Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.09.2000, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 13.09.2000, Blaðsíða 2
Vestfirðir Þrír vilja sigla yfir Breiöafjörö Tilboð um ferjuflutninga næstu þriggja ára voru opnuð í Samgönguráðuneytinu í dag. Þrjú tilboð bárust í rekstur ferju um Breiðafjörð, milli Stykkishólms, Flateyjar og Brjánslækjar, og voru þau öll nokkuð umfram kostnaðar- áætlun sem hljóðaði upp á 136.056 milljónir króna. Sæferðir ehf. í Stykkis- hólrni átti lægsta tilboð eða 166.131 milljónir. Núverandi rekstraraðili, Breiðafjarðar- ferjan Baldur ehf. í Stykkis- hólmi.bauð 184.706 milljónir og Nýsir hf. í Reykjavík bauð 198.900 milljónir króna. ísaljörður Sjómenn- írnir í hús Fjölskylda Ragnars heitins Kjartanssonar myndhöggvara hefur farið þess á leit við bæj- aryfirvöld á Isafirði, að högg- mynd hans, Sjómönnunum, verði komið í hús fyrir vetur- inn svo að hún skemmist ekki frekar. Höggmyndin, sem komið var fyrir á Eyrartúni árið 1974, er minnisvarði um drukknaða sjómenn frá Isa- firði. Bæjarráð ákvað í gær að orðið skuli við þessum tilmæl- um. Einnig hefur Grímur Mari- nó Steindórsson myndlistar- maður ritað bæjaryfirvöldum bréf þar sem hann vekur at- hygli á ástandi höggmyndar- innar. Þar leggur hann til, að hún verði steypt í brons þann- ig að hún rnegi varðveitast til frambúðar. Brotajárn pressað tíl brottflutnings Um 300 tonn af brotajárni voru pressuð á vegum samstarfi í nokkur ár. Brotajárnið er síðan flutt í gám- Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. íEngidal við Skutulsfjörð um með Eimskipum til Reykjavíkur en fer þaðan til át- í síðustu viku. Til þessa verks fékk Gámaþjónustan landa í endurvinnslu. Meðal þess sem pressað var eru pressu frá Hringrás ehf, en fyrirtækin hafa verið í milli þrjátíu og fjörutíu bílhrœ. Starfsstöð íslenskrar miðlunar Vestfjöröum ehf. á Þingeyri innsigluð Óskað eftir gjal dþrotaskiptum Tveir stjórnarmenn Islensk- rar miðlunarVestfjörðum ehf. undirrituðu beiðni um gjald- þrotaskipti á fyrirtækinu, sem lögð var inn hjá Héraðsdómi Vestfjarða fyrir hádegi í gær. Beiðnin uppfyllti ekki nauð- synleg skilyrði til þess að hægt væri að taka hana til efnis- legrar meðferðar hjá dóm- num. Stjórnarformaður fyrirtæk- isins, Fritz Már Jörgensson hjá Islenskri miðlun í Reykja- vík, sagði sig fyrirvaralaust og án samráðs við aðra stjórn- armenn úr stjórninni í síðustu viku. Ákveðið hafði verið að hann kæmi á fund með bæjar- ráði Bolungarvíkur út af mál- efnum fyrirtækisins en mætti ekki þegar á reyndi. Starfsstöð íslenskrar ntiðl- unarVestfjörðum ehf. á Þing- eyri var innsigluð í gær vegna vanskila á vörslusköttum (virðisaukaskatti og stað- greiðslu). Vanskilin nerna urn tveimur og hálfri milljón króna. Starfsstöð Islenskrar miðl- unar á Þingeyri er sú eina sem starfrækt hefur verið að und- anförnu. Á mánudagskvöld samþykkti bæjarráð Isafjarð- arbæjar að komið yrði á fundi bæjarráðs og bæjarstjóra með stjórn Islenskrar miðlunar Vestfjörðum ehf. og ýmsum aðilum sem málefni fyrirtæk- isins varða. Þar er um að ræða Byggðastofnun, Bolungarvík- urkaupstað, Atvinnuþróunar- félag Vestfjarða, lífeyrissjóði og verkalýðsfélög. Ljóst má vera, að af þeim fundi verður ekki. Rúmt ár er liðið frá því að forseti íslands, herra Olafur Ragnar Grímsson, þingmenn Vestfjarðakjördæmis, sam- gönguráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og fleira stórmenni fylgdu Islenskri miðlun Vestfjörðum ehf. úr hlaði með miklurn og há- stemmdum ræðuhöldum. Bœjarins besta Hæfnisnámskeið og hæfnis- próf fyrír veröandi veiðimenn Hæfnisnámskeið og hæfnispróf fyrir verðandi veiðimenn verður haldið fimmtudaginn 21. september kl. 18:00 í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði. Þátttökugjald er kr. 6.000. Vinsamlega tilkynnið þátttöku hjá Veiðistjóraembættinu í síma 462 2820. Veiðistjóraembættið. Lesendur Síðasta sort Bolvíkingur hringdi: I tiltekinni verslun hér í bæ, sem tengist vélsmiðju nokkurri, hafa undanfarið hangið uppi ljósmyndir, öðrurn fyrirtækjum í bæn- um til háðungar. Myndir- nar eiga að vera til vitnis urn draslarahátt á almanna- færi og fylgja þeim þau skilaboð, að svona geri maður ekki. Mér finnst þetta koma úr allra hörðustu átt hjá þessu tiltekna fyrirtæki. Ekki þarf að skoða sig lengi hjá viðkomandi vél- smiðju til að sjá draslara- hátt af verstu gerð. í sumar bauð bæjarfélagið upp á urðun á drasli frá fyrirtækj- urn. Þetta fyrirtæki notaði sér það ekki þótt ýmis önn- ur gerðu það. Ég vil koma á framfæri þeirri skoðun minni, að þessi myndabirting sé framkoma af síðustu sort. Alveg sérstaklega þegar þetta tiltekna fyrirtæki á hlut að máli. ísaQörður GaÍlup vestur? Gallup á íslandi ákveður ekki síðar en um helgina hvort fyrirtækið opnar út- hringistöð á Isafirði. Um leið og frá því var greint á fréttavef Bæjarins besta að fyrirtækið væri að hugleiða slfkt byrjaði fólk að hringja og spyrjast fyrir um vinnu. Ekki verður um heilar stöður að ræða heldur er ætlunin að ráða einhverja tugi fólks í 25-50% störf. Ef ákveðið verður að fara af stað á ísafírði verður ís- firðingur ráðinn til að sjá um starfsemina. Viðræður eru í gangi. Það var og Jarðgöng á landsbyggðinni eru eitt helsta umræðuefni þeirra þjóðmálaspekinga, sem í aðra röndina hafa allt á homum sér út í strjálbýlið en telja sig á hinn bóginn hafa manna best vit á hvað sé landsbyggðarfólki fyrir bestu. Fyrir það fyrsta er það mat þessara manna, að jarðgöng á landsbyggðinni séu ein hringa- vitleysa, þar sem strjálbýlingar, sem endilega vilja húka á horriminni heima fyrir, geti bara „valið sér ákveðið lífsmynstur" þar sem „jarðgöng eru.ekkert lífsspursmál [enda] getur annað komið í staðinn“ fyrir götótt fjöll og greiðar samgöngur, svo vitnað sé til fleygra orða. Sumir þessara ágætu manna telja meira að segja verulegar líkur á að framkvæmdir á borð við jarð- gangagerð á landsbyggðinni leiði til þess eins, að gera okkur að þurfalingum fyrir lífstíð. í annan stað hafa þessir ráðagóðu og velviljuðu menn einfalda lausn á öllum okkar vanda, og í því fólgna, að „aðstoða okkur við að finna okkur búsetu þar sem möguleikar okkar í leitinni að lífshamingju og þokkalegri afkomu eru mestir“. Eitthvað finnst manni nú vanta annað í þetta en umhyggjusemina! Einhvern veginn líta flestir svo á, að vegir, brýr og jarðgöng séu ekki eingöngu til þess að fólk komist leiðar sinnar, af illri nauðsyn ef ekki vill betur til, heldur skuli þessi mannvirki þannig úr garði gerð og staðarval á þann veg, að þeir sent um þau fara njóti alls þess öryggis sem unnt er að veita. Vera má að þetta sé misskilningur. Sé svo má ef til vill til sanns vegar færa. að Bolvíkingar geti verið þakklátir fyrir að geta átt þess kost annað slagið að njóta þeirrar tilkomumiklu sýnar að horfa á hlíðina ofan við veginn um Oshlíð iðandi af grjóthruni. ■gn Erfitt er þó að láta sér til hugar korna að nokkrum heilvita manni detti Frá útgefendum: Umboðs- aðilar BB slíkt í hug. Málið er auðvitað það, að fólk sem vetur, sumar, vor og haust keyrir vegspottann milli Bolungarvíkur og Hnífsdals gerir það af því að ekki er annarra kosta völ. En bættarsamgöngureruekki alls staðarlitnarhornauga. Landbúnaðarráðherra hlýtur lof og prís fyrir djarfmannlega afstöðu sína og vilja til að selja sem mest af ríkisjörðum á Suðurlandi og í Borgarfirði, helst í pörtum. „svo fjölga megi fólki í sveitarfélögum þar enda þrái margir þéttbýlisbúar slíka búsetu og nútíma tækni og samgöngur geri mönnum mögulegt að starfa á höfuðborgarsvæðinu eftir sem áður“, og er þá vitnað í leiðara í DV eigi alls fyrir löngu. Mikil erhugulsemi þín, landbúnaðarráðherralVonandi lætursamgönguráðherra sitt ekki eftir liggja til viðhalds uppsveitum Borgarfjarðar! s.li. Eftirtaldir einstaklingar sjá um söiu og dreifingu á BB á þétt- býlisstöðum utan ísafjarðar: Bolungarvík: Nikólína Þor- valdsdóttir, Hjallastræti 38, sími 456 7441. Súðavík: Sindri V. Gunnarsson, Holtagötu 11, sími 456 4982. Suðureyri: Deborah Anne Ólafsson, Aðal- götu 20, sími 891 7738. Flat- eyri: Gunnhildur Brynjólfsdótt- ir, Brimnesvegi 12a, sími 456 7752. Þingeyri: Valdís Bára Kristjánsdóttir, Hlíðargötu 43, sími 456 8263. Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 • Netfang prentsmiðju: hprent@bb.is • Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, netfang: bb@bb.is • Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, sími 456 7322, netfang: blm@bb.is og Hólfdón Bjarki Hólfdónsson, sími 863 7655, netfang: halfdan@bb.is • Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, netfang: halldor@bb.is • Stafrœn útgófa: www.bb.is • Lausasöluverð er kr. 200 eintakið m. vsk. • Áskriftarverð er kr. 170 eintakið m. vsk. • Veittur er afsldttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti • Eftirprentun, hljóðrifun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimildar sé getið. 2 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.