Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.05.2000, Síða 1

Bæjarins besta - 24.05.2000, Síða 1
GLER OG SPEGLAR Ertu að tapa stórfé út um gluggana? Fáðu góð ráð hjá okkur og lækkaðu hitareikninginn varanlega! Smiðjuvegi 7, Kópavogi, sími 54 54 300, fax 54 54 301, www.gler.is GLEROG SPEGLAR Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 459 4589 • Fax 459 4594 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 299 m/vsk Staðsetning háskóla hefur áhrif á búsetu fólks Verður kennslustö f vum komið upp á f safírði og Egilsstöðum? Staðsetning háskólanáms hefur mikil áhrif á búsetu há- skólamenntaðs fólks hér á landi, en samkvæmt nýrri könnun á háskólamenntun og búsetu, búa 89% brautskráðra viðskiptafræðinga frá Há- skóla íslands á höfuðborgar- svæðinu en einungis 11% á landsbyggðinni. Af braut- skráðum rekstrarfræðingum frá Háskólanum á Akureyri, búa 87% á landsbyggðinni en 13% á höfuðborgarsvæðinu. Þettakom fram í erindi Þor- steins Gunnarssonar, rektors Háskólans á Akureyri, á fundi sem Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Rannsóknar- stofnun Háskólans áAkureyri og sjónvarpsstöðin Aksjón efndu til á Fiðlaranum á Ak- ureyri fyrir stuttu. Yfirskrift fundarins var hvort aukin há- skólamenntun væri svar við atgervisflótta af landsbyggð- inni. Þorsteinn sagði Háskólann á Akureyri hafa leitast við að hagnýta nýjustu upplýsinga- tækni til kennslu á háskóla- stigi utan síns heimasvæðis, m.a. með fjarkennslu í hjúkr- unarfræði til Isafjarðar og rekstrarfræði til Austurlands og hefði hann fengið staðfest frá Isafirði að hefði þessi kennsla ekki komið til, hefðu margir af þeirn sem nú stunda nám í hjúkrunarfræði, flust með fjölskyldum sínum til höfuðborgarinnar. Rektor sagði fjarkennsluna þegar hafa skilað miklum ár- angri en ljóst væri að renna þyrfti styrkari stoðunt undir háskólakennslu í þeim lands- hlutum sem lengst væru frá núverandi háskólum hér á landi, þ.e. á Vestfjörðum og Austurlandi. Því hefði há- skólaráð lagt til við mennta- málaráðherra að Háskólanum á Akureyri yrði heimilað að korna á fót kennslustöðvum á Egilsstöðum og Isafirði og þar myndu starfa fastráðnir há- skólakennarar sem hefðu fasta búsetu á þessum stöðum. Avinningurinn af slíkum kennslustöðvum væri hópur háskólamenntaðs fólks sem kæmi inn í atvinnulífið á við- komandi svæði á hverju ári og vísaði rektor í því sam- bandi til reynslunnar af starf- semi Háskólans á Akureyri. Fjárhagsleg áhrif inn á við- komandi landsvæði gætu numið um tveimur milljónum króna á hvern nemanda að mati Þorsteins. Kostnaður við starfsemina er áætlaður um 16 milljónir króna árið 2001 á hvorum stað, en þegar allt námið er komið til framkvæmda er áætlaður kostnaður um 31 milljón króna á hvorurn stað eða 62 milljónir króna. Erna Sigurðardóttir fœrir Guðjóni Brjánssyni, fram- kvœmdastjóri FSI gjöfina. ísafjörður Pjötlurnar gefa FSÍ 4% m2 teppi Bútasaumsklúbburinn Pjötlurnar færði á föstudag, Fjórðungssjúkrahúsinu á Isa- firði teppi að gjöf sent er tæp- lega4!/2 fermetri að flatarmáli. Teppið var framlag klúbbsins í bútasaumskeppni sem haldin var á vegum bútasaumsbúð- arinnar Bóthildar. „Það kornu 28 konur að saumaskapnum. í teppinu eru nákvæmlega 2000 bútar og við byrjuðum að skipuleggja smíðina í september á síðasta ári,“ sagði Erna Sigurðardótt- ir, ein saumakvennanna. Alls eru 55 konur í Pjötlun- urn og korna þær frá Isafirði, Bolungarvík, Holti og Suður- eyri. „Við hittumst einu sinni í mánuði yftr vetrartímann. Klúbburinn hefur starfað í meira en 3 ár og hefur reglu- lega haldið námskeið í búta- saurn. Þeim sem ljúka þessu námskeiði er síðan boðin aðild að klúbbnum“, sagði Erna. V úrucifsiniðslik i Roykjavík

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.