Bæjarins besta - 12.01.2000, Blaðsíða 12
ÚTSALAN HEFST
Á FIMM TUDA G!
Skipstjóra-
og stýrimanna-
félagið Bylgjan
ViUað
vindmæl-
ir verði
færður
Skipstjóra- og stýri-
mannafélagið Bylgjan á
ísafirði hefur farið þess á
leit við Veðurstofu Is-
lands, að sjálfvirkur vind-
mælir sem nú er rétt við
Straumnesvita norðan
Aðalvíkur verði færður
upp á vitann sjálfan.
Astæðan fyrir þessum
tilmælum er sú, að skip-
stjórnarmenn telja að
vindur mælist miklu
minni í vissum áttum þar
sem mælirinn er nú en
hann er í raun og veru við
Straumnestána. Tekið er
dæmi af fiskiskipi sem
fyrir skömmu sigldi fyrir
Straumnes, eina sjómílu
frá landi, og sýndi vind-
mælir á skipinu 20 m/sek
á meðan vindmælirinn á
Straumnesi sýndi aðeins
5 m/sek.
ísaflarðarbær kynnir stefnumótun í atvinnumálum sveitarfélagsins
Brýnast að bæta þjónustu
og byggja upp atvínnulífið
ísafjarðarbær efndi á föstu-
dag til fundar í Stjórnsýslu-
húsinu þar sem stefna bæjar-
ins í atvinnumálum á næstu
árum var kynnt. Fyrir tæpu
ári skipaði bæjarstjórn Isa-
fjarðarbæjar verkefnisstjórn
til að vinna að þessari stefnu-
mótun, en í henni áttu sæti
Elías Oddsson, Óðinn Gests-
son og Lárus Valdimarsson.
Faglegir ráðgjafar voru Karl
Friðriksson og Sævar Krist-
insson frá Iðntæknistofnun en
verkefnisstjóri var Einar S.
Magnússon frá Atvinnuþró-
unarfélagi Vestfjarða hf.
Bæjarstjórn Isafjarðarbæjar
lítur á það sem eitt af brýnustu
hlutverkum sínum að bæta
þjónustu sveitarfélagsins,
vinna að uppbyggingu at-
vinnulífs og laða að nýja íbúa
og fyrirtæki. Til þess að vinna
að stefnumótun í atvinnumál-
um var leitað var eftir þátttöku
fjölmargra einstaklinga í ólík-
um geirum samfélags og at-
n ii 01 áímn
Siefna isafjarðurbæjar i
ti! ársins 20!
kynntn«arfundt(|d|
Fra kynningarfundinum i Stjornsysluhusinu a jóstudag.
vinnugreinaog munu milli 70
og 80 manns hafa komið að
verkinu. Bæjarstjórn hefur
samþykkt niðurstöðurnar og
hafa þær verið gefnar út í
bæklingi sem dreift hefur ver-
ið á heimili í sveitarfélaginu.
Meðal þess sem stefnt er
að í atvinnumálum í ísafjarð-
arbæ á næstu árum samkvæmt
niðurstöðunum má nefna eft-
irfarandi: Komið verði upp sí-
menntunarstöð og rannsókna-
starf stóraukið; samstarf
þeirra sem stunda ferðaþjón-
ustu skal eflt og ímynd svæð-
isins gerð skýrari; samgöngur
verði tryggðar í lofti, á láði og
legi og um línu; verslun skal
tengjast ferðaþjónustu og
halda fram hönnun og fram-
leiðslu svæðisins; listakenn-
sla í skólum skal efld og sam-
vinna ferðaþjónustu og menn-
ingar aukin; nýbúamiðstöð
verði komið upp; og frum-
kvöðlasetri komið á fót og
opinberar stofnanir boðnar
velkomnar.
Eldsvoði í Bolungarvík
Leikfangasm
eyðilagðist í
- tjónið talið vera um eða yfir 20 milljónir króna
Leikfangasmiðja og
tækjageymsla Örnólfs Guð-
mundssonar að Hafnargötu
83 í Bolungarvík eyðilögð-
ust í eldsvoða á laugardags-
morgun í síðustu viku. Enda
þótt húsið standi uppi er
það talið gerónýtt ásamt
öllu sem í því var. Tjónið er
talið geta numið um eða
yfir 20 milljónum króna.
Eldsupptök eru í rannsókn.
Grunur beinist að rafmagni
en í tækjageymslunni munu
hafa verið hleðslutæki og
fleiri rafmagnstæki í sam-
bandi. Raflagnir í húsinu voru
gamlar.
Menn á leið niður að höfn
urðu varir við eldinn.Tilkynnt
var um hann um stundarfjórð-
ung yfir klukkan sex en þá
logaði út úr norðurgafli húss-
ins. Slökkvilið Bolungarvíkur
kom þegar á vettvang og var
slökkvistarfi lokið um níuleyt-
ið. Veður var stillt og gott og
voru því önnur hús ekki í
hættu, en í næsta húsi erVersl-
un Bjarna Eiríkssonar. Gífur-
legur hiti var í húsinu og var
tafsamast að fást við eld í gam-
Slökkvilið Bolungarvíkur að störfum á brunastað. Ljósmynd: Gunnar Hallsson.
alli einangrun í veggjum.
Húsið að Hafnargötu 83 var
gamalt báruj árnsklætt timbur-
hús á einni hæð, liðlega 170
fermetrar. Brunabótamat þess
er um tíu milljónir króna. I
öðrum helmingi hússins var
leikfangasmiðja Örnólfs Guð-
mundssonar en í hinum helm-
ingnum var vélagey msla verk-
takafyrirtækis hans, Hólsvéla
ehf.
I vélageymslunni var lítil
beltagrafa ásamt smærri jarð-
vinnutækjum og verkfærum
og tókst ekki að bjarga neinu
af því. Þar var einnig gamall
fólksbíll sem talinn er hafa
verið lítils virði. í leikfanga-
smiðjunni var verulegur
lager og mun tjónið á hon-
um nema nokkrum milljón-
um króna. Þar eyðilagðist
meðal annars sending af
sextán þúsund plasthjólum
frá Taiwan sem nýkomin
var í hús.
Solarkaffi
flug og gisting
3 nætur á
Hótel íslandi
verð
kr. 14.300
Samvinnuferðir
Landsýn
Söluskrifstofa • Hafnarstræti 7
ísafiröi • Simi 456 5390
///
SAMKAUP
OPIÐ:
Virka daga
kl. 09 - 21
Laugardaga
kl. 10 - 18
Sunnudaga
kl. 12 - 18
AUSTURVEGI 2 • SÍMI 456 5460
Vió
erum
ykkar
fólk
Daglegar ferðir
til ogfrá Reykjavík
Landflutningar
J FiviV
www.samskip.is
Sindragötu 11,400 ísafjöróur,
simi 4S6 4000, fax 4S6 4009
íVefurpak^gr í íwfuðSoryjina
‘Jídgarpafýar Vesturferðir .ý - *
SÓÍOTKgffi Aðaistmti 7 - Sími 456 5111
V f''PFFJS’ ,
Vorurnar fra Odda
í!fT*raT ff-FFEfrr rrr
eru næijenþú þ