Bæjarins besta


Bæjarins besta - 12.01.2000, Side 8

Bæjarins besta - 12.01.2000, Side 8
í síðustu viku var kynnt stefnumótun Isa- fjarðarbæjar í atvinnu- málum 1999 - 2003. Hugsað er til næstu aldar. Verkefnið unnu Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf., sem ekki hefur þótt briiklegt til að sinna atvinnumálum bæjarins, einkum á Þing- eyri, Flateyri og Suður- eyri, og Iðntækni- stofnun. Gefinn var út fallegur bæklingur með myndum á forsíðu. Margt er gott í ritinu enda komu að því 75 menn eða „einstakling- ar” eins og bæjarstjóri segir í ávarpi sínu. Hann ræðir styrkleikana og veikleikana í samfélag- inu. Hinir fyrrnefndu munu ekki vera auðsæir ef rétt er skilið. Ljóst er af ritinu að einhver, sem hefur gott vald á íslensku máli, hefði átt að lesa efni ritsins yfir fyrir útgáfu. Er svo komið að gott ís- lenskt ritmál sé á undan- haldi? Hvert sem svarið reynist er framtakið virðingarvert, þótt sumt stingi í augu. Verkið sýnist unnið í samræmi við tískuna á þessum vettvangi. En öllu má gagn gera. A blaðsíðu 11 er tjallað um „ógnan- ir” og er ein þeirra: „Röng ímynd lands- manna af svæðinu". Nú á tímum lætur fólks sér annt um ímynd sína og alls umhverfis það. Til einföldunar mætti halda því fram að ímynd sé það yfirbragð sem fólk sýnir öðrum með framkomu sinni og verk- um. Því má deila um hvort ímynd geti mögu- lega verið röng eða rétt eftir atvikum. Hver skynjar umhveifi sitt með sínum hætti og reyndar allt sem ber fyrir augu hans. Imynd Vest- firðinga er því stað- reynd. Finnist Vestfirð- ingum sú ímynd, sem skín af þeim í augu ann- arra, vond geta þeir einir breytt því með fram- komu sinni og gerðum. ,,Hulduherinn“? Snemma á síðasta ári ræddu bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga tjálglega um stofnun „Hulduhers“ til að bæta hina marg- frægu ímynd. „Huldu- herinn“ átti að breyta ímynd Vestfjarða. Hún hefur breyst, en ekki fyrir tilstilli Huldu- hersins. Fólk hefur flutt í burtu, kvóti verið seldur, V atvinnuleysi er stað- reynd eins og sú að „Hulduherinn“ ber nafn með rentu. Til hans hef- ur hvorki sést né heyrst. Imynd þjóðarinar af Vestfjörðum er af byggð á fallanda fæti. Hið góða, sem hér gerist, fer sjaldan hátt vegna þess plagsiðar Vestfirðinga, að sjá frekar sjálfir það sem miður fer, tala frek- ar um það, draga fram hið neikvæða, og gera því hvorutveggja hærra undir höfði en hinu, sem betur gengur. „Hulduherinn“, sem til var stofnað af bæjar- stjóm Isafjarðarbæjar og Fjórðungssambandinu Skoðanir Stakkur skrifar hefur fylgt þeirri slæmu þróun, sem vikið var að hér að framan. Hann er atvinnulaus. Betra væri að engum hefði dottið þessi vitleysa í hug. Vilji sveitarstjórnir koma á framfæri því, sem vel gengur, má benda á þá einföldu staðreynd, að bæjarfulltrúar eru níu. Ein vel skrifuð og ígrunduð grein frá hverj- um þeirra á ári dygði til að birta níu slíkar í Morgunblaðinu á árinu. Feti nú fimm stjórnar- menn Fjórðungssam- bandsins í fótspor hinna dygðu greinarnar til næstu aldar, fram í febr- úar 2001, Einfaldara er vart hægt að hugsa sér það. Þeir sem er fullir vilja til að „bæta ímyndina“, þurfa ekki að skrifa einu sinni á ári til að ná þessum árangri. Því miður eru þessir fulltrúar, sem segjast hafa brennandi áhuga á „bættri ímynd“ og gagn- rýna fjölmiðla. sjáanlega vita gagnslausir í þessari baráttu. Grunur leikur á því, að þarna sé „Huldu- herinn“ kominn. Imynd er af ýmsum toga spunnin. Oftast byggir hún að mestu eða öllu leyti á staðreyndum. Því fylgir, að um er að ræða kunnar staðreyndir. Hverjum er það kunn- ugt, að gott sé að ala upp börn á Isafirði, sem býður góðan grunnskóla, eins og Bolungarvík, og framhaldsskóla, sem því miður býr við óvandað umtal og þá staðreynd að böm forsvarsmanna grunnskólans stunda framhaldsnám annars staðar. Ef sannfæringuna vantar, hver verður þá viljinn? _________________ r Halldór Halldórsson bæjarstjóri Isaflarðarbæjar skrifar Stjórnsýsla Isaflarðarbæjar Skóla- og fjöl- skylduskrifstofa I upphafi kjörtímabilsins var lagt upp með þá stefnu að lækka kostnað við stjórnsýsl- una og gera skilvirkari. Nú má spyrja hvað hafi verið gert til þessa og hvernig sé hægt að gera eitthvað skilvirkara og um leið ódýrara. Til þessa hefur verið lögð áhersla á að auka nýtingu þess starfsfólks sem starfar við stjórnsýsluna. Skrifstofur sveitarfélagsins hafa verið opnar á fjórum stöðum í Isafjarðarbæ. Ný- verið var skrifstofan á Flateyri lögð niður og starfsmaður á bæjarskrifstofu á Suðureyri færður yfir á hafnarskrifstof- una. Tveirstarfsmennáskrif- stofu eru á Þingeyri og hafa þeim verið falin fleiri verkefni og viðvera þeirra aukin með öðru starfsfólki á ísafirði í sér- stökum verkefnum. Þessarað- gerðir auka skilvirkni og hag- ræðingu. Töluverð starfsemi er á vegum sveitarfélagsins í öllum byggðakjörnum. Sér- stakar skrifstofur eru opnar, starfsemi grunnskóla, áhalda- húsa og svo er það höfnin. Staðreyndin er sú að þótt sveitarfélagið sé með sérstak- ar skrifstofur í minni byggða- kjörnunum er þjónustan mikið sótt til Isafjarðar. Endaerbær- inn eini þjónustuaðilinn á svæðinu með sérstakar skrif- stofur í þessum byggðakjörn- um. Sýslumannsembættið, skattstofan o.fl. sem veita þjónustu fyrir svæðið allt, eru einungis með skrifstofu á Isafirði. A fjórðungsþingi sem hald- ið var áTálknafirði í haust var ákveðið að leggja niður Skóla- skrifstofu Vestfjarða með fyrirvara um samþykki sveit- arfélaganna á Vestfjörðum. Isafjarðarbær hefur samþykkt fyrir sitt leyti að Skólaskrif- stofan verði lögð niður og ákveðið hefur verið að stofna sérstaka Skóla- og fjölskyldu- skrifstofu þar sem skólamál og félagsmál verða starfrækt. Þessi ákvörðun þýðir í raun að núverandi félagsmálasvið og skólamálasvið munu starfa saman ásamt því að verkefni sem unnin hafa verið á Skóla- skrifstofunni færast yfir til nýrrar skrifstofu. Þá munu málefni fatlaðra, þegar þau flytjast til sveitarfélaga, verða á þessari nýju skrifstofu. Þegar talað er um Skóla- og fjölskylduskrifstofu er ekki verið að tala um eitthvert nýtt skrifstofubákn heldur þver- öfugt. Verið er að tala um sam- nýtingu starfskrafta sem fyrir eru og sameiningu verkþátta sem unnir hafa verið hver í sínu horni til þessa. Félags- málin hafa verið í sínu horni, skólamálin í sínu, Skólaskrif- stofa út af fyrir sig og málefni fatlaðra í sínum afmarkaða kima. Með nýju fyrirkomu- Halldór Halldórsson. lagi verður þetta allt undir ein- um hatti og á að hafa töluvert hagræði í för með sér miðað við núverandi fyrirkomulag. Stefnt verður að því að ísa- fjarðarbær geti selt öðrum sveitarfélögum áVestfjörðum þjónustu frá Skóla- og fjöl- skylduskrifstofu og bundnar eru vonir við að þeim þyki álitlegur kostur að geta fengið þjónustu á skóla- og félags- málasviði frá einni skrifstofu sem staðsett er á Vestfjörðum í stað þess að kaupa þessa þjónustu annars staðar, t.d. frá Reykjavík. Stjórnsýsluleg staða þessarar nýju skrifstofu innan stjórnsýslu ísafjarðar- bæjar verðurákveðin af bæjar- stjórn, væntanlega fljótlega í byrjun þessa árs. Vænta má fleiri breytinga á stjórnsýsl- unni um leið og ákvörðun verður tekin um stjórnsýslu- legt fyrirkomulag nýrrar Skóla- og fjölskylduskrif- stofu. Stefnumótun í atvinnumálum I síðustu viku var dreift bæklingi í öll hús í Isafjarð- arbæ með stefnumótun Isa- fjarðarbæjar í atvinnumálum 1999-2003. Bæklingurinn er afrakstur vinnuhópa á vegum Isafjarðarbæjar sem fóru yfir mörg málefni, afmörkuðu þau og settu fram stefnu í þeim málaflokkum. Stefnumótun sem þessi erengan veginn eitt- hvert endanlegt plagg sem allir verða að vinna eftir. Fullt af hugmyndum kemur þar fram en sem betur fer eru líka margar hugmyndir í gangi úti samfélaginu sem ekki koma fram í plagginu. Hins vegarer mikilvægt að hafa hugmynda- grunn og stefnu til að taka einhver skref til uppbyggingar í atvinnulífmu. Það er ekki litið á þessi stefnumál sem málefni Isatjarðarbæjar ein- göngu heldur verða ýmsir að- ilar s.s. skólar, fyrirtæki og einstaklingar að vinna þessum málum brautargengi. Margt er hægt að gera til að fjölga hér störfum og auka fjölbreytni. Fyrst koma hug- myndir og svo er að vinna úr þeim. Með trú okkar sjálfra á möguleika samfélagsins og sjálf okkur tökum við mikil- vægt skref fram á við. Kynnið y kkur stefnumótun- ina vel, ágætu íbúar Isafjarð- arbæjar, og komið á framfæri hugmyndum um það sem bet- ur má fara og hugmyndum um ný verkefni á framfæri við atvinnufulltrúa bæjarins eða \0 Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Það er samvinnu- og átaksverkefni okkar allra sem byggjum þetta samfélag að vinna að framgangi þess. Halldór Halldórsson, bœjarstjóri Isafjarðarbœjar. Munið! BBá Netinu ísaQörður Tvímenningur í badminton Badmintonmót í tví- menningi verður í íþrótta- húsinu á Torfnesi annað kvöld (13. janúar) og hefst kl. hálfátta. Keppt verður í tveimur flokkum. Tennis- og badminton- félag Isafjarðar stendur fyrir mótinu og hvetur badmintonspilara í Isa- fjarðarbæ og aðra sem tök hafa á til að vera með. Skráning tilkynnist í íþróttahúsið fyrir kl. 16 á morgun. ísaflarðarbær Birna í boðsferð til Bandaríkjanna Birna Lárusdóttir, bæjar- fulltrúi og 1. varaforseti bæj arstj órnar Isafj arðarbæj - ar, hélt í þessari viku í kynn- isferð til Bandaríkjanna í boði þarlendra stjórnvalda. Birna er eini fulltrúi Is- lands í hópi sextán sveitar- stjórnarmanna frá fimmtán þjóðum, sem þetta boð nær til. í l'erðinni, sem taka mun tværtil þrjárvikur, munhún kynna sér tilhögun á ýms- um þáttum í þjónustu sveit- arfélaga. Kynnisferð þessi er Isa- fjarðarbæ að kostnaðar- lausu. Ráðamenn bæjarins hyggjagott til þess að Birna komi heim með upplýsing- ar sem megi koma sveitar- félaginu að gagni. Rækjukvóti í Djúpi Til sölu eru aflaheimildir m/b Ver ÍS-120 í rækju í Djúpi. Aflahlutdeildirt er2,7284315%. Tilboð óskast send: Löggiltir Endurskoðendur Vestfjörðum ehf. Aðaistræti 24, ísafirði, sími 456 4066. fax 456 4133, netfang: levis@lev.is Vesturfrakt Sjalfstæðir Vestfiröingar flytja með okkur! Síminn er 4563701 Afgreiðsla á ísafirði: Ásgeirsgata 3 (við hliðina á Vestra-húsinu) 8 MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 2000

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.