Bæjarins besta - 09.02.2000, Blaðsíða 9
Bessinn seldur til Færeyja fyrir 600 milljónir króna
Heitír nú South Island
Frystitogarinn Bessi ÍS hef-
ur verið seldur til Suðureyjar
í Færeyjum og heilir nú South
Island. Skipið var athent nýj-
um eigendum í Hafnarfjarðar-
höfn í síðustu viku. Bessi var
fyrst í eigu Alftfirðings hf. í
Súðavík og kom nýr til Súða-
víkur haustið 1989.
Nú síðast eftir sameiningu
sjávarútvegsfyrirtækja hér
vestra var skipið í eigu Hrað-
frystihússins-Gunnvarar hf. í
Hnífsdal. Söluverðið var 600
milljónir króna og kaupandinn
Pf. KletturáSuðurey. Færeysk
Bessi IS-410 hefur nú veríð seldur til Fœreyja.
áhöfn var á skipinu á leiðinni íslenskur vélstjóri var um
út að öðru leyti en því, að einn borð.
Mikið annríki hjá lögreglunni á ísafirði
Kæmr og klögu-
mál vegna ónæðís
- annríki út af margvislegu þrasi borgaranna
Óvenjulega mikið annríki
varhjálögreglunni áísaftrði
um síðustu helgi, aðallega í
margvíslegu þrasi og smá-
málum sem tóku þó mikinn
tíma. Um hádegi á laugardag
kom ungur maður á lög-
reglustöðina á ísaftrði, blár
og bólginn í framan. og
sagðist hafa orðið fyrir árás
úti á götu nóttina áður. Ekki
hafði fengist botn í það mál
þegar síðast f'réttist.
Að undanförnu hefur verið
mikið um kærur og klögumál
til lögreglunnar vegna alls-
konar ónæðis. Fólk hefur
kvartað yftr hávaða frá ná-
grönnum sem hafa verið að
skemmta sér ótæpilega á nótt-
unni. A Flateyri var manni
vísað út af skemmtun aðfara-
nótt laugardags en þá fór hann
að djöflast í nágrenninu þann-
ig að fólk hafði ekki svefn-
frið. Margoft var hringt í
gamlan mann að næturþeli
en í ljós kom að þar var
einhver misskilningur á
ferðinni.
Þannig mætti lengi telja
og segir yftrlögregluþjónn
að mikill tími fari í að sinna
málum af þessu tagi.
AVIS Bílaleiga
Áríðandi skilaboð
Daggjald kr 999,-
Kaskótrygging innifalin
Opel Corsa Opel Astra
Km 28,- Km 36,-
Suzuki Jimny
Km 46,-
Hringdu í Al/ÍSog bíllinn mun
bíða þín á flugvellinum
Útvegum einnig bíla erlendis.
S:533 1090
Dugguvogur 10, 104 Reykjavík
r
Yfirmaður Islenskrar miðlunar á Vestfjörðuiii segir upp
„Hlutverk forstöðu-
manns hefur breyst“
- segir Halldór Kristmannsson, sem heldur áfram að leika með KFÍ
Halldór Kristmannsson,
forstöðumaður Islenskrar
miðlunaráVestfjörðum, hefur
sagt starfi sínu lausu. Hann
var ráðinn til fyrirtækisins á
síðasta sumri og hefur verið
búsettur hér vestra frá því urn
miðjan ágúst. Þrátt fyrir upp-
sögnina er ekkert fararsnið á
Halldóri frá Isafirði að sinni.
Hann hefur veriðeinn afburð-
arásunum í liði KFI í veturog
mun leika með liðinu að
minnsta kosti út þetta keppn-
istímabil.
„Já það er rétt að ég hef
sagt starfi mínu lausu miðað
við næstu mánaðamófý sagði
Halldór í samtali við Bæjarins
besta. „Uppsagnarfrestur
minn er síðan þrír mánuðir og
ég mun vinna hann að fullu
og aðstoða fyrirtækið eins og
kostur er við að koma nýjum
starfsmanni inn í mitt hlut-
verk. Starf mitt hjá Islenskri
miðlun hefur verið mjög lær-
dómsríkt og það hefur verið
verulega gaman að vinna með
Halldór Kristmannsson.
öllu því góða fólki sem starfar
hjá fyrirtækinu."
Varðandi ástæður uppsagn-
arinnar segir Halldór að hlut-
verk hans sem forstöðumanns
hafi breyst og forsendur séu
nú aðrar en þegar hann réð sig
til starfa á síðasta ári. „Það
stafaraf skipulagsbreytingum
í fyrirtækinu, sem ég vil ekki
tjá mig frekar um. Mér finnst
áhugasvið mitt einfaldlega
liggja annars staðar og þess
vegna hef ég tekið þessa
ákvörðun. Þrátt fyrir að ég
hafi ákveðið að skilja við
Islenska miðlun er ég eftir sem
áður sannfærður um að fyrir-
tækið eigi sér bjarta framtíð
og greinilegt er að þessi starf-
semi er komin til að vera.
Ég óska samstarfsfólki
mínu alls hins besta og er
þakklátur fyrir að hafa fengið
tækifæri til að vinna fyrir
Islenska miðlun. Þó svo að ég
hafí sagt starfi mínu lausu hef
ég ekki ákveðið að flytjast
héðan, enda hef ég verið mjög
ánægður með að vera búsettur
hér. En vissulega veit ég ekki
hvað framtíðin ber í skauti
sér“, sagði Halldór.
„Að sjálfsögðu mun ég
klára keppnistímabilið hjá
KFÍ. Við erum í hörkubaráttu
um að komast í úrslitakeppn-
ina en það lítur nú allt þokka-
lega vel út. Á næstu vikum
mun tími minnfaraaðumtals-
verðu leyti í körfuboltann og
baráttuna sem þar er fram-
undan“, sagði Halldór Krist-
mannsson.
Opinn fundur
um vöruþróun
Föstudaginn ll.febrúarnk.kl. 13:00 verðurhaldinn
opinn fræðslufundur um vöruþróun í Þróunarsetri
Vesttjarða, Arnagötu 2, Isafirði.
Það eru Nýsköpunarsjóður og Iðntæknistofnun sem
standa að fræðslufundinum í samstarfi við Atvinnu-
þróunarfélag Vesttjarða hf. Þar verður m.a. farið yfir
umsóknarferil og framkvæmd vöruþróunarverkefna
ásamt umræðu um áhættulán sem tjármögnunarkost
á vöruþróunarverkefnum.
/
A fundinum verður sérstök áhersla lögð á fræðslu
um árangursríka vöruþróun þar sem farið er yfir mik-
ilvægi vöruþróunar hjá fyrirtækjum og hvernig fyrir-
tæki geta staðið með árangursríkum hætti að vöru-
þróun.
Fundurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á
vöruþróun.
© #
impra NÝSKÖPUN ARSJÓÐUR
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2000 9