Bæjarins besta - 13.09.2000, Side 3
Einar K. Guðfinnsson fyrsti þingmaður Vestfirðinga skrifar
Horfum til einkaframtaksins
Það hafa orðið okkur mörg-
um gríðarleg vonbrigði hversu
ríkið hefur dregið lappirnar
við að færa verkefni út á land.
Enginn vafi er á því að þetta
er algjörlega í andstöðu við
stefnumótun ríkisstjórnar og
Alþingis. A grundvelli þess-
arar stefnumótunar töldum við
mörg, að fjölmörg verkefni
sem nú eru unnin á höfuð-
borgarsvæðinu yrðu í framtíð-
inni framkvæmd utan þess.
Það hefur hingað til farið á
aðra leið og valdið vonbrigð-
um og vandræðum, eins og
allir vita.
Þeim mun ánægjulegra er
það að fylgjast með hvernig
einkaframtakið er að vinna á
þessu sviði. Þar þurfa menn
að hugsa um budduna sína og
tjóar ekki að sækja sér fjár-
hagslegan styrk oní vasa skatt-
greiðenda. Þeir sjá sér hag í
því að koma starfsemi sinni
fyrir úti á landi, í mörgum
tilvikum, og vinna þá í sam-
ræmi við það. Þar er vinnu-
markaðurinn stöðugri og hús-
næðiskostnaður margfalt
lægri. Vitaskuld sjá framsýnir
einkaframtaksmenn einnig
Tveir af gluggum Benedikts Gunnarssonar í Suðureyrarkirkju.
Tólf gferfistaverk í Suðureyrarkirkju vígð
Steíndir gluggar
Suðureyrarkirkja var full-
skipuð fólki á sunnudag þegar
vígðir voru tólf steindirglugg-
arí kirkjunni. Listamaðurinn,
Benedikt Gunnarsson, sem er
Súgfirðingur að uppruna,
útskýrði táknmálið í hverju
verki og sagði hverjir gefend-
ur væru og til minningar um
hverja glugginn værL Auk
sóknarprestsins, séra Valdi-
mars Hreiðarssonar, þjónuðu
við athöfnina núverandi og
fyrrverandi prófastar Isafjarð-
arprófastsdæmis, þau séra
Agnes M. Sigurðardóttir og
séra Baldur Vilhelmsson.
Kirkjugestir hrifust mjög af
glerlist Benedikts og þökkuðu
guði fyrir að hann skuli vera
frá Súganda. Sól skein á
glugga meðan athöfnin stóð,
þannig að þeir nutu sín eins
og best verður á kosið.
Að athöfninni í kirkjunni
lokinni bauð íslandssaga ehf.
á Suðureyri í kaffi. Þar talaði
Gestur Kristinsson og flutti
ljóðmæli í tilefni dagsins.
I upphafi árs hófu áhuga-
samir aðilar söfnun fjár fyrir
gluggunum. Hún gekk afar vel
og þegar í vor hafði safnast
fyrir öllum gluggunum. Kom
mikill hlýhugur í garð Suður-
eyrarkirkju og átthaganna í
ljós meðan söfnunin stóð.
Við hátíðarmessu í Suður-
eyrarkirkju vorið 1998 voru
fyrstu fjögur glerlistaverk
Benedikts í kirkjunni vígð.
Það voru fjórir gluggar í kór
kirkjunnar en gefendur voru
börn hjónanna Kristeyjar
Hallbjörnsdóttur og Sturlu
Jónssonar hreppstjóra, sem
settu um langt skeið mikinn
svip á mannlíf og menningu
við Súgandafjörð. Benedikt
Gunnarsson listmálari hefur
sérhæft sig á sviði kirkjulistar
og á þekkt verk í mörgum
kirkjum landsins.
Sjópróf vegna strands Breiðafjarðarferjunnar Baldurs
Mannleg mistök tal-
in ástæða strandsins
Mannleg mistök eru talin
ástæða þess að Breiðafjarðar-
ferjan Baldur strandaði á skeri
nálægt Flatey fyrir stuttu. I
sjóprófum í Héraðsdómi Vest-
urlands í Borgarnesi á fimmtu-
dag í síðustu viku sagðist
skipstjórinn hafa litið undan
stefnu skipsins með þessum
afleiðingum. Viðgerð á Baldri
lauk í síðustu viku og hóf það
áætlunarsiglingar að nýju á
föstudag.
Það var útgerð skipsins sem
óskaði eftir sjóprófunum.
Guðmundur Lárusson, fram-
kvæmdastjóri útgerðar skips-
ins segir í samtali við Morg-
unblaðið að í sjóprófunum
hafi komið glögglega fram að
brú skipsins hafi verið mönn-
uð og að ekki sé heldur hægt
að rekja strandið til neinna
tæknilegra bilana. Hins vegar
hafi sá sem var við stjórn litið
undan stefnu skipsins og það
nægt til. Venjuleg siglingaleið
er um 30-50 metra frá um-
ræddu skeri. í þessari ferð hafi
skipið borið af leið svo mun-
aði nokkrum tugum metra.
Skipstjórinn hafði stöðu
sakaðs manns við yfirheyrslur
í sjóprófunum og axlaði hanns
alla ábyrgð á strandinu. Aðrir
yfírmenn skipsins voru yfir-
heyrðirsem vitni. Þaðersíðan
ríkissaksóknara eða sýslu-
manns að meta það hvort
ástæða þyki til að ákæra skip-
stjórann fyrir brot á lögum
eðaalþjóðlegumsiglingaregl-
um.
Skemmdir á skipinu reynd-
ust mjög afmarkaðar á stefni,
um hálfs annars metra upp og
jafn lagt aftur. Skipl var um
stykki í stefninu. Heildar-
kostnaður vegna tjónsins er
áætlaður um þrjár milljónir
króna.
Einar K. Guðfinnsson.
færi í því að fasteignaskatt-
heimtan á landsbyggðinni
muni stórlækka þegar efnd
verða fyrirheit ríkisstjórnar-
innar þar að lútandi.
Góð tíðindi
Nýjustu áformin á þessu
sviði urðu opinber gerð í síð-
ustu viku er Gallup, öflugasta
fyrirtækið á sviði skoðana-
kannana, lýsti vilja sínum til
að setja niður starfsemi hér
vestra. Þetta eru góð tíðindi.
Enginn er sá Islendingur sem
ekki þekkir til starfsemi fyrir-
tækisins, vegna þeirra viður-
hlutamiklu skoðanakannana
sem það framkvæmir með
reglulegum hætti. Vaxandi
umsvif og aðrar aðstæður
sýna stjórnendum þessa fyrir-
tækis fram á, að áVestfjörðum
sé gott starfsumhverfi fyrir
rekstur af þessu tagi. Það væri
fagnaðarefni ef hluti af starf-
semi fyrirtækisins (og von-
andi sem stærstur hluti) yrði
unninn hér fyrir vestan. Það
mun væntanlega koma í ljós á
næstunni ef viðtökur við aug-
lýsingum þess verða góðar.
Ríkisfyrirtækjunum
skotið ref fyrir rass
Þar með gerist það með
rækilegum hætti, að einkafyr-
irtækin skjóta trénaðri ríkis-
starfseminni enn einu sinni
ref fyrir rass. I sumar benti ég
einmitt á þetta í umræðunni
sem þá átti sér stað um hlut
hins opinbera í því að setja
niður starfsemi á landsbyggð-
inni.
Þá þegar lá ljóst fyrir um
allnokkureinkafyrirtæki, sem
gagnstætt hinu opinbera voru
að færa starfsemi af höfuð-
borgarsvæðinu og út á land -
einfaldlega af því að stjórn-
endum fyrirtækisins þótti það
skynsamleg aðgerð. Og enn
er þetta að gerast.
Horfum til
einkaframtaksins
Af þessu getum við Vest-
firðingar dregið einn afger-
andi lærdóm. Við eigum að
beina sjónum okkar að einka-
fyrirtækjunum og reyna að
laða þau með starfsemi sína
til okkar. A Vestfjörðum höf-
um við margt að bjóða, bæði
fyrirtækjum og fólkinu sem í
þeim starfar. Við vitum líka
að margt ungt fólk flutti af
landsbyggðinni vegna þess að
það fann ekki verkefni við sitt
hæfi í heimabyggðinni. Marg-
ir eru hins vegar óðfúsir að
snúa til baka ef aðstæður bjóð-
ast á atvinnumarkaðnum.
Það er því höfuðmál að okk-
ur takist að skapa þessi at-
vinnutækifæri. Við vitum það
nú af fenginni rey nslu, að sára-
lítil von er til þess að það
gerist með því að opinber
verkefni verði sett hér niður,
né annars staðar utan höfuð-
borgarsvæðisins. Reynsla síð-
ustu vikna bendir hins vegar
eindregið til þess, að einka-
fyrirtækin séu í vaxandi mæli
farin að horfa til landsbyggð-
arinnar. Við eigum þess vegna
að einbeita okkur að því að
auðvelda þeim það eins og
við framast getum.
- Einar K. Guðfinnsson,
alþingismaður.
Yinnuvélanámskeið
Vinnuvélanámskeið verður haldið á ísafirði
22. september -1. október
Námskeiðið er kvöid- og helgarnámskeið.
Námskeiðið veitir rétt tii
verklegrar próftöku á allar gerðir vinnuvéla.
Upplýsingar og skráning í símum
570 7100 og 897 0601
eða á hdmasíðu Iðntæknistofnunar: www.itiis
tðntæknistofnun
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2000 3