Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.02.2000, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 09.02.2000, Blaðsíða 12
(ý&bun, aotylýtóvtya &o4tun( Sindraberg ehf. á ísafirði hefur framleiðslu á sushi-réttum fyrir Bretlandsmarkað Nántskeið í sushigerð á döfiimi Framleiðsla er hafín í hinni nýju sushi-gerð Sindrabergs eht'. á ísafirði og fyrir helgina var gestum boðið að kynna sér hina nýstárlegu rétti sem þar eru farnir að sjá dagsins ljós. Enn er gerð uinbúða ekki lokið og mun því einhver tími líða uns framleiðslan kemst í fullan gang, enda þótt verk- sntiðjan sjálf sé tiibúin og allt annað til reiðu. Væntanlega verður þó mjög fljótlega hægt að fá sushi frá Sindrabergi í verslununt á Isafirði. Sushi-réttireru austurlensk- ir að uppruna. I þeim er hrátt fiskmeti og jafnvel annað sjávarfang af ýmsu tagi en uppistaðan er hrísgrjón. Þeir eru tilbúnir til neyslu beint úr umbúðunum og þarfnast ekki frekari matreiðslu. Að sögn Gunnars Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra Sindrabergs, má vænta þess að hér verði um ódýra vöru að ræða, auk þess sem hún er sögð mein- holl. Anna Ragna Gunnarsdóttir er sushi-meistari hjá Sindra- bergi og hefur veg og vanda af uppskriftunum, en hún er nýkomin heim úr námi ytra á vegum fyrirtækisins. Um ntiðjan mánuðinn mun hún bjóða almenningi á námskeið í sushi-gerð og kynna þessa fæðutegund sem er nokkuð framandi hérlendis. Kaffistofan í Sindrabergi er hin vistlegasta og þangað er fólk velkomið til að kynna sér þá nýlundu sem hér er á ferð- inni, smakka á réttunum og segja álit sitt. „Enda þótt fram- Bíll niður í fjöru á Óshlíð Ótrúlega vel sloppið Einn maður var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að bíll fór út af Óshlíðar- vegi undir kvöld á föstudag. Hann reyndist vera kjálka- brotinn og skorinn í andliti. Þrír ungir menn voru í bílnum og teljast þeir hafa sloppið ótrúlega vel miðað við að- stæður, en bíllinn valt milli fjörutfu og fimmtíu metra nið- ur í fjöru rétt við Steinsófæru. Lögreglunni á Isafirði barst tilkynning um slysið laust fyr- ir klukkan sex. Bíllinn var á leiðinni frá Isafirði til Bol- ungarvíkur og mun ekki hafa veriðá mikilli ferð. Hann mun hafa snúist í hálku og lenti á Ijósastaur og síðan á vegskála áður en hann fór fram af veg- inum og fór margar veltur. Engir mannanna þriggja voru í bílbeltum.Tveir þeirra fengu ívar Pálsson. stjórnarformaður Sindrabergs, Gunnar Þórðarson framkvœmdastjóri og Þórður Júlíusson hluthafi með sýnishorn af framleiðslunni. leiðslan verði fyrst og fremst Bíllinn var gerónýtur eftir fjölmargar veltur niður í fjöru á Oshlíðinni. að fara heim eftir rannsókn á sjúkrahúsi. Sá þriðji sem var í aftursæti kastaðist út úr bíl- num á leiðinni niður og slas- aðist í andliti. seld á breskum markaði ætl- um við líka að sinna íslensk- um markaði. Þar þurfum við að prófa okkur áfram og finna út hvað íslendingar vilja helst", segir Gunnar Þórðar- son. Sindraberg ehf. var stofnað seint á síðasta ári. Fyrirtækið keypti af Básafelli hf. hús það við Sindragötu, þar sem Ritur hf. var á sínum tíma, og er sushi-gerðin á efri hæðinni. Að sögn Gunnars Þórðarsonar verður hér ekki u m stóra fram- leiðslueiningu að ræða. Gert er ráð fyrir um fimmtán starfs- mönnum þegar allt er komið á fullt og ársvelta er áætluð á annað hundrað milljónir. Frumkvæðið að sushi- framleiðslu á ísafirði kemur frá ívari Pálssyni hjá Samein- uðum útflytjendum hf. í Reykjavík. Ivarerstjórnarfor- maður Sindrabergs ehf. en aðrir í stjórn eru Arnar Krist- insson ogTryggviTryggvason á Isafirði, Auðunn Karlsson í Súðavík og Einar Guðbjörns- son hjá Sameinuðum útflytj- endum hf. Allir stjórnarmenn Sindrabergs hf. eru hluthafar í fyrirtækinu. Auk þeirra eiga Sameinaðir útflytjendur hf. hlut, svo og Þórður Júlíusson, Gunnar Þórðarson, og Þor- steinn Jóhannesson á Isafirði. r Snerpa ehf. á Isafirði og Kaspersky Lab færa íslenska skólakerfínu stórgjöf AVP í aUa grunn- og framhaldsskóla Snerpa ehf. á ísafirði og samstarfsaðili þess, Kasp- ersky Lab, sem eralþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki f Moskvu, hafa gefið öllunt grunn- og framhaldsskólum á Islandi kost á ókeypis af- notum af veiruvarnarforrit- inu AVP, en það hefur hlotið fjölda viðurkenninga um allan heim sem eitt besta veiruvarnarforrit sem völ er á Afhending á yfir 3000 notendaleyfum fyrir hugbún- aðinn fór fram í Menntaskól- anum við Sund í Reykjavík á föstudag. Það var Björn Bjarnason, menntamálaráðherra sem veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd skólanna, en meðal við- staddra voru þingmenn, sendi- herra Rússlands á fslandi, Anatoly Zaytsev, alþjóðlegur dreifingarstjóri Kaspersky Lab, Bathyr Shikhmuradov og fulltrúar Snerpu ehf. „Veiruvarnahugbúnaður er einn af grundvallarþáttum í öruggri töl vuvinnslu. Við ger- um okkur hins vegar grein fyr- ir að góð menntun barna okkar er í raun enn stærri og mikil- vægari þáttur. í samstarfi við Kaspersky Lab ákváðum við því að leggja okkar af mörkum til að skólar gætu eignast þennan nauðsynlega hugbún- að ókeypis og peningar sem annars hefði verið varið til kaupa á honum, nýtist þess í stað til frekari uppbyggingar í íslensku skólastarfi,” segir Jón Arnar Gestsson, markaðs- stjóri og annar af stofnendum Snerpu ehf. á ísafirði. „Við erum þess fullviss að AVP veiruvörnin er besti kost- urinn fyrir íslenska skóla. I fyrsta lagi erAVPóumdeilan- lega besta veiruvörnin sam- kvæmt fjölda dóma frá tölvu- tímaritum og vottunarstof- um hugbúnaða og þá býður AVP einnig upp á bestu not- endaþjónustuna. í þriðja lagi er þetta eina veiruvörn- in sem þýdd hefur verið á íslensku. Það má því segja að það sé AVP að þakka að íslenskirskólargetanú loks hafið uppbyggingu tölvu- kerfis síns með hugbúnaði á íslensku,” sagði Jón Arn- ar. Virka daga kl. 09 - 21 Laugardaga kl. 10 - 18 Sunnudaga kl. 12 - 18 I/Ím'c? AUSTURVEGl 2 • SÍMI 456 5460 Við erum ykkar fólk Dagtegar ferðir til ogfrá Reykjavík * FMV www.samskip.is Sindragöcu 11,400 ísafjördur, símí 456 4000, fax 456 4009 NYR SUMAR- BÆKLINGUR * Opið kl. 13-16 s unnudaginn 13. feb. ir Samvinnuferðir Landsýn Söluskrifstofa Hafnarstræti 7 isafiröi Sími 456 5390 Summ6cef[ingarnir Opið sunnud. 13. feSr. kf. 13:00-17:00 Vesturferðir Aðalstrœti 7 - Sími 456 5111 CAR RENTAL Dalshraun 9, Hafnarfjöröur O r- O O OOCO -2 CO 00 5S in tn x to to .2 m tn @ </» - v - wu. SÉRTILBOÐ! Verö pr. sólarhring og 100 km frá 2.800.- NISSAN - SUBARU - SUZUKI Afhendum hvar sem er innan stórReykjavíkursvæöisins

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.