heimir var í Leeds en síðan snerist þetta við. Þegar hann kom aftur heim til Islands fór hún í fram- haldsnám á Nýfundnalandi. Heintir var reyndar hjá henni þar um tíma en ekki lang- dvölum. Dagný lagði stund á byggðalandafræði og starfar nú hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Hún fékk vinnu hér strax og hún lauk náminu ytra og var komin vestur á meðan Heirnir var enn í Borg- arnesi og var að leita sér að vinnu hér. Þau voru því um skeið hvort í sínu landi, eftir það hvort í sinni heimsálfu, síðan hvort í sínum landshluta en eru nú loks kontin undir sarna þak á æskuslóðunum heima á Isa- firði. Hinum megin við kennaraborðið Heimir varð á síðasta vori tíu ára stúdent frá MÍ. Hann er nú aftur kominn í sinn gamla skóla (þó að skipt hafi verið um nafn á honum), en að þessu sinni sem kennari. Viðfangsefnið er saga í ljórða bekk. „Það er gaman að prófa að vera kominn hinunt megin við kennaraborðið. Ég sá strax að mynstrið í nemendahóp- num er alveg eins og það var í minni tíð, hefur væntanlega alltaf verið og verður trúlega alltaf: Nokkrir sýna námsefn- inu áhuga, nokkrir glósa af eintómri skyldurækni og svo er alltaf þessi rænulausi hluti“, segir hann og glottir kvikind- islega. Og þarna hitti Heirnir fyrir suma af gömlu kennurunum sínum í MI, svo sem Guðjón Olafsson, Björn Teitsson og Jón ReynirSigurvinsson.Auk þess var Emil Emilsson ís- lenskukennari í FVI dönsku- kennari Heimis hér í gagn- fræðaskólanum í gamla daga. Margir snúa aftur Heimir segir sér hafa komið á óvart hversu margir hafa komið aftur hingað heim að loknu framhaldsnámi. „Af fólki á svipuðu reki og ég ntan ég í fljótu bragði eftir t.d. eftir bræðrunum Rúnari Óla og Hjalta Karlssonum, Siggu Láru, Asgeiri Þór Jónssyni, Mugg (Guðmundi Kristjáns- syni) í Vegagerðinni og Jónu Lind, Jóhanni Birki Helga- syni, Huldu Guðmundsdóttur, Friðgerði Ómarsdóttur, Stellu Hjalta, Halldóri V. Magnús- syni, Hlyni Guðmundssyni og Einari Snorra Magnússyni. Og það eru fleiri.“ Varðandi ntálefni Byggða- safns Vestfjarða segir Heirnir það ánægjulegt að finna að þeir sem hafa með málefni þess að gera, þ.e. forráðamenn sveitarfélaganna á svæðinu, hafi mikinn vilja til þess að gera myndarlegt átak í málefn- urn safnsins. „Það er ljóst að ekki vantar áhugann hjá þeim sem ráða“, segir hann. Ætlar í Vasagönguna I lokin að allt öðrum hlut- unt. Heimir ætlar íVasagöng- una í Svíþjóð sem verður fyrstu helgina í mars, en þang- að fara Isfirðingar á hverju ári og hafa lengi gert Af þeirn Isfirðingum brottfluttum og ekki brottfluttum sem fara í Vasagönguna núna má nefna Hlyn Guðmundsson, Einar Yngvason, Brynjar Guð- bjartsson, og síðast en ekki síst Kristján Rafn Guðntunds- son, sem fer á hverju ári, og börn hans tvö, þau Helgu Bryndísi og Mugg. Með flestu þessu fólki var Heimir á skíð- um hér heima í gamla daga. Vasagangan er 90 km og þátt- takendafjöldi takmarkaður við 15 þúsund ntanns. Heimir og félagar hans skráðu sig fyr- ir ári eða þar unt bil og voru nteð síðustu mönnum inn. MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000 7

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.