Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.05.2000, Page 8

Bæjarins besta - 24.05.2000, Page 8
Súðvíkingar áhugasamir um pílukast Paramót í pílukasti - „skorum á aðra að koma og keppa við okkur“, segir Jónas Skúlason faðir pílunnar í Súðavík. Pflukast er íþrótt sem ekki hefur borið mikið á hér um slóðir a.m.k. er ekki á hverj- um degi sem haldið er form- legt mót í þessari grein. Það gerðist þó í Súðavík 12. maí s.l., þar sem hópur manna hefur iðkað þessa íþrótt í um 15 ára skeið. Undanfarið hafa konurnar ekki látið sitt eftir liggja og veita körlun- um harða samkeppni. Það lá því beint við að halda paramót. Atta pör tóku þátt og var mikil spenna í loftinu og samkeppnin hörð, enda keppendur orðnir ansi sleipir í íþróttinni. Svo fór að lokum að fyrsta sætið hrepptu þau Halldór Jónbjörnsson og Linda Lee Bluett. Þeim er ósk- að til hamingju með sigurinn. Sá sem hefur stundað íþrótt- ina lengst allra í Súðavík og stundum nefndurfaðirpflunn- ar þar um slóðir, er Jónas Skúlason. Hann og Þorsteinn Andrésson höfðu veg og vanda af skipulagningu móts- ins. Þeir hafa, ásamt fleira áhugafólki, myndað félags- skap um pílukast. Hópurinn kemur saman á Fjórum Félög- um, pöbb bæjarins, snemma á hverju föstudagskvöldi til að spila. Ahuginn er það mikill að óhætt er að tala um vakningu. Þegar er farið að leggja drög að fleiri mótum og vill Jónas skora á pflukastara í nágranna- byggðunum að koma og Jónas Skúlason, ,Jaðir pílunnar“ í Súðavík. keppa. A Flateyri er einnig að byrja með og hvetja þá til staka mannlíf hér fyrir hópur dugandi pílukastara. að etja kappi við Súðvíkinga. vestan. Það liggur því beint við að Slíkarkeppnireruskemmtileg beina áskoruninni þangað til viðbót við okkar góða og ein- Lionsklúbbur Bolungarvíkur styrkir unga fólkið 100 þúsund króna gjöf tíl kaupa á hljó - mikil óánægja með úthlutun úr Forvarnarsjóði Á föstudag færði Lions- klúbbur Bolungarvíkur, kaffi- og menningarhúsi unga fólks- ins á ísafirði, 100 þúsund krónur að gjöf til kaupa á nýju og fullkomnu hljóðkerfi fyrir starfsemina. Gjöfin kemursér afar vel þar sem mjög kostn- aðarsamt er að koma rekstri sem þessum af stað. Það var Hlynur Snorrason, verkefnis- stjóri Vá Vest-hópsins og fulltrúi þess hóps í stjórn kaffi- og menningarhússins sem tók við gjöfinni. Að sögn Hlyns gætirmikill- ar óánægju innan Vá Vest- hópsins með nýlega úthlutun úr svokölluðum Forvarnar- sjóði, en kaffi- og menningar- húsið fékk einungis 300 þús- und króna styrk úr sjóðnum, en sótt var um þriggja milljóna króna styrk. „Þetta eru mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess áhuga og þeirrar athygli sem kaffi- og menningarhúsið hefur fengið, ekki bara hér á svæðinu, heldur á öllu land- inu. Ýmsirforvarnarhópareru farnir að hafa samband við okkur og spyrjast fyrir um starfsemina og þá hugmynda- fræði sem liggur að baki henni,“ sagði Hlynur. Styrkurinn átti að renna beint til uppbyggingu starf- seminnar ásamt jafn miklu framlagi frá Rauða krossi Is- lands og RKI deildunum á norðanverðum Vestfjörðum. Að auki var gert ráð fyrir styrkjum frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum til starfseminnar. Rekstur kaffi- og menningarhússins er því í hálfgerðu uppnámi vegna þessa. Uthlutun Forvarnar- sjóðs nam í heild 42 milljón- um króna. ísafjörður Ævintýri neinenda Ferðalag 10. bekkjarGÍ hófst á sunnudag en að þessu sinni var farið í „River rafting“ í Hvítá, trukkaferð o.fl. Auk þess verður farið á Grensás og heilsað upp á Ásgeir, strætóbílstjóra, sem er hann þar að ná sér eftir alvarlegt slys. Hlynur Snorrason tekur við gjöfinni úr hendi Asgeirs Þórs Jónssonar, formanns Lionsklúbbs Bolungarvíkur. A myndinni eru einnig Lionsmennirnir Einar Guðmundsson og Jónas Guðmundsson. Snyrtivöruverslunin Krisma í Ljóninu, Skeiði, ísafirði er til sölu. Upplýsingar gefur S Ragnheiður Asa í síma 456 4414. Netspurningin Spurt var: Samgöngur eru á hvörfum. Innanlandsflug tekur miklum breytingum um þessar mundir. Áfangastöðum Flugfélags Islands fækkar nú óðum og stefnir í það, að aðeins verði flogið til fjögurra utan Reykjavíkur, Isafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Flug á vegum Flugfélags Islands og áður Flugleiða innanlands hefur lagst af til Patreksfjarðar, Þingeyrar, Sauðárkróks, Húsavíkur og Neskaupstaðar. Búast má við því að áætlunarflug félagsins til Hornafjarðar heyri brátt sögunni til nema svo fari að erlendir ferðamenn haldi þeirri flugleið uppi. Sú tíð er liðin þegar áfangastaðir Flugleiða voru þrír á Vestfjörðum og íslandsflug flaug til Bfldudals, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs. Flugfélagið Ernir hélt uppi áætlunarflugi frá ísafirði um tveggja áratuga skeið. Flogið var með farþega og póst frá Isafirði til Suðureyrar, Flateyrar, Ingjaldsands, Þingeyrar, Bíldudals og Patreksfjarðar. Auk þess var flogið leigufiug til annarra staða áVestfjörðum svo sem Reykhóla, Hólmavíkur og Gjögurs. Um skeið hélt Ernir einnig uppi áætlunarflugi milli Suðureyrar og Reykjavíkur. Enn er áætlunarfiug á vegum Flugfélags íslands milli ísafjarðar og Akureyrar. Flugfélag Norðurlands stóð fyrir þessu flugi um langt skeið áður en Flugfélag íslands varð til á nýjan leik. Svo virðist sem þessi fyrrum „gullrúta” FN gefi ekki jafn mikinn arð og fyrrum. Það hefur margt breyst í samgöngumálum á íslandi, sem hefur haft mikil áhrif á flug innanlands. Á Vestfjörðum höfðu jarðgöngin góðu undir Breiðadals- og Botnsheiðar þau áhrif að grundvöllur flugs í Holt og á Suðureyri hvarf með öllu. Sama má reyndar segja með Þingeyri. Að flugvellinum þar eru rétt rúmir fimmtíu kílómetrar frá ísafirði. Betri vegur um jarðgöngin og Gemlufallsheiði kippir grundvelli undan fiugi um Þingeyri. íslandsflug flýgur enn til og frá Bfldudal, en illa gengur að halda uppi flugi til Patreksfjarðar. Þess má geta að flutningur pósts milli landshluta fer nú fram með bílum en ekki flugi, k svo sem áður var til Vestfjarða. Strandsiglingar eru ekki W svipur hjá sjón.Vegirnir og bílarnireru að taka við af flugi og siglingum. Vöruflutningabílar aka um allt land með vörur og flutning. Það er Ijóst að bestu samgöngubætur fyrir norðanverða Vestfirði felast í stórbættum Djúpvegi númer 61, en ekki fleiri jarðgöngum. Stytta þarf vetrarleiðir og auka mokstur. Þessi sjálfsagða krafa mun enn grafa undan flugi. Fari svo að lendingarskilyrði á Reykjavíkurflugvelli verði skert enn frekar, eins og hugmynd borgarstjóra og borgarstjórnar um aðeins eina flugbraut gefa til kynna, munu stoðirnar undir innalandsflugi veikjast mjög mikið. Hafa ber sterkt í huga að vegir og brýr eru ódýrari enjarðgöng. Því þarf afar sterk rök fyrir gerð jarðganga. ðtakkur skrifar Ertu ánægð- (urj með hlut Vestfjarða í nýrri vega- áætlun ? Alls svöruðu 263. Já sögðu 85 eða 32,44% Nei sögðu 157 eða 59,92% Hlutlausir voru 20 eða 7,63% Netspurningin er birt viku- lega ó bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í Ijós. Aðeins er tekið viö einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. wsmmmMmmmmmmmmmmmmmmmmmMmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmMmmmmMmmmmmmmmmmMmmmmmmmmMmmmmmmmmmmmmmmmMmmmKmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Stakkur hefur ritað vikulega pistla íBœjarins besta í mörg ór. Skoðanir hans ó mönnum og mólefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umrœður. Þœr þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrótf fyrir það bera óbyrgðarmenn blaðsins dbyrgð ó skrifum Stakks d meðan hann notar dulnefni sitt. 8 MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 2000

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.