Bæjarins besta - 13.09.2000, Qupperneq 7
Húsið við Aðalstræti nr. 16 á ísafirði er 120
ára gamalt og man tímana tvenna og rúmlega
það. A neðstu hæðinni var verslunarrekstur í
heila öld en líka hafa jafnan verið íbúðir í hús-
inu. Þetta svæði á Skutulsfjarðareyri nefn(d)ist
Miðkaupstaður. Sú gamla nafngift virðist í
seinni tíð öllu rykfallnari en Hæstikaupstaður
og þó einkum Neðstikaupstaður, sem enn eru
bráðlifandi á vörum fólks. í þessu húsi er fyrr-
verandi forsetafrú uppalin og í næsta húsi var
forsetafaðir með rakarastofu.
Núna er hér lítið fyrirtæki sem heitir Ramma-
gerð Isafjarðar en er þó miklu meira en ramma-
gerð. Hér er að verki þúsundþjalasmiðurinn
Dagný Þrastardóttir og hefur í mörg horn að
líta. I einu horninu er glerbrennsluofn, öðru
sandblástursvél, þriðja lager af speglum og í
fjórða horninu er bókhaldið. Svo er auðvitað
sjálf rammagerðin. Og fyrir framan, í eldforn-
um innréttingum í eldfornu húsinu, er listmuna-
verslun. Allt er þar handunnið og allt íslenskt.
Minnsta myndin sem Dag-
ný Þrastardóttir hefur rammað
inn var eitthvað um tveir fer-
sentimetrar. Stærsti spegillinn
sem hún hefur selt var liðlega
fjórir fermetrar. Hvað ætli
margir gætu annars rakað sig
í einu við slíkan spegil?
Já, Dagný hefur í mörg horn
að líta. Hún gengur að störfum
sínum bakatil en fer fram í
verslunina þegar kúnnar
koma. Þegar hún kemur inn
aftur man hún stundum ekki í
hvaða horni hún hafði verið
að vinna og heldur áfram að
sandblása það sem hún hljóp
frá næstsíðast í staðinn fyrir
að halda áfram að ramma inn
myndina sem hún var að vinna
við áðan. Eða var hún kannski
að slípa gler eða búa til spegil?
Það er stundum lítill vinnu-
friður fyrir afgreiðslu en það
er auðvitað ágætt.
Friðað hús
Dagný er húsgagnasmiður
að mennt en Halldór Antons-
son maður hennar er húsa-
smíðameistari. Þau hafa skipt
um alla klæðningu á húsinu
eins og hún leggur sig. Fram-
kvæmdin er mjög dýr. Húsa-
friðunarnefnd hefur styrkt
verkið nokkuð enda er húsið
friðað að verulegu leyti, þ.e.
útlit, verslunarinnréttingar,
bitaloft og fulningar. Undir
það síðasta var húsið í eigu
Pósts og síma, sem var hér
með lagerog skrifstofur. Sam-
tals er þetta um 700 fermetra
pláss, að hluta til á þremur
hæðum.
Þau Dagný og Halldór
keyptu húsið fyrir þremur ár-
um og hófust handa við að
gera það upp, innra sem ytra.
Þau byrjuðu að ganga frá því
plássi á neðstu hæðinni þar
sem Rammagerðin er. „Ég
opnaði fljótlega og var að tína
inn vörurnar sniátt og smátt
og hafði bara opið á meðan.
Þetta var h'tið fyrst en hefur
aukist jafnt og þétt síðan“,
segir Dagný.
Samhent þrenning
Þó að Halldór sé húsa-
smíðameistari en Dagný hús-
gagnasmiður (og rammasmið-
ur og glersmiður), þá er ekki
nein sérstök verkaskipting
milli þeirra við endurbætur á
húsinu. Reyndar eru þau þrjú
sem hafa unnið saman að því
að gera húsið upp. „Við erum
mjög samhent öll þrjú,
mamma, Halldór og ég.
Mamma hefur verið okkur
stoð og stytta við þetta allt og
tekur ekki minni þátt í þessu
en við Halldór. Hann er nátt-
úrlega mesti smiðurinn og
stórvirkastur en við reynum
að vinna sem mest saman. I
sumar höfum við verið að
vinna utanhúss en vorum inn-
anhúss í fyrra og þá gengum
við frá íbúðinni okkar sem
við fluttum inn í fyrir ári.“
Rammagerð ísafjarðar var
stofnuð fyrir um aldarfjórð-
ungi af Rúrik Sumarliðasyni
en Dagný keypti hana árið
1989. „Ég var búin að vera
með þetta í skúrum og kjöll-
urum áður en ég kom hingað.
Þegar ég keypti þetta var ég
einstæð móðir með eitt barn
og mig vantaði aukapening.
Ég vann allan daginn fyrir níu-
tíuþúsundkall á mánuði og
það dugði ekki til.“
Var í snuddinu
hjá Daníel
Dagný er eins ísfirsk og
vestfirsk og hægt er, dóttir
Þrastar Marsellíussonar og
Þórunnar Jónsdóttur. Hins
vegar lærði hún húsgagna-
smíði í Reykjavík og var á
samningi hjá fyrirtæki í Kópa-
vogi. „Þegar ég kom vestur
aftur vann ég fyrst hjá Daníel
Kristjánssyni smið uppi á nýja
sjúkrahúsi. Ég var aðallega í
snuddinu hjá honum, að setja
upp gerefti og þvíumlíkt."
Innan tíðar ætlar Dagný að
koma sér upp netverslun. Þar
verður hægt að skoða myndir
af þeim gripum sem í boði eru
og festa kaup á þeim. Hún er
einmitt nýbúin að koma sér
upp svolitlu ljósmyndastúdíói
(íeinu horninuenn) lil að taka
myndir af hinum fjölmörgu
smáhlutum sem hún hefur til
sölu. Ef til vill verður búið að
opna netverslunina þegar At-
vinnuvegasýning Vestfjarða
verður haldin á Isafirði um
aðra helgi en ekki er víst að
það takist á þeim tíma.
Rammagerð ísafíarðar
01 mifótu mevuz m nammaa&éb
Allt eru það
listamenn
Hér er allt handunnið og
allt íslenskt, eins og áður
sagði. Marga af gripunum býr
Dagný til sjálf, annað kaupir
hún og enn annað er í umboðs-
sölu. „Sumir af höfundunum
eru lærðir listamenn, aðrir
ekki“, segir hún. „En allt eru
það listamenn."
Meðal þeirra sem eiga
myndir hjá Dagnýju eru vest-
firskir listmálarar eins og
Guðbjörg Lind. Villi Valli og
Reynir Torfason. Ein af stær-
stu myndum Reynis hér heitir
Yfirgefin byggð. Hann virðist
hafa verið þannig stemmdur
þegar hann málaði þessa
mynd, að honum hefurfundist
að allir væru að flytja frá Vest-
fjörðum. Byggðin ámyndinni
er svo yfirgefin að það er ekki
einu sinni fugl í bjarginu og
sjávaraldan er það eina sem
lifir.
Ekki bara rammar. Líka
myndirí rammana. Og myndir
í römmum. Smámunir úr leir.
Kertastjakar, vasar og dollur,
styttur stórar og smáar, blóma-
vasar. Trémunir. Glerskálar,
málaðar flöskur, stjörnur og
aðrir glermunir til að hengja
upp í glugga eða annars staðar.
Kerti. Kort til brúks við ýmis
tækifæri á mannsævinni.
Skeifur til gæfu og gengis.
Og þannig mætti lengi telja.
Speglasalur
Af hverju hættir maður að
sjá annað fólk í gegnum gler
og fer í staðinn að sjá sjálfan
sigíglerinu? Hvernig verður
gler að spegli? Ástæðan er
einfaldlega sú, að sérstakt efni
er borið á bakhliðina á glerinu.
Á einum stað bakatil stend-
ur speglastæða upp við vegg.
Lfklega eru þetta einir þrjátíu
til fjörutíu speglar og hver um
sig 2,55 m á annan veginn og
1.60 m á hinn. Þarna bíða þeir
þess að verða skornir niður
eftir óskum kaupenda. Nema
einhver vilji svona stóran
spegil á baðið eða í svefnher-
bergið. Þegar komið er að
speglastæðunni við vegginn
er því líkast að þarna sé annar
víðáttumikill vinnusalur.
Þangað til maður sér sjálfan
sig koma á móti og hrekkur
við.
Glerbrennslan
Glerbrennsluofninn í einu
horninu minnir við fyrstu sýn
á stakan bakarofn í eldhúsi.
En í þessum ofni verður hitinn
hátt í 900 gráður sem nægir til
að bræða gler en er fullmikið
fyrir sunnudagslæri. Það yrði
að dufti og kæmist í lítið leir-
ker. Þegar Dagný býr til gler-
muni í ýmsum litum notar hún
t.d. venjulegt rammagler, sker
það niður í viðeigandi búta,
raðar þeim saman í stjaka eða
stjörnur eða kertaplatta, setur
í ofninn og bræðir saman.
Dagný sýnir okkur hvernig
hún býr til kertastjaka. Hún
leggur tilskorið gler ofan á
eins konar glas eða mót úr
járni, stráir á það litadufti og
setur í ofninn. Glerið mýkist
og verður lint eins og pítsu-
deig og sígur niður á mótið.
„En þetta sélst mest af því
sem ég er að gera núna“, segir
hún og bendir á glerstjörnur
sem eru hengdar upp í glugga.
Minna er að gera í sand-
blásturshorninu þar sem Dag-
ný sandblæs gler. Þar sand-
blæs hún t.d. nöfn á glös og
texta eða myndir á gler og
spegla.
Allt selst nema
stimplarnir
En hvað selst best hjá
henni?
„Leirvörurnar hafa verið
rosalega vinsælar undanfarin
ár og salan á smámyndum hef-
ur aukist mikið. Annars selst
allt sem ég er með nema helst
stimplarnir“, segir hún, en
eftir var að nefna gúmmí-
stimplana sem eru í einu hom-
inu enn (líklega horni númer
sjö eða átta).
Ætli bókhaldið sé þá ekki í
horni númer tíu eða tólf. Þar
stendur tölvan á mikilfeng-
legu brúnu skrifborð og nokk-
uð fornlegu ef ekki væri fyrir
litlu hillunaundirlyklaborðið.
Nei, Dagný smíðaði ekki
þetta skrifborð þó að hún sé
húsgagnasmiður og hún fæst
reyndar ekki við húsgagna-
smíði á seinni árum. Hún
keypti það einfaldlega á Hús-
gagnaloftinu en í meðförum
hennar hefur það samt tekið
verulegum stakkaskiptum.
„Úr hvaða búi fékkstu þetta?“,
hefur hún verið spurð.
- Hvað er mest gaman? I
hvaða horni er mest gaman að
vinna? Er ekki leiðinlegt í
bókhaldinu?
„Nei, þetta er allt jafn-
gaman. Mérfínnstekkert leið-
inlegt í bókhaldinu. Það er
bara verst að sólarhringurinn
er svo stuttur og ég þarf að
nota hluta af honum til að
sofa.“
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 7