Tónamál - 01.12.1976, Page 8
Einar B. Waage - Minning
Langt samtal áttum við Einar á heimili hans deg-
inum áður en hann „ætlaði að skreppa á sjúkrahús í
nokkra daga", eins og hann komst að orði. Þá var hann
glaður og reifur að vanda, áhugasamur um hin mörgu
verkefni sem framundan voru til hagsbóta fyrir stétt
okkar. Þegar við kvöddumst, bað hann mig um að
heimsækja sig eftir 4—5 daga, svo við gætum rætt
málin nánar, en það fór á annan veg. Hann lézt á
Borgarsjúkrahúsinu aðfaranótt 12. október aðeins 52ja
ára að aldri.
Einar var fædur í Reykjavík 8. ágúst 1924, sonur
sæmdarhjónanna Elísabetar Einarsdóttur og Benedikts
G Waage, hins þjóðkunna íþróttafrömuðar, sem var
m. a. forseti Iþróttasambands íslands í 37 ár. Síðustu
æviárin dvaldi Benedikt á heimili sonar síns og
tengdadóttur og lézt þar 8. nóvember 1966.
Einar hlaut í arf eðliskosti foreldra sinna, góðar
gáfur, áræði og fórnarlund, sem allir tóku eftir og
mátu er kynntust honum. Fljótlega kom í ljós, að
hann bjó yfir óvenju mikilli tónlistargáfu. Varð hann
einn af meðlimum Drengjakórs Reykjavíkur, sem Jón
ísleifsson stofnaði og stjórnaði á árunum 1937-38.
Annars hóf Einar nám í Menntaskólanum í Reykjavík
að loknu barnaskólanámi, en hvarf þaðan fljótlega til
að helga sig tónlistinni. Allar götur frá þeim tíma var
hann meðal fremstu tónlistarmanna þjóðarinnar.
Námsferill Einars var stuttur á nútíma mælikvarða,
en yfirburða hæfileikar hans komu þá gleggst í ljós og
að góðum notum. Hann hóf nám í fiðluleik hjá Birni
Ólafssyni, en jafnframt og síðar nám hjá Fritz Weis-
shappel í kontrabasaleik. Fritz heitinn varð mágur
hans, er hann kvæntist Helgu listmálara, systur hans.
Á þeim árum máttu íslenzkir hljómlistarmenn þreyja
þorran með því að leika fyrir dansi. Sinfóníuhljóm-
sveit íslands var óstofnuð og aðeins strjálar uppfærsl-
ur áhugamanna og Tónlistarfélagsins á klassískri tón-
list tíðkuðust.
I lok seinni heimsstyrjaldarinnar innritaðist Einar í
Julliard School of Music í New York. Hann var svo
8
lánsamur að fá kontrabassaleikarann Fredrik Zimmer-
mann fyrir kennara, þann hinn sama og ritað hefur
kennslubækur, sem enn í dag eru notaðar. Með þeim
tókst góð vinátta og varanleg. Er námi lauk bauð
Fritz Reiner, stjórnandi Pittsburgh Sinfony Orchestra,
Einari starf í þeirri hljómsveit, en hann kaus að hverfa
heim, íslenzku tónlistarlífi til ómetanlegs gagns.
Strax eftir heimkomuna réðst hann til Ríkisútvarps-
ins og lék með Útvarpshljómsveitinni, undanfara Sin-
fóníuhljómsveitar íslands, unz hin síðarnefnda var
stofnuð 1950, en Einar gegndi stöðu 1. kontrabassaleik-
ara þar allt til dauðadags, að frátöldum árunum 1958
og ’59, er hann varð að gangast undir mikinn uppskurð
í Noregi.
Þegar hinn frægi fiðluleikari Adolf Buch (tengda-
faðir Rudolf Serkin) kom hingað með strokkvartett
Framh. á hls. 14.
TÓNAMÁL